Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R, EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáaugiýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Askrift: 99-6270 Stafraen útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Stöðvum þennan ósóma í miðju þorskleysinu berast þær fréttir af miðunum að sjómenn fleygi fiski í tonnatali. Þetta er ekki lygasaga heldur hrollkaldur sannleikur. Allir geta verið sammála því að einhver stjóm þurfi að vera á veiði og sókn í takmarkaða fiskstofna. Allir geta verið sammála um að fara beri eftir vísindalegum rannsóknum og ábendingum um heildaraflamagn. Um leið og við erum sammála um þessi grundvallaratriði hljótum við sömuleiðis að geta orðið sammála um að stöðva beri það siðleysi sem nú gerist æ vaxandi að sjó- menn fleygi fiski. Frá því er skýrt í DV í gær að allt að sextán tonnum af þorski hafi verið fleygt í einum róðri. Jafnframt er fullyrt að þúsundum tonna hafi verið kastað fyrir borð á undanfórnum vikum hjá róðrarbátum sunnan og vest- an við landið. Fiskistofa hefur gripið til þess ráðs að leigja sér bát og senda sína menn út á miðin til að fylgj- ast með þessu athæfi og sjá það með eigin augum. Já, hér er talað um siðleysi sjómanna. En það siðleysi er framkallað af lögunum og kvótanum. Sjómenn standa frarnmi fyrir tveim kostum, báðum slæmum. Annars vegar að fleygja þeim fiski sem kemur í netin, af því að kvótakerfið bannar þeim að veiða hann. Hins vegar að koma með fiskinn í höfn, þar sem hann er gerður upptæk- ur og útgerðin dæmd í sekt. Hér er þá ekki minnst á þann ósóma sem viðgengst hjá togurunum og er á allra vitorði að þar er smáfiskin- um kastað fyrir borð í stórum stíl, eftir að trollin hafa spænt upp og sópað í sig öllu kviku í hafinu. Aftur hér neyðir kvótakerfið sjósóknara til að viðhafa þessa veiði- mennsku. Kvótanum skal náð og kvótinn skal ekki eyði- lagður með undirmálsfiski. Það er enginn afgangur fyrir smáfisk. Þetta viðgengst á sama .tíma og við teljum okkur trú um að nauðsyn sé að byggja upp stofnana á ný. Þetta athæfi er framið undir þeim formerkjum að íslendingar reki ábyrga fiskveiðistefnu! Kvótinn kann að vera illskásti kosturinn í þeirri nauð- vöm sem menn em í gagnvart minnkandi þorskstofni. Að minnsta kosti meðan menn finna ekki betri lausnir og deilt er um sóknarmörk og aflamörk. En kvótakerfið er afskræmingin uppmáluð, þegar sjómenn em gerðir að sakamönnum, hvort heldur þeir veiða fiskinn eða fleygja honum. Og kvótakerfið er í æpandi mótsögn við tilgang sinn, meðan það framkallar þá veiðimennsku, sem felst í því að smáfiski og umframfiski er kastað á glæ. Þessa ósvinnu verður að stöðva. Sjómenn segja að það sé vaðandi þorskur á grunnmiðum sunnanlands og vest- an. Þeir geta þess vegna dregið árskvóta í einum eða tveim túrum. Grásleppukarlar sitja uppi með þorska í netum sínum og það ríkir ófremdarástand á miðunum. Það fær enginn við neitt ráðið og Fiskistofan heldur uppi njósnum úti á sjó! Sjómannastéttin er öll að verða að eftirlýstum sakamönnum. Hvers konar ástand er þetta eiginlega? Þorsteinn Pálsson sjáyarútvegsráðherra er kvótamað- ur og það er Halldór Ásgrímsson einnig. Þessir tveir menn fara með völdin í fiskveiðimálum þjóðarinnar. Það er í þeirra valdi og á þeirra ábyrgð að láta nú hendur standa fram úr ermum og binda enda á þann ósóma að veiddur fiskur sé ekki færður á land, án þess að menn séu gerðir að lögbrjótum. Sjómenn eru hnepptir í gildru, kerfið vinnur gegn sjálfu sér. Þetta er himinhrópandi siðleysi og verðmætasóun, sem enginn getur verið þekkt- ur fyrir að láta viðgangast. Efiert B. Schram Þau tíðindi gerðust um daginn aö Davíð Oddsson var fenginn í afar opinskátt viðtal í útvarpsþátt, sem kerlingin segir að sé stjómað af dæmigerðum meisturum í að hnoða samræðudeigið eftir kokka- bókum menningarástandsins í Reykjavik, þannig að út úr hálf- volgum ofni munnsins komi smjör- kökur með örlítið súru en léttpopp- uðu ívafi. í þættinum sýndi Davíð á sér nýja hhð. Hann lét sára tóninn í sálinni hljóma og kvartaði undan Morgunblaðinu og DV og samstöðu þessara blaða meö Jóni Baldvini fyrmm utanríkisráðherra en ekki með sér. Grálúðuástand Körlum varð ljóst að loknu við- tah að á næsta kjörtímabih, þegar Jón Baldvin vantar með