Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 7 dv Sandkom Fréttir Verður svo þykk Nun'tiulanK fæstirlands- menn að vera komnir meö nýja súnaskrá í hendurmeð öilumsjðstafa númerunum. Ymislcgt hefur gengiðáog varlahægtað fullyrðaaðallir landsmenn, hvað þá föl vukerfl Pósts og stoa, hafl verið búnir undir byltinguna. Margt hefur farið úrskeiöis í síma- skránni og virðast forráðamenn Pósts og stoa hafa áttað sig á því ef marka má eftírfarandi sögu. Segir þar af eínyrkja sem komst ekki i at- vinnuskrána heldur var skráður fremst í nafnaskránní í hópi nýrra og breyttra símanúmera. Hann kvartaði yfir þessu en fékk þau svör að það yrði gefin út leiðréttingaskrá. Einy rkinn sagði að það þýddi lítíð því fólk myndi henda þvi „kvikindi“ eða týna. Þá svaraöi símastúlkan: „Nei, nei. Hún verður svo þykk að fólk neyðist til að halda upp á hana.“ Bikarinn Einsogallir vitahefurum langtskeíöver- íðMnrtrækt fangeLsi á Litla-Hrauni. Færn vita að ýmisiegtergen tilaðstvtta fóngunum stundirsvoþeir haldilikamlegu ogandlegu ireki sem mest þeir mega. Eitt af því sem gerist árlega er að harðsnúið knattspymulið lögmanna mætir á Litla-Hraun og ieikur gegn úrvalshði fanga. Lögmenn hafa oftast farið með sigur í þessum viðureignum sem oft hafá verið æsispennandi en án stór- ófalla. Liðinleika umforláta bikar sem afhentur er í leikslok. En hvar skyldí sá bikar vera geymdur milli leikja? Jú, þaðþykirvissaraað geyma hann á Litla-Hrauni! Bindi og smokkar Einusinnivar sagtfráþvíá Stöð2aðvand- ræðiværuað skapast vegna mengunar í Varmávið Hveragerði.Af : því tilefni var. v rætt við Guö- mund nokkum rikasemáland aðánm.Guð- mundi blöskraði mengunin í ánni og fordæmdi ástandið mjög. Þegar fréttamaður spuröi hann um meng- unarvaldinn og hvað fly ti í ánni stóð eítthvað á svarihjá Guðmundi og hann varð eldrauður í framan. Hann náði þó að stynja upp orðunum „dömubindi ogsmokkar*'. Eftir flétt- ir settíst ónefndur hagyröingur rdöur og varð eftirfarandi að orði: Gvendi ríkafinnstþað gremjulegur þáttur, aðgruggug Varmá ferðalang engan lokkar. Hann er að sönnu ekki við það sáttur, ersigla um hana dömubmdi ogsmokkar. Tók um skallann ArnarBjöms- sonviUvænt- anlega gleyma semfyrstlirlg- arsportsþætti sínum í Ríkis- sjónvarpinuí fyrrakvöld. Hann kom móðurogmás- andiiþáttinn beíntafKR- vellinumog boðaði þau tiðindi að i lok þáttai’ins yrði fjallað um leikí kvöldsins i 3. umferö 1. deildar karla í knattspymu. Þegar að þvi kom vildi ekki betur til en s vo að úrslit 2. umferðar birtust á skjánum og við bættust gðmul úrsht úr 2. deild karla og 1. deild kvenna. Amar afsakaði þessi mistök en kðrón- aði allt saman með þvi aö lesa upp gamlan getraunaseðilúr sænsku knattspymunni. í lokin sást Amar fómahöndumogtakaum skallann þegar hann hélt áðhann væri kominn af skjánum. Gengur bara betur næst! Um$16n: Bjöm Jóhann Blomsson EskiQöröur: Slökkviliðsmenn hóta að hætta í slökkviliðinu „Ég persónulega mun segja mig úr slökkviliðinu og ég veit að það eru margir fúlir yfir þessu. Það eru nokkrir sem ætluðu að nota tækifær- ið við sameininguna til að hætta en svo eru hinir sem fara í fýlu og hætta líka og þá eru ósköp fáir eftir í því. Ég myndi skjóta á að sjö manns af um það bil 15 hætti í slökkviliðinu. Þar af eru nokkrir reýndir slökkvi- liðsmenn sem nota tækifærið til að