Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Síða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 17 íþróttir Rósa Dögg Jónsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni sigruðu KR, 1-0, i gær. Rósa er hér í harðri baráttu við fyrirliða KR, Helenu Ólafsdóttur. DV-mynd Brynjar Gauti Kvennaknattspyman í gærkvöldi: Óvæntur Stjörnusig- ur í Frostaskjólinu Ingibjörg Hmiiksdóttir skrifar: Stjarnan vann óvæntan sigur, 1-0, á KR í Frostaskjóli í gærkvöldi. Leikurinn var opinn og skemmti- legur. KR-ingar sóttu meira mest- allan leikinn en góö vörn Stjörnunn- ar og frábær markvarsla Hönnu Kjartansdóttur kom í veg fyrir aö KR næði að skora. Ragna Lóa Stef- ánsdóttir skoraði sigurmark Stjörn- unnar á 69. mínútu. Auður Skúla- dóttir tók aukaspyrnu við miðlínu, sendi háan bolta inn á vítateig þar sem Rósa Dögg Jónsdóttir skallaði að marki og Ragna Lóa potaði boltan- um í netið. „Þetta var táin, það skiptir nefni- lega ekki máli hvernig mörkin eru skoruð, það sem gildir er að skora,“ sagði Ragna Lóa. „Þetta var mjög sætur sigur, við ætlum að vera með í toppbaráttunni og berjast fyrir því. Þessi leikur sýnir að við erum á góðri ferð. Viö lékum ekki eins vel og KR í þessum leik. Það spyr enginn að því í leikslok hvort liðið lék betur heldur hverjir skoruðu mörkin og fengu stigin." Tíu mörk í Kópavogi Breiðablik vann auðveldan sigur á nýliðum ÍBV, 10-0. Blikarnir þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum, sem hæglega heíði getað orðið stærri. Sigrún Óttarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Blika, Erla Hendriksdóttir 2, Margrét Ólafsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Ásta María Reynisdóttir og Helga Ósk Hannesdóttir skoruðu sitt markiö hver. Eitt marka Breiða- bliks var sjálfsmark. Nýliðinn með tvö mörk Akranes lagði Hauka, 2-0, á Skipa- skaga. Helga Lind Björgvinsdóttir, 14 ára leikmaður ÍA, skoraði bæði mörkin í sínum fyrsta 1. deildar leik. Skagastúlkur sköpuðu sér mörg færi sem ekki nýttust, mest vegna góðrar markvörslu Aðalheiðar Bjarnadótt- ur í marki Hauka. Valssigur á Akureyri Valur vann IBA á Akureyri, 1-4. Kristbjörg Ingadóttir skoraði tvö mörk, Ólöf Helgadóttir og Erla Sigur- bjartsdóttir eitt hvor. LiUý Viðars- dóttir skoraði mark ÍBA. Úrslit í 2. deild FH - Selfoss.....................3-1 Kolbrún Dóra Kristinsdóttir 2, Vala Björg Garðarsdóttir - Helena Jó- hannsdóttir. Reynir S. - Afturelding..........0-5 Erla Edvardsdóttir 3, Harpa Sigur- björnsdóttir, Halldóra Hálfdánardótt- ir. KS - Tindastóll..................1-0 Ólöf Ásta Salmannsdóttir. Tvö 2. deildar lið féllu Tvö 2. deildar lið féllu út úr Mjólk- urbikarkeppninni í knattspymu í gærkvöldi en þá fóru fram 11 leikir af 16 í 2. umferð. Völsungur úr 3. deild skellti KA á Húsavík og 23 ára lið Eyjamanna vann Skallagrím. Þá unnu 4. deildar lið Golfklúbbs Grindavíkur, Magna og Sindra góða sigra á 3. deildar liðum og em komin í 32 liða úrslitin þar sem 1. deildar liðin og bróðurpartur 2. deildarinnar heQa keppni. Úrslitin í gærkvöldi: BÍ - Breiðablik-23..............1-3 Trausti Ámason - Grétar Sveinsson 2, Þórhallur Hinriksson. Leiknir R. - Ægir............. 3-1 Steindór Elísson, Heiðar Ómarsson, Friðrik Jónsson - Guðmundur Valur Sigurðsson. Selfoss - Reynir S..............3-1 Sævar Þór Gíslason, Jón Þorkell Ein- arsson, Njörður Steinarsson - (Guó- mundur Hilmarsson Arnar Óskars- son.) GG - Haukar.....................3-1 Leifur Guöjónsson, Guðjón Gunn- laugsson, Grétar Schmidt - Benedikt Ketilsson. 