Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 13 spretta hagvaxtar „Flestum ætti að vera Ijóst að átak við nýsköpun verður ekki í íslensk- um framleiðsluiðnaði án þess að þekking og færni hönnuða jafnt sem handverksmanna sé til staðar." Framleiðsluiðnað á íslandi þarf að efla til að auka þjóðartekjur. Þekking, menntun og hæfni á sviði iðnhönnunar er mikilvæg upp- spretta hagvaxtar. Iðnhönnun er hins vegar orð sem er ekki sérlega greypt í þjóðarvitundina þrátt fyrir vaxandi iðnaðarframleiðslu. Nauð- synlegt er að efla iðnhönnun svo hægt verði að byggja atvinnustefnu framtíðar á nýjum grunni. KjaUaiiim Flestum ætti að vera ljóst að átak við nýsköpun verður ekki í íslensk- um framleiösluiðnaði án þess að þekking og færni hönnuða jafnt sem handverksmanna sé til staðar. Á flestum sviðum atvinnulífsins er þörf fyrir rannsóknir og vandaða hönnun vegna þeirrar framleiðslu sem ráðist skal í. Snjallar lausnir eru forsendur þess aö árangur náist við framleiðslu og sölu á iðnvarn- Sturla Böðvarsson alþingismaður, skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi „Snjallar lausnir eru forsendur þess aö árangur náist við framleiðslu og sölu á iðnvarningi. Menntun og þjalfun skiptir miklu máli.“ Iðnhönnun - upp ingi. Menntun og þjálfun skiptir þar miklu máli. Því verður aö telja eðli- legt að opinberir aðilar stuðh aö eflingu iðnhönnunar með beinum eða óbeinum hætti. Skipulagðri samvinnu þarf að koma á milli þeirra aðila á vinnumarkaöi sem tengjast iðnaði eða þurfa að nýta sér iðnaðarframleiðslu. í því sambandi má m.a. nefna sjávarútveg. í stefnumótun ASÍ í efnahags-, atvinnu- og kjaramálum kemur glöggt fram hversu mikla áherslu verkalýðhreyflngin leggur á hvers konar nýsköpun í atvinnulífinu. Sókn á sviði verkmenntunar og tæknimenntunar er grundvallar- þáttur til þess að uppbygging geti átt sér stað. Samstarf stjórnvalda, launa- fólks og fyrirtækja Til að tryggja að markvissum og árangursríkum vinnubrögðum verði beitt þurfa stjórnvöld að koma inn í náið samstarf með sam- tökum launafólks og fyrirtækja. Einnig er full ástæða til aö líta til fagfélaga sem tengjast iönhönnun. Starf þeirra er mikilvægt að styrkja og efla. Má varpa fram þeirri spurningu hvort ekki sé kominn tími til þess að einhver angi af arki- tektanámi fáist inn í landið. í það minnsta mætti hugsa sér fyrir- lestra og kynningu svipaða því sem Arkitektafélag íslands stóð fyrir á síðasta ári og mæltist mjög vel fyr- ir. Slík starfsemi gæti verið sam- vinnuverkefni menntamálaráðu- neytisins, iðnaðarráöuneytisins og Arkitektafélags íslands í nafni fag- félaganna. Handverk og hugmyndir Síðustu vikur hefur staðiö yfir sýning í Reykjavík á iðnhönnun og verkum arkitekta. Þessi sýning er að vísu ekki stór en hún gefur ágæta mynd af því hversu margir góðir hönnuðir eru starfandi hér á landi. Sýningin vekur athygli á því hversu nauðsynlegt það er að auka kynningu á iðnhönnun. Rækileg kynning ætti að fara fram í fram- haldsskólum landsins og jafnvel grunnskólunum í þeim tilgangi að auka skilning á þessari mikilvægu grein og draga fram þá möguleika sem iðnhönnun gefur. Samfara miklum tækniframforum við hvers konar framleiðslu er mikilvægt að huga vel að þeim þætti sem eru hugverkin, hugmyndirnar, þar sem er lagður grunnur að gerð þess sem framleiða skal. Þau eru grund- völlur þess að framleiðsluiðnaður- inn vaxi og dafni en hann á allt sitt undir góðum hugmyndum ekki síður en góðu handverki. Sturla Böðvarsson Hvers vegna Þjóðvaki? Óvíða er jafn mikill pólitískur áhugi sem á íslandi. Það sýna tölur um kjörsókn. íslendingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að sú vinna sem fram fer í Alþingishúsinu við Austurvöll sé vönduð og horfi til heilla fyrir land og lýð, ekki suma heldur alla. í öllum stjómmálaflokk- um er hugsjónafólk sem sér fyrir sér réttlátara og betra ísland. Spumingin er einfaldlega sú hvort aðferðir flokk- anna á vali fulltrúanna til Alþingis sé heiðarleg og skili þeim árangri sem til er ætlast. í öllum gömlu flokk- unum er orðin hættuleg þráseta sumra þingmannanna en gömlu flokkarnir hafa búið sér til samtrygg- ingarkerfi sem erfitt er fyrir almenn- ing að ráða við. Jafnvel Kvennalist- inn sem átti aö vera svo hreinn og fagur hefur sýnt í verki, að mati einn- ar frammákonu hreyfingarinnar, einhveija mestu mannfyrirlitningu og