Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 Afmæli Ottó W. Magnússon Ottó Winther Magnússon, fyrrv. umboðsmaður Olíuverslunar ís- lands hf., Skólabraut 5, Seltjarnar- nesi, verður áttatíu og fimm ára á morgun, fimmtudaginn 8. júní. Starfsferill Ottó ólst upp á Eskifirði og gekk þar í barnaskóla Eskifiarðar. Ottó stundaöi helst sjómennsku framan af, bæði frá Eskifirði og síð- ar vetrarvertíðir frá Hornafirði. Hann fluttist til Seyðisfjarðar 1931 og stofnaði þá fljótlega Bifreiðastöð Seyðisfjarðar en Ottó er annar stofnenda hennar. Bifreiðastöðin haíði með að gera bæði fólks- og vöruflutninga. Hann starfaði viö verslunarstörf frá 1948-60, fyrst hjá Harald Johansen kaupmanni og síð- ar hjá Kaupfélagi Austfiarða. Ottó tók við starfi trúnaðarmanns hjá Olíuverslun íslands 1960 og síðar sem umboösmaður fyrirtækisins á Seyðisfirði, sem þá var eitt sölu- hæsta umboðið á landinu, og vann við það til 1973 en þá flutti hann til Reykjavíkur. Ottó starfaði við ýmis verslunarstörf hjá Olís í Reykjavík og auk þess vann hann þrjár vertíð- ir sem mótttökustjóri á loðnu- bræðsluskipinu Norglobal sem var á vegum ísbjarnarins hf. Ottó lét af störfum árið 1985 fyrir aldurs sakir. Ottó söng í kirkjukór í samfleytt sextíu ár, fyrst á Eskifirði, þá á Seyðisfirði og síðast í Seltjamarnes- kirkju. Fjölskylda Ottó kvæntist 17.6.1933 Valdísi Guðmundsdóttur, f. 20.9.1904, d. 25.1.1955, frá Fáskrúðsfirði. For- eldrarhennar: Guðmundur Jónsson kaupmaður og Hólmfríður Jóns- dóttir, þau bjuggu á Seyðisfirði. Dóttir Ottós og Valdísar: Anna Fríöa Winther Ottósdóttir, f. 25.8. 1946, húsmóðir, hún var gift Vil- hjálmi Ingvarssyni, f. 27.4.1940, d. 18.8.1988, framkvæmdastjóra, þau eignuðust þrjú börn, Ottó Val, f. 27.3. 1966, Valdísi, f. 5.2.1969, oglngvar, f. 16.1.1973. Barnabarnabörnin eru tvö, Bjami Steinar og Anna Andrea (börnOttósVals). •Systkini Ottós: Charles Magnús- son, f. 10.8.1908, látinn; Axel Magn- ússon, f. 20.11.1913, látinn; Guðni Magnússon, f. 14.9.1916, látinn; Gunnar Magnússon, f. 18.8.1920, látinn; Rósalinda Magnúsdóttir, f. 18.8.1920, látin. Foreldrar Ottós vom Magnús Arngrímsson, f. 9.5.1884, vegaverk- stjóri, og Anna Jörgensen, f. 20.6. 1884, húsmóðir af dönskum ættum. Ottó verður að heiman á afmælis- daginn. Gísli Magnússon Gísli Magnússon bifreiðastjóri, Hlíðarvegi 15, Grundarfirði, er sjö- tugurídag. Fjölskylda Gísli er fæddur í Kirkjufelli og ólst þar upp. Hann hefur verið bifreiða- stjóri í nærri hálfa öld. Kona Gísla var Gróa Herdís Guð- jónsdóttir, f. 18.11.1933, d. 15.1.1985, húsmóðir. Foreldrar hennar: Guð- jón Elísson, bóndi og sjómaður, Skallabúðum, og Sigriður Elísdóttir húsfreyja. Þau bjuggu síöast í Grundarfiröi og em bæði látin. Böm Gísla og Gróu Herdísar: Sig- ríður, starfsmaður á hreppsskrif- stofu Eyrarsveitar, gift Erni Jóns- syni sjómanni, þau eru búsett í Grundarfirði og eiga þrjú böm, Jó- hann, Sigríði og Gísla Val; Magnús sjómaður, kvæntur Jenny Gíslason, húsmóður og eiganda snyrtistofu, þau eru