Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Síða 24
36 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 Kvennalistakonur deila. Hvernig skratt- inn les Biblíuna „Þessi umræða er farin aö minna mig á skólaspeki miðaida . eða það hvernig skrattinn les Biblíuna, að því er sagt er.“ Kristín Ástgeirsdóttir, i Alþýðublað- inu. Eins og við jarðaför „Ég varð engu að síður mjög hissa og vonsvikin þegar ég mætti á vorþing Kvennalistans eftir kosningar og leiö eins og ég væri að mæta í jaröarfór." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, i Alþýðublaðinu. Til vinstri og svo til hægri „Ýmsum innan Kvennalistans fmnst erfitt að sjá það fyrir sér að sameinast til vinstri svo menn geti farið til hægri.“ Guðný Guðbjörnsdóttir, i Alþýðublaðinu. Ummæli Pappírspésar „Það er greinilegt að þeir menn, sem svona vinna eru engan veg- inn starfi sínu vaxnir. Þetta eru einhverjir pappírspésar." Pálmi Karlsson fisksali, í DV. Skrítin eyðsla < „Af hverjum þúsund krónum, sem komu inn var 1750 krónum eytt.“ Jóhann G. Bergþórsson, i DV. J. Edgar Hoover lét fylgjast með rithöfundum. Vaktaðir af FBI Margir þekktir bandarískir rit- höfundar hafa lent í klónum á FBI sem hefur fylgst með þeim, aðallega vegna þess að FBI taldi þá kommúnista. Til dæmis þótti ástæða til að fylgjast með Ten- nesse Wilhams vegna þess kom- múnískt dagblað hrósaði leikrit- um hans og einnig vegna þess að FBI taldi hann vera homma. Um nóbelsverðlaunahöfundinn Sinclair Lewis var skrifuð á veg- um FBI150 blaðsíðna skýrsla þar sem meðal annars kom fram aö Blessuð veröldin hann byggi ekki hjá eiginkon- unni, hann hefði skrifað bók sem þótti áróður fyrir því að hvitir og svartir byggju saman og að hann væri félagi í félagsskap sem vildi takmarka bameignir. Nóbelsverðlaunarithöfundur- inn Pearl S. Buck hafði tekið að sér barn sem var svart að hálfu og að hálfu japanskt. Þetta þótti FBI vont mál og hóf rannsókn. í skýrslu er hún sögð hliðholl svarta kynþættinum og þar segir einnig að það sé alvarleg mál að hún tilheyri félagsskapnum Am- erican Civil Liberties Union, fé- lagi sem FBI segir að sé komm- únistafélag. Aðrir frægir rithöf- undar, sem hafa orðið fyrir barö- inu á FBI, eru m.a. Emest Hem- ingway, Dorothy Parker, Lillian Hellman og Allen Ginsberg. í dag verður norðlæg átt á landinu, sums staðar allhvasst norðvestan til en kaldi eða stinningskaldi annars staöar. Norðanlands verður súld eða Veðrið í dag rigning með köflum en skúrir eða slydduél á Vestfiörðum. Sunnan til á landinu verður skýjað með köflum fram að hádegi en síöan léttskýjaö. Hiti verður á bilinu 2 til 6 stig noröan til en 7 til 12 stig um landið sunnan- vert. í nótt verður norðan- og norö- vestankaldi. Um landið norðanvert verða dálítil snjó- eða slydduél og hiti 0 til 3 stig. Sunnanlands og vest- an veröur léttskýjað og hiti 3 til 7 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðlæg átt, stinningskaldi eða all- hvasst og skýjað með köflum fram að hádegi en síðan léttskýjað. Hiti verður 7 til 11. Sólarlag í Reykjavík: 23.48 Sólarupprás á morgun: 3.17 Síðdegisflóð í Reykjavík: 00.38 Árdegisflóð á morgun: 00.38 Heimild: Almunak Húskóluns Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri súld 3 Akurnes skýjað 8 Bergsstaðir alskýjaö 2 Bolungarvík rigning 3 Kefla víkurflugvöllur skýjað 5 Kirkjubæjaridaustur léttskýjað 7 Raufarhöfn rigning 3 Reykjavik úrkoma 5 Stórhöfði skýjað 6 Bergen þoka 12 Helsinki léttskýjað 13 Kaupmannahöfn alskýjað 13 Ósló rigning 13 Stokkhólmur skýjað 14 Þórshöfn skýjað 10 Amsterdam léttskýjað 16 Barcelona heiðskírt 18 Berlín skýjað 16 Chicago alskýjað 21 Frankfurt léttskýjað 14 Glasgow súld 15 Hamborg skýjaö 15 London hálfskýjaö 14 Lúxemborg skýjað 16 Madrid heiðskírt 16 Mallorca heiðskírt 19 Þórir Sigfússon knattspyrnuþjálfari: Fékk ekki langan tíma til umhugsunar Ægir Már Káraaon, DV, Suðumesjum: „Ég fékk ekki langan tima til að hugsa mig um hvort ég vildi starfið og ég sé ekki eftir því að hafa ráð- ist í þetta. Ef ég ætla að leggja fyrir mig þjálfun verður að grípa tæki- færið þegar þaö gefst Hingaö til hefur þetta gengiö vel, en þetta er ..•»........................ Maður dagsins krefiandi vinna og mikið starf. Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvort þjálfun fyrstu deildar liðs á við mig,“ segir Þórir Sigfússon, þjálfari Keílvíkinga í knattspyrnu, en Þórir tók við starfinu af Inga Birni Albertssyni sem var látinn hætta. Var Þórir aðstoðarmaður hans. Þórir hefur aldrei áður þjálfað meistaraflokk en hann hefur þjálf- að yngri flokka með góðum árangri hjá Fylki undanfarin ár og skilaöi félaginu íslands- og Reykjavíkur- meistaratitlum. Þórir er vel kunn- Þórir Sigfússon. ugur í herbúðum Keflvikinga en hann spilaði með meistaraflokki félagsins frá 1976 til 1980 og var mikill markaskorari en varð fyrir alvarlegum hnémeiöslum sem bundu enda á féril hans. Þórir er er fæddur og uppalinn í Keilavík og lék með liðinu í öllum yngri flokkum, en nú býr hann í Árbænum i Reykjavík og líkar þaö vel. „Það fer töluverður tími í að keyra á milli en ég læt það ekki hafa áhrif á mig enda er ég í skemmtilegu starfi.“ Auk þjálfara- starfsins starfar Þórir sem sölufull- trúi hjá VÍS. Þórir segist fá mikinn stuðning frá fiölskyldunni en eiginkona hans er knattspyrnuáhugakona og kemur úr mikilli Valsætt. Þórir var spurður um áhugamál: „Ég á nú ekki mikið frí þessa dagana og aUur aukatími fer í aö vera með fiöl- skyldunni, en ég hef mikinn áhuga á hestum og reyni að komast á sumrin í bústaðinn í Grimsnesi þar sem fiölskyldan er með hesta. Þaö er ekkert betra en að fara á hestbak á góðum degi og ríða upp i fiöll.“ Eiginkona Þóris er Margrét Gunnarsdóttir framreiðslumaöur en hún varð heimsmeistari í fagleg- um vinnubrögðum í kokktejlblönd- un fyrir tveimur árum. Þau eiga eitt barn. saman, Stefaniu Ósk, þriggja ára, en Þórir á fyrir Hildi Maríu, 9 ára. Þá eiga þau von á bami í september." Myndgátan Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Fjórir leikir í 1. deildinni i kvöld verða fiórir leikir í 1. deildinni i knattspymu. Sem fyrr er Akranes ósigrandi í deildinni og fær liðið Fram í heimsókn en það var einmitt Fram sem sló Akranes óvænt út úr bikar- keppninni á dögunum. Sjálfsagt er efst í huga Akumesinganna íþróttir að hefha ófaranna og verða þeir að teljast mun sigurstranglegri. Aðrir leikir em ÍBV-KR í Vest- mannaeyjum og þar gæti orðið um mjög spennandi viðureign að ræða. í Kópavogi leikur Breiða- blik gegn Leifri frá Ólafsfirði og á Hlíðarenda leika Valsmenn við Grindvíkinga. Skák Keppni eldri meistara og kverrna er nýhafin í Prag í Tékklandi. Liö öldunga skipa Vassily Smyslov, Boris Spasskij, Viktor Kortsnoj, Vlastimil Hort og Lajos Portisch. Judit og Zsuzsa Polgar tefla með konum, Xie Jun, Pia Cramling og Nana Ioseliani. í fyrstu umferð hafði kvenfólkið betur - Pia vann Portisch og Judit vann Smyslov en Kortsnoj vann Ioseliani. Þessi staða er úr skák Judittar, sem hafði svart og átti leik, og Smyslov. Nú iauk Judit skákinni skemmtilega: 27. - Bh4! 28. g3 e3! 29. fxe3 Bg5!, betra en 29. - Bxg3 30. e4. Eftir þessa þrjá sterku leiki kaus Smyslov að gefast upp. Ef 30. e4 Bxd2 31. exd5 Be3+ og mátar. Jón L. Árnason Bridge Svíar náðu takmarki sínu, að komast á HM um Bermúdaskálina, einir Norðurlandaþjóða, en naumt var það. Þeir enduðu í 4. sæti á EM í Portúgal með 541,5 stig. En Pólverjar voru í 5. sæti með 537,5. Fjórar efstu þjóðirnar öðluðust rétt til aö spila á HM. Svíarnir spiluðu við Austurrík- ismenn í 22. umferð og unnu þá, 17-13. Sigur þeirra hefði verið stærri ef Austurríkismenn hefðu ekki grætt 13 impa á þessu spili. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, a-v á hættu og suður gjafari: * 964 V G752 ♦ G43 + 652 ♦ D8 V ÁD6 ♦ ÁK652 + KD4 ♦ Á10752 V 94 ♦ D107 + 1073 Suður Vestur Norður Austur Fallen. Berger Nilsland Strafner pass llauf pass 1grand pass 2 tíglar pass 2grönd pass 31auf pass 41auf pass 4 tíglar pass 4hjörtu pass 61auf p/h “ JÓ V K1083 ♦ 98 Ánoo Opnun Bergers lofaði 16+ punkt- um og svar Strafners á einu grandi lofaði 4 kontrólum (Á=2, K=l). Næstu flórar sagnir voru eðlilegar, en lykillinn að slemmunni er sögn Bergers á 3-spil í laufi. Vegna hinnar hagstæðu legu í laufi gat Berger trompað tígulinn frían og þurfti ekki að hitta í hjartalitinn. Svíarnir spil- uðu 5 lauf á hinu borðinu. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.