greind sína og hið daglega show í fjölmiöl- um, geti þjóöin átt von á eins konar grálúðuástandi við Nýfundnaland á Alþingi, því nýi utanríkisráð- herrann virðist ekki opna munn- inn af andagift eða vegna hugljóm- unar, heldur til þess að geispa næstum lúðulegri golu í litlum skömmtum. Maður gæti haldið að hann tæki inn sama skammt af svefnlyfinu Mogadon þegar hann vaknar á morgnana og við kerlingarnar gleypum á kvöldin th að festa svefn á elliheimilinu, sagði kerlingin. Listin að kjökra Ýmsir eru þess vegna þegar farn- ir að sakna eða meta Jón Baldvin og óþarfi að segja, að enginn veit hvað hann átti góðan grip fyrr en misst hefur. Það hefur verið eitt af Davíð Oddsson. - Sýndi á sér nýja hliö, lét sára tóninn í sálinni hljóma og kvartaði undan Morgunblaðinu - segir m.a. í grein Guðbergs. Davíð Oddsson og smjörkökurnar einkennum þjóðarinnar að vhja glata kjörgripum th þess eins að viðhalda sífelldu kjökri sínu, eins og viötalið við Davið sannaði, enda Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur hefur maöurinn ekki kjökrað fyrr opinberlega. Kannski er listin að kjökra honum ekki leiö, heldur hef ég séð, þótt enginn stjórnmálafræð- ingur sé á borð viö Svan og Jón Orm, aö á síðasta kjörtímabih var stöðug samkeppni milh forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra um þaö hvor héldi uppi í fjölmiðlum betri sýningu í leikfiminni sem tungan ein getur stundað á sviði stjómmálanna með krafti vitsins. Á fiskmarkaöi Framsóknar Hvor hafi farið með sigur af hólmi á stjórnmálaslánni, það skal ósagt látið, því sigur í kosningum er ekki ahur sigurinn. Það að Mogginn sé ekki málgagn heldur ógagn Sjálfstæðisflokknum er ekki ný niðurstaða, sjálfur skrifaði ég í DV grein um það fyrir löngu. Við þurfum hvorki Davíð né smjör- kökubakara th að sjá það. Hins vegar hefði Davíð mátt vita fyrir stjómarmyndunina að án Jóns eða álíka manns væri tunga hans að- eins hálf, það vantar á hana brodd- inn. Aðrir gætu hugleitt þá furðu að Alþýðuflokkurinn skuh hafa getað haldið uppi fjörugustu póli- tisku sýningu landsins í áratugi og klofnað eins oft og raun ber vitni án þess að geispa golunni. Það ætti nýja stjórnin aftur á móti að gera sem fyrst, annars verður Davíð án samkeppni á dauf- legum fiskmarkaði Framsóknar. Guðbergur Bergsson „Það hefur verið eitt af einkennum þjóðarinnar að vilja glata kjörgripum til þess eins að viðhalda sífelldu kjökri sínu, eins og viðtalið við Davíð sann- aði, enda hefur maðurinn ekki kjökrað fyrr opinberlega.“ Skoðanir annarra Stytting vinnutímans „Vinnuveitendur um allan heim eru að hagræða með því að segja upp fólki í stað þess að svara auk- inni framleiðslugetu með styttingu vinnutím- ans... Digurbarkalegar yfirlýsingar um að skapa störf og útrýma atvinnuleysi gera litla stoð... Aöilar vinnumarkaöar og samfélagið í hehd ættu að fara að gefa breyttum viðhorfum í atvinnumálum betri gaum en gert er. Stytting vinnutíma, dreifing starfa og viðunandi félagslegt réttlæti er ekki óraunhæf framtíöarsýn heldur nauðsyn hér og nú. Oddur Ólafsson í Tímanum 6. maí. Húsbréfakerffið „Burtséð frá þeim vandamálum er upp kunna að koma á veröbréfamarkaði ef lánstími eldri fasteigna- verðbréfa verður lengdur er ljóst aö breytingin gæti orðið stórlega varasöm... Þá mun lenging fast- eignaverðbréfa án efa ekki hafa í for með sér þann ávinning í formi minni greiðslubyrðar fyrir hús- næðiskaupendur sem stefnt er að. Hin nýja ríkis- stjórn ætti því að skoða aðra kosti vandlega áður en farið verður út í lengingu lánstíma tíl húsnæðis- kaupa.“ Sigurður P. Snorrason hagfr. í Vísbendingu 4. maí sl. Læknarnir og þjóðfélagið „Þjóðfélagið eyðir miklum peningum í að mennta lækna sem síðan eyöa miklu af tíma sínum í að keyra um götur Reykjavíkur £ milli starfa... Hvaða vit er í þessu kerfi á sama tíma og viðurkennt er atvinnu- leysi meðal lækna og tugir ef ekki hundruð ungra lækna bíða eftir að losni stöður th að þeir geti kom- iö heim. Þegar skýrsla hehbrigðisráðherra um sér- fræðinga var birt fyrir tveimur árum kom í ljós að th voru læknar sem þágu laun á ellefu stöðum... Fólk hlýtur að spyija sig hvort þessi orka komi læknaeiðnum nokkuð við.“ Úr forystugreinum Mánudagspóstsins 8. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.