búsett í Ástralíu og eiga tvær dætur, Rósu og Ingibjörgu; Valgerður húsmóðir, sambýlismað- ur hennar er Guðmundur Einisson sjómaður, þau eru búsett í Grundar- firði og eiga þrjú börn, Fannar, Marsibil Katrínu og Guðmund Ar- on, en hann er eins árs í dag; Guð- jón, starfar í byggingariðnaði, maki hans er Aðalheiður Birgisdóttir húsmóðir, þau era búsett í Grundar- firði og eiga fióra syni, Birgi, Vík- ing, Guðjón og Róbert; Hermann, sjómaður og bílasmiður, sambýlis- kona hans er Björg Ágústsdóttir, húsmóðir og starfsmaður á sýslu- skrifstofunni í Stykkishólmsbæ, þau eru búsett í Gmndarfirði. Systkini Gísla: Haraldur rafvirki, búsettur í Reykjavík; Elsa, látin, var húsmóðir í Grundarfirði og síðar Reykjavík; Alfreð, sjómaður og verkamaður, búsettur í Grundar- firði, en hann á sextíu og fimm ára afmæh í dag; Aðalheiður húsmóðir, búsett í Grundarfirði; Gunnar, fyrr- verandi sjómaður, búsetturí Gmndarfirði; Stella húsmóðir, bú- settíReykjavík. Foreldrar Gísla: Magnús Gíslason, látinn, b. í Kirkjufelli, og Valgerður Skarphéðinsdóttir, húsfreyja í Kirkjufelli, en hún dvelur nú í Fellnaskjóli í Gmndarfirði. Gísh tekur á móti gestum á heim- ih sínu á afmælisdaginn. Höfum flutt á Smiöjuveg 30 - 100 m neðar í götuna - ATH.: breytt síma- og faxnúmer Efnaco hf. - Goddi Smiðjuvegi 30 sími 567-3344, fax 567-5344 Auglýsing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Fyrirhugað er að halda próf fyrir þá sem öðlast vilja réttindi sem skjalþýðendur og dómtúlkar 14. október og ef þörf krefur einnig 21. október 1995. Umsóknum um þátttöku í prófinu skal skila til ráðu- neytisins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást fyrir 1. október 1995. Þeim sem hyggjast gangast undir framangreint próf er bent á að á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands, símar 525-4923, 525-4924 og 525-4925, er efnt til námskeiðs dagana 4.-8. sept- ember 1995 í skjalþýðingum og dómtúlkun sem fyrst og fremst er ætlað þeim sem hyggjast gangast und- ir löggildingarprófið. Prófstjórn löggildingarprófanna mun hins vegar ekki gangast fyrir námskejði fyrir próftakendur. Skráning fer fram hjá Endurmenntun- arstofnun. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. júní 1995 80 ára Jóna Magnúsdóttír, Borgarheiði 14, Hveragerðl Málfríður Matthíasdóttir, Hólagötu 17, Vestmannaeyjum. Anna Sigurjónsdóttir, Hofsvahagötu 22, Reykjavík, Garðar Guðjónsson, Hjahavegi 64, Reykjavík. Haukur Marsveinsson, Álfaskeiöi 64, Hafnarfirði. inn 10. júní í sumarbústað sinum í Þórisstaðalandi í Grímsnesi frá kl. 18-22. Sigríður Norðkvist kirkjuvörður, Þórsgötu 29, Reykjavik. Eiginraaður hennarerHálf- dán Ólafsson. Þautakaámóti gestumísafn- aðarsal Hall- grímskirkju frá kl. 19-21 á afmæhs- daginn. ara ------------ Hildigunnur Jóhannesdóttir, 60 ára Guðlaugur Óskarsson útgerðarmað- ur, Túngötu 16, Grindavik. Eiginkona hanserHildur SigrúnÁgústs- dóttirhúsmóð- ir. Snæbýlil, Skaflárhreppi. Guðmundur Hólm Sigurðsson, Langanesvegi29, Þórshafnar- hreppi. Brynjar Sigurðsson, Heiðvangi 58, Hafnarfiröi. Sigríður Amþórsdóttir, Ægissíðu 11, Grýtubakkahreppi. Barði Helgason, Bæjarási 11, Skeggjastaðahreppi. Barhara Stefánsson, Syðri-Reykjum 4, Biskupstungna- Þau taka á móti gestum laugardag- hreppi. Kristófer Sverrisson, Smárabraut 3, Blönduósi. Sóley Kristjánsdóttir, Borgarhlíð 9e, Akureyri. Stefán Tyrflngsson, Hæðarseli 15, Reykjavík. 