Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 9 Utlönd Bardagar blossuðu upp sunnan Sarajevo 1 morgun: Frekari loftárásir ekki útilokaðar Jnnikróaóír fríðarqæsiulióar SÞ í Bosníu Bosníu-Serbar hafa ýmist hneppt í varðhald eða umkringt 379 friðar- gæsluliða SÞ í kjölfar loftárása NATO á vopnabúr þeirra í síðustu viku Einn leiðtogi Bosníu-Serba segir að hægt sé að leysa þá úr - haldi fljótlega ef NATO lofar að gera ekki fleiri loftárásir - SLOVcríiA t, .. tO.; KRÓATtA m Skýr- Vopnasöfn- » Umkringdir ingar: unarstaður A. OEftirlits- staður tAfvopnaðir og í naldi Vrbanja Q1 Frakkland 10 Gorazde 9HH ■ISl llljas Krivoglavlcl Qli Bretland 33 Úkraína 12 Bare J9HI Poljine Kanada 45 8 Úkraína 11 Frakkland 22 Frakkland 21 Rajlovac ■ 11 Frakkland 21 Frakkland 13 Úkraína 30 Frakkland 10 Frakkland 40 Rússland 13 32 eftirlitsmenn SÞ í haldl, þar af 17 sem notaðir eru sem skildir Bardagar brutust út suöur af Sarajevo, höfuöborg Bosníu, í dögun í morgun og kváöu við drunur úr stórskotaliösbyssum, þungmn vél- byssum og minni vopnum. Á undan- fömum tveimur vikum hefur veriö hart barist um svæði þetta þaðan sem góö yfirsýn er yfir birgðaflutn- ingaleiðir. Vesturveldin neituðu í gær aö úti- loka frekari loftárásir í Bosníu en sögöu að öll áhersla yröi lögð á aö leysa deiluna við sveitir Bosníu- Serba, sem hafa tekiö hundruð frið- argæsluliða SÞ í gíslingu, á friðsa- man hátt. Robert Frasure, sendifvdltrúi Bandaríkjastjómar, er væntanlegur til Belgrad í dag til að reyna að leysa deiluna og fá aðstoð Slobodans Milo- sevics Serbíuforseta sem hefur slitið öll tengsl við pólitíska leiðtoga Bos- níu-Serba. Reiknað er með að Frasure reyni að tryggja liðveislu Milosevics við að fá gæsluliðana leysta úr haldi. Þá mun hann einnig ætla að reyna að fá leiðtoga þess sem eftir er af gömlu Júgóslavíu að viðurkenna Bosníu. Frasure mun „gera það alveg ljóst að það verður að vinda ofan af þessu (gíslatökumálinu)," sagði bandarísk- ur embættismaður. Leiðtogar ríkja heimsins hafa keppst við að fordæma Bosníu-Serba fyrir að halda um 370 friðargæslulið- um SÞ í hefndarskyni fyrir loftárásir flugvéla NATO á vopnabúr Serba nærri Sarajevo í síðustu viku. Serbar segjast ætla að halda gæsluliðunum þar til þeir fái vissu fyrir því að fleiri loftárásir verði ekki gerðar. „Við látum ekki kúga okkur með hótunum og krefjumst þess að gísl- arnir verði látnir lausir án skil- yrða,“ sagði Willy Claes, fram- kvæmdastjóri NATO, eftir fund ut- anríkisráðherra bandalagsins í bæn- um Noordwijk í Hollandi í gær. NATO er reiðubúið að gera loftárásir að nýju, fari SÞ fram á það. Bosníu-Serbar gáfu til kynna í gær að það væri kannski að lækka í þeim rostinn þegar þeir slepptu sex frönskum hermönnum sem höfðu verið umkringdir í brynvarinni bif- reið sinni nærri flugvellinum í Sarajevo. Þá fengu Frakkar að flytja látna og særða félaga sína landleið- ina frá Sarajevo. Breska blaðið Sun skýrði frá því í gær að gerðar hefðu verið áætlanir um að sérsveitir breska hersins myrtu tvo helstu leiðtoga Bosníu- Serba, þá Radovan Karadzic og Ratko Mladic. Blaðið sagði að menn sem gætu framkvæmt verkið væru þegar komnir til Bosníu. Stjómvöld vísa þessu alfarið á bug. Reuter SUZANNE GERLEIT hinn frábæri andlegi leiðbeinandi og kennari frá Bandaríkj- unum, verður með námskeið næstu tvær helgar í sal Stjómunarskólans við Sogaveg. 3.-4. júní, kl. 10.00-17.00: AÐ VERA MEÐVITAÐUR UM SITT ÆÐRA SJÁLF - AÐ VERÐA SITT ÆÐRA SJÁLF. 10.-11. júni, kl. 10.00-17.00: AÐ VEKJA MÁTT SINN. Kenndar verða viðurkenndar og vísindalega sannaðar aðferðir til sjálfsheilunar og til heilunar öðrum. Verð pr. námskeið kr. 6.500 en kr. 5.500 ef farið er á bæði. Boðið er upp á greiðsludreifmgu til allt aö þriggja mánaða, auk visa og euro. Suzanne mun einnig verða með einkatíma. Bókanir eru í síma 587-3724. 