Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 15 ísland hefur logað í verkfóllum að undanfömu. Skemmst er að minn- ast kennaraverkfalls sem lamaði allt skólastarf í grunn- og fram- haldsskólum um sex vikna skeið. Nemendur, fómarlömb verkfalls- ins langa, era enn aö súpa seyðið af því. Flugfreyjur fóra í tímabund- ið verkfall sem snerist meira um lífeyrismál og starfslok en bein laun. Endurtekiö verkfall flug- freyja vofði yfir í maíbyijun og var fyrirséður stórskaði vegna þess en einmitt á þeim tíma vora væntan- leg tii landsins þátttökulið í heims- meistarakeppninni í handknatt- leik. Samningar náðust þó í tíma þannig að mótshald lukkaðist. Verkföll á færibandi Annar hópur tengdur ferðamál- um, langferðabílstjórar hjá Sleipni, boðaði verkfall á sama tíma og heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik stóð yfir. Ljóst var að verkfafi bílstjóra á þeim tíma hefði sett alla flutninga keppenda á mót- inu úr skorðum. Miðlunartillaga sáttasemjara frestaði þó aðgerðum bílsfjóra svo enn sluppu mótshald- arar með skrekkinn. BOstjóraverkfaU skaU síðan á eft- ir að miðlunartUlagan var feUd og stóð það í tíu daga eða þar tU samn- ingar náðust á miðvUcudag. Far- menn fóra og í tímabundið verkfaU en miðlunartiUaga sáttasemjara frestaði aðgerðum þar líkt og hjá bUstjórum. Sú tiUaga var einnig feUd en komið var í veg fyrir boðað verkfaU 6. júní er samningar tókust aðfaranótt miðvikudags. BakarasveinaverkfaU stóð stutt yfir, raunar aðeins eina nótt í þess- ari vUíu. Þá hafa bankamenn boðað verkfaU frá 14. júní og starfsmenn í álverinu í Straumsvík boða verk- faU frá 10. júní náist samningar ekki fyrir þann tíma. Fjöregginu kastað AlvarlegaSta verkfalhð stendur inberir starfsmenn fyrir 60 pró- sentum vinnustöðvunardaga og hlutur sjómanna er margfalt stærri en fjöldi þeirra gæti gefið tílefni tU. í niðurlagi greinar sinnar segir Guðni að íslendingar verði að standa vörð um frið á vinnumark- aði ef þeir æth að eygja þann mögu- leika að fá erlenda aðUa tíl sam- starfs um uppbyggingu atvinnu- starfsemi á landinu. „Greiðfær leið smáhópa tíl að gera vinnumarkað- inn að blóðveUi, til að þjóna eigin skammtímahagsmunum, er á kostnað fjöldans og framtíðarinn- ar. Flestar þjóðir njóta góðs af fjár- festingum erlendra aðUa, m.a. í formi aukinnar atvinnu. Til að eiga möguleika á sömu Ufskjörum og gerist annars staðar verður að búa í haginn fyrir erlenda fjárfesta. Þar mega löggjafinn og aðilar vinnu- markaðarins ekki láta sitt eftir liggja." Undir þessi orð Guðna skal tekið. íslenskir launþegar era ekki of- haldnir af launum sínum og hafa sýnt þolinmæði og þrautseigju á tímum þjóðarsáttar. En það er eng- um vafa undirorpið að hin tíðu verkfóU skaða okkur. Hvað mestur vaxtarbroddur hefur að undanf- örnu verið í ferðaþjónustunni. Ár- lega fjölgar ferðamönnum og það skUar okkur auknum tekjum. En þetta er viðkvæmur útvegur og verkfoU á versta tima era fijót að fæla gesti okkar frá. Það hittir aftur þá sem vinna við þessa grein, hvort sem þaö eru flugfreyjur eða rútu- bUstjórar eða einhveijir aUt aðrir. Og þá má draga í efa dómgreind þeirra sem ætla sér að stöðva rekst- ur álversins í Straumsvik einmitt á þeim tíma sem verið er aö semja um stækkun versins. Sú stækkun skUar væntanlega miklu til þjóðar- búsins og þeirra einstaklinga sem fá vinnu í stærri álbræðslu. Það er eins og menn sem að slíkum að- gerðum standa séu ekki með sjálf- um sér. „Ef tafir verða vegna vinnustöðvunar þá er það eins ljóst og nótt fylgir degi að þessi stækkun Ver kfal 1 smei star ar hins vegar enn. Það er sjómanna- verkfaU sem þýðir að fiskiskipa- floti landsmanna er bundinn við bryggjur. Um fimm þúsimd sjó- menn era í verkfalli. Vegna sjó- mannaverkfaUsins taka nú gUdi uppsagnir fiskvinnslufólks og fara þá flögur til fimm þúsund manns á atvinmUeysisbætur. Hér kasta menn fjöreggi þessarar þjóðar á miUi sín. Áætlað er að hátt á annað hundrað miUjónir króna tapist daglega vegna sjómannaverkfaíls- ins. Þá sjá menn fljótt hvað um er að tefla. MiUjarður króna tapast á innan við viku. Þegar flotinn sigldi í land vora síldveiöar stundaöar af miklu kappi í færeyskri lögsögu og úthafsveiðar á karfa skUuðu miklu. SUdin bíður ekki eftir samn- ingamönmnn í Karphúsi og syndir sinn sjó. Það er því ekki