Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Síða 35
LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1995 43 Margir leggja stund á læknisfræði af því að læknisstarfið er í ættinni. Af hverju verða menn læknar? Á sjúkrahúsum landsins er mik- ill fjöldi læknanema sem hefur ákveðið að helga líf sitt heilbrigðis- þjónustu. Samkvæmtnákvæmum rannsóknum Nökkva læknis eru ástæður þessa margvíslegar. Læknir í ættinni Margir leggja stund á læknis- fræði af því að læknisstarfið er í ættinni. Það líkist andanum í her- foringjaættum stríðsglaðra landa. Þar verða ungir menn herforingjar mann fram af manni. Þeir sem fara aðra braut eru álitnir sérsinna öfuguggar, aumingjar eða svikarar við ættarhefðina. Sama lögmál gildir í grónum læknaættum. „Annar sonur minn er matsveinn, hinn er endurskoðandi," heyrði Nökkvi eitt sinn virtan lækni segja, drukkinn, með tregablandinni röddu. „Þeir höfðu báðir burði tif að verða ágætir skurðlæknar." Læknisbörnin verða oft ágætir læknar enda lásu þau mikið af læknasögum á unglingsárum, heimsóttu foreldri sitt í vinnuna, töluðu viö ágenga sjúklinga í síma og hlustuðu á foreldra sína viðra áhyggjur, sigra og vonbrigði á sjúkrahúsunum yfir saltkjöti eða soðningu, svo að þau þekktu vel refiistigu heilbrigðiskerfisins. Læknisbörnin höfðu því forskot á hina frá upphafi. Auk þess hefur komið í ljós að ýmiss konar heil- brigðisstofnanavirðing, s.s. pró- fessorsstöður, dósentsstöðUr og yf- irlæknistign, liggur í genunum og genguríættir. Peningar ogveikindi Aðrir fara í læknisfræði út af peningum. Þeir halda að læknis- starfið sé vel launað og tryggi þeim einbýlishús, upphækkaðan kraftmikinn jeppa og óafturkallan- leg veiðileyfi í laxveiðiá fram á næstu öld. Slíkir læknanemar fara fijótt að leita fanga þar sem einhver íjárvon er, komast í ábatavænleg héruð, veröa sér úti um aukastörf, yfirsetur, lyfjatilraunir og kennslu. Menn láta jafnvel spegla í sér mag- ann vikulega í nokkur ár fyrir smáaura. Flestir komast þó fljótt að raun um að miklar tekjur og mikil vinna fara saman, enda ekki óalgengt að læknar séu í 200% starfi og þurfi að vinna allt að 170 klst.áviku. Sumir fara í læknisfræði vegna eigin veikinda eða sjúkdóma hjá nákomnum ættingjum. Slíkt kann sjaldnast góðri lukku að stýra. Menn átta sig fljótt á því hversu vanþakklátt það er að lækna ætt- menni sín og hætta því snarlega. Sjálflækningar mistakast yfirleitt vegna þess aö læknirinn segir sjálf- um sér sjaldnast satt um einkenni sín. Geðlæknir, sem ætlar sér að Á laeknavaktiimi leysa eigin geðflækjur, endar yfir- leitt með sálina í enn flæktari rembihnút en nokkurn gat órað fyrir. Slíkir læknanemar verða oft þokkalegustu læknar, að því und- anskildu að þeim finnst þeir sjálfir alltaf mun veikari en sjúkhngur- inn. Þegar sjúklingurinn kvartar undan þunglyndi svarar læknirinn því til að í samanburði við þung- lyndi hans sjálfs sé sjúklingurinn í sjöunda sæluhimni. Hugsjónaeldur Aðrir fara út í læknisfræði af hugsjón og vilja hjálpa meðbræð- rum sínum og bæta böl mannkyns. Því miður hefur Nökkvi