1-1, framlenging. Víðir-Léttir ...................5-0 Sigurður Valur Ámason 4, Óskar Al- fréðsson. ÍBV-23 - Skallagrímur...........2-1 ívar Bjarklind, Hermann Hreiðarsson - Þórhallur Jónsson. Þór-23 - Neisti H...............6-0 Radovan Ratcha 2, Elmar Eiríksson, Sigurður Pálsson, Guðmundur Há- konarson, Hreinn Hringsson. Völsungur - KA..................2-0 Viðar Sigurjónsson, Baldvin Viðars- son. Magni - Dalvík..................6-5 0-0, framlenging og vítaspyrnukeppni. Sindri - Þróttur N..............2-1 Hermann Stefánsson, Gunnar Ingi Valgeirsson - Geir Brynjólfsson. Neisti D. - KVA.................1-3 Hallur Ásgeirsson - Miroslav Nikolic, Róbert Haraldsson, Aron Haraldsson. „Við höfum gengið frá munn- legu samkomulagi viö Patrek og við erum alveg með það á hreinu að hann veröur áfram hjá okk- ur,“ sagöi Þorvaldur Þorvalds son, formaður handknattleiks deildar KA, 1 samtali við DV í gærkvöldi. „Það er mjög líklegt að Sigmar Þröstur verði áfram í markinu hjá okkur og vitum ekki annað. Þá er líklegt aö Sævar Árnason í Þór gangi til liðs við okkur en hann hefur æft með okkur und- anfarið. Valur Amarson verður ekki með okkur og hann fer lík- lega í Val,“ sagðí Þorvaldur. Miklar líkur era á því að Alfreð Gíslason leggi skóna á hilluna en að sögn Þorvaldar er möguleiki á að hann leiki varaarleikinn með KA næsta vetur. „Hann hefur lýst því yflr að hann hafi áhuga á að leika Evrópuleik með KA,“ sagði Þorvaldur. Davíðkominn Davíð Garöarsson, vamarmað- urinn marksækni úr Val, er kom- inn aftur til Hlíðarendafélagsins eftir að hafa spilaö með varaliði Hamburger SV í þýsku 3. deild- inni í vetur. Davíð bytjar á að taka út leikbann gegn FH en get- ur byrjað að spila gegn Leiftri í 5. umferð. Fjóríríbráðabana Á opna Motorola golfmótinu, sem fram fór í Grafarholti. um helgina, þurftu fjórir keppendur í flokki án forgjafar að heyja bráðabana um 1.-3. sætið. Jón Haukur Guðlaugsson, GKJ, hreppti þar fyrsta sætiö á 76 höggum, Garðar Eyland, GR, varð annar og Haraldur Stefáns- son, GB, þriðji. Með forgjöf sigr- aði Friðjón Öm Friöjónsson, GR, á 68 höggum. Birgir Bjarnason, GR, og Guðmundur Pétursson, GR, léku báöir á 70. Ásgerðurfyrst Opna sveiflu kvenna golfmótiö var haldið á Hvaleyrinni um hvítasunnuna. Þar sigraði Ás- gerður Sverrisdóttir, GR, í A- flokki án forgjafar á 85 höggum. Björg Ingvarsdóttir, GK, sigraði í A-flokki með forgjöf á 71 höggi. 1 B-flokki án forgjafar sigraði Anna Einarsdóttir, NK, á 92 höggum og í B-flokki með forgjöf lék hún einnig best, á 68 höggum. Pæjumótiö Sjötta Pæjumót íþróttafélagsins Þórs hefst í dag. Ura er að ræða knattspymumót fyrir stúlkur á aldrinum 8-14 ára. 82 lið keppa á mótinu og þátttakendur verða um 800. Reiknað er með 12-1300 gestum til Eyja vegna mótsins. Arsictil ÍBV Þorstemn Guimarsscm, DV, Eyjum: ÍBV-stelpurnar i knattspymu hafa fengið mikinn liösstyrk. í vikunni gekk til liös viö þær markvöröur júgóslavneska landslíðsins í knattspymu, Tatj- ana Arsic. Allt verður lagt í söl- urnar til að hún geti verið með V í fyrsta heimaleik liðsins gegn KR á laugardagínn i Eyjum. Roberto Baggio tilkynnti í gær að hann myndi ekki leika áfram með Juventus, ítölsku meistur- unum í knattspyrau. Baggio sagöi að ljóst væri að félagið vildi ekki hafa hann áfram og að hann hefði rætt við mörg félög, þar á meöal Inter Milano og