9 9*1 7*00 Verð aðeins 39,90 mín. >lSj 1 j Læknavaktin 2 j Apótek 3j Geng' Children's International Summer Villages fllþjóðlegar sumarbúðir barna CISV eru alþjóðleg friðarsamtök, óháð stjómmálum, trúarbrögðum eða kynþætti, sem tengjast Sameinuðu þjóðunum í gegnum UNESC0, Dr. Doris T. Allen, bandarískur bámasálfræðingur stofnaöi CISV áriö 1951, en hugmynd hennar var sú að börn frá ólíkum löndum kæmu saman og lærðu að lifa í sátt á grundvelli umburðarlyndis og jafnréttis, lærðu að hugsa og draga ályktanir í anda alþjóöavitundar og vinna þannig aö friöi í heiminum. í sumar fara íslensk böm í sumarbúðir til: Noregs,Slóvakíu, Bandaríkjanna, Kanada, Svíþjóðar, Finnlands, Ítalíu og Englands, auk þess sem sumarbúöir verða hérlendis í sumar. Unglingaskipti CISV á íslandi vib CISV í Frakklandi í sumar verða unglingaskipti við Chamberý í Frákklandi, fyrir krakka á aldrinum 12 -14 ára. í unglingaskiptum er dvaliö á heimilum, tvær vikur í hvoru landi. Hvor hópur er 8 -10 unglingar, sem fara ásamt fararstjórum. Fararstjórarnir sjá um dagskrá alla dagana, ásamt unglingunum. Það er ennþá laust pláss í unglingaskiptin, sem verða í júlí. Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast unglingum í öðru landi og einnig mjög góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hug á að veröa skiptinemar seinna. Frekari upplýsingar veitir unglingaskiptanefnd CISV: Sigurbjörg Magnúsdi, s. 554 1190 - inga Teitsd:, s. 564 2044 - Guðrún Frederiks., s. 565 7636 Einnig má skrifa eftir upplýsingum tít CISV á íslandi, Pósthólf 86, 210 Garðabær. Akureyrarblað fJSSSSSJSSjrjJjrffJ/fSSSSSJJrSfÆÆý Aukablað AKUREYRI Fergie verður að vinna fyrir sér Stuttar fréttir Ennleitað Björgunarsveitir leita enn að lifandi fólki í rústum húsa eftir jarðskjálftann á Sakhalín-eyju. Blairfasturfyrir Tony Blair, leiðtogi breska Verkamanna- flokksins, sagði í gær að stjóm flokks síns mimdi standa dyggan vörö um hagsmuni Bretlands innan Evrópusam- bandsins og aldrei gefa eftir neit- unarvald í mikilvægum málum. Rússihjá NATO Utanríkisráðherra Rússlands hittir starfsbræður sína í NATO í dag og verður gengið frá aðild Rússa að samningnum um sam- Starfumfrið. Reuter Sarah Ferguson eða Fergie, her- togaypjan af York, segir í nýju tíma- ritsviðtali að hún verði að fækka góðgerðarferöum sínum um heiminn verulega svo hún hafi tíma til að vinna fyrir sér og dætrum sínum tveimur, Eugenie og Beatrice. Fergie skildi við Andrés prins fyrir þremur árum. Síðan hefur hún komist í heimsfréttimar vegna háttalags sem hneykslað hefur ófáa aðdáendur bresku konungsflölskyldunnar. En hún hefur einnig unnið að ýmsum göfugum verkefnum; samið sögur um þyrluna Budgie, sem verið er að gera sjónvarpsþætti eftir, og tvær bækur um stúlkuna Amöndu sem ferðast mikið og dreymir irni að veröa ráðunautur við gerð kvik- myndar um Viktoríu drottningu. En Fergie tjáir sig einnig um ljúfa lífið. „Stundum skammast ég mín þegar ég lít um öxl og rifja upp hegð- un mína undanfarin ár en ég hef þroskast og lært. Ég hef öðlast end- umýjað verömætamat og nýt hverr- ar ánægjustundar með dætrum min- um,“ segir hertogaynjan. En hún heimsækir líka sálfræðing reglulega. „Það hjáipar mér að halda sálarró og horfast í augu við vandamálin.“ Reuter Miövikudaginn 14. júní nk. mun Akureyrarblað fylgja DV. Þar verður m.a. fjallað um Akureyri sem ferðamannabæ, rætt við fólk í ferðaþjónustu og margt fleira. Eins og venjan er verður í þessu 15. Akureyrarblaði hugað að mannlífi í bænum. Þá verður farið í heimsókn í fyrirtæki, rætt við fólk í atvinnulífinu og fólkið á götunni. Þeir sem hafa hug á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 563-2722. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga í þetta aukablað er fimmtudaginn 8. júní. ATH.I Bréfasími okkar er 563-2727. Athugið! Akureyrarblaðinu er dreift með DV um allt landið en sérstök áhersla er lögð á dreifingu þess á Akureyri og nágrenni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.