Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 11 Skálholtstónleikar _________Merming íslenskt leikrit færviðurkenningu Eyþór Eövarösson, DV, Holíandi; hafnir Fyrstu Skálholtstónleikar sumarsins voru haldnir á laugardaginn var. Ein 20 ár eru nú Uöin frá fyrstu tónleikahátíðinni og var þessi 20 ára afmælishátíð sett með pomp og pragt í sólskini og dásamlegu veðri. Veglegt afmælisrit hefur verið gefið út í tilefni 20 ára afmælis sumartónleikanna sem ber yfir- skriftina „Sem niður margra vatna“. Það eru bæði sumartónleikarnir sjálfir og Collegium Musicum, Tónlist Áskell Másson samtök um tónlistarstarf í Skálholtskirkju, sem standa að þessari ágætu útgáfu. Er í ritinu m.a. að finna greinar um tónlist í Skálholti á fyrri öld- um, tjáningu í barokktónlist, Bach og trú hans, 300 ára ártíð Henrys Purcell o.íl., auk þess sem birt eru viðtöl við tónskáldin Jón Nordal og Þor- stein Hauksson. Á fystu tónleikunum voru fluttir tveir konsertar eftir Johann Sebastian Bach fyrir þrjá og fjóra sembala og hljómsveit. Bach er talinn hafa skrifað tvo konserta fyrir 3 sembala og einn Skálholtstónleikarnir eru hafnir þetta sum- arið. fyrir flóra á árinu 1733. Sá síðastnefndi er umritun á konsert fyrir 4 fiðlur og hljómsveit eftir Vivaldi en hinir, sem eru í C-dúr og d-moll, eru líklega hans eigin tónsmíðar. Ástæðurnar fyrir því að hann skrifaði þessa konserta fyrir þrjú og fjögur einleikshljóðfæri eru sjálfsagt fremur praktískar en fagurfræðilegar. Flest bendir til þess að hann hafi hugsað þessi verk sem samleiksverkefni með nemendum sínum. Hvað um það, þótt sembal- hljómurinn veröi ansi þéttur með svo mörgum hljóðfærum þá er hér um yndislega tónlist að ræða. Það var Bachsveitin í Skálholti sem lék með einleikurunum en þeir voru Helga Ingólfsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Elín Guðmundsdóttir og Málfríður Konráðsdóttir. Bæði verkin voru ágætlega flutt. Það fyrra, fyrir þijá sembala í C-dúr, BMV 1064, var þá kannski jafnbetur flutt og voru t.d. geysihraðir skalarnir í þriðja þættinum glæsilega útfærðir, svo nokkuð sé nefnt. Ekki er hægt að skilja við tónleikana án þess að minnast á ræðu sr. Guðmundar Óla Ólafssonar sem fjallaði m.a. um tónlistar- og trúariðkun í Skálholti, bakgrunnin að sumartónleikunum og þá miklu vinnu sem liggur að baki þessa lofsverða framtaks. Á alþjóðlegri leiklistarhátíð, sem haldin var i Amsterdam í lok júní, fékk leikritið Fylgd eftir Rebekku Ingimundardóttur sérstaka viður- kenningu fyrir framúrskarandi leik- stjórn, búninga og útfærslu. Leikritið, sem var lokaverkefni Rebekku við Object Theater leiklist- arskólann í Amsterdam, var valið af sérstakri dómnefnd til að sýna á há- tíðinni. Trésmíðavélar Nýju hjólsagirnar frá SCM Nýr þykktarhefill SCM S 520 Allar vélar samkvæmt CE staðli Einstaklega lágværar Rykfríar IMTVÍMI Hvaleyrarbraut 18 Sími 565 5055 Sembalsnilli Franski sembalsnillingurinn Francoise Lengellé lék verk eftir þrjú tónskáld úr Couperin-ættinni á Sumar- tónleikum í Skálholti sl. laugardag. Lengellé á að baki glæsilegan feril sem semballeik- ari. Hún nam hjá Kenneth Gilbert, Ton Koopman og Gustav Leonhardt, sem allir eru meðal fremstu semb- alleikara samtímans. Hún hefur ferðast víða til tón- Tóiúist Áskell Másson leikahalds og komið fram á tónlistarhátíðum, verið dómari í samkeppnum og er eftirsóttur gestakennari. Hún hefur leikiö á hljómdiska, m.a. tónlist eftir Francois Couperin. Louis Couperin er einn ættfeðr- anna í þessari miklu tónlistarfjölskyldu, eða ættar- veldi, sem hafði mikil áhrif á tónlist í Frakklandi allt Djasshátíð á Með Árna ísleifsson í fararbroddi var nú haldin djasshátíð á Egilsstöðum í áttunda skiptið, en Árni var framkvæmdastjóri hátíðarinnar nú sem endranær. Kynnir var Vemharður Linnet, og áttu fjörugar kynn- ingar hans sinn þátt í að setja hressilegan svip á hátíð- ina. Fyrsta kvöldið, fimmtudagskvöldiö 29. júní, var vel heppnað, og fjölmennt á sviðinu í Valaskjálf. Tórs- havner Stórband frá Færeyjum er að mestu skipað kornungu fólki, og fengu það þann heiður aö opna hátíðina. Stjómandann Eirík Skála