Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 5 Fréttir Ömurleg aðkoma að þremur hrossum í hesthúsi 1 Fjárborgum: ' f Hestaeigandinn kærður hrossin vannærð - fylgst verður með þeim daglega, segir forðagæslumaður „Ég er búinn aö horfa upp á þessi hross í vetur, þau fá ekki hey og það er ekki þrifið undan þeim. Eigandinn hefur ekki kembt hestunum og þeir standa upp í kjúkulið í skít. Maður getur ekki látið þetta óátalið leng- ur,“ sagði hrossaeigandi í Fjárborg- um á Hólmsheiði við DV. Kallað var á lögreglu að Fjárborg- um á sunnudag þar sem lögð var fram kæra á hendur eiganda hross- anna fyrir vanhirðu. Forðagæslu- maður og dýralæknir tóku síðan ákvörðun á mánudag um framgang málsins. Hægtaðbjarga tveimur hrossanna „Það verður fylgst með þessum hrossum daglega, eigandinn hefur sagst ætla að gefa þeim sjálfur," sagði Kristinn Gíslason forðagæslumaður í samtali við DV. Ætlunin var að forðagæslumaður sæi um að gefa hrossunum á kostnað eigandans en frá því var horfið þegar hann lofaði bót og betrun en hrossin voru mjög illa á sig komin vegna vanhirðu. „Að svo stöddu er ekki ástæða til að fella hrossin. Dýralæknir og full- trúi búnaðarmálafélagsins vildu það Hrossin hafa ekki verið hirt né þrifið undan þeim. Aðkoman var ömurleg en eigandinn hefur nú lofað bót og betrun. DV-mynd S ekki. Það er hægt að bjarga tveimur þeirra og spurning með það þriðja sem er „ropari" - mér finnst ekki ólíklegt að það verði fellt. Eigandinn lofaði öllu fógru þegar dýralæknir talaði við hann fyrir einm viku - nú verður fylgst með daglega," sagði Kristinn. Kærandinn sagöi að annar eigandi í umræddu hesthúsi hefði séð aumur á illa hirtu hrossunum á síðustu mánuðum og gefið þeim af sínu heyi. Handónýtt og myglað hey „En menn geta ekki borgað dýrt hey fyrir aðra í langan tíma,“ sagði kærandinn. „Það hey sem eigandinn hefur komið með var handónýtt og myglað. Þess vegna kærði ég þetta til fóðureftirlitsmanns." Kærandinn sagði að flestir hestar væru nú gengnir úr vetrarliárum en hrossin þrjú væru enn í hárum vegna vanhirðu. „Samt getur maður séð rifbeinin gegnum vetrarfeldinn. Það er ein- göngu vegna dýraverndunarsjón- armiða sem ég kæri þetta mál, menn mega ekki fara svona með skepnur," sagði kærandinn. -Ótt Flutningur ríkisstofnana út á landsbyggðina: Æðstu embættis- mennirnir vilja ekki flytja til Suðurnesja Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Ég er alveg klár á því að bæði Landhelgisgæslan og Umsýslu- stofnun varnarmála verða fluttar til Suðurnesja eins og lagt hefur verið til en þetta tekur sinn tíma,“ segir Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Á hádegisverðarfundi á Flughót- elinu í Keflavík um helgina, sem markaðs- og atvinnumálanefnd Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna hélt, kom fram að sumir æðstu embættismenn ríkisstofnana, sem talað er um að flytji til Suðurnesja, harðneiti að fara þangað. Þing- mönnum kjördæmisins, sveitar- og bæjarstjómarfulltrúum á Suður- nesjum var boðið til fundarins. Að sögn Ellerts kemur alltaf strax fram andstaða meðal starfsmanna ef flytja á ríkisstofnanir frá höfuð- borginni út á landsbyggðina þótt það sé vilji Alþingis og stjórnvalda. „Við erum búnir að kynna okkar mál á fundinum en nú er spurning um pólitískan vilja okkar þing- manna og dugnað að koma þessum málum í höfn,“ sagði Friðjón Ein- arsson, framkvæmdastjóri Mark- aðs- og atvinnumálaskrifstofu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Útskriftarmen 14 k gullhálsmen meö perlu Fallegur skartgripur í útskriftina ^ull Verð kr. 4.900 án festar ^öllin Laugavegi 49, sími 561 7740 (SielL Símaskráin 1995 er komin út laugardaginn 3. júní Mýja símaskráin tekur gildi IVIundu eftir afhendingarmidanum og náðu í nýju símaskrána BfffiffffiTffll y Hlýja símaskráin - naudsynleg frá 3. júní. Pósturogsími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.