Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 19
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 19 Sviðsljós Danska konungsfjölskyldan: Flestir ná sér í er- lenda maka Með trúlofun Jóakims prins, yngri sonar Margrétar Danadrottningar, og Alexöndru Christinu, sem er bresk-kínversk, hafa Danir nú fengið sína fyrstu prinsessu með asískt blóð í æðum. En það er ekk- ert nýtt að prinsar og prinsessur leiti sér að maka sem talar fram- andi tungumál. Síðustu 1000 árin hefur 51 kon- ungur og 2 drottningar ríkt í Dan- mörku. Aðeins fjögur þeirra áttu danska maka. Fyrir því liggja að minnsta kost tvær ástæður. Ekki er langt síðan að það var óhugs- andi fyrir prinsa og prinsessur að ganga í hjónabönd með öðrum en þeim sem voru af konunglegu kyni til að missa ekki arf. Þar að auki voru slík hjónabönd liður í póh- tísku spih. Enn þann dag í dag er danskt kóngablóð í næstum öllum evr- ópskum furstaættum. Kristján níundi, sem var uppi á nítjándu öld, átti fjölda bama sem giftist inn í furstaættir um alla Evrópu og hann varð eins konar tengdafaðir Evrópu. Dóttir hans, Alexandra, giftist Játvarði sjöunda, dóttirin Dagmar varð keisaraypja í Rússlandi um leið og hún giftist Alexander þriðja og þriðja dóttirin, Thyra, giftist þýskum hertoga. Friðrik krón- prins, sem varð Friðrik áttundi, kvæntist sænsku konungsdóttur- inni Lovísu og Valdimar prins, sem var yngstur systkinanna, kvæntist frönsku prinsessunni Marie sem var af Orhans-ættinni. Þriðji sonur Kristjáns níunda, Vilhjálmur prins, var kjörinn konungur í Skólamynd af Alexöndru frá 1982 í Hong Kong. Alexandra er hagfræðing- ur að mennt. Grikklandi og varð Georg fyrsti. Ári áður en Kristján níundi lést, eða 1905, varð sonarsonur hans, Karl prins, krýndur konungur í Noregi og varð þar með Hákon sjö- undi. Næstum allar drottningar í sögu Danmerkur hafa verið útlendingar og það eru næstum því 300 ár síðan danskur kóngur hafði danska drottningu sér við hhö. Þjóöverjar hafa verið duglegastir við að útvega Dönum drottningar. Síðustu þús- und árin hafa 23 drottningar komið frá Þýskalandi. Fyrir árið 1871 var Þýskaland nefnilega byggt upp af mörg hundmð ríkjum sem hvert hafði sína furstaætt. Ingiríður Danadrottning er dóttir sænska konungsins Gústafs Adolfs sjöunda. Henrik, eiginmaður Margrétar Þórhildar, dóttur Ingi- ríðar, er af frönskum aðalsættum. Synir þeirra, prinsarnir Friðrik og Jóakim, hafa ahst upp við alþjóð- legt andrúmsloft og kemur því eng- um á óvart að sá yngri skuh hafa vahð sér konuefni af erlendum ættum. Alexandra Manley, tilvonandi eiginkona Jóakims prins, sýnir trúlofunar- hringinn þegar trúlofunin var kunngjörð síðastliðinn miðvikudag. Simamyndir Reuter kommódur - skrifborö - sófar - styttur - Ijósakrónur - málverk - sófasett - skatthol Jk. '3 O 'I Antik - Utsala Ótrúlegt verð Opið alla helgina Mikið skal seljast Munir og Minjar % ! p' Grensásvegi 3 (Skeifumegin) sími 588-4011 styttur - sófaborö - Ijósakrónur - gólflampar - sófaborö - rúm - kistur - fataskápar PRINCE POLO í NÝJUM BÚNINCIBBH Slappaðu af - þetta er Prince Polo! Ásbjörn Ólafsson hf. Skútuvogi 11A Sími: 588 7900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.