Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 Spurningin Hefur þú verið í verkfaili nýlega? Eggert Guðmundsson slökkviliðs- maður: Nei. Ég hef aldrei veriö í verkfalli. Sædís Guðmundsdóttir skrifstofu- maður: Nei, ekki nýlega. Margrét Steinarsdóttir líffræðingur: Nei. Ég hef ekki verið í verkfalli, ekki síðan í BHMR-verkfallinu ’89. Erling Ingi Sævarsson nemi: Nei. Ég hef aldrei verið í verkfalli. Ómar Gísli Sævarsson nemi: Nei, ekki nema sem þolandi í kennara- verkfallinu. Ingigerður Stefánsdóttir leikskóla- kennari: Nei. Ég hef aldrei verið í verkfalli en fer kannski í verkfall. Lesendur Sauðfjárrækt - á enn að skera? „Mitt mat er að á milli sölu á fiski og kjöti sé ekki reginhaf," segir Konráð í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: Sagt er að laun íjárbóndans ís- lenska hafi verið á bilinu 25-30 þús- und kr. á mánuði áriö 1994 en lækki í 15-20 þúsund 1995. Að öllu óbreyttu og ef marka má fregnir þá eru menn enn að tala um niðurskurð á fé vegna þess að til eru í frystigeymslum lambskrokkar, sem líklega tekst ekki að selja á árinu. Spumingin nú hlýtur því að vera hvort ekki sé kominn tími til fyrir aðila að setjast niður og hugsa málin upp á nýtt. Spyija þeirrar spumingar hvort ætlunin sé að stunda þennan búskap áfram eða ekki. Bændur eiga heimtingu á að fá afdráttarlaus svör. Velvilji einn dugir ekki í þessu máli. Þetta er orðað svona hér vegna þess að ekki gengur stundinni lengur að draga þessa einu starfsstétt í land- inu á asnaeymm. Það sem hér hefur gerst á liðnum áram er aö menn eru sveltir til uppgjafar og klipiö á laumulegan hátt af framfærslunni með þeim afleiðingum að menn yfir- gefa bú sín og halda burt tómhentir því að búin eru óseljanleg undir svona kringumstæðum. Sú aðferð að slá hring utan um borgir er vel þekkt fyrirbæri í hem- aði. En bolabrögð af þessu tagi mis- bjóða samvisku sérhvers ærlegs manns. Af þessu má einnig sjá aö lægstu launin í landinu eru komin niður fyrir allt sem skynsamlegt má kalla. Að vísu er þá um meðaltöl að ræða, en hafa ber í huga að flestir útreikningar í þjóðfélaginu byggja einmitt á þessum meðaltalsútreikn- ingi og laun og annað reiknað út frá honum. Og þetta er gert þótt menn viti að meðaltölin gefa fráleitt rétta mynd af ástandinu. Því miður. Hið eina sem getur orðið sauðfjár- ræktinni til bjargar er aukinn út- flutningur. Sú leið er þó bæði torsótt og erfið. En spyrja mætti: Því í ósköp- unum beina menn ekki sjónum sín- um til okkar öflugu og ágætu fisk- sölufyrirtækja? Þar er þekkingin, reynslan og kunnáttan mjög mikil á markaðsmálum ytra. Einnig hafa þau gott orð á sér fyrir vandaða vöm. Nokkuð sem vert er að gefa gaum. Og hvað mælir á móti því að þar verði stofnuð deild með það sérsvið að selja útlendingum íslenskt kjöt? Mitt mat er að á milli sölu á fiski og kjöti sé ekki reginhaf. Og í huga kaupenda fer þetta ágætlega saman. Og því bendi ég á fisksölufyrirtækin að ef einhver hefur það bolmagn sem þarf í þessu máli þá eru það sölusam- tök fiskafurða réttu aðilamir. Dómaramistök á knattspyrnuvelli Uros Ivanocevic skrifar: Fyrir tveimur árum skrifaði ég grein í DV um mistök dómara á knattspyrnuvellinum og hve mikið þau mistök áttu eftir að kosta. Ná- kvæmlega það sama gerðist í annarri umferð íslandsmótsins í knatt- spymu í leik Leifturs gegn KR á Ól- afsfirði á dögunum. Þar færði dómari leiksins, Sæmundur Víglundsson, KR-ingum sigur á silfurfati með því að dæma vítaspymu á Leiftur á síð- ustu mínútunni. Ég, sem er fyrram atvinnumaður í knattspymu, hef aldrei á ferli mín- um séð aöra eins gjöf eins og í þessu tilviki þegar dómarinn benti á víta- punktinn. Og ég trúi því í raun ekki að þjálfari KR hefði dæmt víti hefði hann verið í sporum dómarans. Mér datt í hug sá möguleiki að dómarinn hefði gert þetta viljandi og þannig skipulagt strax að koma fé- lagi að norðan úr 1. deildinni. Ég skrifa þetta bréf einungis í þeim tilgangi að lesendur geti velt þessum málum fyrir sér. Ég vil eirtdregið fara að sjá betri dómgæslu á íslandi og einnig að réttlæti milli stóru félag- anna og þeirra smærri verði full- nægt. Svanasöngur verkalýðsfélaganna? þjonusta allan sólarhringinn __i Aöeins 39,90 mínútan eða hringið í síma 5632700 milli kl. 14 og 16 Axel skrifar: Það hefur orðið æ ljósara í yfir- standandi verkfallshrinu að verka- lýðsfélögin sem slík