Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 15 Kvikmyndagerð á vonarvöl „Stjórn Kvikmyndasjóðs á auðvitað ekki nokkra möguleika á að setja sig 1 spor alls almennings eða þekkja smekk hans fyrir kvikmyndum, en þar með erforsendanfyrirsjóðnumbrostin.. „Sjálfstæði þjóða byggist varla á því að fólk láti sér leiðast á innlendum myndum fremur en að skemmta sér á erlendum," segir greinarhöf. m.a. Enn á ný berast fréttír af því að aðsókn kvikmyndahúsagesta að evrópskum kvikmyndum fari minnkandi en aukist að sama skapi á bandarískar myndir. Tvö furðu- leg sjónarmið heyrast jafnan þegar tíðindi sem þessi berast. Hið fyrra er að þessi þróun „ógni sjálfstæði Evrópuþjóða“. Hið síðara er að auka þurfi framlög ríkisins til gerð- ar innlendra kvikmynda. Fyrri bá- biljan er jafnan notuð til að rétt- læta hina síðari. Hættulegt að horfa á það sem maður vill? Ef það er hættulegt fyrir sjálf- stæði þjóðar að einstaklingarnir sem mynda þessa sömu þjóð horfi á þær myndir sem þeir helst kjósa hefur rétt merking orðsins sjálf- stæði farið fyrir lítið. Fólk á ekki frekar að láta sér leiðast á viðburð- um eða sýningum á vegum landa sinna en annarra. Þá fyrst væri sjálfstæði hennar í hættu ef hún horfði sífellt í gaupnir sér. Listaverk eins og kvikmyndir eiga að koma af stað viðbrögðum hjá áhorfendum og ef áhorfendur sækjast einkum eftir spaugilegum atriðum og spennu er það þeirra mál. Sjálfstæði þjóða byggist varla á því að fólk látí sér leiðast á inn- lendum myndum fremur en að skemmta sér á erlendum. Aukin framlög ríkisins Þrátt fyrir bitra reynslu af ríkis- rekstn almennt telja margir að kvikmyndagerð og annað sem flokkað er tíl Ustgreina (eins og KjaUaiinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur framleiðsla á íþróttaskóm og bíl- um, svo dæmi séu tekin, sé ekki Ustgrein) þurfi stuðning og hand- leiðslu stjórnmálamanna. Þess vegna situr jöfnunarþingmaður úr Norðurlandskjördæmi vestra nú sem formaður stjórnar Kvik- myndasjóðs íslands og ákveður ásamt öðru mætu fólki í stjórn sjóðsins hvaða kvikmyndir eigi aö framleiða hér á landi og ekki er að efa að við úthlutun styrkja úr sjóðnum koma mörg skemmtileg sjónarmið við sögu. Sjóðurinn fær fé úr ríkissjóði ís- lands, en þangað kemur það úr vösum almennings sem ef tíl vfil hefði notað þessa sömu peninga tíl að fara í bíó. Stjórn Kvikmynda- sjóðs á auðvitaö ekki nokkra mögu- leika á að setja sig í spor alls al- mennings eða þekkja smekk hans fyrir kvikmyndum, en þar með er forsendan fyrir sjóðnum brostín, enda markmið hans að landsmenn njóti íslenskra kvikmynda. Bjarnargreiði En það er ekki aðeins hin al- menna bitra reynsla manna af rík- isrekstri sem ætti að forða mönn- um frá því að koma kvikmynda- gerð undir forsjá ríkisins heldur blasir það við að kvikmyndir án ríkisstyrkja valta hvarvetna yfir þær sem hafa verið valdar til fram- leiðslu af nefndum á vegum ríkis- ins. Ekki hvað síst á Norðurlönd- unum þar sem stjórnmálamenn hafa tekið að sér að hugsa fyrir fólk í meira mæh en annars staðar á Vesturlöndum. Auk þess fer tími kvikmyndagerðarmanna í að ganga á milli opinberra sjóöa og að koma sér í mjúkinn hjá þeim er sitja í stjórnum þeirra. Ríkisstyrk- irnir hafa því öfug áhrif við það sem þeim er ætlað. Glúmur Jón Björnsson Bamaspítali verður að rísa Við byggjum mikið á íslandi. Það eru byggðar marmarahallir yfir lánsíjárskortinn og viðskipta- hallann við útlönd og frystíhús útí um allt land svo að þorskinum getí liðið bærilega eftír dauðann. Og svo er byggt skrifstofuhúsnæði sem stendur autt allan sólarhringinn af því að menn hafa komist upp á lag með að fara á hausinn í stof- unni heima hjá sér. Og nú á að fara að byggja göng undir Hvalfjörðinn til að ofbjóða ekki bílaeign landsmanna ef hún þarf að skjótast norður í land og má ekki vera að þvi að taka á sig krók. Svo ekki sé minnst á slaufuna á Vesturlandsveginum þar sem menn geta hringsólað allan guðs- langan daginn í haust og orðið sér útí um gríðarlegan svima. Svona erum við nú mikhr bygg- ingameistarar enda ekki vanþörf á þar sem guð minn almáttugur gleymdi að skapa slaufur og göng og frystihús. En hann gleymdi hins vegar ekki að skapa heilbrigðisráðherra með skóflu sem kom einn góðan veður- dag á Landspítalalóðina og gróf holu. í holuna áttí aö reka niður barnaspítala þvi að ráðamenn þjóð- arinnar hafa loksins gert sér grein