valdníðslu í íslenskum stjómmál- um á seinni tímum. Hvað er þá til ráða? Almenningur verður að rísa upp. Ég eygi von í Þjóðvaka, hreyfingu fólksins til jafn- aðar og framfara. Siðareglur þingmanna Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur Þjóðwaka, hefur sýnt í verki á KjáUarinn Magnús Aðalbjörnsson skipar 3. sæti á lista Þjóðvaka í Norðurlandi eystra Alþingi að hún er ötul baráttukona fyrir jöfnun lífskjara og betra mannlífi á íslandi. Jóhanna hefur einn íslenskra ráðherra afsalað sér þeirri reglu sem alþingismenn hafa sett að ráðherrar hafi einkabíl- stjóra og glæsikermr. Jóhanna hef- ur notað sína eigin bifreið sem ráð- herra og sparað ríkinu milljónir. Stjómmálaforingi sem þannig hugsar er líklegur til að veita sam- starfsfólki sínu aöhald í meðferð opinbers fjár. Flokksþing Þjóðvaka samþykkti að setja þingmönnum sínum siða- reglur og mun jafnframt beita sér fyrir að almennar og skráðar siða- reglur verði settar í opinberri stjórnsýslu til þess að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og mis- beitingu valds. Einnig veitir ekki af að gera vörslumenn opinberra sjóða ábyrgari fyrir gjörðum sínum og faglegri vinnubragða verði kraf- ist þegar ráða þarf í stöður hjá hinu ópinbera. Gömlu flokkarnir hræddir Ég hvet fólk til aö Ijá eyra mál- svörum Þjóðvaka. Gömlu flokkarn- ir eru hræddir við þetta nýja afl sem vill breyta og bæta. Það hentar ekki gömlu flokkunum. Þess vegna kappkosta þeir allir í senn að ófrægja Þjóðvaka sem virðist vera orðinn helsti óvinur þeirra. Kerf- inu má ekki breyta að þeirra mati en við skulum ekki láta þá kúga okkur lengur. Magnús Aðalbjörnsson „Jafnvel Kvennalistinn, sem átti að vera svo hreinn og fagur, hefur sýnt 1 verki, að mati einnar frammákonu hreyfingarinnar, einhverjamestu mannfyrirlitningu og valdníðslu í ís- lenskum stjórnmálum á seinni tím- 11VV> « Meðog Sjálfstæðisflokk utan rikis- stjórnar Stefnumál ofarráð- herrastólum „Þjóðvaki tekur ekki þátt í kapp- hlaupi hinna ílokkanna til Sjálfstæðis- flokksins. Við metum stefnumálin Og trúnað við Ágúst Elnarsson, fram- kjósendur bjóéanttl Þjóévaka meira en ráð- herrastóla undir forsæti þeirra. Yfirlýsing Þjóðvaka hefur hlot- ið mikinn meöbyr í þjóöfélaginu og fjölmargir stuðningsmenn Al- þýöuflokks, Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvenna- lista hafa lýst yfir stuðningi sín- um við þessa afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er hægri- sinnaður sérhagsmunaflokkur, flokkur fyrirtækjanna og for- ystuafla valdakerfisins. Launa- fólk á ekki samleið með slíkum flokki. Gömlu flokksforingjarnir vilja fara með atkvæði kjósenda eins og þeim sýnist eftir kosningar og semja sig frá loforðum sínum. Þjóðvaki tekur ekki þátt í því að blekkja kiósendur með þeim hætti. Valið i kosningunum stendur á milli Þjóðvaka og gamla flokka- kerfisins, milli breytinga og óbreytts ástands, Almenningur á rétt á aö vita hvað flokkar þeirra ætla að gera eftir kosningar. Þessi skýra af- staða Þjóðvaka er liður í því að brjóta upp flokkakerfið og sam- eina félagshyggjuöflin. Orð og efndír verða að fara saman.“ Sundurlyndi í stjórnar- fari „í þessum ; kosningum eru kostimirí raun og veru óvenju skýr- ir. Annars vegar er það sfjómarsam- starf þar sem Sjálfstæðis- _____ •■flokkur yrði þlngmaóur SjóllslæðÍH- aðili. Þar yröi <tokks um að ræöa stjómarsamstarf tveggja flokka þar sem stöðug- leiki í stjórnarfari og stöðugleiki í efnahagsmálum færu saman. Hins vegar er um að ræða sam- starf margra flokka, vinstra samkrull, þar sem óstjóm í efna- ’ hagsmálum og sundurlyndi í ; stjómarfarinumynduleiðasthlið | við hliö. Það er hefðbundið vinstristjórnarmynstur. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir hvetur tii þess að svokallaöir félags- hyggjuflokkar fari ekki i ríkis- stjórnarsamstarf með Sjálfstæð- isflokknum er hún að velja síðari kostinn, kost óstjórnar í efna- hagsmálum og upplausnar á póli- tíska sviðinu. Ég er ekki hissa á því að aðrir vinstri flokkar skuli ekki vilja undirgangast þetta jarðarmen en á þessu stigi er ekki hægt að svara því hvert sé líkleg- asta stjórnarsamstarfið að lokn- um kosningum. Kosningamar munu leiða þaö í ljós en öflugur stuðningur við Sjálfstæöisflokk- inn er krafa um stöðugt stjóraar- far og styrka efnahagsstjórn." -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.