ekki enn hitt slíka hugsjónamenn en sagt er að þeir séu til einhvers staðar. Margir fara út í læknanám fyrir tilviljun. Þeir beita útilokunarað- ferðinni; lögfræði einkennist af leiðinlegri innheimtu, viðskipta- fræði er þurr bókfærsla, verkfræð- in er bara fyrir mikla stærðfræð- inga, nám í kvikmyndaleikstjóm, fjölmiðlafræði, sáúræði eða sljóm- málafræði býður upp á ævilanga beiskju og atvinnuleit. Þá er alveg eins gott að fara í læknisfræði. Þessir einstakhngar eru fjölmennir og verða oft ágætir læknar. Sumir fara í læknisfræði í von um status og virðingu í þjóðfélag- inu. Þeir komast þó að raun um að þjóðin metur þá sjaldnast að verð- leikum; læknir hefur aldrei orðið forsætisráðherra eða forseti, lækn- ar komast eiginlega aldrei á þing eða í stjórn stórfyrirtækja. Læknar skrifa ekki um annað í blöð en launamál og eigin beiskju, gefa sjaldnast út bækur eða mála mynd- ir. Helstu íþróttaafrek sín vinna læknar í golíkeppnum hver við annan sem þeir eru óþrey tandi viö að halda á lofti. íslenskir læknar hafa á seinni árum einungis borið af öðram landsmönnum í vín- smökkun. Aörir fara í læknisfræði til að nálgast guðdóminn eða verða guðir sjálfir. Menn verða þá að vera duglegir við að halda afrekum sínum á lofti, segja af sér hetjusög- ur og troða sér í fjölmiðla sem þó fer fljótlega að þreyta þessa kröfu- hörðuþjóð. Éggleymi öllum stúdentum Ahir stúdentar ganga með þá grihu að þeir séu ógleymanlegir kennurum sínum og samstarfsfólki inni á deildunum. Nökkvi hitti einn gamlan kennara sinn í erfis- drykkju um daginn og hehsaði honum kumpánlega. Hann tók al- varlega í hönd Nökkva og kynnti sig. „Það er engin þörf á þessu,“ sagði Nökkvi. „Við náþekkjumst." Kennarinn sagðist gleyma öhum stúdentum nema þeim sem væru til einhverra vandræða. „Ég er al- veg búinn að gleyma þér svo að þú hlýtur aðhafa verið htlaus og prúö- ur,“ sagði hann. Þá hrundi heimur Nökkva læknis í tíunda sinn þá vikuna. Lausafjáruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, lögmanna, banka og sparisjóða fer fram nauðungarsala á ýmsu lausafé laugardaginn 10. júní 1995, kl. 13.30, í uppboðssal í tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnar- megin). Eftir kröfu tollstjóra: parafínvökvi, keðjur og lásar (veiðarf.), fiskafskurður - (dýrafaeða, fiskeldis-), parket, eldhúsinnréttingarhlutir, filmur, varahlutir, dekk, herbalife, bílavarahlutir, steikarofn, málning, telefax, heilsuvara og snyrtivara, bílsæti, póstkort, plastvara, fatnaður, búsáhöld, silfur, hátalarar, segulbandstæki og hátalarar, áhöld til förðunar, borðbúnaður og eldhúsbún- aður. Eftir kröfu lögmanna, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, banka, sparisjóða og fleiri: 468 x Saga mannkyns, 1. bindi, og 195 x Saga mannkyns, 10. bindi, Tómas Guðmundsson, ritsafn, bindi 1-10, 14 sett, Saga mannkyns, bindi nr. 13, 630 stk., og Saga mannkyns, bindi nr. 2, 260 stk., hitaformun- arvél, Pitney Bows 1861 pökkunarsamstæða, geislaspilari, tölvur og prentar- ar, ýmis blóm, greni, jólaskraut, grasstrá, málverk, Rosenthal