Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Side 10
10
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995
Kom okkur á óvart að
það skyldi vera kalt
segja hjónin Bima Hauksdóttir og Friðrik Jónsson sem búið hafa í Namibíu í fímm ár
~m i
„Þaö eina sem kom okkur eiginlega
á óvart var að það skyldi vera kalt í
Afríku," segja hjónin Bima Háuks-
dóttir og Friðrik Jónsson sem fyrir
fimm ámm lögðu land undir fót og
héldu alla leið frá Siglufirði til
Namibíu.
Friðrik hafði fengið vélstjórastarf
á hafrannsóknarskipi í Namibíu á
vegum Þróunarsamvinnustofnunar
íslands. „Namibíumenn áttu enga
yfirmenn á skipið sem þeir fengu
gamalt árið 1990 þegar landið varð
sjálfstætt. Héðan fóru fimm íslenskir
yfirmenn, tveir fiskifræðingar og
verkefnisstjóri. Þetta var svolítið erf-
itt fyrsta árið því undirmenn kunnu
ekki til verka. Þeir sem komu úr
sveitunum höfðu til dæmis aldrei séð
sjóinn. Þróunarsamvinnustofnunin
setti síðan á laggimar sjómanna- og
stýrimannaskóla í Namibíu þannig
að máhn standa betur nú. Það er
ekki ólíklegt að eftir fjögur ár geti
Namibíumenn tekið við skipstjórn,“
segir Friðrik.
K'
Búaí
„þýskum" smábæ
Friðrik og Bima búa með bömin
sín fjögur, Guðbjörgu, Andra, Rann-
veigu og Stefán, í bænum Swakop-
mund sem er 60 þúsund manna bær
á strönd Namibíu. „Ég hafði varla
komið út fyrir landsteinana þegar
við fluttum til Namibíu og mér þótti
þetta rosalega spennandi og gaman
í fyrstu og það þótti hka yngri böm-
unum. En eldri stelpunni okkar, sem
þá var 13 ára, fannst mjög erfitt að
skhja við íslenska vini sína,“ segir
Birna.
Þrjú elstu bömin ganga í skóla þar
sem töluð er enska en yngsta barnið
gengur í þýskan leikskóla. „Namibía
var áður þýsk nýlenda. Að koma í
bæinn þar sem við búum er næstum
eins og að koma í þýskan smábæ."
Áður en Namibía, sem fór undir
stjórn Suður-Afríku í lok fyrri heims-
styrjaldar, hlaut sjálfstæði ríkti að-
skilnaðarstefna í landinu. Blökku-
mönnum var haldið norðan til í land-
inu, að því er Friðrik greinir frá.
Swakopmund var skipt í þrjú svæði.
„Bærinn sjálfur var fyrir hvíta,
blökkumenn og htaðir vom í aðskhd-
um úthverfum. Það er enn efnahags-
legur aðskhnaður í landinu þannig
að íbúaskiptingin hefur ekki breyst
mikið. Það er helst að þeir sem starfa
í úraníumnámunni rétt utan við
bæinn, sem reyndar er stærsta opna
úraníumnáma í heimi, eigi hús í
sjálfum bænum,“ greinir Friðrik frá.
Lopapeysur koma
að góðum notum
Fjölskyldan hefur ferðast mikið um
Namibíu á eigin bh og haft meðferðis
tjald og svefnpoka. Strandlengjan,
sem þau búa á, er eiginlega eyðimörk
sem nær frá Suður-Afríku norður th
Angóla. „Það er vetur í Namibíu þeg-
ar sumar er hjá okkur og þá er hita-
stigið nálægt tíu gráðum við strönd-
ina. Rakinn er svo mikih að fólki er
hrollkalt og koma því lopapeysur að
góðum notum á þessum slóðum og
þykkar úlpur líka, að því er þau
Bima og Friðrik segja. „Mér hefur
eiginlega aldrei verið eins kalt og
þama úti,“ segir Bima. Henni þykir
því veðurbhðan á íslandi þessa dag-
ana kærkomin. Þau komu th íslands
fyrir rúmri viku th að láta ferma
eldri soninn og ætla að dvelja hér
Guðbjörg, Stefán, Ásgrimur, Birna, Friðrik og Andri. Strútseggið, sem Ásgrimur heldur á, erfrá Namibíu.
DV-mynd GVA
Um borð í hafrannsóknarskipinu Benguela.
fram eftir júní. Ráögert er að flytja
heim um áramótin.
100 íslendingar
í Namibíu
Friðrik og Birna voru með fyrstu
íslendingunum sem komu til Namib-
íu. Núna era íslendingamir þar rúm-
lega eitt hundrað þegar böm og mak-
ar era meðtalchr. Flugmálasfjóri
Namibíu er íslendingurinn Grétar
Óskarsson. Flestir íslendinganna
starfa í sambandi við útgerð.
