Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNl 1995
Fréttir
Rán og gripdeildum fer fjölgandi á ný efdr fá tilvik á seinustu árum
18. október '93, Austurstræti:
Ráöist á mann og hann rændur
veski sínu.
3. júní '95, Ingólfsstræti:
Ráöist á mann og hann
rændur veski sínu.
3. maí '93, Sólvallagata:
' Ráöist á barnunga tvíburabræöur
og stoliö af þeim mynbandstæki.
30. desember '94, Klapparstígur:
Tveir menn réöust á mann og rændu
hann veski, armbandsúri og hálsfesti
-r-4 3. mars '95, Laugavegur:
Ráöist á unga konu og hún rænd
tæplega 10 þúsund krónum.
J■ 22. október '94, Grettlsgata:
Maöur dreginn inn í húsasund
og hann rændur.
—
5. janúar '95, Njálsgata:
Handtösku rænt af aldraöri konu
2. júní '95, Barónsstígur:
Jveir menn hrifsa veski af ungri konu.
í veskinu voru 70 þúsund krónur.
10. júní '93, Gunnarsbraut:
Tveir menn réöust á mann
og rændu hann.
mars '94, Hótel Loftleiöir:
> á mann og hann rændur.
27. apríl '94, Mjódd:
Hópur ungs fólks ekur aö gamalli
konu og hrifsar af henni veski.
'mhJ
22. janúar '95, Mjódd:
Maöur hrifsar 5 þúsund króna seðil af
konu en skilar honum aftur seinna.
11. febrúar '94, Gerðuberg:
Ráöist á aidraöa konu aö kvöldi
til og hún rænd veski sínu.
Breytt af brotaform
, 1t-I Xlínv, J -r T.ttL
Rán og gripdeildir, þar sem ráöist
er gegn vegfarendum á götu úti, jafn-
vel um hábjartan dag, og peninga-
veski eða önnur verðmæti hrifsuð
af þeim, hafa stóraukist á undanföm-
um misserum í Reykjavík. í úttekt,
sem DV hefur gert á málum af þess-
um toga, kemur fram að árið 1993
komu 3 slik mál upp. Árið eftir voru
þau 6 en það sem af er þessu ári era
þau einu fleiri en allt árið í fyrra.
„Ástandið er alls ekki orðið slæmt
en er óþolandi. Menn bentu á að rán-
um gæti fjölgað í kjölfar þess að tékk-
um fækkaöi verulega í umferð en
„fíklar" og aðrir auðnuleysingjar
hafa undanfarin ár fjármagnað
neysluþörf sína með þjófnuðum og
tékkafalsi. Einnig hefur það sitt að
segja að meiri varúðar er gætt við
meðferð tékka, innbrotavamir hafa
aukist og það er orðið minna að stela
í fyrirtækjum. Meðal annars þess
vegna hafa flklar beint sjónum sín-
um meira að tölvum í fyrirtækjum,
farið að stela reiðufé af fólki og
fremja sjoppurán eins og við höfum
séð undanfarið," segir Hörður Jó-
hannesson, yfirlögregluþjónn hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Hörður segir að keppikeflið sé að
koma fólki sem fremur þessa glæpi
af götunni. Hjálpa því að losna út úr
fíkninni. Hann segir að í þessu ljósi
sé fangelsisdómur oft ekki eina
lausnin.
Guðmundur Guðjónssón, yfirlög-
regluþjónn hjá Lögreglunni í Reykja-
vik, segir að það komi alltaf upp
tímabil þegar ránum fjölgar. Hann
hefur ásamt öðrum gert fræðilega
úttekt á fjölda rána í Reykjavík nokk-
ur ár aftur í tímann. Þótt úttekt hans
sé ekki með öllu sams konar og út-
tekt DV kemur engu að síður fram
hjá honum að rán voru alltíð hér á
árunum 1987 til 1989 en úr þeim dró
eftir þaö allt þar til á seinasta ári að
þeim fór aftur fjölgandi.
Guðmundur segir að fjöldinn sé
sem betur fer í engu samræmi við
á því til stuðnings að þeim tilvikum
fari mjög fjölgandi að brotamenn séu
handteknir á vettvangi.
Hann er hins vegar sammála Heröi
um að afbrotaformið sé að breytast.
Lögreglan sé nokkuð vel í stakk búin
að takast á við þessa breytingu, segir
Guðmundur en bendir á að eftir því
sem menn fari út í grófari brot sé
meiri hætta á slysinn. Á það beri þó
að líta að á meöan ránin séu ekki
fleiri en raun ber vitni þá sé hér ekki
hættuástand.
-PP
það sem gerist erlendis ef borinn sé
saman íbúafjöldi. Hann er ekki sam-
mála þvi að hægt sé að ter.gja saman
minni fjárveitingar til löggæslu og
fjölgun rána og gripdeilda og bendir
1. Júní '95, Oóinsgata:
Tveir menn hrifsa veski af áttræöri konu.
I veskinu var á fjórða tug þúsunda króna.
3. júní '95, Miðbærinn:
Tveir menn ráöast á sænskan
feröamann og hrifsa af honum veski.
Áramótin ’92/'93, Hjaröarhagi:
Ráöist á konu á áttræðisaldri og
hún rænd um hábjartan dag.
