Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 22
30
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995
SVAR
DV
99»56»70
Hvernig á
að svara
auglýsingu
í svarþjónustu
>7 Þú hringir í síma 99-5670 og
eftir kynninguna velur þú 1 til
þess aö svara smáauglýsingu.
Þú slærö inn tilvísunarnúmer
auglýsingar, alls 5 stafi.
^ Þá heyrir þú skilaboö
auglýsandans ef þau eru fyrir
hendi.
>f Þú leggur inn skilaboö aö
loknu hljóðmerki og ýtir á
ferhyrninginn aö upþtöku
lokinni.
>f Þá færð þú aö heyra skilaboöin
sem þú last inn. Ef þú ert
ánægð/ur meö skilaboöin
geymir þú þau, ef ekki getur
þú talaö þau inn aftur.
Hvernig á að
svara atvinnu-
auglýsingu
í svarþjónustu
>f Þú hringir í síma 99-5670 og
eftir kynninguna velur þú 1 til
þess aö svara
atvinnuauglýsingu.
>f Þú slærö inn tilvísunarnúmer
auglýsingar, alls 5 stafi.
Nú færö þú aö heyra skilaboö
auglýsandans.
>7 Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á
1 og heyrir þá spurningar
auglýsandans.
Þú leggur inn skilaboö aö
loknu hljóömerki og ýtir á
ferhyrninginn aö upptöku
lokinni.
^ Þá færö þú aö heyra skilaboöin
sem þú last inn. Ef þú ert
ánægö/ur meö skilaboöin
geymir þú þau, ef ekki getur þú
talað þau inn aftur.
^ Þegar skilaboöin hafa verið
geymd færö þú uppgefiö
leyninúmer sem þú notar til
þess aö hlusta á svar
auglýsandans. Mikilvægt er aö
skrifa númeriö hjá sér því þú
ein(n) veist leyninúmeriö.
Auglýsandinn hefur ákveöinn
tíma til þess aö hlusta á og
flokka svörin. Þú getur hringt
aftur í síma 99-5670 og valið
2 til þess aö hlusta á svar
auglýsandans.
Þú slærö inn leyninúmer þitt
og færö þá svar auglýsandans
ef þaö er fyrir hendi.
Allir í stafræna kerfinu
með tónvalssíma geta
nýtt sér þessa þjónustu.
99*56*70
Aöeins 25 kr. mínútan. Sama
verð fyrlr alla landsmenn.
Smáauglýsingar Hringiðan
Vlbygginga
Allt efni í nýja sumar- og íbúöarhúsiö.
Eigum allt efni í nýja sumar- og íbúðar-
húsið og nýja þakið. T.d. 45x95,
45x120, 40x140, 1x6, 2x4, 2x5, 2x6,
2x7, 2x8-2x9. Tjörutex, 10 og 12 mm
grenikrossv., gólfaplötur og innipanill,
12x95, greni, 10 stk. í búnti, kúpt utan-
hússvatnsklæðning, bæði gagnvarin og
ekki. Bandsöguð utanhússklæðning,
ýmsar gerðir, ótrúlegt verð.
Hjá okkur er verðið svo hagstætt.
Smiðsbúð, Garðabæ, sími 565 6300,
fax. 565 6306.
Ódýrt þakjárn. Ódýrt þakjárn og
veggklæðning. Framleiðum þakjárn og
fallegar veggklæðningar á hagstæðu
verði. Galvaniserað, rautt og hvítt.
Timbur og stál hf., Smiðjuv. 11, Kóp.,
s. 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607.
Einangrunarplast á sökklana, undir
plötuna, á veggina, utan og innan, í öll-
um þykktum. Áratuga reynsla.
Visa/euro raðgreiðslur. Isplast, Drang-
arhrauni 5, Hfj., s. 565 1056.