og píanistann Magnús Johannesen þekkja ýmsir íslendingar frá dvöl þeirra hér, en þeir námu við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík. Stórbandið blés hressi- lega og var gaman að sjá hvers þessir ungu krakkar voru megnugir. Áöur en Arnís djasskórinn steig á svið söng einn komungur kórfélagi, Margrét Lára Þórarinsdóttir, með Áma ísleifssyni á píanó, Guðjóni Þorlákssyni á rafbassa og Braga Þorsteinssyni á trommur. Með þeim blés svo í trompet einn þeirra manna sem kom undirrituðum á djassbragðið á sínum tíma, sjálfur Viðar Alfreðsson, og hressilegur leikur hans og Áma hélt hljómsveitinni uppi, ásamt ágætum söng Margrétar. Arníss djasskórinn tók svo við, byrj- aði á Mood Indigo, og á efnisskránni voru einnig Sweet Georgia Brown og hið fallega lag Louis Bonfa, Sweet Rain. Allar útsetningar voru smekklegar og skemmti- legar og söng kórinn ágætlega, sérstaklega kvenlegg- urinn. Næsta kvöld var svo danski fiðluleikarinn Finn Siegler á dagskránni, en með honum léku Eyþór Gunn- arsson á píanó, Þórður Högnason á kontrabassa og Matthías M.D. Hemstock á trommur. Leikur þeirra var hápunktúr hátíðarinnar, og mátti heyra saumnál detta í troðfullum salnum í Valaskjálf undir frábærum leik þeirra. Fór svo að þeir voru á sviöinu í um þrjá frá 17. öld til þeirrar 19. Lengellé lék eftir hann Svítu í d-moll í sjö þáttum. Hljóðfærið var örlítið vanstillt og hlýtur það að hafa haft einhver áhrif á svo nákvæ- man listamann. Erfitt var þó að heyra það því að leik- ur Lengellé var í einu orði sagt stórkostlegur. Átta þættir úr „Deuxéme ordre“, eftir Francois Couperin, sem er líklega þekktastur þeirra úr Couperin-ættinni, komu næst og var sá flutningur fágaður og yfirvegað- ur og fram borinn af miklu listfengi. Útfærsla Len- gellé á hryn býr yfir slíkum fjölbreytOeik að er sérlega heillandi. Tónleikunum lauk með sex verkum eftir Armand-Louis Couperin, en hann var frændi Franco- is. Tónhst hans þykir sýna ágætlega þau fagurfræði- legu viðhorf sem voru ríkjandi á tímum Lúðvíks IV., sem hefur verið kölluð upplýsingaöldin. Ljóðræna og fínleiki eru meðal mest áberandi þátta í þessari tónl- ist. Glæsileiki var þó helsta einkenni síðasta verksins, „La Du Breul" svo og flutnings þess og voru það frá- bær lok þessara tónleika. Egilsstöðum tíma eftir að hafa verið klappaðir upp hvað eftir ann- að. Fiðluleikur Sieglers er fjölbreyttur og töluvert „boppaðri" en hinna stórfiðlaranna sem hafa sótt okk- ur heim, þeirra Svend Asmussen og Stephan Grapelli. Eftir að þeir höfðu lokið sínum leik tók við blúsband Garðars Harðarsonar frá Stöðvarfiröi og lék og söng rafmagnaðan blús af gömlu góðu sortinni. Þriðja kvöldið var sviðið enn orðið fullt af fólki. Stór- sveit Reykjavíkur var þá komin til Egilsstaöa ásamt stjórnanda sínum, Sæbirni Jónssyni, og með þeim stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason. Var gerður góður rómur að leik þeirra. Að því loknu söng svo Arníss djasskórinn. Lokakvöldið hófst með leik Djassbands Hornafjarð- ar, undir stjórn Sæmundar Harðarsonar. Fannst mér Djass Ársæll Másson sveitin hafa vaxið töluvert frá því ég heyrði í henni á RúRek, og ýar efnisskráin töluvert metnaðarfull. Ragnheiður Sigjónsdóttir söng frábærlega á köflum með sinni skemmtilegu og sérstæðu rödd. Lokahnykk hátíðarinnar átti svo Dixielandhljómsveit Björns R. Einarssonar. Fengu þeir svo djassgoðann Árna ísleifs- son til hðs við sig, en hann lék einmitt á píanóið hjá Birni í Listmannaskálanum fyrir um fimmtíu árum. En ég get ekki lokið þessum pistli ánþess aö minnast á það hversu frábært framtak þessi hátíð er, og vil ég þakka Árna ísleifssyni og hans fólki kærlega fyrir dásamlega daga hér á Egilsstöðum. i i i i -i i 9 0 4 *1700 kr. 39.90 min. Don't;lose contact with the world. Call 904-1700 and hear the latest in world news in English orDanish. i I * NEWSiia/f 904*1700 HJÁ FRAMLEIÐANH UNIROYAL Uniroyal fólksbíladekkin hafa aldrei verið á hagstæðara verði en einmitt nú. Gerið verðsamanburð. Réttarhálsi 2 sími 587 558£ Skipholti 35 553 1055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.