Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAl 1995 Stuttar fréttir Kanaróánægðv Bandarísk stjórnvöld eru afar óánægð með kjarnorkutilraunir Kínvería sem höfðu lofaö að gæta hófs. Fyrsta skrefið Uppreisnarmenn indiána í Mexikó og stjórnvöld hafa komist að samkomulagi sem á að draga úr spennu. Oaesennyflrheyrður Willy Claes, framkvæmda- stjóri NATO, var yiirheyrður enn á ný i gær vegna hneyksl- ismáls frá þeím tíma er hann var ráðherra í belgisku stjórninni og telur að hann verði ekki kallaöur fyrir aftur. Geðheilsuhrakar Geðræn vandaraál fara vaxandi í fatækum löndum heimsins þrátt fyrir míkla sigra í baráttunni við hefðbundna sjúkdóma. Forðistátök Sveitir SÞ i Sarajevo hafa fengið fyrirmæli um aö forðast átök viö deiluaðila í Bosníu-stríðinu. Rétturinnerokkar ísraelsmenn segjast hafa fullan rétt á að gera arabísktland í aust- urhluta Jerúsalem upptækt, þrátt fyrrr andstöðu SÞ. Víð erum fómariömb íransforseti sagði í viðtali við ameríska sjónvarpsstöð að íranir væru fórnariömb hryöjuverka- starfsemi en ekki bakhjarlar. Horftframávið Carlos Men- em Argentínu- forseti lætur sér ekkí nægja að hafa malað andstæðinga sína í forseta- kosningunum á sunnu- dag, heldur er hann farinn að búa sig undir að flokkur hans verði við völd fram á næstu öld. ífaðmJeltsins MikOl meirihluti Hvít-Rússa er fylgjandi efnahagssamruna viö Rússland. Tafirábótum Greíðslustöðvun ameríska fyr- irtækisins Dow Coming mun tefja fyrir bótagreiðslum vegna brjóstafyllinga. DeiitáKínkel Klaus Kinkel, leiðtogi ftjálsra demókrata í Þýskalandi, sætir gagnrýni félaga sinna eftir ófarir flokksins í kosningum. Búist við uppstokkun John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, er grun- aður um að ætla aö stokka upp f ríkis- stjórn sinni og reka mestu skussana Ul að ganga betur í aug- un á kjósendum. Refsiaðgerðir Bandaríkjastjóm býr sig undir að kynna hvaða japanskar vörur verða tollaöar aukalega í refsi- skyni vegna lokaöra markaða Japana. Morðingi iifiátinn Tæplega sextugur morðingi var tekinn af lífi með eitrl í Louisiana Reuter Utlönd_____________________________ðv Lögregla í Japan sér loks fyrir endann á rannsókn taugagasárásarinnar í Tokyo: Sértrúarleiðtoginn handtekinn í nótt t - almenningi létti stórlega en yfirvöld vara við hefndaraðgerðum Lögregla ekur Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsafnaðarins Æðsta sannleiks, frá höfuðstöðvum safnaðarins um 100 km vestur af Tokyo í nótt. Asahara er grunaður um að hafa fyrirskipað taugagasárás i neðanjarðarlestar- kerfi Tokyo 20. mars, sem varð 12 manns að bana. Símamynd Reuter Lögregla í Japan handtók í nótt Shoko Asahara, leiðtoga sértrúar- safnaðarins Æðsta sannleiks, gmn- aðan um að hafa fyrirskipað tauga- gasárás í neðanjarðarlestarkerfi Tokyo 20. mars. Gasárásin, þar sem notað var hið banvæna taugagas sar- in, varð 12 manns að bana en um fimm þúsund manns urðu fyrir eit- uráhrifum. Asahara var handtekinn í höfuð- stöðvum sértrúarsafnaðarins um 100 km vestur af Tokyo. Lögregla beitti öílugum stálsögum og logsuðutækj- um til að komast inn um stáldyr að vistarverum Asahara og leitaöi her- bergi úr herbergi með logandi kyndl- um þar til hann fannst við hugleiðslu í svefnherbergi sínu. Asahara, sem er hálfblindur, veitti enga mótspyrnu viö handtökuna og sagðist skilja þeg- ar honum var tilkynnt aö hann væri handtekinn, grunaður um fjölda- morð. Almenningur í Japan varpaði önd- inni léttar við tíðindin en allar sjón- varpsstöðvar sögðu frá handtökunni og helstu dagblöð gáfu út aukablöð með stríðsfyrirsögnum. Japanska þjóðin hefur beðið í átta vikur eftir „X-degi“, deginum sem Asahara yrði handtekinn. Murayama, forsætis- ráðherra Japans, samfagnaði með löndum sínum í sjónvarpi en baö fólk þó um að vera á varðbergi. Ekki væri útilokað að