Húsaviðgerðir
Smáverkaþjónustan. Tökum að okkur
öll smáverk fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki. Erum búin að vera 15 ár á mark-
aðnum. Sími 79810 eða 985-45506.
flp* Sveit
Hörkudugleg manneskja óskast á
heimili á Norðurlandi, þarf að vera vön
skepnum og geta unnið heimilisstörf.
Svör sendist DV, merkt „Sveit-2721“.
& Spákonur
Spái í spil og bolla, ræö drauma
alla daga vikunnar, fortíð, nútíð og
framtíð, gef góð ráð. Tímapantanir í
síma 551 3732. Stella.
Spái í spil, lófa og stjörnurnar, les í liti í
kringum fólk. Góð reynsla. Uppl. í síma
91-43054.
Tilsölu
Verslun
Str. 44-60, frábært urval og gott verö.
Kakíbuxur frá 3.990, jakkar frá 6.300,
bolir frá 2.000. Stóri listinn, Baldurs-
götu 32, s. 91-622335. Einnig póstversl.
Amerísk rúm. Englander Imperial
Ultra Plus, king size, 1,92x2,03,
heilsudýnur og lúxusrúm, hagstætt
verð. Þ. Jóhannsson, sími 91-689709.
Sérverslanir meö barnafatnaö.
Við höfum fötin á barnið þitt. Okkar
markmið er góður fatnaður (100% bóm-
ull) á samkeppnishæfu stórmarkaðs-
verði. Erum í alfaraleií, Laugavegi 20,
s. 552 5040 og í bláu húsunum við
Fákafen, s. 568 3919. Láttu sjá þig.
Sjón er sögu ríkari.
Kerruöxlar á mjög hagstæöu veröi,
með eða án rafhemla, í miklu úrvali,
fyrir flestar gerðir af kerrum.
Fjallabílar/Stál og stansar hf.,
Vagnhöfða 7, R'.’ík, sími 567 1412.
Verslunin Djásniö á Skólavöröustíg stóö fyrir óvenjulegri tískusýningu á laugardaginn. Fyrirsæturnar gengu um
götur miöbæjarins í giftingarskrúða viö mikla athygli nærstaddra. DV-mynd TJ
Húsbílar
Til sölu Benz 608, árg. 1977, 95 hestöfl,
ekinn 206.000. Fullinnréttaður. Svefn-
staða 5-6. Verð 1,2 millj. Öll skipti
koma til greina. Sími 98-33535 e.kl. 16.
Sumarbústaðir
46 m2 heils árs sumarhús til sölu.
Svefnloft, 23 m ‘‘, 2 metra lofthæð upp
í mæni. Venjulegur hússtigi upp. Uppl.
í síma 566 6950 eftir kl. 18.
Jg Bílartilsölu
5 dyra Toyota Corolla, árgerö 1995.
Sem sagt ekki skv. mynd að ofan!
Þessi góði bíll er dökkblár, ekinn
15.000 km (það er svo skemmtilegt að
keyra hann!). Skipti möguleg eða stað-
greiðsla (tilboð). Uppl. hjá Unni í síma
685580 eða 658384 eftir kl. 17.
Bronco II XLT '84 til sölu, 3,8 vél,
sjálfskiptur, 35" dekk, krómfelgur o.fl.
Áth. öll skipti á dýrari eða ódýrari.
Upplýsingar í síma 565 4642.
Ýmislegt
Greifatorfæran. íslandsmeistaramót í
torfæru verður haldið á Akureyri 27.5.
'95 kl. 13. Skráning í síma 96-24007 á
daginn og 96-12599 á kvöldin, fax 96-
26989. Skráningu lýkur 21.5. kl. 22.
Bílaklúbbur Akureyrar.
