Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 9 DV Utlönd Guðmundur Eiríksson: Afturkominní þjónustu utan- ríkisráðherra GM Kiistjánssan, DV, Ósló: „Nei, þaö voru:: mánaða-: mótin semréöu því að ég kom aftur," sagði Guömundur Eiríksson haf- ; réttarfræðing- ur aðspurður um hvort stjórnarskiptin heföu valdiö því aö hann er á ný kom- inn í þjónustu utanríkisráðherra íslands. Hann var með Haildóri Ásgrímssyni í Ósló í gær. Guðmundur vildi hvorki játa því né neita að sér félli betur aö vinna með Halldóri Ásgrímssyni en Jóni Baldvin Hannibalssyni. „Það verður hver að túlka nær- veru mina hér eins og hann vill,“ sagði Guðmundur. Hann var áð- ur í leyfi írá störfum á Íslandí og við kennslu i Bandaríkjunum. Fangivillekki vinnaí! gengiogkærir Fangi nokkur i Alabama I Bandaríkjunum, Michael Ant- hony Austin, hefur kæn þá ákvörðun yfirvalda að endurlifga hin svokölluðu keðjugengi og segir að það séu brot á borgara- legum réttindum sínum að vinna í sllku gengi. Fanginn krefst lið- lega sex milljóna íslenskra króna í miskabætur fyrir andlega van- líðan, streitu og sársauka af völd- um vinnu í keðjugengi. Keðjugengin höfðu ekki verið við lýði í Alabama í fióra áratugi en fangarnir, sem í þeim eru, eru hlekkjaðir saman á fóíleggjunum og sendir í erfiðisvinnu. Sektaðurfyrir ólöglegarveiðar viðFæreyjar Tæplega fimmtugur skipstjóri togara frá Hjaltlandseyjum hefur verið dæmdur til aö greiöa sem svarar rúmlega sex hundruð þús- undum íslenskra króna í sekt fyr- ir ólöglegar veiðar vestur af Fær- eyjum. Færeysk stjórnvöld hafa friðað umrætt svæði allt árið. Hjalt- lenski togarinn var tekinn við veiðar þrjár mílur innan mark- anna og þegar að var gáð kom í Ijós að hann var fullur af þorski. Aflinn, sem er metinn á milljón- ir íslenskra króna, og veiðarfær- in voru gerð upptæk. Ojrinská bókum BobDoieíhönd- umlögfræðinga Lögmenn út- gáfufyrirtækls í Bandaríkíun- um sitja nú sveittir yfir ævisögu öld- ungadeildar- þingmannsins Bobs Doles sem væntanlega kemur út í haust og iofar útgefandinn að þar komi ýnúslegt spennandi fram, enda heitir bókin Öldungadeildarþing- maður til sölu. Bob Dole keppir um útnefningu repúblikana fyrir forsetakosn- ingarnar á næsta ári og enn sem komið er nýtur hann mestra vin- sælda. Aðstoðarmenn Doles segj- ast ekki hafa áhyggjur af bókinni og benda á að höfúndurinn hafi áður gert bók um Dole og hafi sú fallið í gleymsku og dá. Reuter, Ritzau Danski utanríkisráðherrann í deilum um Síldarsmuguna: Neitar ásökunum um veiðar Dana - veiðamar geta orðið stórt vandamál, segja Norðmenn Niels Helveg Petersen, utanríkisráð- herra Dana, neitar ásökunum Norð- manna um að dönsk skip séu að veið- um í Síldarsmugunni. Hann segist hafa athugað málið í danska utanrík- is- og forsætisráðuneytinu en þar hafi menn ekki kannast við síldveið- ar danskra skipa á svæðinu. Hins vegar lofaði hann að máhð yrði rann- sakað. Björn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, sagöist hafa fyrir því mjög áreiðanlegar heimildir að dönsk skip veiddu síld í Síldarsmug- unni, alþjóðlegu hafsvæði sem Norð- menn, Islendingar og Færeyingar deila um síldveiðar í, og ræddi við fréttamenn á þeim nótum. „Við verðum að komast að hinu sanna í málinu. Ég held að veiðar Dana séu ekki stórt vandamál en þær geta