vasar, matar- stell, borðlampi, silkimynd, skrifborð, skrifborðsstólar, hillusamstæða, tölvur og prentarar, farsímar, svepparæktunarhillur, Steinbock rafmagnslyftari, þokuúðunartæki, hitablásarar, tölvuvigt, hleðsluborvél, skrifborð, hár skrif- stofustóll úr svörtu leðri, lágir skrifstofustólar úr svörtu leðri, skápar, Ikegami camera head upptökutæki, hljómborð, afgreiðsluborð, telefaxtæki, Ijósritun- arvélar, peningaskápur, leðurskrifstofutóll, skrifborð, vélritunarborð, skjala- skápar, leðursófasett, spónpressa, kamtlímingarvél, sög, fræsari, spónasög, dílaborvél, farseðlaprentari ásamt tölvu fyrir bókunarkerfi, sjónvarpstæki, ryk- og vatnssugur, krapavél, reiðhjól, hugbúnaður, álsög, tveggjablaðasög, standborvél, járnsög, dragvél, bekkpressubekkur, kálfpressa, stigvél, horn- sófi úr leðri, skábekkur, róðrarvél, útskorinn járnprófíll, hljómflutningstæki, yfirfræsari, spónsog, kæliskápur, myndavél, blikkhnífur, beygjupressa, loft- ræstikerfi, bókalager: 40 eintök af bókinni Akureyri 1895-1930 og 300 eintök af bókinni Á tímum friðar og ófriðar 1924-1945, háþrýstiþvotta- tæki, rafsuðutæki, háþrýstidæla, prentvél, flökunarvél, gufuofn, gufuketill, ísskápur, reiknivélar, hjólsög, 6 vetra jarpur klár, rennibekkur, strokleður, blýantar, gjafapappír, bréfsefni, ritfangasett, gjafakassar, föndurvara, sumar- hús, Oddmundur RE-287, rúmlega 4 tonna trilla, hljómflutningstæki, mynd- bandstæki, myndlykill, hátalarar, skápur undir hljómflutningstæki, sæng, koddi, borðfótur, hitaborð, hljóðblandari, hausklofningarvél, saumavélar, framköllunarvél, bækur, Sony tommu video editing unit, Sonyt editor, Pesa text system, trésmíðavél, myndbönd, kæli- og frystivélar, Paraafreeze-véla- samstaeða, sandsparslvélar, loftpressur, myndvinnslutæki, myndeffecttæki, flygill, vélstandar fyrir gólfdúka og teppi, Ideal Kitchen eldhúsinnréttingar, seglskútan Svalan, verkfæri, Spit borvélar, Metabo borvélar, súluborvél, naglabyssa, mælitæki, handverkfæri, hillur og búnaður, efnislager sem sam- anstendur af almennu raflagnaefni og töflubúnaði, sprautuklefi, uppþvotta- vél, sax og beygjuvél, tölvubúnaður, rafsuðuvélar, trésmíðavélar, videotöku- vél, shakevél, ísvél, rafstöð og rafsuðuvél á hjólum, árg. '88, örbylgjuofnar, espresso kaffivélar, afgreiðslutæki fyrir vínbari, loftpressur, rennibekkur, lím- vél, vikursíló, sogkerfi fyrir spón, sogkerfi fyrir slípivélar, lyftuborð, járnpall- ar, málningarvinnustóll, gaseldavél, frystikistur, þvottavél, frystiskápur, kæli- skápur, Husqvarna frystiklefi, pressa fyrir frysti Frigidaire, 1 bretti af geisla- diskum, geisladiskastöndum og ýmsum fylgihlutum, málverk eftir Axel Ein- arsson: Sólarlag og Þingvellir, JVC-klippisett. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshald- ara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn i Reykjavík Búnaðarbanki íslands, aðalbanki Austurstræti 525 6400 Búnaðarbanki fslands, austurbæjarútibú við Hlemm, Rvk. Önnur símánúraer bankansbreytast samkvæmt nýja símanúmerakeninu. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.