Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 Komið oq skráið ykkur milli kl. 10 oq II virka daqa oq milli kl. 9 oq 10 á lauqardöqum. Það er til mikils að vinna! 9 Þverholti 14 • sími 563 2700 V.röl blaðsölubarna I júní Nú getið þið unnið ykkur inn vasapening ag tekið þátt í skemmtilegri blaðsölusamkeppni hjá DV! Allir geta komið og selt DV, við höfum næga vinnu fyr- ir hressa og duglega krakka! Glæsileg verðlaun í faoði íyrir duglega krakka! Fyrir hvpr 15 seld blöðádaq hlýtur þú bíómiða frá Reqnboqanum. Bíómiðinn qildir kl. 5 oq 7 á allar myndir Reqnboqans. Regnboginn er um þessar mimdir að sýna myndina „Little Biq Leaque" sem Ijallar um 12 ára qamlan strák, Billy Heywood, sem erfir hafnabolta- liðið Minnesota Twins eftir afa sinn. Billy veit allt um hafna- bolta oq qetu allra leikmanna oq stefnir hann að því að qera miðlunqslið að besta liðinu. R EGI N BOGi N N Efþú lendir I þriðja sæti hlýt- urþú qlæsileqt Discovery DÐ 200 tjald frá Seqlagerðinni Æqi að verðmæti kr. 6.900,- Ef þú lendir í öðru sæti hlýtur þú Bauer línuskauta frá Útilífi að verð- maeti kr. 8.500,- Ef þú verður söluhæst/ur í júnímánuði hlýtur þú hvorki meira né minna en qlæsileqt Diamond fjallahjól frá Markinu að verðmæti kr 24.000,- Sviðsljós___________________________________DV Fréttir af fjárhagsvandræðum Fergie orðum auknar: Ilfir engu fátæktarlífi Fréttir um aö Sara Ferguson eöa Fergie, hertogaynjan af York, þurfi að vinna eins og hver annar venjulegur borgari tíl aö sjá sér og bömum sínum farborða vöktu nokkra athygli í síðustu viku. Var ekki laust viö aö ein- hverjir færu aö vorkenna hertogaynjunni. Hún sagöist hafa neyðst til aö fækka góögeröarferöum um heiminn vemlega til að sinna launuðum verkefnum fyrir ýmsa aðila. Ef trúa má nýlegri blaöagrein um fjármál hennar er hins vegar ekki ástæöa til að örvænta fyrir hennar hönd. Og til aö undirstrika að hún sé ekki í verulegum vandræðum er rétt aö geta þess aö hún sólar sig nú á Bermúda ásamt dætmm sínum. Reyndar fær Fergie einungis 1,5 milljónir króna á ári frá Andrési prinsi, fyrmm eiginmanni sínum, og heimild- ir segja aö hún hafi átt við lausafjárvanda að stríða. En þrátt fyrir þaö hefur hún alls ekki breytt um lifnaöar- hætti. Hún hefur fjölda manns í vinnu: einkaþjón, bíl- stjóra, matreiöslumann og ritara. Þá á hún tvo hunda og kött. Hún leigir stórt hús í Surrey fyrir 150 þúsund krónin- á viku og hefur innréttað þaö eftir eigin smekk. Húsinu fylgir sundlaug og stór garöur. Fergie á góðan að þar sem fjármálin eru annars vegar. Þau annast Bandaríkjamaðurinn John Bryan aö vem- legu leyti, sá sem saug á henni tæmar um árið. Hann sér um að ávaxta digran varasjóð sem Fergie á í Banda- ríkjunum og annast auk þess samningagerð fyrir hana. Þannig mun hann hafa tryggt henni verulegar greiöslur fyrir viðtalið við Hello. En því er ekki að neita að venju- leg störf Fergie gefa nokkuð í aðra hönd og veita henni meira svigrúm til að lifa lífi hertogaynju. Ef Fergie lendir í verulegum íjárhagsvandræðum er lausnin innan seilingar. Hún þarf ekki annað en lyfta tólinu og bjóðast til að segja frá hjónabandsárum sínum með Andrési prinsi og lífinu með bresku konungsfjöl- skyldunni. Slíkt tilboð mundi setja bókaútgáfur um víða veröld á annan endann og 500 milljóna króna útgáfu- samningur hefur þegar verið nefndur í því sambandi. Sara Ferguson, Fergie, lifir engu fátæktarlífi þótt frést hafi að hún verði að vinna fyrir sér og dætrum sinum. Hér er hún í Disneylandi í Flórida um hvitasunnuhelgina þar sem hún kom við á leið sinni til Bermúdaeyja. Simamynd Reuter Leikstjórinn Mike Newell kominn með nýja mynd: Er hundleiður á Fjórum brúðkaupum „Þessi mynd er ekki Fjögur brúðkaup og jarðarfór II. Þeir sení fara að sjá hana í þeirri trú verða fyrir vonbrigð- um,“ segir hinn 51 árs gamli breski kvikmyndaleikstjóri Mike Newell um nýjustu myndina sína, An Awfully Big Adventure. Newell stjómaði einni vinsælustu mynd síð- asta árs, Fjórum brúðkaupum og jarðarfór. Nýja myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu Beryl Bainbridge og segir frá leikhópi í Liverpool skömmu eft- ir stríðið. „Handritið er frábært og ég hellti mér út í þetta af miklum ákafa," segir Newell. Hugh Grant leikur aðalhlutverkið hér eins og í brúð- kaupunum, að þessu sinni leikstjórann Meredith Potter sem stjómar leikurum sínum með harðri hendií Dag nokkum birtist sextán ára stúlka og blandar sér í líf leik- aranna. Hún verður ástfangin af leikstjóranum og þá fara hjólin að snúast. „Myndin fjallar um það að verða fullorðinn, um að fara úr heimi barnsins yfir í heim hinna fullorðnu. Þetta er efni sem oft er fjallað um í bókum og kvikmyndum en þá er það yfirleitt um stráka sem eru að verða að karlmönnum. Stúlkunum er nefnilega sjaldan sagt frá því hvemig það er að vera fullorðin kona. An Awfully Big Adventure fjallar um þann viðkvæma tíma,“ segir Newell sem á ekki von á því að myndin verði mjög vin- sæl. „Hún höfðar til mjög sérstaks áhorfendahóps." Hugh Grant leikur aðalhlutverkið i nýju myndinni hans Mikes Newells. Hér er Hugh með kærustunni, Elizabeth Huriey. Mike Newell er mjög ánægður með að geta fengið að tala um eitthvað annað en Fjögur brúðkaup og jarðar- fór. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég búinn að fá nóg af íjjórum brúðkaupum að sinni," segir Mike New- ell, leikstjóri An Awfully Big Adventure.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.