Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Síða 28
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn._ RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8IAUGAROAGS-OG MANUOAGSMQRGNA Frjálst,6háð dagblaö FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995. Blönduós: Flugvél brann í bílskúr * Slökkviliðið á Blönduósi var kallað að bílskúr við Skúlabraut upp úr miðnætti í nótt. Eldur kom upp í bíl- skúmum en slökkviliðið náði að ráða niðurlögum hans áður en hann komst í sambyggt íbúðarhús. Nokkurt tjón hlaust af í bílskúrn- um því þar var maður að vinna við smíði flugvélar úr trefjaplasti þegar eldurinn kom upp. Að sögn Braga Árnasonar slökkviliðsstjóra missti maðurinn ljósahund í gólfið og komst neisti í eldfimt efni þegar ljósahund- urinn brotnaði. Maðurinn náði að forða sér út og loka á eftir sér. Þann- ig átti hann þátt í að hefta frekari útbreiðslu eldsins en ílugvélin er engu að síður talin ónýt. -bj b Vetrarveður í júlí: Hálkaáheið- um og snjór í hlíðum Hálka var á heiðum á Vestfjörðum og Norðurlandi í morgun. Vegagerö- in á ísafirði varaði við hálku á Breiðadalsheiði og Steingrímsfjarð- arheiði og Þorskafjarðarheiði var tahn ófær. Fjöll voru grá niður fyrir miðjar hlíöar á þessum slóðum í morgun. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings má búast viö svipuðu veðri fram á morgundaginn en þá byrjar að hlýna hægt og rólega. -rt Loðnumiðin: Stórviðri „Það er skítabræla hér og ekkert að sjá. Maður skilur varla þetta veð- urfar, það eru hérna 7 til 8 vindstig £3' noröaustri," sagði Jóhann Kristj- ánsson, skipstjóri á loðr.uskipinu Hólmaborg SU, í samtali við DV í morgun þar sem hann var staddur á loðnumiðunum við Kolbeinsey. Nokkur skip voru á miðunum og biðu þess að veður gengi niður. -rt Rán á Selfossi Tæpri milljón var stolið þegar brot- ist var inn í tvö fyrirtæki á Selfossi aöfaranótt miövikudags, Bygginga- vöruverslun Steinars Árnasonar og Heildverslun Viðars Bjarnasonar. Nóttina áður var brotist inn í veit- ingastaö á Stokkseyri og Dugguna í ',l5orlákshöfn. Litprentara var stohð á " Stokkseyri. -sv Fjögurra erlendra ferðamanna saknað á Vestflörðum: Óttast um afdrif fólks- ins á Drangajökli 1 X p / x -i p • 11 • x • Fjögurra ferða- manna saknað Jökulfiröir Bolungavík • ísafjöröur • Súðavík* DRANGA- JÖKULL Um 80 björgunar- sveitarmenn hafa leitað að erlendu feröamönnunum í nágreni Drangajökulls „Staðan er alveg óbreytt frá því i gær. Við urðum að hætta leit vegna óveöurs í nótt. Slóð fólksins var rakin upp á jökuhnn í nótt en það var tilgangslaust að fara upp vegna hvassviðris, þoku og snjókomu. Vindhraöinn hefur hklega verið þetta 10 til 12 vindstig og blindan var svo mikh að maður sá ekki nema rétt niður á tærnar á sér. Þegar svo er skiptir engu hversu vel maður telur sig þekkja jökulinn," sagði Jón Guöbjörnsson, björgunarsveitarmaður í Bolung- arvík, sem DV ræddi við í morgun, en um áttatíu björgunarsveitar- menn frá Hólmavík, Reykhólum og af norðanverðum Vestflörðum hafa leitað tveggja Spánverja, karls og konu, sem fóru upp á Drangajökul í gær. Tveggja Frakka er einnig saknað en þeir fóru með Fagranes- inu að Bæjum í fyrradag. Þeir ætl- uðu ekki yfir jökuhnn heldur eftir ströndinni í Reykjarfiörð. Áhyggj- ur manna beinast því fyrst og fremst að þeim sém fóru á jökulinn. „Við erum búnir að skoða bílinn, Hér leggja björgunarsveitarmenn af stað frá Isafirði síðdegis í gær til leitar að fjórum erlendum ferðamönnum á og við Drangajökul. Vegna illvlðris varð að hætta leit i nótt og átti hún að hefjast aftur þegar veð- ur leyfði. DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson sem Spánverjamir skildu eftir, og þess að geta sagt eitthvað um það. okkur sýnist nú að þetta muni vera Ég neita því þó ekki að ég hef veru- vant flahafólk, ekki einhverjir vit- legar áhyggjur og óttast um afdrif leysingar sem æða illa búnir út í þess,“ sagði Gunnar Finnsson, í hvað sem er eins og oft er. Við vit- svæðisstjórn björgunarmanna á um þetta ekki fyrir víst en okkur ísafirði, við DV í morgun. Hann sýnist þetta nú,“ sagði Jón. sagði að notast heíði verið við spor- Hjá svæðissfióminni á ísafiröi hunda í gær og fram á nótt og þeir fengust þær upplýsingar í morgun hefðu rakið slóö ákveðið upp á jök- að úthtiö væri síður en svo gott, ulinn. Menn hefðu bara orðið frá vind hefði eitthvað lægt en skyggni að hverfa vegna veðurs. Gunnar væri afskaplega lítið. sagði að ekki hefði verið farið fram „Það eru um 70 manns inni í á að leitað yrði að Frökkunum en Djúpi tilbúnir að fara af stað en það að sér sýndist sem lítið yrði hægt veröur ekkert gert meðan veðriö að gera varöandi leit að Spánverj- skánar ekki. Við vitum of lítið um unumfyrrenhðatækiádaginn. þetta fólk, sem fór á jökuhnn, tíl -SV LOKI Kíktu veðurguðirnir ekki á almanakið? Veðrið á morgun: Fer hlýnandi Á morgun verður hæg vestlæg átt á landinu, léttir th um allt austanvert landið en skýjaö með köflum og þurrt vestanlands. Fremur svalt th að byrja með en fer talsvert hlýnandi þegar líöur á daginn. Veðrið í dag er á bls. 36 6° >: 7° Ni \S 8C A í13C 0 10 Ertu búinn að panta? 0 29 P dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIÐIR Innaniandssími 5050 200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.