sjálfgefið að við náum þeim sUdarkvóta sem við skömmtuðum okkur með Fær- eyingum eftir aö upp úr sUtnaði í sfldarviðræðum þessara þjóða við Norðmenn og Rússa. Heimsmet Friðsælt var á íslenskum vinnu- markaði í fjögur ár þar til í fyrra. Þá syrti í álinn. í fyrra fóra 4700 sjómenn í verkfaU sem stóð fyrri hluta janúarmánaðar. Þar var tek- ist á um þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum, svokallað kvótabrask. VerkfalUÖ var stöðvað með bráða- birgðalögum. Meinatæknar fóra í verkfaU í maí og stóð það í rúmlega mánuð. Þá fóra sjúkraUðar í langt verkfaU sem stóð frá 10. nóvember og nær alveg til áramóta. VerkfóUin á síðasta ári urðu tU þess að íslendingar náðu á ný vafa- sömu heimsmeti. Sé stuðst við töl- ur úr árbók Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar og Ársskýrslu Vinnuveitendasambands íslands kemur í ljós aö ísland er aftur kom- ið í efsta sæti í heiminum með flesta tapaða vinnudaga vegna verkfaUa. Við sátum í þessu sæti um árabU fram til árins 1990. En sé Utiö tU síðasta árs ná íslendingar á ný al- þjóðlegu meti í vinnudeUum. Verk- fóllin í fyrra urðu til þess að 700 vinnudagar á hveija þúsund vinn- andi töpuðust. Miðað við verkfoUin sem þegar hafa oröið á þessu ári era engar tikur til þess að aðrar þjóðir nái þessu meti frá okkur. Þetta gerist þrátt fyrir það að Alþýðusamband- ið og Vinnuveitendasambandið hafi gert með sér tveggja ára kjara- samning á tiðnum vetri. ímyndin skaðast í nýlegri grein Guðna Níelsar Aðalsteinssonar, hagfræðings Vinnuveitendasambandsins, kem- in* fram að þessi ókyrrð á íslensk- um vinnumarkaði skaðar ímynd landsins. Þar fiallar Guöni um áð- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri umefnt heimsmet okkar og nefnir að jafnvel hinn róstusami ítalski vinnumarkaöur stándi íslandi langt að baki í þessum saman- burði. „Upp á síðkastið hefur kom- ið í fiós að þessi staðreynd er orðin að almennri vitneskju meðal bandarískra fiárfesta sem skoðað hafa ísland sem hugsanlegan fiár- festingarkost. Einnig hafa borist fregnir af því að þeir sem stunda kynningarstarfsemi fyrir íslands hönd hafi orðið fyrir óþægUegum spumingum um sífeUdar vinnu- deUur á íslandi,“ segir Guðni í grein sinni. Og hann heldur áfram: „Þessi samanburður ber íslenskum vinnumarkaði ófagurt vitni. VinnudeUm- hérlendis virðast vera fimmfalt á við það sem gerist í ná- grannalöndum okkar." Guðni leitar skýringa á þessu ástandi og nefnir að „íslenski vinnumarkaðurinn einkennist af mjög almennri þátttöku í verka- lýðsfélögum, mun meiri en annars staðar, og þ.a.l. er mikU þátttaka í verkfóUum þegar þau eiga sér stað á annaö borð. Ef titið er á tölur OECD um þátttöku í verkalýðsfé- lögum þá skipar ísland enn verð- launasæti en engin þjóð, að undan- skUdum Svíum, státar af jafn al- mennri aöUd að verkalýðsfélög- um“. Höftmdur bendir á að um 3 prósent íslendinga fari í verkfall árlega en í flestum löndum Evrópu er þetta hlutfall innan við eitt pró- sent. Fleiritækifæri með friði Guðni bendir á þá athygtisverðu staðreynd að langstærsti launþega- hópurinn, félagar í Alþýðusam- bandi íslands, standa aðeins að baki um fimmtungi vinnustöðvun- ardaganna. Hins vegar standa op- í besta falti frestast," sagði Hannes G. Sigurðsson, formaður samn- inganefndar ísal í Morgunblaðinu í gær. Kjarabótmeð kerfísbreytingu Það verður ekki unað við það ástand sem ríkir hér á landi í þess- um efnum. Það var lagt til í leiðara þessa blaðs í fyrradag að launa- greiöendur og launafólk tæki hönd- um saman um að stöðva verö- mætabrennsluna sem kemur í veg fyrir að fiármagn komist til skipt- anna í atvinnulífinu. Þjóðartekjur era ágætar en laun fólks lakari en víða í nágrannalöndum. í leiðaran- um var bent á að með innflutnings- höftum, niðurgreiðslum, uppbót- um og styrkjum í íslensku land- búnaðarkerfi gufi árlega upp 320 þúsund krónur á hveija fiögurra manna fiölskyldu. Ætti það teldist ekki þokkaleg kjarabót að fá nær 27 þúsund krónur til viöbótar í laimaumslagið mánaöarlega hjá hverri meðalfiölskyldu? Það er gáfulegra að stuðla að þeirri kjarabót fremur en að við- halda lítt eftirsóknarverðu heims- meti í verkfóllum. En til þess að svo megi verða þarf hugaífarsbreyt- ingu þjá almenningi og sljómvöld- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.