hætta eftir tíu ára starf," segir Andr- és Elísson, bæjarfulltrúi og slökkvi- liðsmaður á Eskifirði. Eins og fram hefur komið í DV er verið að sameina slökkviliðið á Eski- firði og Reyðarfirði og verður nýr slökkviliðsstjóri ráðinn í fullt starf. Valið stendur milli Þorbergs Hauks- sonar, núverandi slökkviliðsstjóra í hálfu starfi á Eskifirði, og Bergs Más Sigurðssonar, brunavarðar í Hafnar- firði. Margir Eskfirðingar telja að bæjaryfirvöld hafi þegar ákveðiö að ráða Hafnfirðinginn í starfið og hafa því ríflega 400 bæjarbúar stutt nú- verandi slökkviliðsstjóra með undir- skriftum. Um 700 eru á kjörskrá á Eskifirði. „Þorbergur Hauksson, núverandi slökkvfiiðsstjóri, geldur fyrir það að vera ekki giftur fóstru, hafa ekki ökukennararéttindi og hafa haldið fram hjá framsóknarmönnum í kosningunum fyrir ári. Það hefði verið heiðarlegra af bæjaryfirvöld- um að auglýsa eftir slökkviliðsstjóra meö ökukennararéttindi sem væri giftur fóstru því að konu brunavarð- arins var boðið austur til að sjá dag- heimilið og íbúð sem þeim stendur til boða. Þetta var ferðalag á kostnað skattborgaranna," segir Emil Thor- arensen, bæjarfulltrúi á Eskifirði. Ráðning slökkviliðsstjóra verður tekin fyrir á sameiginlegum fundi bæjarstjórnar Eskiijarðar og hrepps- nefndar Reyðarfjarðar á föstudag. -GHS Framhaldsskólarnir keppast við að útskrifa stúdenta þessa dagana og er það heldur seinna en venjulega vegna kennaraverkfallsins i vetur. Verkfall- ið kom þó greinilega ekki að sök fyrir þessar föngulegu stúlkur sem útskrif- uðust af nýrri braut, handiðabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Stúlkurnar sem sjást á myndinni hér að ofan útskrifuðust fyrir helgi og vekur athygli að þær saumuðu útskriftarkjólana sína sjálfar. DV-mynd ÞÖK Breiöagerðisskóli: Örðugleikar í sam- starf i milli skóla- stjórnar og kennara - sáttafundur með fræðslustjóra „Hún segir aö þaö séu samstarfs- örðugleikar við skólastjóm og það hafa verið smásamstarfsörðugleikar milli okkar, skólastjóra, aðstoðar- skólastjóra og kennararáðs, og henn- ar. Málið er á mjög viðkvæmu stigi. Konan er að hugsa sig um og ég vildi mjög gjaman að hún héldi áfram með þennan bekk. Ég vil ekki ræða þetta meira," segir Hrefna Sigvalda- dóttir, skólastjóri Breiðagerðisskóla. Sólveig Ebba Ólafsdóttir, kennari við Breiðagerðisskóla, hefur óskað eftir launalausu leyfi í eitt ár vegna samstarfsörðugleika við skólastjóm. Haldinn var sáttafundur með fræðslustjóranum í Reykjavík, skólastjóranum 1 Breiðagerðisskóla og kennaranum eftir að foreldrar sendu skólayfirvöldum ósk um að kennarinn yrði fenginn til að vera áfram. Skorað hefur verið á kennar- ann að halda áfram störfum við skól- ann næsta vetur. „Ég veit satt að segja ekki hverju ég á að svara og hef aldrei ætlað mér að gera það. Mér finnst þetta vera eins og bolti sem hefur undið allt of mikið upp á sig. Það kemur mér á óvart að Hrefna skuli vera að tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum og mér er ekki kunnugt um að ég eigi í neinum samskiptaerfiðleikum við kennara- ráð. Það hefur verið þurrt á milli okkar Hrefnu og þess vegna ætlaði ég mér að fara út í rólegheitum. Mér þykir leitt hvað þetta mál er orðið stórt í sniðum," sagði Sólveig Ebba Ólafsdóttir. -GHS/-SV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.