Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 9 19. leikvika 13. maí 1995 10. Chelsea - Arsenal 1 - - 11. Man. City- QPR - -2 12. Coventry - Everton -X - 13. Norwich - Aston V. -X - Heildarvinningsupphæð: 77 mllljónlr 13 réttirl 12 réttirj 11 réttir 10 réttir! 5.118.190 112.080 8.220 1.970 Utlönd Frakkland: Tapie dæmdur í tveggja ára fangelsi Bernard Tapie, fyrrum forseti franska knattspyrnu- liösins Mar- seilles og ráö- herra í ríkis- stjórn landsins, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, annaö skiiorðsbundið, fyrir að hafa hagrætt úrslitum í knatt- spymuleik 1993 meö þvi að múta andstæðingunum. Fimm aðrir, þar á meðal fyrrum aöstoðarmaö- ur Tapies og leikmenn beggja liða, fengu vægari dóma. Dómur- inn kemur i kjölfar hruns við- skiptaveldis Tapies en hann hef- ur veríð úrskurðaður gjaldþrota og veriö bannaö að taka þátt í stjómmálum næstu íimm ár. Breskirlög- reglumennvilja ekki beravopn Tæplega 80 prósent breskra lög- reglumanna vilja ekki bera vopn viö dagleg störf. Þetta kemur fram í könnun sem samband breskra lögreglumanna gekkst fyrir. Sex prósent lögregluþjón- anna hótuðu að hætta störfum yrði vopnaburöur skyldaður viö dagleg störf en sterkur vilji var þó fyrir því að sérstakir hópar innan lögreglunnar yrðu þjálfað- ar í vopnaburði. Um 126 þúsund lögegluþjónar starfa í Englandi og Wales en löndin hafa lengi státað af voplausum lögegluþjón- um og hampað „bobbíunum", lögreglumönnunum á götunni. Á 15 ámm hafa 35 breskir lögeglu- menn verið drepnir viö störf. Karlfærhættu- legapakka Hópur dýravemdunarsinna sendi Karli Bretaprins heldur óskemmtilegan pakka í tilefni þess^að hann haföi fariö með syni sína á fyrstu refaveiðar þeirra. í pakkanum var músagildra með rakvélarblöðum sem áttu að höggva fingur ríkisarfans af. Ör- yggisveröir opnuðu pakkann og komu í veg fyrir slys. Pakkinn er einn margra svipaðra pakka sem dýraverndunarsinnar hafa sent Karliundanfarið. Reuter Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum eða í söludeild Flugleiða i síma 690 300. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferdafélagi mr Tugir f órust í ferjuslysi á Filippseyjum Að minnsta kosti 37 manns fómst þegar eldur kom upp í ferju á Filipps- eyjum snemma í morgun og ótta- slegnir farþegar stukku frá borði án bjargvesta. Björgunarsveitarmenn leita enn þeirra sem saknað er og gætu þeir verið rúmlega eitt hundr- að. í bókum skipsins voru aðeins skráðir 158 farþegar en vitað er að 138 hafa bjargast. Farþegarnir sem komust lífs af sögðu að miklu fleiri hefðu verið um borð, jafnvel allt að 300 manns. Reuter Ellevnann-Jen- senkrefstsvara um bankamálið Uffe Elle- mann-Jensen, lciðtogi Venstre í Danmörku, hefur krafist þess að Poul Nyrup Ras- mussen forsæt- isráðherra svari spumingum um vitneskju sína um bankamálið í Færeyjum vorið 1993. Danska blaöiö Jótlandspóstur- inn skýrði um helgina frá trúnað- arskjali rfkisstjómarinnar frá haustinu 1992 um Qárhagsörðug- leika færeysku bankanna tveggja, Sjóvinnubankans og Færeyjabanka. Að sögn blaðsins sýnir skjalið að bankamir þyrftu á mikilli fjárhagsaðstoð til aö fara ekki á hausinn. Færeyingar telja sig hafa verið blekkta þegar þeir keyptu meirí- hluta hlutabréfa í Færeyjabanka, sem var dótturfyrirtæki Den Danske Bank, og sátu uppi með milljarðatap. Ritzau 1. Göteborg - Frölunda -X - 2. Hammarby - Öster -X - 3. Trelleborg - Örgryte 1 - - 4. Örebro - Halmstad 1 - - 5. Liverpool - Blackburn 1 - - 6. West Ham - Man. Utd. -X - 7. Tottenham - Leeds -X - 8. Wimbledon - Notth For. -X - 9. Newcastle - C. Palace 1 - - Borgaryfirvöld í Kinshasa herða eftirlit vegna ebola-veirunnar: Dauðsfóllum af völdum ebola-veir- unnar í Saír fer sífellt fjölgandi og hafa yfirvöld í höfuðborginni Kins- hasa gripið til hertari aögerða til aö koma í veg fyrir að farsóttin berist þangað. Fimm milljónir manna búa í höfuðborginni. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í gær að 77 hefðu nú látist af völdum veirusýkingar- innar, þrettán fleiri en daginn áður. Farsóttin af völdum ebola-veirunnar kom upp í bænum Kikwit, 500 kíló- metra frá Kinshasa, í apríl og hefur breiðst út til fjögurra nágrannabæja. Nefnd embættismanna, sem fylgist með framrás farsóttarinnar, hefur beðið lögreglu um að setja 25 erlenda fréttamenn, sem fóru til Kikwit í fréttaöflun á sunnudag, í sóttkví. „Ákveðið hefur veriö að 25 erlendir fréttamenn, sem fóru til Kikwit, verði settir í sóttkví til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn berist til Kins- hasa og út fyrir landamærin," sagði Bompenda Bonkumo, formaður nefndarinnar. Bompenda sagði í viðtali viö Reut- ers-fréttastofuna að það væri undir lögreglunni komið hvernig ákvörðun nefndarinnar yrði framfylgt en mælt er með því að þeir sem ferðast frá farsóttarsvæðunum í trássi við bann yfirvalda veröi settir í 21 dags sóttkví. Ótti greip um sig meöal erlendu fréttamannanna á Intercontinental hótelinu í Kinshasa í gærkvöldi þeg- ar kvisaðist út að þeim yrði ef til haldið þar en kvöldið leið án þess að lögreglan léti til skarar skríða. Starfsfólk sjúkrahúsa í Kinshasa er farið að búa sig undir komu veir- unnar. Það hefur m.a. dreift vegg- spjöldum til að vekja athygli almenn- ings á farsóttinni. Allt að níu af hverjum tíu sem smitast af veirunni deyja. Reuter Ebola-vírusinn Ebola-vírusinn tilheyrir flokki sjaldgæfra vírusa sem orsaka blæðingar.' Sjúkdómseinkenni: Til að byrja með eru einkennin höfuðverkur og beinverkir^. Síðan koma blóðugur niður- gangur, uppköst og rauðleit útbrot^. DV/REUTER Smit: Við yfirfærslu líkamsvökva, slíms, munnvatns og blóðs. Smittími: 2-3 vikur. Sjúkdómsferli: Vírusinn ræðst á æðakerfi og líffæri og sjúklingurinn verður fyrir miklum innri blæðingum. Sjúklingurinn deyr yfirleitt eftir 10 daga þar sem líffærin hætta að starfa. Erlendir frétta- menn í sóttkví

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.