Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 Léttskýjað sunnanlands Landsliðið olli vonbrigðum um helgina. Megið ekki ætl- asttil ofmikils „Ég held að íslendingar geti ekki gert of miklar kröfur til liðs- ins, jafnvel þó það leiki á heima- velli fyrir framan fullt hús.“ Arno Ehret i DV. Andað í símann „í nokkra daga á eftir var hringt í okkur, andað í símann og skellt á.“ Berglind Jóhannesdóttir i DV. Ummæli Hagræðing og bönn „Það er sífellt verið að krefjast hagræðingar í sjávarútvegi en þegar á svo að gera eitthvað þá er þaö bannað.“ Sighvatur Bjarnason i DV. 30% aukning „Togararallið, sem þeir sjálfir hafa lagt mikið upp úr, sýnir að veiðistofninn hefur stækkað um 30%.“ Össur Skarphéóinsson i DV. Dæmdi vigtina ónýta „Ég notaði baðvigtina mína, sem sýndi aUtaf tvö kíló mér í hag, þangað til hún var farin að sýna um 100 kíló. Þá dæmdi ég hana ónýta.“ Þorsteinn G. Gunnarsson i DV. Ótrúlega fljótir að gleyma Talsmenn R-listans eru ótrúlega fljótir að gieyma. Það sem er sagt í dag er gleymt á morgun." Gunnar Jóhann Birgisson i DV. Það kemur fáum á óvart að Ric- hard Nixon fer í flokk verstu for- seta Bandaríkjanna. Bestu og verstu forsetamir Fyrir fjórum árum vóru 500 bandarískir sagnfræðingar fengnir til að velja bestu og verstu forseta Bandaríkjanna. Var for- setunum skipt í sex flokka. Það er fátt sem kemur á óvart við þennan lista. Það er kannski helst að John F. Kennedy kemst aðeins í flokk númer þrjú, sem í eru for- Blessuð veröldin setar aðeins fyrir ofan meðallag. í efsta flokknum eru fjórir forset- ar, Abraham Lincoln, Franklin D. Roosevelt, George Washington ogThomas Jefferson. Fjórir kom- ast einnig í næsta flokk, Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson, Andrew Jackson og Harry Tru- man. Á botninum sitja fimm forsetar og eru þeir álitnir misheppnaðir aö öllu leyti í forsetaembættið. Þessi forsetar eru Andrew John- son, James Buchanan, Richard Nixon, Ulysses Grant og Warren Harding. Þeir sem taldir eru fyrir neðan meðallag eru Zachary Taylor, Ronald Reagan, John Tyl- er, Millard Fillmore, Calvin Co- olidge og Franklin Pearce. I dag verður hægviðri eða norðan- gola. Léttskýjað sunnanlands en skýjað að mestu norðanlands og él Veðrið í dag með norðausturströndinni. Hiti 2 til 6 stig norðanlands en allt að níu stig- um sunnanlands að deginum. í nótt verður hiti víða nálægt frostmarki. Á höfuðborgarsvæðinu verður norð- vestangola og léttskýjað. Hiti 3 til 7 stig yfir daginn en 2 til 4 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 22.40 Sólarupprás á morgun: 4.08 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.38 (Stórstreymi) Árdegisflóð á morgun: 8.01 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 1 Akurnes skýjað 2 Bergsstaðir skýjað 2 Bolungarvík alskýjað 1 Keíla víkurílugvöilur skýjað 2 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 3 Raufarhöfn snjóél 0 Reykjavik hálfskýjað 2 Stórhöíði skýjað 4 Bergen skýjað 5 Helsinki skýjað 5 Kaupmannahöfn léttskýjað 6 Ósió léttskýjað 6 Stokkhólmur skýjað 5 Þórshöfn skýjað 2 Amsterdam þokumóða 8 Barcelona þokumóða 16 Berlín skýjað 7 Chicago hálfskýjað 17 Feneyjar þokumóöa 11 Frankfurt skýjaö 7 Glasgow skýjað 2 Hamborg hálfskýjað 5 London skýjað 9 LosAngeles hálfskýjað 14 Láxemborg skýjað 8 Madrid skýjaö 17 Mallorca skýjað 13 Montreal heiðskírt 7 New York þokumóða 11 Nuuk þoka -1 Orlando hálfskýjað 24 París skýjað 10 Róm þokumóða 14 Valencia þokumóða 15 Vín skýjað 9 Winnipeg snjóél 7 Herdís Skorgaard, bamaslysafulltrúi Slysavamafélags íslands Starfið er ekki aðeins vinna heldur einnig áhugamál „Verðlaun þau sem ég fékk eru Norrænu heilsuvemdarverðlaun- in sem aíhent eru einu sinni á ári. Er þetta í níunda skipti sem þessi verölaun eru aíhcnt.. Ég fékk þau fyrir starf mitt í þágu barnaslysa- varna,“ segir Herdis Skorgaard hjúkrunarffæðingur sem var sæmd þessum verðlaunum í síð- ustu viku. Þetta er mikill heiður fyrir Herdísí og viðurkenning á Maöur dagsins starfi hennar og er hún fyrsti ís- lendingurinn sem þau hlýtur. Herdís sagðist hafa verið í starfi hjá Slysavarnafélaginu í fjögur ár: „Ég byrjaði að hafa áhuga á þessum málum fyrir sjö árum. Þaö sem varð þess valdandi að ég fékk þann áhuga var að ég fór að vinna á slysadeildinni eftir að hafa búið og starfaö erlendis og mér blöskraði hve mörg börn koipa inn á slysa- deildina illa slösuð, vitandi það að hægt er að fyrirbyggja þessi slys. Þetta þróaðist síðan á