„Þróunarstarfið hefur gengið mjög
vel. Okkur tókst að halda úti þessu
skipi þó það væri aht í msh þegar
við fengum það. Svo gerðist það fyrir
þremur ámm að Namibíumenn tóku
átta spænska togara í landhelgi og í
stað þess að gera afla og veiðarfæri
upptæk gerðu þeir skipin upptæk og
sendu Spánverjana heim. Namibíu-
menn vhdu fá íslendinga með sér í
útgerð og íslenskar sjávarafuröir
reka með þeim frystihús og gera út
3 togara. Framkvæmdastjórinn og
verkstjórinn í frystihúsinu era ís-
lenskir. Yfirmennimir á skipunum
em einnig íslenskir," segir Friðrik.
Fiskurinn, sem togaramir veiða, er
aðahega lýsingur en nótabátar veiða
sardínur, ansjósur og makríl.
Að sögn Friðriks miðast þróunar-
starfið núna að því að minnka af-
skiptin af rekstri skipanna en auka
menntunina í staðinn eins og th
dæmis með stofnun sjómanna- og
stýrimannaskólans.
Eiginkonur í
sjálfboðavinnu
Nokkrar eiginkonur íslenskra
skipstjómarmanna hafa einnig tekið
að sér að mennta Namibíumenn.
„Konumar í Namibíu em lægra sett-
ar en karlar. Þær em menntunar-
lausar og þekkja ekki réttindi sín.
Það eru tvær íslenskar konur í sjálf-
boðavinnu að mestu leyti við að
kenna þeim almenna hehbrigði og
umönnun bama, einfalda matseld og
ensku. Þetta veitir namibísku kon-
unum sjálfstraust. Það er líka ein
íslensku kvennanna sem tekið hefur
að sér að hugsa um fotluð börn. Verk-
efnin em í raun óþijótandi," greinir
Heimkynni innfæddra í Norður-Namibíu.
Birna frá.
Hún segir íslendinga í Namibíu
halda vel saman. Þeir hittast í bama-
afmælum og stórafmælum og 17. júní
og koma af og til saman th að grhla.
„Þaö eru hka ahir thbúnir til hvers
kyns aðstoðar ef með þarf.“
Vinsæll
ferðamannastaður
Það er talsvert um að íslendingarn-
ir í Namibíu fái ættingja og vini að
heiman í heimsókn. „Það er dýrt að
fljúga hingað, það kostar í kringum
100 þúsund íslenskar krónur en hér
er margt að sjá. Hér er th dæmis stór
þjóðgarður sem þykir einn sá besti í
heimi. Það er auðvelt að sjá mörg
vilhdýr í garðinum. Best er að heim-
sækja Namibíu um jólaleytið. Regn-
tíminn inni í landinu er frá febrúar
th aprh en þaö rignir ekki í eyði-
mörkinni," segir Friðrik.
Bærinn, sem Friðrik og Bima búa
í, er vinsæll ferðamannabær. Hótel
eru mörg og svo er einnig stórt sum-
arhúsahverfi í bænum. Eitt kvik-
myndahús er á staðnum en kirkjur
em svo til á hveiju götuhomi og
kirkjulífið er mjög öflugt. „Verðlag
er nokkuð hagstætt hér en allt inn-
flutt er dýrt. Verð hefur hækkað á
síðustu tveimur áram en fyrst þegar
viö komum fannst okkur aht svo
ódýrt að við fengum hálfgert kaup-
æði. Maturinn er svipaður því sem
maður á að venjast, nautakjöt, svína-
kjöt, kindakjöt og svo fiskur. Það er
líka hægt að kaupa vhhbráð. Græn-
metið og ávextirnir, sem eru á boö-
stólum, er ekki eins glæshegt og
maður ímyndaði sér að þessi mat-
vara væri á þessum slóðum. Þetta
er flutt inn frá Suður-Afríku og er
svo lélegt að stundum dettur manni
í hug að þeir sendi afganginn th
Namibíu.“
Námuvinnsla og nautgriparækt
hafa verið aðalatvinnuvegimir í
Namibíu en það er skoðun Friðriks
að fiskveiðar séu famar að sækja á.
Það var einmitt th þess að kenna
Namibíumönnum að veiða fisk sem
íslendingamir komu til Namibíu.
Þau hjónin leggja áherslu á að þau
hafi haft tækifæri til aö lifa góðu fjöl-
skyldulífi undanfarin fimm ár sem
þau hafa dvahð í Namibíu.