7. desember '94, Skeijagrandi:
Ráöist á rúmlega fimmtuga konu
í bílageymslu og hún rænd.
í dag mælir Dagfari
Árangursríkt verkfall
Sjómenn hafa nú verið í verkfalli í
rúmar tvær vikur. Þeir hafa það
gott í landi og ekkert bendir til að
lausn finnist á þessu harða verk-
falli nema ef ríkisstjómin grípur í
taumana. Menn eru þó sammála
um að ríkisstjómin leysi alls ekki
þessa deilu nema menn séu um þaö
sammála. Má segja að þetta sé eina
samkomulagið sem enn hefur verið
gert í þessari deilu. Sem sagt: sam-
komulag um að ekkert samkomu-
lag verði um að ná samkomulagi í
deilunni. Og meðan ekkert sam-
komulag er í deilunni er ekkert
samkomulag um að ríkistjómin
leysi deiluna, enda er það forsenda
fyrir því að samkomulag náist um
að gera samkomulag um að semja
í deilunni.
Sjómenn skilja ekki út á hvað
þessa deila gengur. Sem gerir ekk-
ert til. Sjómenn era í verkfalli og
eiga ekki að skipta sér af því hvað
deilt er um. Það eru ekki þeir sem
eru í verkfalli þótt þeir séu í verk-
falli. Þeir sem eru í verkfalli og
hafa eftat til þessa verkfalls eru for-
ystumenn sjómanna og úterðar-
manna og þeir menn fara hvort
sem er aldrei á sjó og tapa engum
teKjum, nema þá þeim sem ekki
hafast meðan á verkfalli stendur.
En það gerir ekki svo mikið til,
því útgerðin tapar á útgerðinni og
hún græðir meðan hún gerir ekki
út og þannig hafa þeir ekki áhyggj-
ur, stórútgerðarmennimir, þótt
smákallamir í útgerðinni séu að
rífa kjaft. En það eru heldur ekki
þeir sem eru í verkfalli, nema aö
því sem snýr að því að þeir róa
ekki á meðan. Það er hins vegar
ekki þeirra að ákveða það heldur
þeirra sem ákváðu að láta verkfall-
ið skella á og það eru þeir sem
græða, enda hafa verkföll ekkert
upp á sig, nema menn græði á þeim.
Svo má heldur ekki gleyma því
að þjóðin græðir og þorskurinn
græðir og sjómenn græða vegna
þess að það er farið svo illa með
þá þegar þeir róa. Þjóðin græðir á
því að ekki er sóttur sjórinn vegna
þess að kvótinn stendur þá í stað
og það verður meira til skiptanna
þegar menn byija að róa. Vanda-
mál þjóðarinnar hefur einmitt ver-
iö þaö að menn hafa verið að veiða
langt umfram kvóta. Það gera þeir
ekki á meðan á verkfalli stendur.
Þorskminn græðir vegna þess aö
þá henda sjómenn ekki smáfiski,
allt upp í fjörtíu þúsund tonnum,
og allt þetta magn sparast við aö
sjómenn komast ekki á miðin til
að kasta flskinum.
Ekki er gróði sjómanna minni,
enda hafa þeir farið í verkfall ein-
mitt vegna þess að þeir. græða ekki
nóg. Þeir tapa á því að róa. Þess
vegna græða þeir á því að róa ekki.
Annars mundu þeir ekki hafa farið
í verkfall!
Nú er bara að vona að ríkisstjóm-
in fari ekki að grípa inn í þessa
deilu með lagasetningu og það ger-
ir hún ekki nema deiluaðilar séu
algjörlega sammála um að þeir geti
ekki leyst deiluna og samkomulag
sé um að einhverjir aðrir gera það
fyrir þá.
En hvers vegna ættu sjómenn og
útgerðarmenn að gera samkomu-
lag um að þeir nái ekki samkomu-
lagi meðan allt gengur svona ljóm-
andi vel á meðan á verkfallinu
stendur? Útgerð er á hverfanda
hveli á íslandi og ekki aflögufær.
Útgerðin er með allt niður um sig,
nema að hún hafi fiskvinnslu til
að draga sig að landi. Svo heimta
sjómenn aö útgerðin borgi meira
til þeirra þegar það er lífsnauðsyn-
legt fyrir útgerðina að láta físk-
vinnsluna græða svo útgerðin
haldist á floti! Afstaða útgerðar-
manna til krafna sjómanna er ekki
byggð á afkomu útgerðarinnar
heldur fiskvinnslunnar. Útgerðin
lifir vegna þess að fiskvinnslan lif-
ir. Og fiskvinnslan ber sig ekki
nema útgerðin tapi.
Þetta verða sjómenn aö skilja og
láta af þeim kröfum að þeir fái
meira í sinn hlut frá útgerðinni sem
getur ekki borgað meira en Ðsk-
vinnslan vill borga og fiskvinnslan
getur ekki tekið meira á sig heldur
en útgerðin þolir.
Já, sjómennskan er ekkert grín
undir þessum kringumstæðum og
sjómenn verða að átta sig á því að
það eru takmörk fyrir því hvað
útgerðin getur borgaö af því að það
eru takmörk fyrir því hvað fisk-
vinnslan getur borgað. Þess vegna
er best fyrir sjómenn að halda sig
í landi. Þeir tapa þá ekki á meðan.
Dagfari