Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 Afmæli Ami Ragnarsson Ámi Ragnarsson framkvæmda- stjóri, Leiðhömrum 48, Reykjavík, ersextugurídag. Starfsferill Ámi fæddist á Flateyri við Önund- arflörð og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Núpi í Dýrafirði, kennaraprófi frá KÍ1956 og stundaði nám í viðskiptafræði í Bretlandi í tvö ár. Árni var skrifstofumaður hjá Agli Skallagrímssyni hf. og verslunar- stjóri hjá Heklu hf., keypti Hljóð- færahús Reykjavíkur hf. 1965 og rak það til 1988 er hann seldi verslunina og keypti Snöggmyndir hf. sem hann hefur starfrækt síðan. Ámi hefur stundað nokkuð félags- störf og var m.a. framkvæmdastjóri landsmálafélagsins Varðar í tvö ár. Fjölskylda Ámi kvæntist 13.4.1957 Guðfinnu Halldórsdóttur, f. 5.7.1936, húsmóð- ur og verslunarkonu. Hún er dóttir Halldórs Gunnarssonar hcifnsögu- manns og Guðbjargar Bárðardóttur, kennara á Isafirði, en þau eru bæði látin. Böm Áma og Guðfinnu eru Ragn- ar Kristinn, f. 2.11.1957, tannlæknir í Kópavogi, og á hann eitt barn; Halldór Jakob, f.5.9.1959, viðskipta- fræðingur og sparisjóðsstjóri í Kópavogi, kvæntur Guðfinnu Jóns- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn; Margrét Hanna, f. 4.10. 1960, húsmóðir í Svíþjóð, gift Eyþóri Ó. Karlssyni augnlækni og eiga þau þrjú börn; Árni Þór Ámason, f. 30.1. 1969, verslunarstjóri, í sambúð með Önnu Katrínu Einarsdóttur skrif- stofukonu pg eiga þau eitt barn. Bræður Árna: Jóhann, f. 21.2.1934, d. 23.9.1973, hrl; Kristján, f. 22.6. 1938, framkvæmdastjóri LÍÚ; Krist- inn, f. 22.11.1941, húsasmiðameist- ari. Foreldrar Árna voru Ragnar G.R. Jakobsson, f. 1904, d. 1992, útgerðar- maður á Flateyri og síðar skrifstofu- maður í Reykjavík, og Margrét Jónsdóttir, f. 1906, kennari og hús- móðir. Ámi og Guðfinna eru erlendis. Árni Ragnarsson. Andlát Eggert G. Þorsteinsson Eggert Gíslason Þorsteinsson, fyrrv. ráðherra og forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, Móaflöt 59 í Garðabæ, lést þriðjudaginn 9.5. sl. Hann verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag kl. 10.30. Starfsferill Eggert fæddist í Keflavík 6.7.1925. Hann tók próf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1946 og sveinspróf í múr- smíði 1947. Eggert var múrari í Reykjavík 1947-53, alþm. 1953-78, sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1965-70 og sjávarútvegs-, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra 1970-71, skrifstofu- stjóri Húsnæðismálastofnunar 1961-65, framkvæmdastjóri Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra 1972-79 og forstjóri Tryggingastofnunar rík- isins 1979-93. Eggert var formaður FUJ1948-50, formaður SUJ, sat í miðstjóm Al- þýðuflokksins um árabil frá 1948, var ritari Múrarafélags Reykjavík- ur 1949-53, formaður 1953-58, ritari fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1956-58, varafórseti ASÍ 1958-60, í húsnæðismálastjóm í ára- tug og sat í fjölda nefnda. Fjölskylda Eggert kvæntist 10.1.1948 Jónu Jónsdóttur, f. 2.4.1922, d. 19.10.1981, hárgreiðslumeistara. Hún var dóttir Jóns Komelíusar Péturssonar, sjó- manns í Reykjavík, og k.h., Ágústu Gunnlaugsdóttur húsmóður. Börn Eggerts og Jónu eru Þor- steinn, f. 30.5.1948, hdl. í Reykjavík, kvæntur Mörtu Ragnarsdóttir hús- móður; Jón Ágúst, f. 