Parma. Auk þess er sagt aö AC Milan, Roma, Real Madrid og Barcelona auk margra japanskra félaga hafi sýnt mikinn áhuga á honum, Iþróttir British Open í golfi: Tveir íslenskir komnir áfram Birgir Leifur og Sigurpáll Tveir íslenskir kylfmgar af þremur eru komnir áfram eftir tvo hringi á British Open áhugamánna sem fram fer þessa dagana í Liverpool í Eng- landi. Þeir Birgir Leifur Hafþórsson, GL, og Sigurpáll Sveinsson, GA, komust áfram en Björgvin Sigurbergsson, GK, datt út. Birgir Leifur lék fyrsta daginn á 73 höggum og á 72 höggum í gær. Þetta er frábær árangur og Birgir Leifur er í 10. sæti af um 200 kependum þegar mótið er hálfnað. Sigurpáll Sveinsson lék á 77 höggum fyrsta daginn og var á 72 höggum í gær. Hann er í 64. sæti en 64 kylfing- ar komust áfram eftir að fækkað var eftir 36 holur. Björgvin lék á 77 högg- um fyrsta daginn og á 84 í gær og það dugði ekki til áframhaldandi þátttöku. Þetta er í 100. skipti sem British Open áhugamanna fer fram og þátt taka í því allir bestu kylfmgar Evr- ópu á meðal áhugamanna. Tii að fá inngöngu á mótið þarf viðkomandi kylfmgur aö hafa 0 í forgjöf. Það sýn- ir vel hversu mótið er sterkt. „Árangurinn framar björtustu vonum“ „Þetta er hreint stórkostlegur árang- ur og viö getum verið stolt af strák- unum. Þetta er árangur framar björt- ustu vonum. Vonandi veröur fram- haldið gott hjá þeim Birgi Leifi og Sigurpáh," sagði Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur í golfl, í samtali við DV í gærkvöldi. Sigutjón Amarsson, kylfingur úr Golf- klúbbi Reykjavíkur, gerir það ekki enda- sleppt á golfmótum erlendis. Á Tommy Armour túrnum náöi hann frábærum ár- angri á þremur mótum á einni viku. A Cypress Creek veliinum lék Sigurjón á 75 - 66 - 75, eða á samtals 216 höggum, sem er par vallarins og var hann í sjöunda sæti af 42 keppendum. Þetta mót vannst á 212 höggum en skor Sigurjóns á öðrum keppnis- degi, eða sex undir pari, var besta skor mótins. Þá fékk hann átta fugla, átta pör og tvo skolla. Á Horbor Hills, sem er 6878 yardar og 72, lék Sigmjón á 71 höggi en þetta var eins dags mót. Eins og sést á skorinu lék Sigur- jón á einu undir pari og var í 6. sæti af 45 keppendum. Mótið vannst á 68 höggum. Sigurjón lét ekki deigan síga á móti á Heathrow-golfvellinum sem er 7152 yardar og par 72. Þetta var eins dags mót þar sem aðstæður voru allar erfiðar vegna mikils vinds sem var á Flórida í fyrradag. Siguijón lenti þar í ööru sæti, lék á 69 höggum, eða á þremur höggum undir pari vallarins. Keppendur á mótinu voru 52. Amar og Bjarki á förtun frá Niimberg: Tvíburarnir til Grasshoppers? mjög spennandi kostur, segir Bjarki Gunnlaugsson „Við höfum orðið varir við áhuga frá ýmsum stöðum og erum að kanna málin þessa dagana. Það er rétt að Grasshoppers er eitt af þessum lið- um,“ sagði knattspyrnumaðurinn Bjarki Gunnlaugsson í samtali við DV í gærkvöldi. Tvíburamir af Skaganum, Bjarki og Arnar, eru lausir allra mála hjá þýska liðinu Nurnberg þann 1. júlí nk. og verða ekki áfram hjá liðinu. Lið svissnesku meistaranna Grass- hoppers hefur sýnt þeim mikinn áhuga en mál eru þó skammt á veg komin. Sýnum vonandi eitthvað gegn Ungverjunum „Það er ekkert öruggt í þessu ennþá. Þeir eru aö skoða myndbönd um þessar mundir og þaö kæmi okkur ekki á óvart þótt útsendarar frá lið- inu myndu fylgjast með okkur í leiknum gegn Ungverjum á sunnu- daginn. Það er vonandi að við getum sýnt eitthvað gott þá,“ sagöi Bjarki