Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 35 Dv Fjölmiðlar Morðí skólastofu í gær skrifaði ég í þessum pistli um ógjrvekjandí ofbeldismyndir sem því miður eru of oft á dag- skrá Stöðvar 2. Einhverjum harðjöxlum fannst þetta kerl- ingavæl og mér er nokk sama um það. í gærkvöldi var hins vegar sýndur þáttur á Stöð 2 sem nefn- ist Hollywoodkrakkar og fjallar um þau börn sem alast upp í kvik- myndaborginni. Það var sannar- lega sjokkerandi að sjá hið raun- veruiega iíf í þessarí eftirsóttu borg. Skólabörn fara vopnuð í skól- ann vegna ótta um Uf sitt. Morð hefur veríð framið á fimmtán ára unglingi inni í skólastofu. Taiað er um að setja upp málmleitar- tæki við innganga í grunnskóla. Stórir flokkar gengja eiga heilu hverfin og ef einhver vogar sér að ganga í vitlausum ht inn á þeirra yfirráöasvæði eru þeir hinir sömu skotnir án nokkurs hiks. Börn ríka fólksins, sem veit ekki aura sinna tal, drepa for- eldra sína til að komast yfir meiri peninga. Aðrir sækjast í gengin til að kynnast hinu „raunveru- lega“ lifi þar sem þeir hafa verið verndaðir af öryggisvörðum allt sitt líf bak við háar girðingar heimila sinna. Þeir ganga í einka- skóla en sækja í hið ljúfa líf sem þeir hafa verið verndaðir frá. Hika ekki við aö stela, eins og dóttir Peter Sellers, eða fremja ofbeldi. Þetta er heimur sem ég held að við íslendingar kærum okkur ekki um og þess vegna ættum við að vemda bömin okkar frá of- beldismyndunum. Elín Albertdóttir Jardaiíarir Eggert G. Þorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, Móaflöt 59, Garðabæ, sem lést þann 9. maí sl., verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. maí kl. 10.30. Jón Sigurðsson, skipstjóri frá Görð- um, Ægissíðu 50, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, þriðjudaginn 16. maí kl. 15. Sigríður Þórkatla Guðmundsdóttir (Stella) frá Ásbúð í Hafnarfirði, lést 8. maí. Útfor hennar verður gerð frá FossvogskapeUu föstudaginn 19. maí kl. 15. Ari Gíslason, Vesturgötu 138, Akra- nesi, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju miðvikudaginn 17. maí kl. 14. Útför Guðbjarts Jónssonar frá Bakka, Bergþómgötu 33, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 17. maí kl. 15. Jarðsett verður í Kálfatjarnarkirkjugarði. Guðrún Einarsdóttir, Hrauntungu 19, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. maí kl. 13.30. Tage Ammendrup dagskrárgerðar- maður verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 13.30. Jóhannes Ingólfsson skipstjóri, Látraströnd 28, Seltjarnarnesi, verö- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun miðvikudaginn 17. maí kl. 13.30. Jóhanna Sveinsdóttir, bókmennta- fræðingur og rithöfundur, sem lést af slysförum í Frakklandi mánudag- inn 8. maí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 15. Sigurður Gíslason, Suðurgöt'u 74, Hafnarfirði, sem lést í Borgarspítal- anum 4. maí sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. maí kl. 13.30. Guðmundur Jóhannesson frá Skára- stöðum, síöast til heimilis á Nestúni 4, Hvammstanga, verður jarðsung- inn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgum 17. maí kl. 13.30. Pétur Högni Möller, Arnhem, Hol- landi, lést af slysförum sunnudaginn 14. maí. Jarðarförin fer fram ytra fimmtudaginn 18. maí nk. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannáeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 12. maí til 18. niaí, að báðum dögum meðtöldum, verður í Garðsapó- teki, Sogavegi 108, sími 568-0990. Auk þess veröur varsla í Reykjavíkurapó- teki, Austurstræti 16, sími 551-1760 kl. 18 tO 22 virka daga. Uppl. um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga ki. 10-14. Hafnaríjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfj arðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfiafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísirfyrir50árum Þriðjud. 16. rhaí Himmler í Norður- Þýskaiandi. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Uppíýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 Og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og fóstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9=19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fostud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. ki. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn tslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Spakmæli Sumirkarlmenn eru svo sljóiraðstúlkun- um liggurviðaðæpa, aðrirsvo eldsnöggir að þær megatil. Ók. höf. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30^16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn Islands. Lokað vegna viðgerðar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Rækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Upplýsingar í sima 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilaiúr Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðurnes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, simi 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Selfiamames, sími 615766, Suöurnes, sími 13536. V atnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjarnarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- Adamson ar, símar 11322. Hafnartjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 17. maí Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú kemur ákveðnu máli af stað á ný en það hefur tafið þig að undanfórnu. Deilur verða milli manna um framhaldið. Fjármálin standa betur en áður. t Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Það skiptast á skin og skúrir í dag. Þig vantar nauðsynlega að- stoð en á hinn bóginn færðu upplýsingar sem munu nýtast þér vel i framtíðinni. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Ef þú verður að treysta eingöngu á aðra máttu aðeins gera- ráð fyrir hægum framfórum. Aðrir eru óákveðnir og skipta oft um skoðun. Því meira sem þú gerir sjálfur því betra. Nautið (20. apríl-20. maí): Aðstæður eru nú orðnar þér hagstæðar og þú hefur náð tökum á málunum. Þú getur því sinnt málum sem hafa setið á hakanum að undanfórnu. Tvíburarnir (21. maí-21. júni): Vandamál kemur upp árdegis og það snertir þig óbeint. Þú verð- ur að veita-aðstoð þína. Settu mál í forgangsröð. Happatölur eru 6, 20 og 27. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Ný þróun hefur langþráðar breytingar í fór með sér. Þú verður þó að kanna allt vel áður en þú bregst við. Þú þarft sennilega betri undirbúning. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Mistök annarra koma sér vel fyrir þig. Þú verður þó að vera tilbú- inn að grípa tækifærin um leið og þau bjóðast. Þú rifjar upp gaml- ar minningar. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú átt erfitt með að einbeita þér núna. Það er því hætt við mistök- um þar sem nákvæmni er nauðsynleg. Þú vanmetur ákveðinn þátt fjármálanna. Vogin (23. sept.-23. okt.): Aðrir þrýsta mjög á þig en þú skalt samt hugsa þig um og bíða með ákvörðun þar til síðar. Þú nýtur dagsins vel ef þú lætur ýtni annarra ekkert á þig fá. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú gætir lent í kröppum dansi eða deilum við aðra. Það er því betra að vera vel lesinn og upplýstur og hafa þannig allar stað- reyndir á hreinu. Ákveðið atriði fer betur en þú áttir von á. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Aðrir eru ekki eins áhugasamir og þú. Þú skalt því halda hug- myndum þínum leyndum um sinn. Félagsmálastarf bíður betri tíma. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú víkkar sjóndeildarhring þinn með nýjum samböndum. Taktu boði annarra með opnum huga. Happatölur eru 12,17 og 32.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.