Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 21
20 Afbrýðissemi. Steinprent. 1896 Kerið. Stein-prent. 1898 Edvard Munch lezt háaldraður maður, 81 árs, í janúarmánuði árið 1944. Hann arfleiddi listasafn Oslóar að öllum listaverkum sínum sem þá voru í hans eigu, 1008 mál- verkum og meira en 10.000 svartlist- ai’blöðum. Þegar við öll þessi lista- verk er bætt þeim fjölmörgu mál- verkum, steinprentum, tréstungum og pennateikningum, sem hann hafði látið af hendi meðan hann lifði, sést glögglega hve gífurlegt lífsstarf hans var og munu fáir lista- menn hafa verið jafnokar hans að elju. Og ekki má gleyma því að Munch ruddi nýjar brautir í öllum þeim greinum myndlistar sem hann fékkst við. Munch hafði snemma fullkomið vald á dráttlistinni. Svartlistarmynd- ir hans voru gerðar af sjaldgæfri hnitmiðun og hver dráttur þeirra var gæddur lífi. Engum kom til hug- ar að efast um teiknihæfileika hans, Stúlka með hjarta. Koparstunga 1909 i Veik stidka. Lítað steinprent. 1896 oq siM/itiisl hcms jafnvel þótt miklar deilur risu um efnisval hans og margir teldu að hann sóaði dýrmætum hæfileikum sínum 1 útlistun þeirra hluta, sem helzt ættu að lig'gja kyrrir í skúma- skotum. En teikningar geymast yfirleitt ekki lengi- Pappírinn grotnar sund- ur og gufnar af Ijósi sólar og penna- strik og blýantsdrættir dofna og mást út. Einn þeirra manna sem bezt þekkja hið mikla ævistarf Munchs, landi bans Pola Gauguin, hefur sjálfsagf í'ptt fyrir sér þegar hann segir, að (Munch hafi farið að leggja stund a svartlistina m. a. vegna þess að með því móti tókst honum að tryggja varðveizlu teikn- inga sinna. En augu hans opnuðust þá fyrir hinum miklu tækifærum til listsköpunar sem svartlistin býr yf- ir. Reykvíkingar áttu kost á að kynn- ast örlítið svartlist Munchs á sýn- ingu sem haldin var á nokkrum myndum hans í Listasafni ríkisins um páskaleytið 1952. Myndirnar hér á opnunni geta bætt nokkru við þau kynni. Tækni Munchs er fullkomin, en myndirnar eru allmikið mótaðar af þeim bölsýnisviðhorfum sem þá gerðu mjög vart við sig þegar þær voru gerðar. Tómleiki og tilgangs- leysi borgaralegrar tilveru setja mark á listaverkin. Vonleysið og einveran, sem ein- kennir tilveru þess fólks sem Munch sýnir okkur, örvæntingarfull lífsþrá þess og ráðþrota hatur, skapa þann blæ þunglyndis sem hvílir yfir þess- um myndum. Að sjálfsögðu segja myndirnar hér á opnunni okkur ekki mikið um snilld Munchs, en hér er þó mynd af einu víðfrægasta steinprenti hans, Veik stúlka, en það mótíf hefur hann einnig notað í olíumálverki. Þetta fallega mótaða höfuð, þetta viðkvæma föla stúlkuandlit á kodd- anum ber ást Munchs á manninum fagurt vitni- Úr viðjum. Steinprent. 1896 Flagarinn. Koparstunga. 1912 Frummaður. Tréstunga. 1905 Maður og hestur. Koparstunga. 1913 Sjálfsmynd. Tréstunga. 1919

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.