Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 13 Fréttir Umræðan um veiðileyfagjald 1 sjávarútvegi komin aftur á skrið: Tel veiðileyfagjaldið helst koma til greina - segir Þórður Friðjónsson þjóðhagsstofustjóri um nýja fiskveiðistjórnun Umræöa um upptöku veiðileyfa- gjalds í sjávarútvegi hefur á ný feng- ið byr undir báöa vængi eftir að Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda, viðraði hugmyndir um slíkt gjald á aðalfundi fyrirtækisins ný- lega. Ræða Árna hefur vakið mikla athygli og samkvæmt samtölum DV við nokkra forkólfa atvinnulífsins virðast hugmyndir Árna eiga tals- vert fylgi. Enn eru þó háværar radd- ir innan útgerðarinnar sem blása á hugmyndir um veiðileyfagjald og hæst lætur sem fyrr formaður LÍÚ, Kristján Ragnarsson. Kristján vildi hins vegar ekki ræða þessi mál þegar DV hafði samband við hann. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, sagði við DV að einhvers konar gjaldtaka fyrir nýtingarrétt af auð- lindum sjávar væri eðlileg og taldi hann veiðileyfagjald helst koma til greina. í ræðu sinni sagði Árni Vilhjálms- son það ekki sama meö hvaöa hætti gjaldtaka fyrir veiðiréttindi yrði. Hann mælti t.d. gegn þeirri hugmynd að taka upp árlegt gjald sem næmi tiltekinni krónutölu á hvert tonn fisks sem heimild fengist til að veiða. Hugmynd Áma gengur út á að taka upp nokkurs konar stofngjald. Um þetta sagði Árni í ræðu sinni: „Ég segi þá að lokum, að sá háttur gjaldtöku, sem ég' hallast helst að, er að núverandi handhöfum veiðirétt- ar, sem vilja taka við tryggum varan- legum veiðirétti, verði gert að greiða einsinnisgjald, sem gæti t.d. verið á bihnu 50 til 80 kr. á hvert kg þorsk- ígildis, og haldist aflamarkshlut- deildin óbreytt frá þvi, sem er í upp- hafi. Þennan veiðirétt yrði síðar unnt að tSka eignarnámi með góðum fyr- irvara, t.d. ef forsendur veiðigjalds- Árni Vilhjálmsson. ins reyndust verulega rangar, og kæmu fullar bætur fyrir, sem tækju mið af upphaflegu gjaldi. Þeir sem þess óskuðu ættu kost á láni til fjöl- margra ára, enda yrðu boðnar fram viðunandi tryggingar, og yrði lánið með fullum vöxtum, hinum sömu fyrir alla. Tekjur samfélagsins yrðu þá fólgnar í vöxtum af lánunum og því fé, sem kynni aö verða stað- greitt. Meö shku kerfi væri verið að færa framtíðararðinn af auðlindinni inn í nútíðina." Grandi greiddi 700 milljónir í stofngjald Árni sagði að miðað við 14 þúsund tonna aílakvóta Granda í þorskígild- um tahð þýddi 50 kr. gjald á hvert kg 700 mihjónir króna í stofngjald og 7% ársvextir myndu gera um 50 milljónir á ári. „Ég hygg, að margir útgerðarmenn vilji talsvert á sig leggja til að fá betri frið til að ein- beita sér aö rekstrinum," sagði Árni. Þórður Friðjónsson sagði að rökin fyrir veiðileyfagjaldi væru einkum af tvennum toga spunnin. „Annars vegar að með skynsam- legri útfærslu á auðlindagjaldi er hægt að stuðla að aukinni hag- kvæmni, bæði í sjávarútvegi og eins reyndar í öðrum greinum. Þetta er mikilvægt atriði því aðrar greinar en sjávarútvegur, sem eiga sitt undir samkeppni viö innflutning og aðrar útflutningsgreinar, eiga erfitt með að búa við þær sveiflur sem einkenna sjávarútveginn. Við uppsveiflu í sjávarútvegi rýrna samkeppnisskil- yrði annarra greina. Auk þess að útfæra veiðileyfagjald kemur verð- jöfnun einnig til álita eða sambland af þessu tvennu. Ég tel veiðileyfa- gjaldið helst koma til áhta.“ Þórður Friðjónsson. Spurning um sanngirni Þórður sagði að hins vegar væri þetta spurning um sanngirni og rétt- læti, að notendur þessarar auðlindar greiddu eigendum hennar fyrir af- notin. „Það eru allir sammála um það að fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þarna eru verðmæti sem hafa veriö metin á þriggja stafa tölu í milljörð- um, mismunandi mikið eftir því hvaða aðferöum hefur verið beitt viö matið,“ sagði Þórður. Aðspuröur vildi Þórður ekki nefna hvaða leið hann vildi nákvæmlega fara við að taka upp veiðileyfagjald. Hann sagði hugmynd Arna Vil- hjálmssonar athyghsverða. Mest um vert væri að taka upp umræðu um málið og taka ákvörðun um hvort fara ætti þessa leið eða viðhalda nú- verandi fiskveiðistjórnun. Ef veiði- leyfagjald yrði valið yrði að vera um það viðunandi sátt í þjóðfélaginu. VORÚTSALA Á JEPPUM ST0RK0STLEG VERÐLÆKKUN Fjölbreytt úrval: Suzuki Fox og Samurai, langir og stuttir, Mitsubishi Pajero, Mitsubishi L200, Daihatsu Feroza, Isuzu Trooper, Ford Bronco Hagstæð lánakjör: Lán til allt að 36 mánaða Euro og Visa raðgreiðslur $ SUZUKI --//M ......— SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17, SÍMI 568 5100 < O 'iM < O 0 < 0 SUMAfíTJlBOD Þegar gamla ryksugan sýgur sitt síðasta, þá er kominn tími til að endurnýja. Er þá ekki tilvalið að skoða AEG möguleikana. aeg aeg aeg aeg aeg aeg aeg aeg aeg aeg aeg AEG Ryksuga Vampyr 7400 1400 w. Þrjár sogstillingar. Sexföld síun.Ultrafilter skilar 99.97% hreinu lofti. Pokastær6 4 L. Inndraganleg snúra. Lengjanlegt sogrör. Fylgihlutageymsla. Verb ábur 18.720,- eba 17.789,- stgr. Verb nú 15.900,- stgr. BRÆÐURNIR DIORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 AEG AEG AEG AE AEG AEG AEG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.