Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 7
7
MARTIN A. HANSEN:
Borgin sem siglir hraðbyri
móti
séu miklu eldri en Reykjavík,
— sem var smákaupstaður um
aldamótin, — og hafi allar
gamlan miðbæ, vafinn margra
alda sögnum og sögu, er þó
auðveldara að átta sig á þeim
en Reykjavík, auðveldara að
lýsa þeim, eins og auðveldara
er að lýsa fólkinu í einni sveit
en lieilu landi. Vel getur verið
að, þetta sé ímyndun, en það
er ekki auðvelt að losna við
hana. Mér virtist Reykjavik
engu betri viðfangs en Osló,
Stokkhólmur eða aðrar höfuð-
borgir.
t>ar sem atburðirnir gerast
hjá framtakssamri þjóð, blandast
ii. ! .ri ' n
Fáar þjóðir eru slíkir bænda-
dýrkendur og skandínavar, og
óvíða hefur verið unnið jafn
markvisst að því og þar, að
útrýma gamalli arfleifð. Það
er líklega mest um bændadýrk-
un í Noregi og á íslandi, en þó
hefur bændum fækkað meira í
þessum löndum en annars stað-
ar, að tiltölu við aðrar stéttir.
Þessi fornaldardýrkun er nú
liklega ekki annað en draumur
og óraunsæ með öflu. En þó má
ekki gleyma því, að einmitt í
draumum fólksins birtist sjálft
hugtakið sem í orðinu felst,
enda þótt varast skuli.að taka
of mikið mark á draumum. Það
er ætíð eitthvað af draumi í
þeim huliðsöflum, sem ákvarða
framtíð fólksins unz þau eru
orðin að veruleika, varanlegum
umbótum, sýnilegum hlutum.
Og þegar svo er komið, er
Sven Havsteen-
Mikkelsen teiknaði
myndimar
Hér birtLst kafli úr ferðabók
dlanska skáidsins Martins A.
Mansens frá íslandi, Rejse
paa Island, og segir hér frá
Mifuðborginni.
Reykjavík er eitt hið vestlæg-
asta af byggðum bólum á ís-
iandi. Samt hefur þessi hrað-
vaxandi borg, sem breiðist yfir
mórauð holtin eins -eg’ sprota
sé veifað, mátt til að ákvarða
hvemig þjóðvegir liggja um
alit landið. Þó að borgin sé á
útnesi byggð, og hin góðu hér-
uð víðs fjarri, er borgin samt
ekki einungis höfuðstaður allra
héraða landsins, heldur einnig
• aðdráttaraf 1 hverju einu, sem í
landinu þróast. Á Suðurlandi
er enginn kaupstaður eða þorp,
nema eitt, sem virðist vera
sjálfu sér nægt, eins og Stykk-
ishólmur og Borgarnes eru.
Reykjavík ber þau ofurliði, svo
að jafnvel þau sem fjarri
iiggja, sýnast vera úthverfi
hennar, Hafnarfjörður er und-
artekning, þó að hann sé mjög
nærri, eða í 10 km fjarlægð, og
vex hann ámóta hratt að sínu
leyti og Reykjavík, Það getur
vel verið að líftaug sé þar á
miili. Það líður varla á löngu
fyrr en bæir þessir renna sam-
an meðfram hinum ágæta
steypta vegi sem er milli þeirra.
Hafnarfjörður er spánnýr
bær að mestu leyti. Viða má
sjá á húsunum för eftir móta-
timbur. Saint er þetta vina-
legur staður, og sjálfum sér
nægur að því er virðist og hann
er svo einfaldur í sniðum, að
hann minnir á hafnarbæi á
Borgundarhólmi. Það angaði
þar allt af salti og olíu utan
af höfninni. Með vindinum
barst væminn maltþefur af
harðfiskinum, sem hékk á rám
fyrir utan bæinn. Samt fundum
við vel hinn góða ilm frá fal-
legu húsagörðunum á hraun-
syllunum, og svalt skógarloftið
frá útsprungnum reynitrjám.
Þetta er aðlaðandi staður fyrir
út.’endan mann.
Reykjavík er öðru vísi. Hún
er raunar tólf sinnum stærri, í-
búar hermar eru um 00.000 nú
.sem stendur, og er það framt
að því helmingur landsfólksins,
— samt veit ég ekki nema þetta
séu úreltar tölur, réttast væri
að taka manntal í hverri viku.
-Fóik flytur þangað hvaðanæva
af landinu, og borgin vex sjálf-
sagt örar en nokkur önnur á
Norðurlöndum. En þó að mér
i'aiiist lrendur að iýsa Reykja-
vík nákvæmlega, þessum afl-
vaka íslands og framtíðar-
smiðju, er þó ekki vextinum
einum um að kenna. Reykjavík
er raunar engin stórborg á
heimsmælikvarða, eða jafnvel
Norðurlanda. Hún er álíka
fjölmenn og Óðinsvé, Álaborg,
Stafangur, eða Linkaupangur,
og minni en Árósar, Gautaborg,
Málmhaugar og Björgvin.
