Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 Fréttir________________________________________________________________________________________dv Fiskistofa stendur sjómenn að verki við að fleygja fiski: Viðvarandi og vaxandi vandamál á miðunum - þorski fyrir allt að 600 miHjónum króna kastað í hafið Fiskistofa telur sig nú hafa óyggjandi sannanir þess að þorski sé fleygt á islandsmióum. Vandamálið er stórt og talað er um að þúsundir tonna hafi farið í hafið i vetur. Þetta kostar þjóöarbúið hundruð milljóna árlega. Fiskistofa hefur tekið upp breyttar aðferðir við eftirlit með veiðiskipum. Hingað til hefur hún haldið sig við hafnirnar og vinnsluhúsin, auk þess að hafa menn um borð í einstökum veiðiskipum. Varðandi eftirhts- mennina um borð er það eftirlit ekki tahð nógu marvisst þar sem menn vita þá af eftirlitinu og haga sér í samræmi við það. Þaö er t.d. alveg ljóst að undir þeim kringumstæðum kasta menn ekki fiski í hafið eöa bregða sér að öðru leyti út af hinum þrönga vegi dyggðarinnar. Þrír á báti og myndbandstökuvél Nýbreytnin í eftirhti Fiskistofu felst í því að fara á sjó undir fölsku flaggi. Um síðustu helgi tóku þeir á leigu plastfiskibát og héldu þrír sam- an á haf út vegna sterks orðróms um að netabátar væru að fleygja fiski. Fiskistofumenn sigldu á þær slóðir þar sem orðrómur var um að verið væri að fleygja fiski. Þeir höfðu þann hátt á að stöðva bát sinn og byrja veiðar í námunda við grunaða báta. Frá hinum grunuöu séð var ekkert óeðUlegt við ferðir bátsins og virtist þarna vera um hefðbundinn króka- bát að ræða. Munurinn var bara sá að um borð í bátnum var auk hefð- bundinna veiðarfæra myndband- stökuvél. Þegar grunlausir sjómenn- irnir fleygðu fiski í hafið aftur festu Fiskistofumenn atburðinn á mynd- band sem notað verður sem grund- völlur málssóknar. Eftir tveggja daga eftirlitsför var afraksturinn sá að Fiskistofumenn telja sig hafa óyggj- andi sannanir þess að 6 netabátar hafi gert sig seka um að fleygja þorski í hafið aftur. Óhemjumagni hent Aldrei verður upplýst um hversu mikið magn er að ræða sem þannig fer í hafið aftur. Sumir tala um tug- þúsundir tonna á ári og altalað er að á vetrarvertíðinni núna hafi óhemjumagni veriö hent. Flestir sjó- menn fordæma að þetta skuli eiga sér stað og fáir vilja viðurkenna að hafa staðið að slíku. Þrátt fyrir það er þetta staðreynd sem ekki verður á móti mælt. Þeir sem fást til að viö- urkenna að hafa staðið aö slíku segj- ast gera það út úr neyð. Ýsunetfull af þorski Einn viðmælenda DV, sem stundað hefur sérveiðar, segir aö þorskur hafi flætt yfir slóðina og nú sé svo komið að nánast sé hvergi vært fyrir þeim „vágesti". Hann segist hafa reiknað með svipuðum þorski sem meðafla og mörg undanfarin ár en allt hafi farið úr skorðum. Ýsunetin hafi fyllst af þorski og enginn kvóti Merming___________________ Valgarður Gunnarsson sýnir í Gallerí Borg: Áþreifanlegir litir Valgarður Gunnarsson hefur lengi farið sínar eigin leiðir í málaralistinni, allt frá því aö hann tók fyrst upp á því að sauma út í málverkin sín og sneri þann- ig skemmtilega út úr nýja málverkinu sem sumir voru farnir að taka ansi alvarlega. En útsaumurinn var ekki bara grín og enn síður sérviska heldur einstök aöferð til að vekja upp línur og hti í myndunum. Þaö eru reyndar aðeins fimm útsaumsmyndir á sýn- ingu Valgarðs núna. Hinar eru allar unnar með olíulit- um á striga og í þeim hefur hann haldið áfram á þeirri Myndlist Jón Proppé braut sem hann markaði á síðustu sýningum. Mynd- irnar eru formhreinar, vel byggðar og oft hnyttnar. Þær bera með sér þá ögun í vinnubrögðum og hugsun sem leyfir málaranum að draga fram flókna hluti með einfóldum formum. Viðfangsefnið er yfirleitt líka sára- einfalt og það er greinilegt að áhugi hstamannsins á viðfangsefninu byggist fyrst og fremst á þeim mynd- rænu möguleikum sem það býður upp á. Aftur á móti er þaö í litunum og áferöinni aö mál- verk Valgarðs skera sig úr. Hann málar eitt lagiö af öðru ofan á þurran ht og byggir upp flókna áferð í nákvæmlega afmarkaða fleti þar sem mismunandi mynstur verða til eftir því sem bygging myndarinnar gefur tilefni til. Það er ahtaf hressandi að skoða myndir Valgarðs. i þeim skynjar maður að það þarf ekki að leita út fyrir hina einfóldu þætti málverksins sjálfs til að finna því fyllingu og gæða það merkingu. Þaö er miklu frekar Eltt verkanna á sýningu Valgarðs Gunnarssonar. trú hstamannsins á efnið sem gerir málverkið athygli- vert - og þohnmæði hans við aö vinna úr því án tilgerð- ar. sé til að mæta þorskaflanum. Það hafi því verið í raun fjórir kostir í stöðunni. Fá einhvem fiskkaupanda til