20.8.1953, toll- vörður í Reykjavík, kvæntur Þór- dísi Helgadóttur skrifstofumanni; Eggert, f. 4.10.1956, rafeindavirki í Reykjavik, kvæntur Þórhöllu Magnúsdóttur skrifstofumanni; Guðbjörg, f. 11.10.1958, sjúkraþjálf- ari í Ósló, gift Gunnari Jónassyni lækni. Seinni kona Eggerts er Helga Soff- ía Einarsdóttir, f. 22.11.1924, kenn- ari. Foreldrar hennar vom Einar Jóhannsson, múrarameistari á Ak- ureyri, og k.h., Ingibjörg Austfjörð húsmóðir. Bróðir Eggerts var Guðbjörn, f. 30.10.1927, d. 1991, skipstjórií Reykjavík. Bróðir Eggerts, sammæðra, er Trausti Traustason, f. 18.8.1945, tré- smiðuráSelfossi. Foreldrar Eggerts voru Þorsteinn Eggertsson, f. 4.6.1905, d. 26.11.1940, skipstjóri í Keflavík, og k.h., Mar- grét Guðnadóttir, f. 12.1.1906, d. 25.9. 1963. Ætt Þorsteinn var bróðir Gísla skip- stjóra, fóður Þorsteins fiskimála- stjóra og Eggerts, skipstjóra og afla- kóngs. Þorsteinn var sonur Eggerts, b. í Kothúsum í Garði, Gíslasonar, b. í Steinskoti á Eyrarbakka, Gísla- sonar. Móðir Eggerts var Gróa Eg- gertsdóttir, b. í Haga í Holtum, Egg- ertssonar og Þorbjargar Brands- dóttur, skipasmiðs og skálds í Kirkjuvogi í Höfnum, Guðmunds- sonar af Víkingslækjarætt. Móðir Þorbjargar var Gróa Hafliðadóttir, b. í Kirkjuvogi, Árnasonar, b. í Hábæ, Þórðarsonar, bróður Hafliða, langafa Einars, langafa Ingvars Vil- hjálmssonar útgerðarmanns. Móðir Gísla Áma var Guðríður Árnadótt- ir, b. í Lunansholti á Landi, Jóns- sonar og Helgu Gísladóttur, b. í Flagveltu, bróður Guðmundar á Keldum, af Víkingslækjarætt, lang- afa Jóns Helgasonar, prófessoi’s og skálds. Margrét var dóttir Guðna, verk- stjóra í Keflavík, Jónssonar. Móðir Guðna var Ragnheiður, systir Run- ólfs, langafa Sigurðar A. Magnús- sonar rithöfundar. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. í Háarimax Þykkvabæ, Guðnasonar. Móðir Jóns var Kristín Bjarnadóttir, af Víkingslækjarætt. Eggert G. Þorsteinsson. Móðir Margrétar var Sigurbjörg Jónsdóttir, b. í Glaumbæ í Langa- dal, Jónssonar, b. í Almenningi á Vatnsnesi, bróður Ara, langafa Láru Júlíusdóttur lögfræðings. Jón var sonur Halldórs, b. í Helguhvammi, Samsonarsonar, bróður Jakobs, langafa Sigurðar Eggerz ráðherra og Ragnhildar, móður Kristjáns Thorlaciusar, fyrrv. formanns BSRB. Annar bróðir Halldórs var Jónas, langafi Karls, föður Guð- laugs Tryggva hagfræðings. Móðir Halldórs var Ingibjörg Halldórsdótt- ir, systir Hildar, móður Jóns, lang- afa Ölafs Friðrikssonar verkalýðs- leiðtoga. Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, (Jón í Görðum), skipstjóri og útgerðarmaður, Ægis- síðu 50, Reykjavík, lést á Landspíta- lanum laugardaginn 6.5. sl. Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju í dagkl. 15.00. Starfsferill Jón fæddist í Görðum við Skerja- fjörð 15.2.1906 og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Stýrimannskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1928. Jón byrjaði til sjós um fermingar- aldur með fööur sínum frá Skerja- firði. Hann var á bátum og togurum frá Reykjavík og Akranesi og lengst af skipstjóri frá því hann lauk stýri- mannanámi. Jón var þekktur afla- kóngur á áram áður, einkum á síld- veiðxxm frá Siglufirði á stríðsáran- um. Þá var Jón útgerðarmaður um árabil en stundaði grásleppuútgerð frá bemskuslóðunum síðustu starfsárin. Fjölskylda Eiginkona Jóns var Ingibjörg Björnsdóttir, f. 23.5.1912, d. 14.5. 