Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 15 Kynslóðareikningar - hagsmunamál ungs fólks Á undanfömum áratug hefur halli ríkis og sveitarfélaga aukist mikið. Ungu fólki er það fullljóst að halli í dag felur í sér skattheimtu á morgun. I fjárlögum fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir að afborganir af lánum ríkissjóðs nemi hærri upp- hæð en rekstur allra skólastofnana í landinu. Fjárlögin ein og sér segja þó ekki alla söguna þar sem þar er ekki gert ráð fyrir framtíðarskuld- bindingum ríkissjóðs. Fylgiskjal við fjárlög Það er hins vegar nauðsynlegt að meta slíkar skuldbinding&r til þess að hægt sé að gera áætlanir fyrir framtíðina. Það hefur verið gert í ýmsum löndum með því að fram- kvæma kynslóðareikninga (gener- ationsregnskap). Markmið slíkra reikninga er að meta langtíma- skuldbindingar hins opinbera í Kjallariim Guðlaugur Þór Þórðarson form. Sambands ungra sjálf- stæðismanna og varaþingm. í Vesturlandskjördæmi „í íslenskum stjórnmálum virðist ríkja samstaða um að eyða um efni fram. Það er réttlætismál að ungu fólki sé gert ljóst hversu mikið skattbyrði þess mun aukast vegna umframeyðslu sam- tímans.“ Ijósi stöðu þess á hveijum tíma, til þess að áætla hvort skattbyrði þurfi að öðru jöfnu að aukast eða minnka í framtíðinni vegna skuld- bindinga hins opinbera, aldurs- samsetningar og fleiri þátta. Slíkir reikningar hafa verið gerð- ir í Bandaríkjunum, Noregi og ítal- íu, fyrst árið 1993 í Bandaríkjunum og þá sem fylgiskjal við fjárlög þess árs. I Þýskalandi og Japan er haf- inn undirbúningur að slíkum reikningum. Skattbyrðin eykst Niðurstöður úr reikningum þess- ara landa eru athyglisverðar, t.d. er gert ráð fyrir því í Bandaríkjun- um að miðað við óbreytt ástand muni skattbyrði ungs fólks aukast um 21% á komandi árum. Norð- menn komast að þeirri niðurstöðu að afgangur hins opinbera þyrfti að vera á bilinu 15-35 milljarðar norskra króna, eða 2-4% af lands- framleiðslu, til þess að skattbyrði komandi kynslóða héldist óbreytt frá þvi sem nú er. Til samanburðar er hið opinbera í Noregi rekið með 4 milljarða króna halla sem svarar til um 0,5% af landsframleiðslu. Til þess að dreifa skattbyrðinni jafnt á Fjárlögin ein og sér segja ekki alla söguna þar sem þar er ekki gert ráð fyrir framtíðarskuldbindingum rikissjóðs, segir greinarhöfundur m.a. milli kynslóða þyrfti því að bæta afkomu hins opinbera í Noregi sem nemur þessum mun. Miklar líkur eru á aö svipað sé upp á teningnum hér á landi að því leyti að skattbyrði kynslóða fram- tíðarinnar mun að öðru óbreyttu þyngjast vegna ófullnægjandi af- komu hins opinbera í nútíð. Úr því verður hins vegar ekki skorið nema með kynslóðareikningum fyrir ísland. Þyrfti 10-15 milljarða afgang I þessu skyni má nefna að ef svip- að gilti um ísland og Noreg þyrfti 10-15 milljarða króna rekstraraf- gang hins opinbera til að koma í veg fyrir vaxandi skattbyrði á kom- andi kynslóðum. Nú er hins vegar 12-14 milljarða króna halli hjá ríki og sveitarfélögum. Ríkisstjórnin ætti að gera slíkan reikning. í íslenskum stjómmálum viðist ríkja samstaða um að eyða um efni fram. Það er réttlætismál að ungu fólki sé gert ljóst hversu mikið skattbyrði þess mun aukast vegna umframeyðslu samtímans. Slíkt ætti einnig að fara vel saman við fyrirætlanir ríkisstjómarinnar um langtímaáætlanir í ríkisfjár- málum. Guðlaugur Þór Þórðarson Grátbölvað að vera atvinnulaus Greinarhöfundur var búsettur í Noregi á tímabilinu 1970-1992. Á því tímabili hefir marrgt breyst á íslandi, sumt í jákvæða átt en annað orðið mjög neikvætt. Þaö neikvæðasta er án efa það viðvar- andi atvinnuleysi sem hér er orðið. Einnig má telja versnandi afkomu landbúnaðarins alvarlegt mál en það í sjálfu sér stuðlar að auknu atvinnuleysi. Valið úr vinnu Á ámnum fyrir 1970 var yfirleitt næg atvinna. Byggingarfram- kvæmdir vom miklar til sjávar og sveita. Auðvelt var fyrir fólk utan af landi að fá vinnu á höfuðborgar- svæðinu. Bóndasonur austan úr Rangár- þingi fékk vinnu daginn eftir að hann kom í borgina. Það var vinna hjá fyrirtækinu Kol og salt. Unga manninum fannst vinnan nokkuð erfið og óhreinleg. Hann leitaði því eftir vinnu hjá Timburversluninni Völundi og fékk þar starf við að flokka og stafla timbri. Þetta var tímabilsbundin vinna en áður en henni lauk hafði hann fengið vinnu hjá Ölgerðinni Agli Skallagríms- syni. Þar gat hann fengið hreinlega og góða innivinnu - til frambúðar. KjaHaiinn Eyjólfur Guðmundsson fyrrv. byggingarverkamaður Mikið hefir breyst síðan bónda- .sonurinn austan úr Rangárþingi gat valið um störf í Reykjavík. Sá hinn sami maöur er nú án at- vinnu og hefir svo verið síðustu misserin, að öðm leyti en því að hann hefir unnið nokkra mánuði í skógræktarverkefni. Þrátt fyrir að hafa sótt um meira en 30 auglýst störf og leitað fyrir sér gegnum fleiri aðila hefir útkoman orðið neikvæð. Lélegur fjárhagur Þeir sem era í fullri vinnu eiga erfitt með að sefja sig í spor þeirra sem eru atvinnulausir. Því er þá haldið fram að hinir atvinnulausu séu letingjar og ómenni sem ekki vilji vinna. Það er rangt. Því er haldið fram að þeir sem em komnir yfir 50 ára aldur eigi minni möguleika á að komast í vinnu, aldursins vegna. Menntun virðist þó hafa nokkur áhrif og oft era auglýst störf þar sem óskaö er eftir starfskröftum með góða tölvu- kunnáttu. Ungt fólk, undir 25 ára aldri, er stór hluti hinna atvinnulausu. Slæmt er þegar ungt og hraust fólk gengur atvinnulaust og enn verra ef það er hvorki í námi né vinnu. Til lengdar skapar slíkt ekki aðeins fjárhagsvandræði heldur getur orðið undirrót geðrænna vanda- mála. í sölum Alþingis sitja háttsettir alþingismenn. Við sem höfum stutt þá til valda og áhrifa ætlumst til nokkurs af þeim. Það er ekki óskað eftir að þurfa að hlusta á orða- hnippingar og gífuryrði af munni tungiúipurra stjómmálamanna. Ei heldur rökræður um innflutning á kalkúnalöppum. Þess er meðal annars óskað að alþingismenn setji lög og reglur, þjóðinni til hagsbóta, og þar með taiið að semja lög sem vinna gegn atvinnuleysinu. Eyjólfur Guðmundsson Þess er meðal annars óskað að alþingis- menn setji lög og reglur, þjóðinni til hagsbóta, eg þar með talið að semja lög sem vinna gegn atvinnuyleysinu.“ „Upptöku- mannvirki eru styrkhæf samkvæmt hafnarlögum og meöan svo erskiptirekki máli hvort um er að ræða dráttar- braut, Skipa- b)öm»«on, hafnoratjóri a lyftu eöa Akuf®>rl- flotkvi. Ef menn era á móti þvi aö við fáum flotkvína þá þarf aö breyta lögunum. Við stóðum frammi fyrir því að dráttarbraut- in, sem orðin er rúmlega aldar- fjórðungsgömul, þarfnaðist lag- færingar upp á 85 milijónir króna. Þegar sú braut var byggð tók hún stærstu fiskiskip sem til voru á landinu. Við hefðurn þurft að endurbyggja allar undirstöður og allir slitfletir voru illa farnir. Þrátt fyrir slika lagfæringu hefð- um við ekki náð upp skipum sem eru þyngri en 1.800 tonn.' Nýjustu togaramir eru komnir 5’fir 2.500 tonn að eigin þyngd. Við teljum okkur því vera að halda í horiinu meö flotkvínni og létta álaginu af gömlu brautinni. Líkt og með allar hafnarfram- kvæmdir hafa einstaklingar ekki getað fengið framlag írá ríkinu. í Hafharfirði og Garðabæ hefur þessi rekstur ekki verið fyrir hendi og mönnum finnst ekki rétt að bætt verði við skipasmíða- stöðvum. Viö teljum okkur ekki vera að bæta við heldur viðhalda eðlilegri þróun og þjónustu. Menn eiga að staldra við og skoöa útkomuna hjá okkur í stað þess að vera að rjúka í þetta líka. Öflug fyrir- tæki dáin „í upphafi aldarinnar voru nokkrir duglegir menn sem sáu að nauð- synlega vant- aði upptöku- búnað fyrir skip. Þeir létu verða af því ___________ að koma Upp Norma I Garðaba;. Slippfélaginu í Reykjavik sem var orðið sterkasta fyrirtæki lands- ins þegar leið á öldina. Byggða- menn komu auga á þetta og lang- aði til þess að fá jafnöflug fyrir- tæki í sína heimabyggð. Þeir fengu ríkið til þess að kaupa sams konar búnaö í byggöarlögin og niðurstaðan hefur oröið sú að þessi öflugu fýrirtæki em dáin. Rikið eyðilagði frumkvæöið og ber ábyrgð á því að víða í fjörum landsins er brotajárn sem ekkert er með að gera. Ég hélt að menn hefðu komiö auga á þetta fyrir nokkrum árum þegar Stálvíkin héma varð gjald- þrota. Við fjárfestum eftír að hafa fengið loforð frá ráðherram um að skipt yrði um stefnu i þessum málum og ekki yrði lagt féi upp- tökumannvirki á næstu árura, Við keyptum af ríkinu og stuttu seinna kríuðu bjargvættir lands- byggðarinnar út 300 milljómr til þess að gera sams konar búnað á Akureyri, búnað til að taka upp stærstu skip landsins. Þetta fengu þeir gefins en viö þurfum að standa sjálfir straum af kostn- aðinum hjá okkur. Þaö sér hver heilvita maður að þaö gengur ekki upp. Nú er spurningin bara í hvenær viö veröum gjaidþrota og 1 öilumersama.“ -SV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.