fyrir því að það geta fleiri hand- KjaUarinn Benedikt Axelsson framhaldsskólakennari leggsbrotnað en þeir. Svo leið og beið eins og í ævintýr- unum og ekkert gerðist, það kom ekki einu sinni ormur upp úr græn- um kisth th aö bíta af ráðherranum nefið. Úti er ævintýri Eins og þjóðin veit stefna ráða- menn að mörgu. Það er ekki hægt ■ að halda því fram með neinum rétti að þeir séu stefnulausir. En það virðist duga skammt. Að minnsta kosti hefur enginn íslenskur iðnaö- armaður enn staðnæmst við hol- una góðu á lóð Landspítalans með naglbít og sög. Skóflustungan stendur þar enn sem minnisvarði um góðcm vhja sem er jafnalgengur í ríkisstjómum og bjöllusláttur for- seta Alþingis sem er alltaf að reyna að fá þá menn til að þagna sem geta það ekki með venjulegum hætti. Þessi hola er sem sagt alveg vita- gagnslaus eins og er þótt miklar vonir hafi verið bundnar við hana í upphafi eins og við íslenska landshðið í handboltanum sem er aö keppa í viðbyggingu Laugar- dalshallarinnar sem á það svo fyrir höndum að standa auð meðan land byggist. En þrátt fyrir aht eru menn sam- mála um að þaö þurfi að lækna börn sem ekki lækna sig sjálf. Og vonandi gera menn sér grein fyrir því að án bama eiga þjóöir sér enga framtíö. Börnin em einfaldlega framtíö þjóðanna. Þess vegna skulum við gera vel við þau. Byggjum bamaspítala strax. Benedikt Axelsson „Eins og þjóðin veit stefna ráðamenn að mörgu. Það er ekki hægt að halda því fram með neinum rétti að þeir séu stefnulausir. En það virðist duga skammt. Að minnsta kosti hefur eng- inn íslenskur iðnaðarmaður enn stað- næmst við holuna góðu á lóð Landspít- alans með naglbít og sög.“ Meðog Þingmenn fái aðgeyma stöðursínar Eðlilegt „Mér finnst eðlhegt að monn fái að víkja úr starfi í launalaust leyfi vegna þingsetu. Um þetta þarf hins vegar að sefja " fastar _____ reglUT þannig GuSnin Helgadótttr.lrí- að menn geti tar8ndit)inflmaður. eftír einhvern ákveöinn tíma gert upp við sig hvort þeir vilja vera á þingi eða gegna sínu fyrra starfi. Tvö kjörtímabil kæmu vel th álita í því sambandi. í dag má þingmaður í opinberu starfi ekki vera í meira en 50 pró- senta starfi samhhöa þingsetu. Vinni þingmaður hins vegar hjá einkafyrirtæki eru engin tak- mörk. Dæmi eru um aö menn stjórni stórum stofhunum og reki fyrirtæki en sitji jafhframt á þingi. Á þessu sést að það er lítið samræmi í þessu. Það er ótryggt starf að vera á Alþingi enda ákveðið á fjögurra ára fresti, og jafnvel skemur, hvort menn sitja þar áfram. Ef menn meta þessi störf einhvers í þágu þjóðarinnar held ég aö menn hljótí að vera sammála um að menn getí vikið úr sínu starfi í launalaust leyfi. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk afsali sér vinnunni þegar það tekur þessi trúnaðarstörf að sér. Sú umræða sem staðið hefur um mál Ólafs Þ. Þórðarsonar kallar lúns vegar fram áleitnar spurningar. Auðvitað hefur ýmislegt breyst í kennslumálum á þeim 15 árum sem hðin eru. En það á ekki að refsa honum fyrir að hafa verið á þingi.“ Oeðlilegt „Mér finnst óeðlilegt að stöður séu geymdar árum eða ára- tugum. sam- an. En þaö getur verið oðlilegt að þeir som leggja út í póhtík fái ör- lítíð svigrúm til aö átta sig á hvort þeim líkar að starfa í stjórnmál- um. Að sama skapi er eðlhegt aö gefa kjósendum tækifæri á að átta sig á hvort þeim likar aö hafa viðkomandi mann sem fuli- trúa á þingi. Því fmnst mér rétt að nýr þingmaður geti geymt stöðu sína þangað th hann verður endurkjörinn, eða í hámark fjög- ur ár. Ef stöður eru geymdar langtíra- um saman getur það haft trufl- andi áhrh' á viðkomandi stofnan- ir þegar þingmaður snýr aftur tíl fyrri starfa. Það verður ekki eðtí- leg þróun og samfella í starfi stofnunarinnar. Að sama skapi er það ósanngjarnt gagnvart þeim sem situr í stöðunni, fyrir þann sem er í leyfi, að vita ekki hver framtíð hans er. Hvað sjálfan mig varðar tók ég þá ákvöröun í upphafi að ef ég yrði endurkjörinn á þing myndi ég segja upp dýralæknisstööu minni. Þetta sagði ég þeim manni sem tók við starfinu mínu. Mér finnst ekki ólíklegt að þessi mál verði tekin til endurskoðun- ar í kjölfar þeirrar umræðu sem orðið hefur um mál Ólafs Þ. Þórð- arsonar. Það væri ekki óeðhlegt að viökomandi ráðherrar beittu sér fýrir skýrari reglum, ekki síst með tílhtí Ul hagsmuna þeirra stofnana sem þeir bera ábyrgö á.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.