Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 23
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 23 Brosið á Suðumesjum: Skólaútvarpið varð að alvöra útvarpsstöð Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Útvarpsstöðin verður þriggja ára í ágúst í sumar og það má segja að rétt núna séu sveitarstjómarmenn og aðrir að átta sig á því hvað útvarp- ið getur gert fyrir svæðið. Brosið hefur sannað það á þessum áram að það á alveg rétt á sér hér sem svæðis- útvarp eins og aðrir fjölmiðlar á svæðinu," segir Ragnar Örn Péturs- son, útvarpsstjóri í Keflavík. Þeir félagarnir Ragnar Örn, Jó- hannes Högnason og Rúnar Róberts- son keyptu svæðisútvarpið Brosið um áramótin af Nýjum miðli í Kefla- vík sem rak bæði útvarpsstöðina og Suðurnesjafréttir. Þeir eru búnir að vinna við stööina frá upphafi og þekkja því reksturinn mjög vel. „Fyrri eigendur stóðu frammi fyrir því að annaðhvort yrði útvarpinu lokað fljótlega eftir áramótin eða rekstrareiningunni yrði breytt. Við höfðum trú á þessari stöð og ákváð- um að kaupa hana eftir að hafa skoð- að dæmið mjög vel frá upphafi. Fyrir utan að vera eigendur erum við einn- ig dagskrárgerðarmenn í fullu starfi á stöðinni og tökum svona lungann úr dagskránni," segir Ragnar Örn. Brosið flutti sig um set á dögunum og er nú á annarri hæð þar sem Sér- leyfisbifr eiðir Keflavíkur eru til húsa á Hafnargötunni. Húsnæöiö er um 100 fermetrar að stærð og hentar ágætlega til útvarpsreksturs. Byrjaði sem skólaútyarp Hjá Brosinu FM 96.7 starfa 14 dag- skrárgerðarmenn fyrir utan eigend- ur. Útvarpið nær yfir allt Suður- nesjasvæðið, þar sem 15 þúsund manns búa, og inn að Hafnarfirði. Þeir sem eru með góð útvarpstæki geta hlustað á stöðina á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Aö sögn Ragnars á hluti Grindavíkur í erfiðleikum með að ná Brosinu. í athugun er að setja upp endurvarp svo öll Grindavík geti náð stöðinni. Þó brosið verði 3 ára í ágúst er lengra síðan Suðurnesjamenn hófu útvarpsrekstur. Fyrri eigendur byrj- uðu með Brosið sem skólaútvarp í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1989 og útvörpuðu yfir jólin og páska. í dag er stöðin rekin allan sólarhringinn og gefur öðrum stöðvum ekkert eftir. „Við teljum okkur ekki vera neina eftirbáta annarra stöðva. Dagskráin hjá okkur gefur dagskrá annarra útvarpsstöðva ekkert eftir. Hvað varðar dagskrárgerð erum við fylli- lega samkeppnishæfir gagnvart hin- um stöðvunum. Dagskráin er frá sjö á morgnana til tíu á kvöldin alla virka daga. Um helgar eru ýmsir sér- þættir og næturvaktir. Ég tel það sannað að útvarpið sé einn áhrifa- mesti og skemmtilegasti fjölmiðillinn Eigendur Brossins, Jóhannes Högnason, Ragnar Örn Pétursson og Runar Róbertsson. Hinn vinsæli útvarpsmaöur Jón Gröndal er dagskrárgerðarmaður á Bros- inu. DV-myndir Ægir Már sem hægt er að vinna viö. Þú getur komið skilaboðum, fréttum og öðru efni á framfæri svo til á sömu mínút- unni og það gerist. Ég er búinn að starfa við útvarp síðan 1980 og það sem gerir starfið svona lifandi og skemmtilegt er að þú ert alltaf að búa til eitthvað nýtt. Það er óhætt að segja