Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995
5
Það er allt í sátt og samlyndi hjá þeim hjónum þó þau séu í framboði. Hér
eru þau með tvö af börnum sínum í snjónum á Hólmavík - Þorkatli og
Jóhönnu. Eldri dóttirin, Birgitta, var ekki heima þegar myndin var tekin.
DV-mynd Guðfinnur
Vestfiröir:
Hjón í framboði
hvort gegn öðru
Guðfinnur Fmnbogason, DV, Hólmavík:
Sveitarstjórahjónin á Hólmavík
eru í framboði við alþingiskosning-
arnar í apríl - og það gegn hvort
öðru.
Stefán Gíslason sveitarstjóri er í
öðru sæti á lista Péturs Bjamasonar,
fræðslustjóra á Vestfjörðum, og
Björk Jóhánnsdóttir, eiginkona Stef-
áns, er í öðru sæti hjá Samtökum um
kvennalista.
45%
Fórnarlömb ofbeldis
- samanburður á aldri þolenda hjá Stígamótum -
44.5
rn Aldur þegar leitaö er
tiHrtígamóta-
Stígamót fimm ára:
Hundruð koma
á hverju ári
vegna sifjaspella
Starfsemi Stígamóta hefur vaxið
gríðarlega frá því samtökin voru
stofnuð árið 1990. Þannig hefur ein-
staklingum sem leituðu til Stígamóta
fjölgað úr 309 í 346 milli ára 1993 og
1994. Þetta kemur fram í ársskýrslu
Stígamóta sem kynnt var á blaða-
mannafundi nýlega.
í ársskýrslunni kemur fram aö
veittum viðtölum hefrn- fjölgað jafnt
og þétt undanfarin ár í takt við flölg-
un þeirra sem leita til Stígamóta.
Árið 1994 veittu starfsmenn Stíga-
móta 346 þolendum kynferðislegs of-
beldis rúm 2.000 viðtöl en fyrsta
starfsárið, árið 1990, fengu 250 ein-
stakhngar 503 viðtöl.
Guðrún Jónsdóttir, starfsmaður
Stígamóta, segir athyglisvert að
ástæður fyrir komu þolenda til Stíga-
móta séu þær sömu undanfarin ár.
Þannig hafi tveir þriðju þolenda til
Stígamóta vegna siijaspells 1992 til
1994 en aðeins þriðjungur vegna
nauðgunar.
Meirihluti þolenda er innan við 16
ára þegar ofbeldið er framið en hjálp-
ar er leitað frá 10 ára og fram eftir
öllum aldri.
Fréttir
Skilar verulega
góðum árangri
- hefur auglýst nánast hvem útgáfudag í þrjú ár
„Þessar auglýsingar hafa skilað
verulega góðum árangri og við erum
mjög ánægðir. Við höfum nú auglýst
í smáauglýsingunum í þijú ár, oft
um þijár auglýsingar á dag og fleiri
í helgarblaðinu," segir Júlíus Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Tölvuhst-,
ans, en fyrirtæki hans auglýsir ein-
göngu í smáauglýsingum DV og segir
Júhus það vera meira en nóg.
Tölvuhstinn selur notaður tölvur
og einnig CD-Rom leiki fyrir tölvur.
Júhus segir að viðskiptavinir sínir
fylgist vel með smáauglýsingimum
yfirleitt og þeir viti auðvitað að
Tölvuhstinn auglýsi alltaf í smáaug-
lýsingum DV.
Tölvuhstinn er þriggja ára gamalt
fyrirtæki og starfsmenn eru 2-3. Fyr-
irtækið flytur á næstu dögum frá
Sigtúni 3 í stærri húsakynni að
Skúlagötu 61.
Fyrirtækið var dregið út úr smá-
auglýsingapotti DV í lok febrúar og
unnu starfsmenn Severin espresso
kaffivél. Júhus segir að kaflivélin
eigi eftir að koma sér vel á nýja
staðnum því þar sé engin kafflvél enn
sem komið er.
Július Olafsson, framkvæmdastjóri Tölvulistans, er mjög ánægður með
smáauglýsingarnar. Hann auglýsir hvergi annars staðar. DV-mynd JAK
FRAMBOÐSFUNDURVERÐUR
HALDINN I HASKOLABIOI
LAUGARDAGINN ll.MARS KL.15:00
A FUNDINN MÆTA FORYSTUMENN ALLRA
FLOKKA, HALDA RÆÐUR OG SVARA FYRIRSPURNUM
ISI æ ■ 4D' % ö 4 V ^
ÞJÓÐVAKI
KVENNALISTINN
ALÞÝDUBANDALAGIÐ