orðið það ef fleiri þjóðir hefia þama veiöar. Það er ekki ástæða til að fullyrða að veiðar Dana séu ólög- legar en þaö er grundvallaratriði fyr- ir Norðmenn að hafa yfirsýn yfir veiðarnar svo ekki verði veitt of mik- ið,“ sagði Godal. Godal og Halldór Ásgrímsson fund- uðu um Síldarsmuguna í gærmorgun Sue Miller var valin „Pet of the Year“ eða gæludýr ársins í ástralskri út- gáfu timaritsins Penthouse. Miller, sem er fyrrum lögreglukona í Nýju- Suður-Wales, segist hafa neyðst til að hætta störfum sem laganna vörður þar sem fordómafullir yfirmenn hennar hafi verið því mjög andvígir að hún hefði ofan af fyrir sér sem fyrirsæta utan vinnutíma. Símamynd Reuter Drottningarmóðir vin- sælust í fjölskyldunni Breska konungsfiölskyldan á auknum vinsældum að fagna þessa dagana þegar þess er minnst að fimmtíu ár era liðin frá uppgjöf nas- ista. Bresku blöðin tala um drottn- ingarmóðurina, sem er elst allra í fiölskyldunni, sem lifandi tengilið við gamla tíma þjóðareiningar og mikil- leika. „Drottning hjartna okkar allra,“ sagði blaðið Dail Mail í lofgrein um hina 94 ára gömlu drottningarmóður sem var stórstjarna þriggja daga há- tíðarhaldanna í Bretíandi. Ekki létu þó allir hrifningu sína jafn óspart í ljós þvi sumir veltu því fyrir sér hvort miklar vinsældir gömlu konunnar gætu hrakið endan- lega á brott óveðursskýin yfir kon- ungsfjölskyldunni. „Ég vildi óska að þessi áhrif gætu varað tíl langframa, en ég er raun- sæismaður,“ sagði Bemard Ingham sem var blaðafulltrúi Margrétar Thatcher þegar hún var forsætisráð- herra. Drottningarmóðirin hefur veriö langvinsælust allra í konungsfiöl- skyldunni frá því hjónaband Díönu prinsessu og Karls ríkisarfa fór út um þúfur 1992 og þau skildu að borði Ogsæng. Reuter en án árangurs. Eftir fund utanríkis- ráðherra Norðurlanda í Kaup- mannahöfn síðar um daginn sagðist Godal ekki í vafa um að fyrr en síðar kæmist skriður á samningaviðræð- urnar. Halldór Ásgrímsson tók undir orð Godals: „Við verðum áfram í sambandi vegna málsins og munum leitaleiðatillausnardeilunni." rb eyingum Hætta er á að ailur fiskiðnaður í Færeyjum stöðvist vegna kvóta- kerfisins sem danska ríkisstjórn- in þvingaði upp á eyjaskeggja síð- astliðið haust. Fái færeysku tog- ararnir ekki aukinn kvóta á þessu kvótaári, sem nær fram í septeraber, stöðvast vinna í fisk- vinnslustöðvunum og þær geta þar með ekki uppfyllt pantanir erlendis frá. Bjarti Mohr, formaður samtaka fiskvinnslustöðva, og Niels Sör- ensen, forustumaður fiskútflytj- enda, hafa lýsti áhyggjum sínum af málinu. Færeyski togaraflotinn lagðist allur aö bryggju í síðustu viku þar sem kvótinn var búinn. Ritzau Niels Helveg Petersen, utanríkisráð- herra Dana. Bleiuvika Þumalínu Öll börn fá umhverfisvæna bleiu og 19% afslátt Þumalína Pósthússtræti 13 (sama hús og Álafossbúöin) Sími 551 2136 CAFEBOHEM Vitasiíg 3 - Sími 562-6290 Ný dansmey komin frá frændum vorum Dönum. HM-stemning um helgina! Sænskt, danskt og íslenskt stripp. Áfram ísland!!! Frítt fyrir konur. Bílar - innjíutningur Nýir bílar 1» USA Pick-up bílar Flestar geröir Cherokee og Grand Cherokee USA-bíla Nýr Blazer Mini Van Suzuki jeppar Ýmsar tegundir EV BÍLAUMBOÐ Egill Vilhjálmsson Smiöjuvegi 4. Kópavögi sími 55 77 200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.