Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 Útlönd Gíali Kristjánason, DV, Óaló: Norsk byggingafyrirtæki eru tek- in að auglýsa í utlöndum eftir smið- um og öörum iðnaöarmönnum til vinnu viö uppbygginguna eftír flóöín miMu í austurhluta landsins. fyrr í vikunni geröu ráð fyrir. Ráöamenn í Noregi eru þegar farnir að deila um hver beri ábyrgö á að flóðaspárnar voru verulega ýktar. Enginn vill þó kannast viö að hafa sagt ósatt. Víöa gætir reiði vegna þess aö almenningur var Heimamenn anna ekki verkefhun- hræddur með fréttum um að vatns- um sem bíöa þar í upphéruðunum borð í einstökum vötnum gæti í suraar og er þegar von á hópi hækkað um alit að 11 metra. manna frá Svíþjóð til að taka þátt Viðbúnaður var og mun meiri en í uppbyggíngarstarfinu. þörf var á og sjálfboðaliöar unnu Flóöahættan er ekki liðin hjá en nótt sem nýtan dag við aö hlaða ijóst er að bæimir nær ströndinni vamargaröa sem engin þörf er fyr- austan Óslóar sleppa að mestu eöa ir. Fólk flúði hús sin af ótta við að öllu. Vatn stendur nú mun lægra í verða hamförunum aö bráö en svo austurhéruöunum en flóðaspár gerist ekkert. Lokað vegna sumarleyfa 8. til 25. júní. Listasmiðjan Dalshraun 1 - Hafnarfirði - Simi 565 2105 - Fax 555 3170 Barnamenningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Á yfirstandandi ári hefur sjóðurinn 700.000 kr. til ráð- stöfunar. Við fyrstu úthlutun úr sjóðnum verður eink- um lögð áhersla á að styrkja þá aðila er vilja vinna að listuppeldi 2-6 ára barna um land allt. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. júlí 1995. Stjórn Barnamenningarsjóðs Spurningasamkeppni Ævintýra-Kringlunnar og Krakkaklúbbs DV í greininni hér ab neban finnur þú svörin vib fyrstu þrem spumingunum: Ævintýra-Kringlan er listasmiöja fyrir börn. Börn á aldrinum 2ja til 8 ára geta komiö í Ævintýra- Kringluna sem er á 3. hceö í Kringlunni. Ævintýra- Kringlan er opin frá klukkan tvö til hálfsjö alla virka daga og frá tíu til fjögur á laugardögum. Glœslleg verblaun í bobiI Dregiö veröur úr réttum innsendum lausnum og hfjóta heppnir krakkar eftirfarandi verölaun: 7. verblaun: Einn heppinn þátttakandi hlýtur miöa fyrir tvo á Kardemommubœinn. 2. - 3. verblaun: Tveir heppnir krakkar fá miöa fyrir tvo á frumsamiö leikrit í Möguleikhúsinu. 4. - 33. verblaun: 30 heppnir krakkar fá mán- aöarkort í Ævintýra-Kringluna. | /#£## DV DV Flóðin miklu 1 Noregi valda varanlegri mengun í Skagerak: Fjóshaugarnir á baðströndunum - vatnselgurinn er í rénun en á eftir að fara í gegnum marga bæi Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Þaö er augljóst að í sumar og næsta vetur verður mikil mengun í Óslóarfirðinum og Skagerak eftir flóðin. Sjórinn verður ekki eitraður en samt ipjög gruggugur af úrgangi frá landbúnaðarhéraðunum í aust- urhluta landsins," segir Einar Dahl, haffræðingur í Noregi, um afleiðing- ar flóðanna miklu síðustu daga. Sólþyrstir Norðmenn era vanir að baða sig í Óslóarfirðinum og við suð- urströndina öll sumur. Nú lítur út fyrir aö ófært veröi að dýfa fæti í sjóinn vegna þess að gamlir fjós- haugar á bæjum uppi í dölunum hafa farið á flot og munu setja mark sitt á baðstrendumar í sumar. Ekki er talin veruleg hætta á þör- ungablóma vegna mengunarinnar en langur tími mun líða áður en meng- unarinnar hættir að gæta í sjónum. Flóðin eru nú í rénun þótt mikið flóðvatn hafi ekki enn runnið til sjáv- ar. Bjartsýnustu menn spá því að ekki verði umtalsvert tjón í bæjum eins og Litleström, Sarpsborg og Fredrikstad. Þó er gert ráð fyrir að hús sem standa á bökkum árinnar Glommu fari í kaf á næstu dögum. Háir varnargarðar hafa verið hlaðnir í flóðabæjunum og ættu þeir að draga úr tjóni þegar vatnið ryður sér leið til sjávar. Enn hefur enginn treyst sér til að meta tjónið sem þeg- ar er orðið. Það skiptir þó milljörðum íslenskra króna og eru þegar uppi deilur um hver eigi að borga hvað, tryggingafélögin, ríkið og eigendur húsa og akra. Svona skal hýða glæpamennina, sögðu fangelsisyfirvöld í Singapore þegar efnt var tii sýnikennslu í hýðingum í Changi-fangelsinu fyrir skömmu. Danglað var i brúöu. Á Vesturlöndum tala stjórnmálamenn um að taka hart á glæpamönnum en í Singapore hefur sá siður tiðkast lengi. Ekki er langt siðan hýðing á ungum Bandarikjamanni vakti reiði og hneykslan um heim allan. símamynd Reuter Bosníu-Serbar slepptu 108 gísla sinna: Gæsluliðar SÞ þreyttir við komuna til Serbíu í nðtt Friöargæsluliöar Sameinuðu þjóð- anna sem Bosníu-Serbar leystu úr haldi komu til bæjarins Novi Sad í Serbíu í nótt. Serbar tóku mennina í gíslingu í hefndarskyni fyrir loft- árásir NATO í síðasta mánuði. Serbar slepptu 108 gæsluliðum sem voru fluttir til orlofsbúðanna Ribarsko Ostrovo í útjaðri bæjarins í tveimur langferðabílum, í fylgd vopnaðra sérsveita serbnesku lög- reglunnar. Gæsluliöarnir voru þreytulegir að sjá þegar þeir stigu úr bílunum. Þeir vildu ekkert ræða við fréttamenn enda höfðu þeir greinilega fengið skipanir um að segja ekkert á meðan 148 félagar þeirra era enn í haldi Serba. Fransk- ur hermaður sagði aðeins: „Bíðið.“ í hópnum sem sleppt var í gær- kvöldi voru 58 Úkraínumenn, 32 Frakkar og einn Spánverji, að sögn vestræns stjórnarerindreka. Gæslullðar SÞ eru frelsinu fegnir. Simamynd Reuter Jovica Stanisic, yfirmaöur öryggis- mála í Serbíu, hafði eftirlit með því þegar gæsluliðmir vora látnir lausir og var hann sérstakur fulltrúi Slobo- dans Milosevic Serbíuforseta. Skrifstofa Serbíuforseta sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var að gíslunum sem enn væru í haldi yrði sleppt einhvern næstu daga. Stanisic hafði einnig eftirlit með því þegar Serbar slepptu 121 gæslu- liða síöastliðinn fóstudag. Úkraínsku hermennirnir vora margir hverjir með einhveijar pjönkur með sér og hjálma en svo virðist sem Frakkamir hafi komið tómhentir. Enginn þeirra var með vopn sín meðferðis. Stjómarerindrekar frá Bretlandi, Frakklandi og Spáni komu til orlofs- búðanna til að ræða við hermennina. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.