Eh þó að allar þessar borgir
fortið, nútið og framtíð saman
þannig, að aðkomumanni veitist
örðugt að leysa þá flækju, því
ekki nægir að gera grein fyrir
því sem er að gerast, heldur
einnig þvi sem koma mun. Það
nægir ekki að segja frá fjárhag
þjóðar, stjórnmálum, menningu,
því þetta er allt á hverfanda
hveli, og virðist háð huldum
öflum, dulinni rökleysu.
Nú á dögum gerast atburðirn-
ir helzt í höfuðborgunum. Þess-
ar miðstöðvar sýnastihafa óskor-
að einveldi yfir hinum smærri
stöðum, og þetta ofurvald fer
vaxandi með tímanum. Hinar
minni borgir reyna að hamla á
móti, en ráða ekki við neitt.
Stórborgin, þar sem fjármagn
og ríkisvald á heima, þar sem
allar hinar helztu stofnanir
hljóta að rísa, fer bráðum að
verða persónugervingur þjóðar-
innar, sama er hvort okkur
líkar þetta betur eða ver.
Menningin kristallar allt liægt
og hægt, bráðum verða allir
borgarmenn, Sá sem vill kynna
sér gamlar venjur fólksins í
strjálbýlinu og kaiiptúnunum,
hann verður að hafa hraðan á,
því bráðum týnist þetta, og það
þrátt fyrir hina rómantísku
dýrkun mikils hluta þjóðarinn-
ar og ekki sízt Reykvíkinga á
þessum leifum horfinnar tíðar,
og þá ímyndun að þangað sé
afl að sækja handa framtíðinni.
þessi öfl fyrir löngu farið að
dreyma um eitthvað annað.
Á þessari öld hefur það ver-
ið algengt, að stórborgirnar
hafi orðið fyrri til að upp-
götva og viðurkenna gáf-
uð alþýðuskáld og listamenn.
Frá þeim hafa verið gerðir út
björgunarleiðangrar til þess að
bjarga því sem bjargað varð
af gamalli þjóðmenningu. Þetta
er gott útaf fyrir sig, og það
er mikilsvert vegna framtíðar-
innar, að stórborgirnar skuli
vera hinni þjóðlegu arfleifð
hollari en strjálbýlið eða smá-
bæirnir. Það er undir hæfi-
leika stórborganna komið til að
tileinka sér hið þjóðlega og
bjarga því. lifandi og heilu í
hendur næstu kynslóða, hvað
þær fá að eríðum frá fyrri öld-
um. Svo mikið er víst, að þessi
viðleitni er ekki öll fyrir gýg,
jafnmikinn mun og sjá má á
fólkinu í Kaupmannahöfn,
Stokkhólmi, Osló og Reykja-
vik, sín á milii iíkjast
þessir borgarbúar ekki meira
hverjir öðrum en danskir,
sænskir, norskir og íslenzkir
bændur g'era.
Til þess að fá því svarað,
hvað verða muni um hina
fornu, skemmtilegu og sérkenni-
legu menningu íslands, hljótum
við að snúa okkur að Reykjavík
og athuga hvernig sakir standi
þar. Fyrir mörgum öldum var
svo hátt ris á menningu þess-
arar litlu þjóðar, að saga þess-
arar álfu má engu fremur við
þvi að glata menjum hennar
og minjum en hún mætti við
því að glata leikritum Shake-
speares og tónlist barokaidar-
innar í Þýzkalandi. Á öldunum
sem í hönd fóru eftir ritaldir
mót'aðist lundarfar og hugsun-
arháttur almennings eindregið
af þessum bókmenntaafrekum.
Hve miklu af þessari arfðleifð
mun takast að forða, ekki ein-
ungis á söfn og í sýni-
skápa, heldur inn i líf fólks-
ins í landinu? Það getur ver-
ið gaman að hitta fyrir af-
skekkta sveitabæi eða byggðai--
lög, þar sem rækt er lögð við
fomsögur og skáldskap í hin-
um forna stíl, en dæmín sanna,
að rækt við fornar venjur getur
auðveldlega snúizt í sérvizku,
jafnvel orðið til að flýta fyrir
því, að það týnist að fullu
sem varðveita skyldi, og mikið
lá við að ekki glataðist.
Það er eingöngu undir höfuð-
staðnum komið, aflí hans, fram-
kvæmdum og fyrirætlunum,
hvað varðveitast kann næstu
kynslóðum til handa. í Reykja-
vík er að gerast sérkenniieg
menningarþróun, og þessum
stað er ætlað sérstakt hlutvcrk:
að geyma og ávaxta arf, sem
hlýtur að vera borg svo fram-
andi sem mest má verða.