ennfremur. Hollenska liðið Feyenoord „á“ tví- burana ennþá og því verða félaga- skipti þeirra að fara í gegnum hol- lenska liðið. Þeir eru þó ekki samn- ingsbundnir Feyenoord. „Forráða- menn Grasshoppers höfðu samband við umboðsmann okkar og við getum ekki neitað því að þetta er mjög spennandi kostur. Þetta er það lang- heitasta í dag. Klúbburinn er stór og svissneskur meistari og Evrópu- keppni er fram undan hjá félaginu. Það er samt best að segja sem minnst enda er þetta á byijunarstigi,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson. „Eins og ég hef heyrt um atvik- ið kemur það mér mikið á óvart og þá alveg sérstaklega þegar drengskaparmaður á borö við Þormóð Egtisson á í hlut. Það hlýtur eitthvað óvænt að hafa gerst þama og ég trúi því ekki á hann né aðra íslenska knatt- spyraumenn að bregðast við með þessum hætti. Ég endurtek enn og aftur að þama hlýtur að hafa orðið slys,“ sagði Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, um atvikíð sem átti sér stað í leik KR og Fram á sunnudagskvöldið þegar KR- ingar skomðu mark í kjölfar þess að Framarar spymtu boltanum út af til að KR-ingur fengi aö- hlynningu vegna meiðsla. „Þessi háttvísi hefur viðgengist í knattspyrnunni um allan heim 1 langan tima. Við hjá KSÍ höfum verið með herferð I gangi og tejj- um að hún hafa gefist mjög vel. Þetta umrædda atvik á KR-vellin- Jafntefli meistaranna Bandarísku heimsmeistararnir urðu að gera sér að góðu jafntefli, 3-3, við Kína í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti kvenna í knatt- spymu sem fram fór í Svíþjóð í gær. Valm-Keflavík 0-0 Lið Vals: Lárus Sigurðsson - Jón Grétar Jónsson Bjarki Stefánsson V., Petr Mrazek Kristján Halldórsson V. - Sigþór Júlíusson, Hilmar Sighvatsson, Ólafur Brynjólfsson (ívar Ingimarsson 83. ), Hörður Már Magnússon - Kristinn Lárusson (Guðmundur Benediktsson 77.), Stewart Beards g«. Lið Keflavíkur: Ólafur Gottskálksson >Xv - Helgi Björgvinsson Kristinn Guðbrandsson >7, Karl Finnbogason - Róbert Sigurðsson, Ragnar Margeirsson (Sverrir Þór Sverrisson 75.), Hjálmar Hallgrímsson, Marko Tanasic, Eysteinn Hauksson - Kjartan Einarsson, Óli Þór Magnússon (Jóhann B. Guðmundsson 84. ) Valur: 11 markskot, 9 hom. Keflavík: 8 markskot, 5 hom. Gult spjald: Mrazek (Val). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Eyjólfur Ólafsson - hafði ágæt tök á leiknum og var ekki með spjaldasýningu eins og margir kollegar hans undanfarið. Áhorfendur: Um 540. Skilyrði: Kvöldblíða og þokkalegur grasvöllur Valsmanna. Maður leiksins: Ólafur Gottskálks- son, Keflavík. Kom í veg fyrir sigur Vals með frábærri markvörslu og greip oft inn í leikinn með tilþrifum eins og honum einum er lagið. Svíþjóð tapaði óvænt fyrir Brasilíu, 0-1, England vann Kanada, 3-2, og Noregur burstaði Nígeríu, 8-0. Brasilía vann Japan, 3-0, á fjögurra þjóða móti karlalandsliða sem nú stendur yfir í Englandi. Zinho skor- aöi tvö markanna og Roberto Carlos eitt. um dæmir sig sjálft en ég ítreka það að ég held að þarna hafa ver- ið um slys að ræða hjá Þormóði. Ég þekki hann aö öllu öðm en að vilja hafa rangt við í svona leik eða yfirleitt í lífinu. Við vilj- um að sjálfsögðu að þessari hátt- vísi sé fylgt eftir en hún er ekki í knattspyrnureglunum. Þetta em óskráðar reglur,“ sagði Eggert Magnússon. ISLAND - UNGVERJ ALAND Á LAUGARDALSVELLI SUNNUDAGINN 11.JÚNÍ KL. 20.00 Forsala í Eymundsson, Spörtu og hjá íslenskum getraunum. MUNIÐ PAKKATILBOÐIÐ Jón Grétar Jónsson, varnarmaður Vals, er höfðinu hærri en Keflvíkingurinn Eysteinn Hauksson í þessu návígi og þannig var það yfirleitt í gærkvöldi þegar Keflvík- ingar komu nálægt Hlíðarendavörninni. DV-mynd Brynjar Gauti Ólaf ur bjargaði Kef lavík - Valsmenn áfram á botninum eftir 0-0 jafntefli Víðir Sigurðsson skri&r: Valsmenn sitja áfram í botnsæti 1. deildarinnar eftir markalausan leik gegn Keflavík á Hlíðarenda í gær- kvöldi. Samt sem áður geta þeir litið.