Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 11 Fréttir Ákæra vegna hnífstunguárásar viö skyndibitastað í Hafnarstræti í febrúar: 17 ára viður- kennir að haf a veitt pilti holsár - litlu munaöi aö hnífurinn gengi í ósæö fómarlambsins sem var 16 ára piltur 17 ára piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa stungið 16 ára pilt, sem hann var kunnugur, með hnííi í síð- una með þeim afleiðingum að hann hlaut holsár við ósæð. Atburðurinn átti sér stað fyrir utan skyndibitastað í Hafnarstræti aðfaranótt 11. febrúar síðastliðinn. Árásarmaðurinn hefur viðurkennt það sem honum er gefið að sök. Hann situr nú í afplánun í fangelsi vegna annarra afbrota en hann rauf skil- yrði reynslulausnar eftir að hann varð uppvís að hnífstungunni. Pilt- urinn kom einnig við sögu í vetur þegar hann blandaðist í átök á milli fangavarða og fanga. Ljóst þykir að hnífstungan í Hafn- arstræti var með öllu tilefnislaus. Kristján Bragi Valsson, 16 ára, sagði í samtali við DV eftir árásina að hann og árásarmaðurinn hefðu eitthvað verið að rífast á skyndibitastað. Þeir hefðu ákveðið að fara út en þegar þangað kom hefði hinn tekið upp hníf og stungið sig. „Við vorum ekki einu sinni byrjaðir að slást,“ sagði Kristján Bragi við DV. Hnífslagið kom í vinstri síðu hans ofan við mjaðmarspaða þannig að hann hlaut holsár inn undir ósæð. Þvi mátti ekki muna miklu að verr færi. Starfsfólk á skyndibitastaðnum aðstoðaði piltinn með því að stöðva blæöingar og var hringt á sjúkrabíl. Fórnarlambið var síðan flutt á slysa- deild en hann man lítið sem ekkert eftir sér eftir hnífstunguna. Eins og fyrr segir játaði sakbom- ingurinn hjá lögreglu það sem hon- um var gefið að sök í ákæru. Því má búast við að réttarhöldin, sem eru framundan, verði með einfaldara sniði en ella. Dóms er að vænta á næstu vikum. -Ótt Asta Sigurðardóttir hjá Hollustuvemd: Vara eindregið við svepparæktinni „Ég sé fulla ástæðu til þess að vara fólk við því að vera að fikta við þetta í heimahúsum. Ég efast ekki um að framleiðslan er í lagi én menn hafa sett spurningarmerki við meðhöndl- unina. Ég rakst á grein í bandarísku riti og þar er verið að fjalla um þetta. Sagt er frá könnun sem gerð var á framleiðslu á sveppum svipuðum þeim sem við erum áð tala um og þeir sjá ekkert athugavert við hana sem shka. Þeir vara hins vegar ein- dregið við meðhöndluninni og benda á dæmi þar sem upp hafa komið veik- indi og einn dáið, að því er þeir telja í kjölfarið á neyslu svona drykkjar. Þeir geta ekki staðfest þetta fyrir víst en meðan ekki koma fram frekari upplýsingar sé ég fulla ástæðu til þess að vara við þessari fram- leiðslu," segir Ásta Sigurðardóttir hjá Hollustuvernd ríkisins Svepparæktunarfaraldur sá sem nú geisar hér á landi hefur vakið ugg hjá sumum þar sem talið er að fólk sé að rækta þetta í ílátum sem alls ekki eru til þess fallin að geyma matvæh. Sér- staklega er varað við keramik- og leir- blómapottum sem margir kaupa til þess ama. í þeim er blý og kalsíum sem geta borist í sveppinn með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fyrir þann sem neytir hans. „Það eina sem fólk þarf að hafa í huga er að láta þetta ekki komast í snertingu við málm. Fólk þarf bara að fylgja þeim reglum sem viðhafðar eru í þessu og þá er engin hætta. Ég er búin að drekka þetta síðan í september svo þetta er a.m.k. ekki bráðdrep- andi," sagði Gunnar Eyjólfsson leikari. Þannig lítur sveppurinn umdeildi út. AÐAL- FUNDUR Aðalfundur Samtaka gegn astma og ofnæmi verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34,3. hæð, í kvöld, miðvikudaginn 7. maí, kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnurmál. Félagarfjölmennið. - Kaffiveitingar. Stjórn Samtaka gegn astma og ofnaemi SAMTÖK GECN ASTMA OC OFNÆMI -en það er einfalt að prófa hvað hverjum passar í dýnugalleríi okkar. Réttur stuðningur -dýnan gefur eftir við axlir og mjaðmir. Of mjúkt -hryggurinn svignar eins og bogi. Of stíft -taktu eftir því hvernig hryggjarsúlan beygist. Við erum dýnusérfrœðingar og leggjum metnað okkar í að hafa sem mest úrval af alls konar dýnum, evrópskum, íslenskum og amerískum. Við bjóðum hagstœtt verð, þjónustu og skiptirétt. Markmiðið er að þú sofir betur og vaknir frískari á morgnana. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.