nokkuð Herdís Skorgaard. skemmtilegan hátt hvernig ég lenti í þessu starfi hjá Slysavarnafélag- inu. Ég fór að kynna mér tölur á Borgarspitalanum um bamaslys og var í rauninni ekki farin að vinna neitt forvarnarstarf, Þeir hjá Rauða krossinum fréttu af þessu en þeir voru að fara út í að halda námskeið um slysavamir bama og báðu mig að úbúa námskeið. Ég var nú heldur rög, sagði að ég væri alls enginn sérfræðingur í forvörnum. Útkoman varð sú að þeir sendu mig á fyrstu alþjóða slysaráðstefn- una sem haldin var í heiminum. Þar hitti ég fullt af sérfræðingum sem höföu starfað við þessi mál í mörg ár. Eftir þetta varð ekki aftur snúiðpg ég vildi fá vinnu við þessi mál. í framhaldi af námskeiðinu hringdi í mig blaðamaður frá Tím- anum sem var að vinna grein um meiðsli á börnum. Úr þessu varð viðtal. Forseti Slysavarnafélags ís- lands las þetta viðtal og bauð mér vinnu h)á Slysavaraafélaginu en þar hafði einmitt verið i undirbún- ingi starf á þessu sviði.“ Herdís sagðist kunna ákaflega vel við starfiö. „Þetta er krefjandi starf og maöur verður að vera í því af heilum hug. Starfið er ekki aðeins vinnan mín heldur einnig áhuga- máliö. í fyrstu var þetta mjög erf- itt. Það var ekkert vinsælt að vera í þeirri aðstöðu að hringja í alla þá aðila sem nálægt málinu koma og koma með tillögur. Ég á örugglega aldrei eftir að verða kosin vinsæl- asta kona ársins en nú líöur mér vel, enda búin að fá viðurkenningu á því sem ég er aö gera. Herdís er gift Kaj Storgaard og eiga þau einn son, Sebastian, sem er tíu ára gamall. Myndgátan Dregur upp fána Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Ísland-Rúss- landáHM Nú er komið að stóru stund- inni, komast íslendingar í gegn- um 16-liða úrslitin. Eitt er víst að flestir hefðu viljaö sjá aðra mót- heija heldur en heimsmeistarana frá RússlandL En engin hindrun er óvinnandi og nú er að safna kraftinum saman og leyfa honum síðan að bijóta sér leið í viður- eigninni við Rússa í Laugardals- höllinni í kvöld kl. 20. Er ekki að íþróttir efa að íslendingar troðfylla höll- ina til að hvetja landsliö okkar. í Laugardalshöll leika einnig Tékkland-S-Kórea og Sviss- Kúba. í Kópavogi leika Þýska- land-Hvíta-Rússland kl. 15, Króa- tía-Túnis kl. 17 og Egyptaland- Rúmenia kl. 20. Á Akureyri fara fram tveir leikir kl. 17 leika Frakkland-Spánn og kl. 20 Sví- þjóð-Alsír. Skák Hér er staöa úr einni af skákum ólymp- íumeistaranna nýkrýndu sem væntan- legir eru til landsins í kvöld. Jón Viktor Gunnarsson haföi svart og átti leik gegn Norömanninum Leif Erlend Johannes- sen. íslendingar tefldu viö Norðmenn í 5. umferö og unnu stórt, meö 3,5 gegn 0,5 v. sl 1 tir 7 m ii 6 1 m 11 5 4 A & 3 A; A aS 2 iA^ 1 A B a s C D E F G H 25. - Df4! Nú verður h-peðið ekki variö meö góöu móti. Eftir 26. Bxd5 Dxh4 + 27. Kgl Rxg3 vann Jón Viktor létt. Lokastaðan í Las Palmas: 1. ísland 19 v. af 28 mögulegum, 2. Ungverjaland 17,5 v., 3. Georgía 17, 4.-5. England og Júgó- slavía 16,5 v. Alls tóku 22 sveitir þátt í mótinu. Jón L Árnason Bridge Landskeppni sveita í Bandarikjunum fór fram í Las Vegas í byijun mánaðarins (Spring National Championships) og spil dagsins er úr þeirri keppni. Sagnhafi í því spih, Bill Furr, sýndi góða úrspils- tækni í fjögurra hjarta samningi. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og allir á hættu: ♦ ÁK7 V D72 ♦ 874 + K972 * 86543 V 6 ♦ Á652 + D85 ♦ D2 V K10854 ♦ KDG + Á104 ■p vjiuy V ÁG93 ♦ 1093 -í. t' í ■. , Austur Suöur Vestur Norður Pass IV Pass 2 G Pass 3 G Pass 4¥ P/h Spiliö lítur út fyrir aö vera nokkuð ein- falt en Bill Furr sá fljótlega að hann hafði efni á því að gefa 2 slagi á hjartalitinn en tapslagirnir á hjarta máttu bara ekki vera þrír. Útspil vesturs var spaöagosinn og Furr gerði strax rétt í því að drepa á kónginn í blindum. í öðrum slag spilaði hann hjarta á kónginn og vestur drap á ásinn. Hann skilaði spaða til baka sem Furr átti á drottningu heima og þá kom lykilspilamennskan, hjartafiarki, þristur frá vestri og þá var sjöan látin duga í blindum. Furr fékk verðlaun fyrir vand- virknina þegar austur sýndi eyöu í litn- um. Ef vestur hefði sýnt eyðu þegar hjarta var spilað öðru sinni var einfalt mál að drepa á drottningu og spila að hjartatíunni og tapslagimir því aldrei fleiri en tveir á litirrn. Athyglisvert er að sömu spilamennsku þarf að sýna í þriggja granda samningi til að standa það spil. ísak Örn Sigurðson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.