á leikinn sem eitt skref í rétta átt - Valur var mun betri aðilinn í leiknum og að- eins frábær markvarsla Ólafs Gott- skálkssonar forðaði Keflvíkingum frá því að snúa alveg tómhentir suður Reykjanesbrautina. Olafur varði í tvígang frá Sigþóri Júl- íussyni sem hafði komist einn inn fyrir Keflavíkurvörnina og að auki hirti hann góð skot frá Stewart Beards og Herði Má Magnússyni. Keflvíkingar sköpuöu sér hins vegar afar fá umtals- verð færi, það besta fékk Kjartan Ein- arsson sem komst (rangstæður?) upp að marki Vals en Lárus Sigurðsson varði vel. Þetta var annars leikur varnarmann- anna sem stóðu upp úr í báðum liðum. Valsvörnin var afar þétt, með Petr Mrazek í aðalhlutverki, og hafði hina hættulegu sóknarmenn Keflavíkur í vasanum. Hinum megin lék Helgi Björgvinsson mjög vel í vörn Keflavík- ur og er liðinu greinilega góður styrk- ur. Eini sóknarmaður liðanna sem náði aö sýna eitthvaö var Stewart Beards, Bretinn hjá Val, sem sýndi oft skemmti- lega takta. „Það er engin spuming að þetta er á réttri leið hjá okkur, við vomm betri aðilinn og Óli Gott bjargaði þeim með frábærri markvörslu. Sjálfstraustið er komið hjá mönnum og þeir famir að gera sér grein fyrir því að þegar þeir spila samkvæmt getu er liðið gott. Við erum að skapa okkur færi og menn eru að beijast úti um allan völl og fyrir hver annan. Við Valsmenn ætlum okk- ur meira en þetta,“ sagði Hilmar Sig- hvatsson, fyrirliði Vals, við DV eftir leikinn. „Ég vissi að Valsmenn kæmu vitlaus- ir í þennan leik eftir slæma byijun og þetta gekk ekki upp hjá okkur á móti þeim. Það vantaði neistann, við vorum góðir upp að vissu marki, komum ágætu spili af stað, en botninn datt úr á síðustu stundu og við sköpuðum okk- ur ekki færi. Við eigum meira inni, við verðum að fara að skora mörk, en ég er ánægður með vörnina," sagði Ólafur Gottskálksson, fyrirliði og bjargvættur Keflvíkinga. Akranes ...3 3 0 0 6-1 9 KR ...3 2 0 1 5-3 6 FH ...3 2 0 1 4-3 6 Breiðablik.. ...3 2 0 1 5-5 6 ÍBV ...3 1 1 1 10-4 4 Keflavík ...3 1 1 1 2-2 4 Leiftur ...3 1 0 2 7-5 3 Grindavík... ...3 1 0 2 4-6 3 Fram ...3 0 1 2 1-7 1 Valur ...3 0 1 2 2-10 1 Markahæstir: Tryggvi Guðmundsson, ÍBV......4 Jón Þór Andrésson, Leiftri....3 Mihajlo Bibercic, KR..........3 Sumarliði Ámason, ÍBV.........2 Rastislav Lazorik, Breiðabl...2 Anthony K. Gregory, Breiðabl..2 ívar Bjarklind, IBV...........2 Ólafur Þórðarson, ÍA..........2 Páll Guðmundsson, Leiftri.....2 L 0PNA MIÐNÆTURMÓT LANDSBANKANS í Grafarholti laugardaginn 10. júní kl. 21.00. □ Punktakeppm.^^tableford7/^xforgjöf. □ Vegleg verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin ásamt fjölda aukaverðlauna. □ Ræst verður út af öllum teigum sarritímis. □ Borðhald að keppni lokinni. □ Keppnisgjald og matur kr. 3.000,- □ Skráning fií fram í Golfverslun Sígurðar Péturssonar í □ Skráningu lýkur fö%udag(nn 9. júní kl. 21.00. GOLFKLÚBBUR RtYKJAVÍKUR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.