eru ekki jafn sterk og áður var. Nú ræðir Vinnu- veitendasambandið beint við ein- staka formenn og fulltrúa þeirra fé- laga sem þá og þá stundina era í verkfalli eöa hafa boðað til þeirra, en sem heild era launþegafélögin lít- ils megandi og gera heldur ekki mikl- ar gloríur þegar á reynir. Það era þá helst einstakir formenn þessara félaga sem hafa orðið fyrir hönd síns félags, en sem heild era félögin ekki svipur hjá sjón miðaö við stöðu þeirra fyrir svo sem ára- tug. Og samstaða á milli verkalýðsfé- laga er nánast ekki fyrir hendi í dag. Þetta er aö mörgu leyti gott, en slæmt fyrir athafnalífið í heild, þar sem nú er enginn friður svo aö segja allt árið um kring fyrir verkfallsboð- unum. Eitt félagið tekur við af öðra, og það era sífelld átök sem eru keðjir- verkandi á allt þjóðlífiö. Nú er t.a.m. enn ósamið við tugi verkalýðsfélaga. Og hvað gagnar að semja við eitt fé- lag ef allt annað er stopp? Farið er aö bera á því æ meir að samiö sé við fyrirtæki beint víða um landið, síðan annars staðar þar til allir semja um svipað og um samdist fyrst. Verkalýðsfélögin sjálf sem heild og á landsvísu eru að molna og við taka svo vmnustaðasamning- ar áður en nokkum varir. Þetta er það sem löngum hefur verið bent á að myndi verða affarasælast. Margir sjá fram á gjörbreyttar vinnuaðferð- ir, og kannski er yfirstandandi verk- fallshrina svanasöngur verkalýðsfé- lagnna í þeirri mynd sem þau hafa lengst af verið. Sem heild eru verkalýðsféiögin ekki svipur hjá sjón frá þvi sem áður var, segir hér i bréfinu. Vamarmálog lánamál Einar Jónsson skrifar: Nú er enn eina ferðina farið að ræða varnarmál íslendinga í samhengi við lántökur íslendinga erlendis, eínkum í Bandaríkjun- um. Mörgum finnst þetta nú vera orðin svo gömul lumma að eng- inn taki við henni lengur. En lengi má hamra jámið og nú vantar vinstrimenn og fyrram kommúnista á íslandi eitthvað til að japla á, eftir að þeir hafa gjör- samlega fallið af stalli hér á landi sem annars staðar. Þar sem þeim skýst þó hæst er þegar þeir fara að draga löngu látna heiöurs- menn inn í þessa hugljómun sína mn varnarlið og lánamál meö þeim hætti að vamir landsins hafi lengst af svo gott sem verið til sölu. Nýrforseti ísjónmáli? Gunnar Guðjónsson skrifar: Ég tek eftir því að farið er að ýja að forsetakosningu sem á að fara fram á næsta ári. Ekki ráð nema í tíma sé tetóð. í einni kjall- aragrein í DV nýlega er líka vikið að þessu og þá reiknað með að forsetakosningar eigi sér stað 1996. En er það svo nauðsynlegt? Er ekki langhagkvæmast fyrir land og þjóð að halda núverandi forseta í starfi næsta kíörtímabil a.m.k. ef hún svo kýs? Jafhvel lengur. Til hvers nýjan forseta ef sá sami fæst til að starfa áfram? Enda sé ég engan mann, hvortó karl né konu, sem tiltækan fram- bjóðanda að ári. Ennervoná verfcföllum K.R.P. skrifar: Þótt nú finnist fólki sem verk- fallsaldan rísi hvað hæst, þá er enn von á verkfóllum. Og það frá stéttarfélögum sem maður hélt aö væru búin að sernja. Þar á ég við t.d. flugmenn og flugvirkja, svo og sjúkraliöa. Þannig aö enn má búast við óróa í kringum ferðamannaþjónustuna og sjúkrahúsin - enn einu sinni! Og þá eru það félög eins og meina- tækna (vorum við ekki búin að fa ónæöi af þeim áður?), lögreglu- menn og viðstóp'ta- og hagfræð- ingar. Hvar endar þetta? ÁTVR-lokun umhelgar Guðbjörg skrifar: Hún gengur nú of langt þessi árátta hins opinbera að halda verslunarhóttum ÁTVR óbreytt- um, nú, áriö 1995! Ég er útivinn- andi og fer yfirleitt aldrei í versl- anir fyrr en eftir vinnutíma. Það sama er uppi á teningnum fyrir hvitasunnu. Ég ætlaði að kaupa tvær flöskur af rauðvíni og velja þær vel og vandlega. Eför kl. 17 á fóstudegi er orðin þvílík biðröð og þrengsli í ÁTVR-verslununum að mig fýsir ekki að fara þangað. Því má ektó hafa opið þar á laug- ardögum líkt og í öörum verslun- um? Eða færa léttvín og bjór í almennar matvöruverslanir? Er þetta óumbreytanlegt lögmál hjá ríkinu? Frlsvæðlvið Keflavík Gestur hringdt: Mér blöskrar umræðan um fyr- irhugaö frísvæði á eða við Kefla- víkurflugvöU. Þeta er hugmynd sem allir, jafnt einstaklingar sem stjómmálaílokkar, hafa sýnt áhuga. Nú er lokað á allt, jafnvel umræðu um máliö! Ég legg til að Suðumesjamenn fari sjálfir af stað með málið á ný og leiti fyrir sér erlendis um stuöning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.