Menning_______________________________________
Merkingin handan
táknanna
- Harpa Bjömsdóttir í Sverrissal og á Sóloni
Þaö hefur færst nokkuð í vöxt aö listamenn taki sig til og haldi tvær
sýningar samtímis. Sumir Mta á slíkar sýningar sem'tækifæri til aö setja
upp gerólík myndverk á gerólíkum stööum og sýna þar með víðari vinkil
á list sina en annars væri hægt. Aðrir hugsa slíkar sýningar sem hlekki
er skuli vera í samhengi og eiga margt sameiginlegt. Þaö er ljóst aö seinni
skilgreiningin á við um sýningar Hörpu Björnsdóttur í Sverrissal Haftiar-
borgar og á Sóloni íslandus. Á báöum stöðum sýnir Harpa áþekk verk,
samsetningar ferninga úr tré þar sem fyrir koma hinar ýmsu táknmynd-
ir er raðast saman líkt og myndgátur.
Djúprauður litur og tákn
Verk þessi eru talsvert ólík þeim sem Harpa hefur sýnt áöur. Hér úir
og grúir af stílbrigöum, táknum úr mismunandi áttum og útfæröum meö
mismunandi tækni, langan veg frá meinlætalegri geómetríu síðustu miss-
era þar sem djúpir litir voru í fyrirrúmi. Hér má að vísu einnig finna
djúpa liti, en einkum þó djúprauðan sem er gegnumgangandi á sýningun-
um. Þessi djúprauði litur er líkt og staöfesting þess að hér er leitaö inn
á við, aö merkingu handan tákna sem varða veginn hversdagslega. í djúp-
rauöa litnum bregður fyrir mannveru (sjálfsmynd?), eplum, sóleyjum,
fornfálegum hnífum, saltfiski, pálmatré og spíral, svo nokkuö sé nefnt.
Brotakenndar tilvísanir
Enn fremur kemur viö sögu riddarinn Ljónshjarta og jafnvel eðalhetjan
sjálf, prinsinn Valíant. Hinn síðarnefndi er þó ekki útfæröur í djúprauöan
olíulit á striga heldur teiknaöur meö blýanti að gömlum og góöum siö.
Málverk Hörpu er í anda þess póstmódernisma sem einkennist af brota-
kenndum tilvísunum í myndaflæöi seinni ára jafnt sem tæknibrögöum
MyndJist
Ólafur J. Engilbertsson
endurreisnarmálaranna. Málverk Hörpu er þó sýnu flatara en tíökaöist
hjá hinum síðarnefndu og viðfangsefnin búa ekki yfir þeirri innri birtu
sem þá var talin nauðsynleg. Ef til vill er sá ekki heldur tilgangur listakon-
unnar, enda eru brotin líkt og logandi en þó útkulnuð tákn sem enginn
kann lengur deili á né kann aö raöa saman.
Nánd og heild
Steypuáferðin í sumum ferninganna sem verkin byggjast á gefur þeim
hæfilega gróft yfirbragð þannig að athyglin beinist fremur aö samspili
fínlegs málverksins og grófleika steypunnar en því hvernig táknin raðast
niöur. Þetta samspil gefur sýningunni í Sverrisal Hafnarborgar heildrænt
yfirbragö. Verkin þar virka ágætlega úr Qarlægð þó þau séu sýnilega stíl-
uö fyrst og fremst inn á nándina. I Sóloni íslandusi skortir hins vegar á
heildarhugsunina í sumum verkanna. Prins Valíant og Ljónshjarta hafa
sýnu meira aö segja í nánd en utan úr sal. Litaspilið er enn fremur svo
ólíkt hinum verkunum aö heildin er brotin upp. Fyrst og fremst skortir
þó á lýsingu í Sóloni miöaö viö Sverrissal. Á sýningunni í Sóloni er sér-
staklega skemmtilegt verkiö sem Harpa tileinkar Daöa Guöbjörnssyni;
sjö önglar settir saman á einfaldan og hugvitssamlegan hátt. Slík verk
eru til vitnis um að Harpa er á góöri leið meö aö tileinka sér nýtt og
persónulegt myndmál. Sýningin í Hafnarborg stendur til 28. maí en sýn-
ingin á Sóloni íslandusi til 30. maí.
Tunglberi, eitt verka Hörpu í Hafnarborg. DV-mynd TJ