Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Síða 34
42
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995
Trimm
er styrktaraðili
Reykjavíkurmaraþonsins
VOLVO
hotel
edda
EIMSKIP
Skandiu
lengdin
vitlaust
mældí
Nes-
hlaupinu
Trimmsíöan hefur eftlr bestu
fáanlegum heiraildum að þátt-
taka í Neshlaupinu hafi veriö um
155 manns sem er nokkru færra
en í fyrra. Neshlaupið var fima-
skemmtilegt að vanda og nú var
loksins upplýst þaö sem margir
hafa lengi vitað. Neíhilega aö
vegalengdin er vitlaust mæld.
Hringurinn er ekki 7 kílómetrar
eins og skráð er heldur um 6,7
km. Hvað sem því líður var
stemningin góö og tímamir að
vanda mjög góðir. Þeir sem era
kunnugir blaöamönnum fyrr og
nú hafa kannski gaman af því aö
Ólafur Geirsson tók þátt í 14 kíló-
metra hlaupi og lauk því á 68
minútum. Ólafur vann árum
saman víð blaðamennsku á DV
og víðar en lífshættir hans voru
þá ekki líkir þeim sem vaskír
hlauparar iöka. Gott á hann.
Trimmsíðan hefur hlerað aö
Reykjavíkurmaraþon sæki þaö
mjög fast að fá leyfi til að loka
götunum þegar hlaupið fer fram.
Beðið er leyfis frá lögreglunni i
Reykjavik en mikill sigur væri
ef leyfi fengist. í öllum stærstu
borgum heims þar sem umferöar-
þungi er verulega meiri en í
Reykjavík tíðkast að loka götum
fyrir atburöi af þessu tagi.
Þórhallur
missti af
startinu
í Húsasmiöjuhlaupinu fyrir
rúmum hálfum mánuði var ræst
mjög tímanlega til keppni í 10
kílómetra hlaupi. Sumir sögðu
reyndar aö ræst heíði veriö 2
mínútum fyrir auglýstan tíma en
á það skal ekki lagður dómur.
Þórhallur Jóhannesson heitir
snöfúrlegur og býsna sprettharð-
ur hlaupari úr Hainarfiröi sem
ætlaði að hlaupa 10 kílómetra.
Þegar rásskotið reið af stóð Þór-
hallur hinn rólegasti á spjalli viö
kunningja sinn sem hann hitti á
fömum vegi. Þegar hann áttaði
sig á því hvað var að gerast voru
liðnar 2 eða þrjár mínútur af
hlaupinu og síðustu hlauparar aö
hverfa við Kaplakrikann. Þór-
hallur tók á rás og hljóp sem ákaf-
ast og ftirðu lostnir silakeppir
vissu ekki hvaðan á þá stóð veðr-
ið þegar hann geystist brúna-
þungur fram úr heilu hópunum
aftarlega í hlaupinu. Þórhailur
brunaði í mark í öðra sæti í sín*
um aldursflokki á 42:17 og hefur
því miöað við tímaskekkjuna 1
raun farið leiöina á ca 39 mínút-
um.
Fótaaðgerðarfræðingar:
Aðstoða skokk-
ara og hlaupara
„Það sem við fótaaðgerðarfræðing-
ar ætlum að gera er að taka þátt í
Reykjavíkurmaraþoni. Það á eftir að
skipuleggja það í smáatriðum en við
munum ráðleggja fólki fyrir hlaupið
og vera til staðar meðan á hlaupinu
stendur og eftir að því lýkur og ræða
við þá sem eiga við fótamein að
stríða," sagði Sólrún Ó. Sigurodds-
dóttir fótaaðgerðarfræðingur í sam-
tali við Trimmsíðuna. Fótaaðgerðar-
fræðingar hafa í fjögur ár haft lög-
gildingu sem heilbrigðisstétt en að
sögn Sólrúnar era hlauparar, skokk-
arar og íþróttamenn frekar fáséðir
gestir á fótaaðgerðarstofum.
„Við getum lagaö flest það sem af-
laga fer í sambandi við fætur. Við
skrifum ekki upp á lyfseðla en í sam-
vinnu við lækna getum við tekið á
hverju sem er.“
Sólrún taldi löngu tímabært að
þessir tveir hópar, íþróttamenn og
fótaaögerðarfræðingar, kynntust.
Hún benti á að hlaup og skokk væri
mikið álag á fætuma og engin ástæða
til þess að pína sig áfram og hlaupa
á meiöslum og skavönkum sem auð-
velt gæti verið að laga.
„Hlaupaskór era orðnir afar full-
komnir en það mæöir einkum mikið
á tánum og þar koma upp sigghnúð-
ar, álagsmeiðsl og meiðsl í nöglum
sem hægt er að vinna bug á.“
Sólrún og félagar í Félagi fótaað-
gerðarfræðinga munu taka forskot á
Reykjavíkurmaraþoniö með því að
bjóða þjónustu félagsmanna fram við
skokkara og þáttakendur í Jóns-
messuhlaupinu sem fram fer í Laug-
ardalnum 23. júní nk.