sértrúarsöfnuður- inn réði enn yfir einhverjum birgð- um af taugagasinu sarin og búast mætti við hefndaraðgerðum af hálfu áhangenda Asahara. Lögregla gerði leit í 130 byggingum í eigu sértrúarsafnaöarins á sama tíma og ráðist var inn í aðalstöðvarn- ar. Aðgerðirnar hófust eftir að réttur í Tokyo tengdi Asahara og söfnuð hans í fyrsta skipti formlega við taugagasárásina og gaf út handtöku- skipun á hendur honum og 40 aðstoð- armönnum hans. Fyrr um daginn hafði aðalhugsuöur sértrúarsafnað- arins verið handtekinn, 25 ára kar- atesérfræðingur sem hætti í skóla. Taliö er aö hann hafl skipulagt gas- árásina. Taugagasárásin í Tokyo 20. mars var stærsta ógnun við þjóðaröryggi í Japan frá stríðslokum. Lögregla telur safnaðarmeðlimi hafa framleitt sarin síðastliðin tvö ár og notað sauðfé á búgarði safnaðarins í Ástr- alíu sem tilraunadýr. Reuter Vændiskonur lögsækja pútnamömmu Fimm brasilískar vændiskonur hafa lögsótt fyrrum pútnamóður sína og kreúast skaöahóta þar sem hún seldi vændishúsiö ofan af'þeim. Vændiskonumar fara fram á ríflega 7 milljónir í skaða- bætur. Eru frídagar, uppsagnar- frestur og yfirvinnutímar vegna næturvinnu þá innifaldir. Pútnamóðrin, María Oliveira Barros, rak vændishúsið frá því í síðari heimsstyrjöldinni. María, sem nú er 74 ára og á Qögur börn og tvö barnabörn, var orðin þreytt á rekstrinum, ákvað að selja og njóta ellinnar. En vænd- iskonurnar, sem margar eru um fertugt, segja að María eigi þeim að þakka hve vel stæð hún er í dag og vilja sinn hlut af söluand- viröinu. Segjast þær ekkert hafa að gera í liarða samkeppni um kúnna á ströndum eða götum úti. Stöðvar klám á Internetinu Bandarískt fyrirtæki hefur sett á markaöinn forrit sem kemur í veg fyrir að börn og unglingar fái aögang að klámefni á Internet- inu. Er þaö fyrsta forrit siunar tegundar. Þar sem Intemetið er stööugt að breytast veröur hægt að fá endurbætta gerð forritsins í hverjum mánuði gegn vægu gjaldi. Reuter Tónlistarstríð mlllL Svía og Norðmanna vegna Eurovision: Harma viðbrögð Svía við sigri Norðmanna - sagði sendiherra Svía í Noregi og baðst afsökunar Sigur Norðmanna í Eurovision- söngvakeppninni hefur komið af stað köldu tónlistarstríði við Svía. Simamynd Reuter „Ég harma að sænska dómnefndin gaf ekki norska sigurlaginu eitt ein- asta stig og ég harma einnig hve leið- inleg viðbrögð Svía hafa verið við sigri Norðmanna. Við erum bara öf- undsjúkir," segir Kjell Anneling, sendiherra Svíþjóðar í Noregi. Hann sá ástæðu til þess að biðja Norðmenn afsökunar á skrifum sænskra blaöa um sigurlagið í Eurovision-söngva- keppninni. Urslit keppninnar eru nú orðin að milliríkjadeilu þar sem gamalgróið hatur milli Norðmanna og Svía hefur blossað upp. Sænskir fjölmiölar hafa ráðist hart gegn Norðmönnum og saka þá um að hafa stolið sigurlaginu frá írum. Lagið hafi verið fiðlusarg aö mestum hluta en ekki söngur og því hafi þaö alls ekki átt erindi í keppnina. Norsk blöð ganga fram gegn Svíum af síst minni hörku. í gær fjallaöi Verdens Gang, stærsta blað Noregs, um „sænsk-norska tónlistarstríðið" á 12 blaðsíðum en Dagbladet lét sex síður nægja til aö rakka Svíana nið- ur. Bæði blöðin notuðu „sænsku spælinguna" sem forsíðuuppslátt og Verdens Gang hafði sænska fánann í hálfa stöng á forsíöunni. í hjarta sínu eru Norðmenn þó ósköp glaðir vegna reiði og öfundar Svía. Þeim hefur tekist að reita stóra- bróður í austri til reiði og það finnst mörgum meira virði en sigur í sjálfri keppninni. Ekki bætir það bróðemið að Norð- menn saka Svía um að standa gegn samningum um útflutning á fiski til ríkja Evrópusambandsins. Tónlist- arstríðið er því að breytast í viö- skiptastríð og herskáustu Norð- mennirnir vilja að gömul landa- mæravirki veröi mönnuð hið snar- asta til að veijast árás Svía.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.