Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 7 Fréttir Ólga hjá tollstjóranum í Reykjavík: Landið er hálf- opið fyrir smygli - segir Ólafur A. Jónsson yfirtollvörður hljóti það að teljast vera á hans eigin ábyrgð sem og annarra í yfírstjóm Tollstjóraembættisins. Þá segir hann þennan niðurskurð þýða að eftirlit með óloglegum innflutningi verði lít- ið sem ekkert. „Þessi niðurskurður á launum sem er upp á 25 prósent þýðir að landið er opið í hálfa gátt fyrir smygli. Það er útilokað að hægt sé að halda uppi nægu eftirliti þegar ekki má vinna yfirvinnu. Það sýður á öllum hér vegna þessara mála,“ segir Ólafur. „Þetta er ekkert annað en rakinn dónaskapur af hálfu skrifstofustjór- ans gagnvart starfsmönnum að halda því fram að þeir skrifi á sig óunna yfirvinnu. Eg mótmæli því harðlega að tollverðir hafi stolið yfir- vinnu með því að skrifa tíma sem ekki hafa verið unnir,“ segir Ólafur A. Jónsson, yfirtollvörður hjá toll- stjóranum í Reykjavík, vegna yfir- lýsinga Sigvalda Friðgeirssonar, skrifstofustjóra hjá embættinu. Ólafur segir að ef það sé raunin að starfsmenn oftaki sér yfirvinnu þá Ólafur A. Jónsson yfirtollvörður. DV-mynd GVA Már Guðmundsson um lækkun dollarans: Gengi krónunnar er ekki í hættu - neikvæð áhrif gengisbreytinganna um 320 milljónir á ári „Áhrifm af lækkun dollarans eru það lítilfjörleg að gengi krónunnar ætti ekki að vera í hættu. Við erum með raungengiö í sögulegu lág- marki, viðskiptaafgang og nýbúnir að gera kjarasamninga sem tryggja stöðugleika i tvö ár. Ef gengi krón- unnar er í hættu þá á það sér ein- ungis sálfræöilegar skýringar," segir Már Guðmundsson, forstöðu- hins vegar að skuldir þjóðarinnar maður hagfræðideildar Seðlabank- lækki um alls 1,8 milljarða eða 320 ans. milljónir á ári að teknu tilliti til Miðaðviðgengishræringarnarað afborganabyrðarinnar. Neikvæð undanförnu og stöðu dollarans í áhrif gengisbreytinganna séu því byijun vikunnar er það mat Seöla- um 320 milljónir á ársgrundvelli bankans að viðskiptakjör þjóðar- sem er 0,07 prósent af landsfram- innar versni um ríflega 640 milljón- leiðslu. ir á ársgrundvelli. Á móti komi _ -kaa + Útsala M Daihatsu Charade, 3 dyra. ’90, ek. 77 þ. V. 480-þús: Nú 400 þús. ’90, ek. 94 þ. V. 460 þús: Nú 380 þús. ’90, ek. 101 þ. V_450þús. Nú 370 þús. ’91, ek. 62 þ. V. 5.40 þú&. Nú 480 þús. ’88, ek. 77 þ. V. 490 þús. Nú 390 þús. Subaru E-10, 6 sæta. ’86, ek. 117 þ. V. 240 þú&: Nú 200 þús. Einnig: Subaru coupé 4x4, sjálfsk. ’89, ek. 83 þ. Verð 260 þú*. Nú 690 þús. Suzuki Fox 413, blæja, ’88, ek. 100 þ. Verð 400 þúg Nú 390 þús. Daihatsu Charade, 3 dyra, '87, ek. 81 þ. Verð 220-þús. Nú 220 þús. Nissan Cherry, 3 dyra, sjálfsk. ’85, ek. 107 þ. Verð 2J0 þúa. Nú 170 þús. Lada station ’91, ek. 98 þ. Verð 190 þú». Nú 140 þús. Lada Samara, 3 dyra, ’89, ek. 85 þ. Verð .18fl þiis. Nú 150 þús. ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17-108 Reykjavík • Sími (91) 588 7620 Náttúrulagaflokkurinn með framboðslista í Reykjavík: Hugleiðsla og samstill- ing leysa vandann Nýr stjómmálaflokkur, Náttúru- lagaflokkurinn, ætlar að bjóða fram 19 manna framboðslista í alþingis- kosningunum í Reykjavík í vor. Flokkurinn leggur áherslu á aö leysa vandamál samfélagsins með því að bæta heilsu manna eftir vísindalega sannprófuðum leiöum, auka sköpun- armátt og eyða streitu úr samvitund þjóðarinnar. Flokkurinn telur mögu- legt að fækka slysum og glæpum strax um 20 prósent og draga úr sjúk- dómum um helming á þremur árum meö því að koma á fót svokölluðum samstillingarhóp og með því að nota hugleiðslu. „Póhtískar lausnir hafa ekki dugað til að leysa þau vandamál sem eru brýnust og hvíla hvað þyngst á okk- ur. Við teljum okkur vera með pott- þéttar og vísindalega sannprófaðar lausnir. Við búum öll yfir miklu meiri sköpunarhæfni en við náum til og nýtum í daglegu lífi. TM hug- leiðsla hjálpar okkur til að virkja dýpri lög huga okkar þar sem meiri sköpunarhæfni ríkir. Fólk er ekki ánægt með það sem það hefur og mun leita í þessar leiðir ef það hefur val innan kerfisins," segir Jón Hall- dór Hannesson, efsti maður á fram- boðslista flokksins. í stefnuskrá Náttúrulagaflokksins kemur meðal annars fram að hægt sé að lækka ríkisútgjöld og skatta um helming á kjörtímabilinu með for- varnaraðgerðum í heilbrigðismálum og afbrotamálum. Vandi atvinnuveg- anna og lág laun stafi af skorti á sköpunarhæfni atvinnurekenda og launafólks og er bent á leiöir til að Jón Halldór Hannesson, efsti maður á framboðslista Náttúrulagaflokks- ins. auka skapandi greind einstakhnga og eyða þrúgandi áhrifum spennu í samvitund þjóðarinnar. Meðal ann- ars þannig skapast andrúmsloft framfara. Náttúrulagaflokkur íslands var stofnaður fyrir nokkrum mánuðum af áhugafólki um náttúrulækningar. Náttúrulagaflokkar eru starfandi víða um heim og ætlar flokkurinn að sækja um aðhd að alþjóðasamtök- um Náttúrulagaflokka. Flokksmenn ætla að dreifa kynn- ingarblaði í öh hús í Reykjavík í næstu viku. Handhafar happdrættismiða Slysavarnafélags íslands eru beðnir velvirðingar á Ieiðum mistökum sem urðu .við útsendingu miðanna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum urðu mistök við val á úrtaki, þannig að sumar konur fengu tvo miða í stað eins, og örfáar fengu báða þá miða með sama númeri. Á sama tíma erum við þakklát fyrir þann stuðning og velvilja sem margar þessarra kvenna hafa sýnt okkur með því að greiða báða miðana. Umfangsmikil starfsemi Slysavarnafélags fslands er að stórum hluta kostuð af ágóða happdrættis félagsins, sem byggir á góðri þátttöku landsmanna. Slysavarna- deildir félagsins eru 90 að tölu og björgunarsveitir þess einnig 90, af tæplega 130 sveitum á landinu öllu. Ykkar þdtttaka - okkar styrkur - ykkar öryggi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.