að leggja fram kvóta á móti aflan- um og kaupa þorskinn á einhveiju smánarverði, t.d. á tíkall kílóið. Þetta sé ekki inni í myndinni þar sem kvóti sé nánast uppurinn eftir góða vertíð. Annar kosturinn hafi veriö sá að Fréttaljós Reynir Traustason freista þess að selja aflann á svörtum markaði en þaö sé vart inni í mynd- inni lengur þar sem stóraukið eftirht sé með slíku frá hendi Fiskistofu. Landanir að næturþeli Landanir að næturþeli eða með því að setja utankvótategundir ofan á þorskinn í körunum og skrá hann þannig sem aðra tegund sé einnig of áhættusamt af sömu ástæðum. Þessi kostur sé því óálitlegur. Þriðji kost- urinn er sá, að sögn skipstjórans, að gera nákvæmlega eins og lög um stjórn fiskveiða kveða á um og fara með aflann að landi og gefa hann upp. Fyrir kvótalaust veiðiskip þýðir það sekt upp á rúmar 100 krónur á kíló auk sviptingu veiðileyfis og þar af leiðandi rekstrarstöðvun. Sá kost- ur sé því fráleitur og feli einfaldlega í sér atvinnuleysi fyrir sjómennina og stórskaða fyrir útgerðina. Fjórði og síðasti kosturinn er sá að fleygja einfaldlega fiskinum í hafið aftur og láta sem hann hafi aldrei komið um borð í veiðiskipið. Netafiskur sem dreginn er úr sjó er yfirleitt dauöa- dæmdur þegar hann er dreginn úr sjó. Þar gildir einu hvort honum er sleppt eða ekki, hann á sér vart lífs- von. Tvær milljónir I hafið Eins og DV skýrði frá í gær eru dæmi um að allt að 16 tonnum af þorski hafi verið fleygt í hafið í ein- um róðri. Þessi fiskur hlýtur þau örlög að rotna í sjónum án þess að nýtast neinum. Ef litið er á meðal- verð á útfluttum þorskafurðum er ljóst að þessi farmur hefði gefið um 2 milljónir í útflutningstekjur ef hann hefði borist á land, auk þess að skapa atvinnu fyrir fiskverkafólk. Það er því vart hægt að hugsa sér lélegri umgengni. Ef þær raddir sem halda því fram aö þúsundum tonna af þorski sé fleygt eru réttar þá liggur fyrir aö um geysilegt tap er að ræða fyrir íslenskt þjóðarbú. Ef slegið er á að 5 þúsund tonnum hafi verið kastað eru þar farin í súginn útflutn- ingsverðmæti fyrir 600 milljónir króna. Þetta hlýtur að teljast algjör- lega fráleitt þar sem verðmætur fisk- ur er drepinn og þar með gengið á stofn hans. Það verður því að skoð- ast í því ljósi að verið sé að fleygja verðmætum í hafið í orðsins fyllstu merkingu. Viðvarandi vandamál Vandamáhð er viðvarandi og ekki aö skapast núna. Vaxandi þorsk- gengd hefur aftur á móti undirstrik- aö það enn frekar. Það er þekkt saga af skipstjóra á hnuveiðum sem átti rýran kvóta. Hann skipaði áhöfn sinn að slá af hnunni allan þorsk undir þremur kílóum. Þá eru dæmi um að kvótabátar hafi gefið króka- bátum þorsk fremur en aö henda honum. Þaö er ólöglegt og stefnir báðum í þá hættu að vera sviptir veiðileyfum. Grásleppukarlar hafa veriö að fá stóraukinn þorskafla á undanfórn- um árum. Þeir hafa ekki þurft að sæta veiðileyfissviptingu heldur hafa þurft að taka á sig hófsamar sektir. Það viðhorf er uppi í greininni að þaö verði að gera sjómönnum á sérveið- um kleift að koma með umframafla að landi án þess að skaðast á því. Þar hefur veriö nefnt að andvirði aflans renni til ákveðinna samfélagslegra þátta, svo sem slysavarna sjómanna eða annarra þjóðþrifamála. Fyrir þessu hefur enn ekki fengist hljóm- grunnur og á meöan svo er halda menn áfram að kasta fiski fremur en að stefna aíkomu sinni í voða með því að bera hann að landi. -rt Fiskistofa kærði netabátana 6 í gær: Það er regla hér að henda líf- andi smáfiski - segir Viðar Sæmundsson skipstjóri „Ég veit ekki hvort maður er sak- laus, þaö má auðvitað ekki henda fiski. Það er regla hér að henda lif- andi smáfiski. Við reynum að vinna eftir samviskunni," segir Viðar Sæ- mundsson, skipstjóri og eigandi Ár- sæls Sigurðssonar, sem er einn þeirra sem Fiskistofa stóð að því að kasta fiski. Þegar DV ræddi við Viöar í gær var hann að koma úr róðri með góðan afla og veiðieftirhtsmann um borð. Hann segir að þrátt fyrir návist eftirlitsmannsins í róðrinum hafi þeir ekki breytt vinnubrögðum sín- um. „Það er alltaf eitthvað af fiski sem hrynur úr netunum, hjá því verður ekki komist. Það hafa öll veiðarfæri sína gaha. Það varö engin breyting hér. Við hendum fiski eins og við höfum gert,“ segir Viðar. í gær sendi Fiskistofa sjávarút- vegsráðuneytinu kæru vegna þeirra 6 báta sem staðnir voru að því að henda fiski. Viðar sagöist í gær ekki vita hvort hann yrði kærður. Hann sagði að kæmi slíkt til myndi hann halda uppi vömum. „Ég get sannað að ég hef selt smá- fisk á markaö og það er hægt aö rekja það. Ég mun því veijast í þessu máh,“ segir Viöar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.