að þú sért að matreiða ofan í hlustendur. Þú kynnist mörgum málum og þarft að koma þér inn í þau, fræðast um hitt og þetta,“ segir Ragnar Örn. íbúamir mjög ánægðir „Brosið býður upp á að hægt sé að vera með umræður um atburði hér á svæðinu og miðla upplýsingum til íbúa. Þá höfum við verið með beinar útsendingar frá menningarstarf- semi, messur, umræður um hin og þessi málefni, fréttir og fleira sem tengist sveitarfélögunum. Þá sendi stöðin beint frá 17 leikjum í úrvals- deildinni í körfuknattleik víðs vegar um landið. Hún var með fleiri beinar útsendingar en Bylgjan og Rás 2. íbú- ar hafa verið ipjög ánægðir meö þessa þjónustu og hvað útvarpið get- ur gert margt gott fyrir svæðið. Þeg- ar bruni varð í stóru blokkinni ruf- um við útsendingu til að miðla upp- lýsingum til íbúa hvert þeir áttu að fara. Hjá okkur var þá staddur for- maður almannavama Suðumesja í beinni útsendingu. Þegar vitlaust veður er og skólahald fellur niður er gott fyrir foreldra og aðra íbúa að hlusta á Brosið og fá upplýsingar. Þetta er stöð sem verður að vera til staðar og það vita sveitarstjómar- menn.“ Þrírtekjupóstar Að sögn Ragnars er rekstur stöðv- arinnar fjármagnaður í þrennu lagi. Ýmsir þættir í dagskránni em í boði fyrirtækja. Þá eru þjónustusamning- ar við sveitarfélögin sem kaupa ákveðin efni og svo eru auglýsingar seldar á almennum markaði. „Þetta em þrír tekjupóstar sem eru í gangi. Stöðin gengur alveg þokka- lega. Við tókum við um áramótin sem er rólegur tími á auglýsingamark- aðnum hér á Suðurnesjum eins og sumartíminn. Síðustu fjórir mánuðir ársins eru góðir en á ársgmndvelli verður þetta allt í lagi.“ Ragnar getur þess að í skoðana- könnun sem Gallup gerði fyrir Bros- ið í upphafi árs í fyrra hafi útvarps- stöðin verið með svipaða hlustun og Rás 2 en örlitið minni en Bylgjan. FM var langt fyrir neðan. Urtakið var 700 manns. „Þegar sveitarfélagið Keflavík, Njarðvík, Hafnir var tekið út úr vorum við 4 prósentum fyrir ofan bæði Bylgjuna og Rás 2. Við höfum verið að ræða það að gera aðra könnun í haust. Brosið er í sam- keppni við staðarblöðin og aðrar út- varpsstöðvar," segir Ragnar Öm. ÞJÓFAVIÐVÖRUNARKERFI Einföld í uppsetningu og meðförum, 220V og rafhlöður. PIR hreyfiskynjari, innibjalla, útibjalla og lyklaborð. Hentug fyrir heimili og sumarbústaði. KYNNINGARVERÐ ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF SUNDABORG 3 SÍMI 568-4800 FAX 568-5056 ISLAND DANMORK FÆREYJAR NOREGUR SVÍÞJÓÐ MONTANA Emm fluttir úr Lágmúlanum. Fellihýsi/tjaldvagnar: Landsins mesta úrval. Bjóðum núallt að 11 gerðir tjaldvagna og 16 gerðiraf felli- hýsum frá Evrópu og USA. Fyrsta sending uppseld, næsta sending er tií afgreiðslu strax eftir helgi. Verð frá kr. 227.000,-. TJALDVAGNAR: VERÐ FRÁ KR. 227.000,- 10 sek. í tjöldun roMAMCME- Umboðið EVRO HF SUÐURLANDSBRAUT 20 SÍMI: 5887171 LUXEMBORG FRAKKLAND SVISS ÍTALÍA SPÁNN I guðanna bænum ekki leggja símanúmerið okkar á minnið. þú veist "...ef þú spilar til að vinna! Fyrir þá sem þurfa a <b hri i n g j a í í íslenskar Getraunir þá erum við i i nýju símaskránn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.