40 ára Guðni Sigvaidason, Borgartúni 1, Ðjúpárhreppi. Guðmundur Ragnarsson, Viöarási 55, Reykjavík. Ðaníel Gunnarsson, Skógarási 1, Reykjavík. Þorgerður Gunnarsdóttir, Austurtúni9, Bessastaðahreppi. Jóhann Grétar Ágústsson, Heiðarvegi 61, Vestmannaeyjum. Sigrún Jónsdóttir, Keldulandi 21, Reykjavík. Bjarni Olesen, Háengi4, Selfossi. Ómar Bergmann Elísson, Gmndargötu 70, Grundarfirði. Unnur Þóra Jökulsdóttir, Mjóstræti2, Reykjavík. Sigurveig J. Vilhelmsdóttir, Ulugagötu 58, Vestmannaeyjum. Andlát Gunnar Huseby Gunnar A. Huseby, fyrrv. Evrópu- meistari í kúluvarpi, Hofsvahagötu 23, Reykjavík, lést á gjörgæsludehd Landspítalans sunnudaginn 28. maí. Hann verður jarðsunginn frá Nes- kirkju í dag, miðvikudaginn 7. júní, kl. 15. Þeim sem vhdu minnast hans er bent á Afrekssjóð KR, íslands- banka, Bankastræti, nr. 515-26- 1240. Starfsferill Gunnar var fæddur 4.11.1923 við Kárastíginn í Reykjavík en ólst upp hjá fósturforeldrum sínum í vestur- bænum. Hann gekk ungur í KR og æfði þar knattspymu frá þrettán ára aldri og síðan frjálsar íþróttir. Gunnar keppti með KR í knatt- spymu í 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki en sneri sér síðan alfariö aö frjálsum íþróttum og loks kastgrein- um. Hann hóf að keppa með KR í frjálsum íþróttum 1939 og setti fljót- lega fiölda íslandsmeta í drengja- flokkum í kastgreinum og hlaupum. Þá setti hann fiölda íslandsmeta í kastgreinum í fuhorðinsflokki og átti íslandsmetið í kúluvarpi í tutt- ugu og sex ár samfellt. Hann setti sitt fyrsta íslandsmet í fuhorðins- flokki í kúluvarpi 1941, þá átján ára, þegar hann kastaði 14,31 m. Þetta met bætti hann síðan átta sinnum til ársins 1950 þegar haim kastaði 16,74 m en það kast var íslandsmet th vorsins 1967 þegar Guðmundur Hermannsson bætti það. Gunnar náði besta árangri í kúlu- varpi í Evrópu árið 1945 þegar hann kastaði 15,57 m, varð Evrópumeist- ari í Ósló 1946, setti Norðurlanda- met 1949 þegar hann kastaði 16,41 og varð Evrópumeistari í Brassel 1950 þegar hann kastaði 16,74 m. Gunnar stundaði ýmis abnenn störf en lengst af starfaði hann á vegum Reykjavíkurborgar, þar af í þrjátíu ár hjá Vatnsveitu Reykjavík- ur. Fjölskylda Sambýliskona Gunnars var Rósa Þórðardóttir, f. 19.1.1920, lengi af- greiðslustúlka við miðasölu Nýja bíós. Gunnar og Rósa shtu samvist- Gunnar A. Huseby. um en hún er nú látin. Uppeldissystir Gunnars er Britha Huseby, f. 16.4.1931, húsmóðir og ekkjaíHafnarfirði. Fósturforeldrar Gunnars voru Kristján Huseby, járnsmiður í Reykjavík, og kona hans, Matthhd- ur Nikulásdóttir húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.