Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 Simaskráin er umdeild bók. Útgefandi á rangri hillu „Útgáfa Póst- og símamála- stofnunar á símaskrám er ótrúleg sorgarsaga um útgefanda sem er á rangri hillu.“ Herbert Guðmundsson i DV. Erum í gislingu „Við lítum þannig á að við, eins og reyndar þjóðin öll, séum í gísl- ingu vegna verkfallsins." Einar Slgurðsson útgerðarmaöur í DV. íslendingurinn í hnotskurn „Frú Sigríður er fimmta land- Ummæli vætturin, íslendingurinn í hnot- skum.“ Rósa Ingólfsdóttir i DV. Lágu vel viö höggi „Ég sagði fyrir leikinn að þetta væri heppilegur tími til að koma til Eyja og vinna... Þeir rúlluðu upp Val og áttu að vinna Fram og lágu því vel við höggi.“ Bjarni Jóhannsson, þjáltari Blika, i DV. Ódrengilegasta sem ég hef kynnst Þetta er það ódrengilegasta sem ég hef kynnst í knattspym- unni... Siðareglurnar verða að engu með svona framkomu." Gauti Laxdal í DV um framkomu KR-inga. Gone with the Wind er vinsæl- asta kvikmynd allra tíma. Vinsælustu kvik- myndirnar Samkvæmt skrá eru kvik- myndir Stevens Spielbergs, Jur- rassic Park og E.T. vinsælustu kvikmyndir sem gerðar hafa ver- ið í Bandaríkjunum. Þá er miðað við tekjur í dollurum sem komið hafa inn. En þar sem miðaverð hefur verið sveiflukennt og yfir- leitt farið hækkandi eftir því sem árin líða gefur þessi hsti ekki rétta mynd af því hver vinsælasta myndin er. Blessuð veröldin Gone with the Wind var gerð árið 1939 og var óhemju vinsæl, en í aðgangseyri komu tæpar 80 milljónir dollara sem þætti ekki nema rétt sæmilegt í dag. Þegar þessi upphæð er framreiknuð kemur í ljós að 80 milljónimar eru orðnar 827 milljónir og þar með er Gone with the Wind vin- sælasta kvikmynd allra tíma. Með þessari framreiknireglu er í öðru sæti teiknimyndin Mjall- hvít og dvergamir sjö (1937) en framreiknaður aðgangseyrir af henni er 622 milijónir dollara. Ef þessi viðmiðun yrði notuð í dag lækkuðu Jurrassic Park og E.T. í 6. og 7. sæti og upp fyrir þær fæm Star Wars (1977), The Sound of Music (1965) og Jaws (1975). DV Léttir til norðanlands Norðanáttin er að ganga niður og verður hægviðri um mest allt land. Síðdegis og í kvöld og nótt verður Veðrið í dag hæg vestan- og suðvestanátt á land- inu, skýjað verður sunnan- og vest- anlands en aftur á móti léttir þá til um norðan- og austanvert landið. Gera má ráð fyrir að hiti komist upp í 10 til 12 stig á þeim slóðum en held- ur svalara verður sunnan- og vestan- lands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestan- og vestangola og skýjað þegar líður á daginn og yfir nóttina. Hiti 7 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.45 Sólarupprás á morgun: 3.08 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.00 Árdegisflóð á morgun: 1.23 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 5 Akurnes léttskýjað 7 Bolungarvík léttskýjað 4 Keflavíkurflugvöllur hálfskýjað 8 Kirkiubæjarklaustur skýjað 8 Raufarhöfn alskýjað 3 Reykjavík léttskýjað 7 Stórhöfði léttskýjað 8 Bergen léttskýjað 10 Helsinki skýjað 18 Kaupmannahöfn skýjað 13 Ósló súld 11 Stokkhólmur þokumóða 13 Þórshöfn rigning 7 Amsterdam rigning 13 Barcelona heiðskirt 17 Berlín rigning 13 Chicago léttskýjað 21 Feneyjar léttskýjað 17 Frankfurt skýjað 12 Glasgow léttskýjað 8 Hamborg alskýjað 12 London súld 15 LosAngeles heiðskírt 17 Lúxemborg skýjað 11 Madrid léttskýjað 16 Malaga þokumóða 19 Mallorca heiðskirt 20 Montreal heiðskirt 19 New York súld 17 Nuuk rigning 5 Orlando heiðskírt 24 París skýjað 14 Róm léttskýjað 15 Steindór Gunnarsson, sundþjálfari ársins: „Þetta er mikill heiður og viður- kenning á þvi sem ég er að gera. Það er greinilega tekið eftir okkur og þetta sýnir aö við erum á réttri leiö. Ég stefni á að koma einhverj- um sundmönnum lengra og þaö er örvandi að fá þessa nafnbót en það er ekki endirinn á gangi mála, það er alltaf hægt að gera betur," segir Steindór Gunnarsson sem fyrir skömmu var kosinn sundþjálfari Maöur dagsins ársins hér á landi. Steindór hefur þjálfað alla ald- urshópa hjá Sunddeíld Njarðvíkur í fjögur ár, ásamt því að starfa sem kennarí, en hann er