Konur eru einráðar í starfsgrein-
inni og það veröa því konur sem sitja
í anddyri Laugardalslaugarinnar á
Jónsmessunni og skoða ófríðar,
bólgnar og aflaga tær skokkara og
ráða þeim heilt um meðferð mein-
anna. Báðir aðilar ættu að geta
fræðst nokkuð við þetta tækifæri.
Sólrún Ó. Siguroddsdóttir fótaaðgerðarfræðingur.
DV-mynd GVA
Hlauparar fræðast um rétta meðferð
meina en fótaaðgerðarfræðingar fá
að sjá ljótari og meiddari tær en
finnast í nokkram kennslubókum.
Við skul-
um halda
Næsta laugardag, 10. júni, fer
hið árlega Akraneshlaup fram á
Akranesi á vegum USK. Það er
ræst á Akratorgi klukkan 12.00
og vegalengdir í boði era að
vanda 3,5 km, 10 km og hálft
maraþon. Það er almannarómur,
meö réttu, að Akraneshlaupið sé
sérlega skemmtilegt. Hlaupaleið-
in er slétt og þægileg og þama
koma harðlr skokkarar og hlaup-
arar og kanna stöðu sína 1 hálfú
maraþoni eftir veturinn. Aöbún-
aður allur er til fyrirmyndar,
búningsaðstaða ágæt og sund-
laugin frábær.
Nánari upplýsingar veitir Ingi-
björg Óskarsdóttir í síma 4313356
Og 431 2311.
Hver
varrn?
Margir taka þátt í almenn-
ingshlaupum án þess aö komast
nokkru sinni á verðlaunapall.
Flestir eru ánægðir án þess en
aðrir hafa bent á nauösyn þess
að skilgreina upp á nýtt í hverju
sigur felsL Veltum fyrir okkur
eftirfarandi atriðum. Fórstu yfir
marklínuna áöur en auglýsinga-
borðinn um hlaupið var tekinn
niður? Þú vannst. Þegar hlaupið
var hálfhað, heföir þú getað staf-
að nafiilð þitt með færri en þrem
villum? Þú ert sigurvegari. Fór
maður með sementspoka á bak-
inu nokkuð fram úr þér á leið-
inni? Þú vannst. Ekki spuming.
Gastu komist hiálparlaust á kló-
settið daginn eftir hlaupið (það
má skríða)? Þú vannst. Þarna
sést að með róttu hugarfari er
hægt að ganga frá hverjum leik
sem sigurvegari. Góða skemmtun
í næsta hlaupi.
Umsjön
Páll Asgeir Ásgeirsson
Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst:
Huga þarf vel að útbúnaði
10 km, hálfmaraþon og maraþon.
Mjög mikilvægt er að hyggja að út-
búnaði þegar byrjaö er aö skokka.
Skórnir era mikilvægastir í því sam-
bandi og vanda skyldi val þeirra.
Fótlag manna sem og fótstig. Hægt
er að leiðrétta rangt fótstig í byijun
með réttum innleggjum. Hægt er að
fara í hlaupagreiningu á nokkrum
stöðum hér í bæ og ráðlegg ég öllum
sem ekki hafa enn farið að nýta sér
þá sérfræðiþekkingu sem til boða er
á þeim stöðum. Að öðru leyti er út-
búnaður að sumri til ósköp einfald-
ur. Léttur jogging-galli og bómullar-
sokkar eru góður kostur. Einnig eru
stutterma bómullarbolir og hlýrabol-
ir vinsælir ásamt stuttbuxum. Svo-
2. vika. 4/6-10/6
nefndar “tights buxur, sem era síðar
hlauparabuxur, era vinsælar. Þegar
hlaupið er lengri vegalengd en 10 km
í einu á æfingu er gott að hafa vatn
eða orkudrykk með sér. Til eru sér-
stök vatnsbelti sem Mtið fer fyrir. Þú
jafnar þig miklu fyrr eftir æfingar
ef þú vökvar þig reglulega á leiðinni.
Á viðkvæma staði s.s nára'og geir-
vörtur og handarkrika sem verða
fyrir núningi ættirðu að bera vasilín.
Jakob Bragi Hannesson
VOLVO
850
10 km 21 km 42 km
Sunnudagur 8 km ról. 12 km ról. 16 km ról. eða 22 km
fyrir þá sem ekki fara
i Akraneshlaupið
Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld
Þriðjudagur 6km (hraðaleikur) 8km (hraðaleikur) 8km (hraðaleikur)
Fyrst 2 km ról. og siðan Fyrst 2 km ról. Fyrst2kmról. ogsíðan
2 km með stuttum sprettum og síðan 4 km með stuttum 4 km með stuttum sprettum
ogjoggiámilli sprettum og joggi á milli ogjoggiámilli
Síðan 2 km. ról. í lokin Síðan 2 km ról. í lokin Síðan 2 km í lokin
Miðvikudagur 5km 7 km ról. 12km ról.
Fimmtudagur Hvíld 6 km ról. 8 km ról.
Föstudagur 3 km jafnt Hvíld Hvíld
Laugardagur Akraneshlaupið Akraneshlaupið Akraneshlaupið 21 km eða
3,5 km 10km 10 km jafnt
eða 4 km
Samt. 25,5-26 km 43 km 60-65 km