Auk þess verður að minnast
þess, að í Reykjavík er menn-
ingarforusta fyrir allt landið
og það líklega í ríkara mæli
en nokkurs staðar annars.
Reykjavík er ininni en aðrar
höfuðborgir, en ekki er allt
undir stærðinni komið, heldur
ákvarðast vald höfuðborgar
fyrst og fremst af einhverju
sem liggur í loftinu, viðhorfinu
til sjálfs sín og annarra, sjálfs-
traustinu, sannfæringunni um
að forustan sé hjá henni, hrok-
anum, trúnni á það, að þjóð-
in, það sé hún, umburðarlynd-
inu, sem leyfir fjöldanum að
fara sinu fram. Borgin getur
einnig álitið sig kjörna til að
taka við og fara með arfleifð-
ina, því að lærdómsmennirnir
eru þar saman komnir flestir.
Það verður ekki með sanni
sagt, að Reykjavík vanti við-
eigandi sjálfstraust. Þá er þess
líka að minnast, að nágranna-
borgir Reykjavíkur eru langt
burtu handan við höf, og að
sumar af nágrannaborgum
hénnar erit hinar stásrstu af
stórborgum á Vesturlöndum:
New York, London, Edinborg,
Ilamborg, og þær síanda henni
líklega enn nær en borgir á
Norðurlöndum. Óhemjumikilla
útlendra ánrifa hefur gætt nú
á síðustu árum, einkum engil-
saxneskra og bandariskra. Dag-
legt lif fólksins er mjög mótað
af þessu á yfirborðinu. Þetta
er sem sé þjóð, sem allt fram
að þessu stundaði nær ein-
göngu landbúnað og fiskveiðar,
en meðal alþýðunnar var meira
af bóklærðu fólki en gerist
annarsstaðar, nema undantekn-
ingar séu, og áður en varir er
þessi þjóð komin í aðstöðu, sem
bannar Itenni að nota sinn
gamla og göfuga arf óbreyttan.
Þetta er ákaflega fróðlegt
dæmi fyrir gest frá skyldri
þjóð. Ef unnt væri að fá góðan
skilning á þessari flóknu og
annarlegu þróun, væri það
sannarlega hið allra merkileg-
asta sem ferðamaður gæti sagt
frá landinu. En þekking okkar
á hliðstæðum, en þó langtum
seinvirkari byltingum á Norð-
urlöndum, er alltof ófullnægj-
andi til þess að hægt sé að á-
lykta frá þeim, hvað hér er að
gerast. Það eitt er óhætt að
segja, að í þessari hring-
iðu • er eitthvað örlagaríkt
að koma fram. Þess er varla
að vænta, að forráðamenn
þjóðfélagsins hafi gert sér þetta
ljóst, né hinir innblásnu spá-
menn þess, miklu er líklegra,
að það sem ræður, sé nokkúð
sem er jafn óútreiknanlegt og
sjálf hringiðan: hvatir og vilji
fólksins í þessu landi.
Reykjavík hin nýja er girni-
leg til fróðleiks og sérstök í
sinni röð, það ber við að ó-
kunnugum geðjist ekki að
sumu og að hann viti ekki
hvernig á að taka því. Gestur,
sem nokkrurrs sihnum* hefur
géngið um þessar skipulags-
iausu götur, þar sem Htið ber
á því að til sé þjóðlegur húsa-
g'erðarstíd, þar sem grá stein-
•steypuhús skiptast á við timb-
'urhús klædd bárujárni, og við-
hafnarmikil stórhýsi i tilrauna-
stíl gnæfa yfir sundurleit íbúð-
ar- og verzlunarhús, rnundi
-ekki veroa neitt hissa, þó að
hann sæi, þá er hann sneri
sér við, að öll húsin væri horf-
in, sem hann var nýbúinn að
ganga framhjá, en í stað þeirra
risin ný hús miklu stærri, sem
byggð hefðu verið á þessum
mínútum, sem liðu, meðan hann
var að ganga götuna á enda.
Hvert seni litið er, má sjá
örar breytingar, og um það er
ekki að villast, að það er
ekki einungis hin hávaðasama
bílamergð •— ekki einungis
flugvélarnar á vellinum sem
alltaf eru að koma og' fara, ekki
einungis iðandi líf hafnarinnar,
sem sjófuglinn sveimar yfirr
sem er á ferð, á hreyfingu,
heldur líka göturnar, húsin,
borgin í heild. Það er sama
þó við séum í hverju spori aðl
mæta mjög vel búnu fólki, þö
að fatasniðið sé svo hátízku-
legt, að það gefi til kynna, að
við séum hér öllu nær stórborg-
unum í vestri en heima, þa5
liggur samt við að okkur finn-
ist þetta vera borg hirðingja,
þar sem tjaldað er til einnar
nætur, og ekkert líklegra en
að lagt verði upp á morgun. L