1991, húsmóðir. Hún var dóttir Bjöms Jónssonar, b. á Bessastööum íHúnavatnssýslu. Börn Jóns og Ingibjargar: Ólöf, f. 21.6.1943, skrifstofumaður í Reykja- vík, gift Þórarni Friðjónssyni verl- unarmanni og eiga þau þijú börn; Sigurður, f. 8.1.1950, sjómaður í Reykjavík og á hann fjögur börn; Bjöm Kristján, f. 28.3.1952, d. 6.3. 1984, sjómaður í Reykjavík og era böm hans þipú; Helgi, f. 25.2.1957, leigubílstjóri í Reykjavík og á hann einadóttur. Alsystkini Jóns vora Pétur, f. 1902, d. 18.5.1904; Pétur, f. 7.4.1907, nú látinn, sjómaður í Reykjavík; Ólöf Kristín, f. 20.7.1908, kjólameistari í Reykjavík; Ásta Valgerður, f. 21.7. 1910, d. 3.5.1971, kjólameistari í Reykjavík; Ólafur, f. 5.3.1912, d. 3.6. 1943, sjómaður; Guðríður Þórdís, f. 13.3.1913, d. 2.3.1980, húsmóðir í Reykjavík; Hjálmar, f. 4.5.1914, bíla- viðgerðarmaður í Reykjavík; Guö- rún, f. 6.2.1916, húsmóðir í Reykja- vík; Vilhelm, f. 15.1.1918, búsettur í Reykjavík; Sigríður, 2.8.1922, starfs- stúlkaíReykjavík. Hálfbróöir Jóns, samfeðra, var Erlendur, f. 1.7.1894, d. 21.9.1975, skipsfjóri. Auk þess voru hálfsystur Jóns tvær, hétu báðar Ásta og létust báðar í frumbemsku. Foreldrar Jóns vora Sigurður Jónsson, f. 11.3.1865, d. 15.9.1956, útvegsb. í Görðum, ogs.k.h., Guð- rún Pétursdóttir, f. 18.3.1878, d. 25.5. 1962, húsmóðir. Ætt Systir Sigurðar var Vilborg, móðir Sigurjóns Péturssonar á Álafossi. Sigurður var sonur Jóns, ættfóður Skildinganesættarinnar Einarsson- ar, og Ástu Sigurðardóttur, b. á Glóru í Flóa, Grímssonar. Guðrún var dóttir Péturs, b. á Hrólfsskála á Seltjamamesi, Guð- mvmdssonar, og Guðrúnar Sigurð- ardóttur, b. á Hrólfsskála Ingjalds- sonar. Bróðir Guðrúnar var Pétur, afi Péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Guðrúnar var Sigríður, systir Guðfinnu, ömmu Bjama Jón Sigurósson. Jónssonarvígslubiskups. Öimur systir Sigríðar var Guðrún, lan- gamma Bjama Benediktssonar for- sætisráðherra, fóður Bjöms menntamálaráðherra. Sigríður var dóttir Péturs, b. í Engey Guðmunds- sonar og Ólafar Snorradóttur, ríka í Engey Sigurðssonar. Til hamingju með afmælið 16. maí 90 ára Jón Jónsson, Hringbraut 50, Reykjavik. 85 ára Guðrún Guðmundsdóttir, Stórholti9, ísafirði. Aðalheiður Loftsdóttir, Innri-Ósi, Hólmavíkurhreppi. 80 ára Ester Landmark, Hafnargötu 10, Siglufiröi. 70ára Steinunn Sigurðardóttir, Hvammi, Bæjarhreppi. Gisli Sveinsson, Aflagranda40, Reykjavík. Ragna Hólmfriður Pálsdóttir, Hólmagrund9, Sauöárkróki. Jón G. Stefánsson, Höfðabrekku, Kelduneshreppi. Guðlaug Sveinsdóttir, Ránargötu 1A, Reykjavík. 60ára Steinunn Ólafsdóttir, Botnahlíö 16, Seyðisfirði. Anna Lísa Kr istj ánsdóttir, Grímshaga 3, Reykjavík. ElfarH. Ragnarsson, Hátúni 10A, Reykjavík. Ottó Örn Pétursson, Reynimel 68, Reykjavík. 50 ára Helga Bergsdóttir, Vesturhúsi, Hofi III, Hofshreppi. 40 ára Sigurður Mikaelsson, Rauöahjalla 1, Kópavogi. Guðrún Sigurðardóttir, Skeljagranda 1, Reykjavík. Jónína Kristjánsdóttir, Hábrekku 10, Snæfellsbæ. DagbjörtSigrún Sigurðar- dóttir, Hliðargötu 42, Fáskrúðsfirði. Bj öm Jóhannesson, Gránufélagsgötu 21, Akureyri. Jón Ingimundur Ólafsson, Hrauntungu 71, Kópavogi. Lára Margrét Sigurðardóttir, ReyKjalundi, Mosfellsbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.