íþróttakennari að mennt. Steindór segir að þessi tilnefning hafi komið honum á óvart: „Ég er ekki sundmaöur sjálf- ur og hef ekki verið sundþjálfari lengi svo aö þaö er ekki síst mikil viðurkenning aö þeir sem velja Steindór Gunnarsson. sundþjálfara ársins eru þjálfarar sem hafa mikla þekkíngu og vit á íþróttinni." Steindór sótti um stöðu sem íþróttakennari við Njarðvíkurskól- ann fyrir íjórum árum og í fram- haldi af ráðningu hans var honum boðið að taka viö sundinu: „Þetta er búið að vera ánægjulegur tími með krökkunum sem eru alveg frá- bærir. Þaö er skemmtilegt að fylgj- ast með framförum þeirra og sjá hvað þau eru ánægð.“ Steindór segir að þjáifunin sé að nálgast það að verða of mikil fyrir einn mann aö standa í. Hann þjálf- ar sex daga vikunnar og stundum tvisvar á dag og þetta gerir hann raeð starfinu í skólanum. Hjá hon- um eru yfir áttatíu krakkar sem æfa sund. Áður en Steindór kom til starfa í Njarðvíkum hafði hann sinnt kennslu á Snæfellsnesi og Hólmavík. Sjáifur er hann úr Þykkvabænum í Rangárvallasýslu. Hans helstu áhugamál fyrir utan íþróttimar eru útivera og ferðalög. , Jln það er ekki míkill tími fyrir tómstundaiðkun hjá mér þar sem ég tel mig vera yfirbókaðan við kennslu og þjálfun og kem stund- um ansi seint heim á kvöldin." Sambýliskona Steindórs er Heið- rún Ingvarsdóttir og eiga þau tvær dætur, Unni níu ára og Margréti sem er á þriöja ári. 2. umferð í Mjólkurbik- arkeppni KSÍ í gær fóru fram ellefu leikir í 2. umferö Mjólkurbikarkeppni KSÍ en þetta er eins og flestum er kunnugt útsláttarkeppni. Það eru enn aöeins lið úr neðri deild- um og b-lið stóru félaganna sem íþróttir eru í pottinum. Sextán efstu liðin úr deildakeppninni í fyrra kom- ast beint áfram í 16 liða úrslitin. Keppninni verður framhaldið í kvöld og fara þá fram fimm leikir. Á Akranesi keppir ÍA U23 gegn Snæfellsmönnum, í Keflavík leik- ur Keflavfk U23 gegn ÍR, á KR- velli leikur KR U23 gegn Sljörn- unni U23, á Vaisvelli leika Valur U23 gegn Víkingi Ól. og á Seyðis- fjaröarvelli leika Huginn og KBS. Skák Fyrir síðustu umferð á alþjóðamótinu í Málmey í Svíþjóð, sem tefld verður í dag, eru Ivan Sokolov, Ulf Andersson og Mikhail Krasenkov efstir og jafnir með 5,5 v. en Jóharm Hjartarson og Matthew Sadler koma næstir með 5 v. Jóhann mætir Sokolov í dag og hefur svart. í þessari stöðu frá mótinu missti Svíinn Jonny Hector, með svart og átti leik, af skemmtilegri leiö gegn Sokolov: I# 1 A iii i m W £ A Atsa & A A S cjb ABCDEFGH Skákin tefldist 24. - Rc4? 25. Hxc4! dxc4 26. Bxh7 +! Kxh7 27. Dxf8 De5 28. Dxf7 Del+ 29. Kg2 De2+ 30. Hf2 De4+ 31. Hf3 og kappamir sættust á jafntefli. Frá stöðumyndinni hefði 24. - Rxg4! 25. Dxf4 Re5 +! verið afar sterkt og áffam 26. Dxg5 Rxf3+ og næst 27. - Rxg5, eða 26. Khl Dxf4 27. Hxf4 Rxd3 og gafflar hrókana, með vinningsstöðu i báðum til- vikum. Jón L. Árnason Bridge I gær var vamarþraut í bridgedálknum og hér kemur önnur til að spreyta sig á. Lesandinn situr í sæti vesturs og sér að- ( eins spil norðurs (blinds) eftir neðan- greindar sagnir. Suður er gjafari og AV á hættu. Þú spilar út einspilinu í tigli, litið úr blindum og austur setur ásinn en sagnhafi gosann. Austur spilar tíguláttu, sagnhafi setur tíuna og þú trompar. Hverju spilar þú næst og hvers vegna? ♦ 64 V G98 > ♦ KD976 + KD3 ♦ K9873 V 763 ♦ 2 + 10765 ♦ Á105 V 52 ♦ Á8543 4» G84 ♦ DG2 V ÁKD104 ♦ G10 «*> Á92 Suður Vestur Norður Austur lf Pass 2* Pass 2 G Pass 3» Pass 4» p/h Ljósteraðfélagiþiimeraðgefaþérskila- i boð um að spila spaða til baka með því ' að spila tíguláttunni. Nú er það í þínu hlutverki að borga honum greiðann og spila spaðakóngnum! næst. Ef þú spilar lágum spaða tekur fálagi þinn í austur á spaðaásinn og spilar sennilega aftur tígh tÚ þess að reyna að uppfæra hugsanlegan slag fyrir þig á hjartadrottninguna. Ef í hann gerir það getur sagnhafi trompað hátt, tekið trompin og losnað við spaða ofan í tígul. Með þvi að spila lágum spaða ertu í raun að gefa félaga skilaboð um aö þú eigir ekki kónginn í litnum og vilj- ir fá tígul til baka. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.