Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 5 Fréttir „Drullukafli“ á Mývatnsheiði nánast ófær vikum saman: Mývetningar krefjast úrbóta á „leirveginum" Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er stóralvarlegt ástand og meö öllu óviðunandi. Það er ekki vafi á því að þarna er slysahætta og viö treystum því að stjórnmála- mennirnir taki nu á þessu máli,“ seg- ir Leifur Hallgrímsson, oddviti í Skútustaðahreppi við Mývatn, en sveitarstjórn Skútustaðahrepps hef- ur skorað á samgönguráðherra og þingmenn Norðurlands eystra að bregðast þegar við því ófremdará- standi sem ríkir í samgöngumálum um Mývatnsheiði. Um 5 km katli á hringveginum þar hefur verið nánast ófærLmdanfamar vikur vegna aurbleytu og er það reyndar ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Mývetningar segja það al- ranga forgangsröð að byggja fyrst upp veginn yfir Fljótsheiði áður en Mývatnsheiðarvegurinn verður lag- færður, það sé til lítils að vegurinn um Fljótsheiðina sé kláraður ef ekki er hægt að komast áfram eftir hring- veginum. Umræddur vegarkafli var lagður leirkenndu efni og fullyrða kunnugir að vegurinn sé nánast slysagildra á vorin þegar snjóa leysir og frost er að fara úr jörðu, og ef miklar rigning- ar eru er vegurinn mjög háll og var- hugaverður. Úrbætur á veginum eru samkvæmt vegalögum ekki fyrir- hugaðar að neinu marki fyrr en árið 1998. „Það eru engar framkvæmdir fyr- irhugaðar á veginum á Mývatnsheiði nema lítils háttar viðhald og þar verður engin uppbygging fyrr en árið 1987 og reyndar ekki að neinu ráði fyrr en 1998 þegar vinna á í veginum fyrir 52 milljónir króna," segir Guð- mundur Svavarsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra, en heildarframkvæmdir við Mývatnsheiðarveginn munu kosta um 180 milljónir. Guðmundur segir að vissulega sé oft mikil umferð um Mývatnsheiðina, en benti í samtali við DV á fleiri vegarkafla á Norður- landi eystra sem þarfnast lagfæring- ar, eins og á Tjörnesi, í Kelduhverfi og á Fljótsheiði. Reyndar hefst vinna við uppbygg- ingu vegarins um Fljótsheiði af krafti á næsta ári og á henni að verða að mestu lokið og vegurinn lagður bundnu slitlagi árið 1977. Þegar fréttaritari átti leið um á Kaldrananesi nýverið var Ingi Vífill Ingimars- son að huga að veiðarfærum i nýkeyptum báti sínum og búa sig undir góða grásleppuvertíð. DV-mynd Guðfinnur Kaldrananes: Grásleppuvertíð undirbúin Guðfinnur Finribogason, DV, Hólmavflc Á Kaldrananesi eru góð hafnarskif- yrði. Fyrrum áttu þar viðkomu stór flutningaskip eins og strandferða- skip Skipaútgerðar ríkisins um fjölda ára. Það er löngu aflagt. Nú eru gerðir þaðan út nokkrir minni bátar, aðallega á grásleppu- og hand- færaveiðar. Skógræktarfélagið: Jörðin er hrein- lega sviðin eftir sinubruna „Bruninn getur breiðst rosalega út því að sinan er svo ógnarlega þurr og þaö brennur alveg ofan í svörö. Jörðin er hreinlega sviðin á eftir. Það er mjög óvanalegt að ekk- ert rigni svona lengi á vorin og svo er tíminn líka erflður þvi að nú eru fuglarnir búnir að verpa í hreiörin. Á þessum atvinnuleysistímum þyrfti að hafa menn á vakt sem færu á milli á bílum eða hjólum til að fylgjast með,“ segir Þorvaldur S. Þorvaldsson, formaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Slökkvihöið í Reykjavík stóð í ströngu um helgina við að slökkva sinuelda í Fossvogi og Elliöaárdal. Vegfarendur kveiktu í sinu í Foss- vogsdal á laugardag og í Elliðaárd- al um og eftir hádegi á laugardag, bæði fyrir neðan Árbæjarlaug, Ár- bæjarskóla og Árbæjarkirkju, og hrunnu tré í dalnum. Einnig var kveikt í sinu í Elliðaárdal aðfara- nótt sunnudags en sem betur fer tókst fljótt að slökkva eldinn. „Þetta slapp sæmilega miðað við öll ósköpin því að slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn fljótt. Þetta var mikið bál um hádegisbihð og hefði ekki þurft mikið til að það breiddist út í garðana og þá væri stutt í híbýh fólks,“ segir Þorvald- ur. -GHS Eldi hlýsjávarf iska haf ið að nýju Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Nýlega komu rúmlega 2000 barra- seiði th Sauðárkróks og þá hófst að nýju eldi hlýsjávarfiska hjá Máka hf. en sem kunnugt er varð óhapp í stöð- inni í byijun vetrar þegar viðvörun- arkerfi brást og allir eldisfiskamir drápust. Guðmundur Ingólfsson framkvæmdastjóri segir að tryggi- lega hafi verið gengið frá því að slíkt gerist ekki aftur og hann reiknar með því að slátmn muni byrja hjá Máka í júní-júlí að ári. Barraeldið á Sauðárkróki er evr- ópskt samstarfsverkefni og nýlega var hlutafé Máka aukið úr 12 mihjón- um í 32. Guðmundur Örn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Máka, segir að til- raunaeldið hafi tekist vel og hafi sannað sig þrátt fyrir að það hafi endað með þessum ósköpum. Að- spurður sagðist hann ekki geta sagt hvaðan 20 milljónirnar í aukið hluta- fé fyrirtækisins nú hefðu komið en féð væri bæöi frá innlendum og er- lendum aðilum. 25% afsláttur Sturtuklefar íhöld Poulsen ítalskir kranar 15.-31. maí 20-45% afsláttur SUÐURLANDSBRAUT 10 • SÍMI 5 68 64 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.