Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 25
25 Höfemdur þessarar greinar er 12 ára telpa og heftr þess vegna ekki svo litla reynslu af foreldnim. Hér eru leiðbeiningar hennár unt hvernig bezi sé að umgangast pabba sihn og möminu. V6i^iu0 <* nð um- Greinargerð föður: Árla morguns s.l. vetur tók ég eftir, að dætur mínar 8 og 11 ára, YPru að lesa upphátt í rúminu í vinsælli bók um barnaupp- eldi: Bamið frá 5 til 10 ára. Nokkrum mánuðum síðar tók ég eítir bunka af vélrituðum örkum hjá ritvél minni. Efst á fyrstu blaðsíðu stóð: „Foreldrar milli 30 og 45 ára — Margo Barret.“ Konan min og ég hvöttum hana til að ljúka verkinu, og hér er árangurinn. Hinar fáu leiðréttingar, sem ég hef gert, eru sumpart gerðar til að forðast endurtekningar og sumpart til þess að öll foreldri — einkum tvö — móðgist ekki. \ (Edward Barrett). \ Formáli. Tilgangurinn með þessum línum er að kynna öll- um, sem þurfa að umgangast forpldra, venjur þeirra og siði, þvi\að sérhver, sem verður að umgapgast foreldra, en þekkir ekki hið sérkennilega hátterni l>eirraj er illa-settur. Það hefði ekki verið haegt að Ijúka þessu verki án vinsamlegs stuðnings vina og bekkjarsystkina, sem með reynslu sinni af öðrum foreidrum hafa veitt ómetan- lega aðstoð við samningu verks- ins. I. Skapgerð fullorðinna: Yfir- leitt er ekki auðvelt að skilja foreldra. Það er ekki auðvelt að skilja foreldra. Það er erfitt að segja fyrir, hvað þeir muni taka sér fyrir hendur næstu minúturnar, og stundum ó- mögulegt. En ef við viljum varðveita heilbrigða skynsemi, er blátt áfram nauðsynlegt að reyna að skilja þá og fylgjast með þroska þeirra. Það er ákaflega nauðsynlegt að gera sér Ijóst, að skapsveifl- ur þeirra orsakast oft af hlut- um, sem eru utan vébanda heimilisins — rexi í skrifstof- unni eða óheppni við bridge- borðið. Ef pabbi kemur heim og fjargviðfast út af „rexi í skrifstofunni“, er hyggilegast að halda sig eins langt frá hon- um og mögulegt er. Þegar þannig stendur á, er blátt á- fram ómögulegt að tala af viti við fullorðna, einkum þá eldri — 30 og þar yfir. Foreldrar geta verið mjög þreytandi, en það stoðar ekki að stökkva upp á nef sér við þau. Hins vegar getur það haft mikil óþægindi í för með sér. II. Ég-get-það-sjálfur-maður- inn. Einhvers staðar kringum 35 ára byrja margir feður að leika sér að verkfærum. Þeir gangnst draga gamla afdankaða hluti upp úr kjállaranum og eru tím- unum saman að hamra og mála — í þeirri trú að þetta gamla skran verði „svo gott sem nýtt“. Það verður það næstum aldrei, en það borgar sig samt að hvetja pabbana við þetta lijástund, þar sem það veitir þeim verkefni. Annars hættir þeim til að lenda á villigötum. Sama er að segja um mæður og ,,garðyrkju“. Þær hafa yndi af að graía upp blóm og tré og flytja þau til. Því næst grafa þær upp önnur blóm og önn- ur tré og gróðursetja þau þar sem hin fyrri voru. Þegar þær hafa haldið þessum leik áfram nokkrar klukkustundir, lítur garðurinn nákvæmlega eins út og áður en mamman hefur aldrei litið eins út áður. Skömrnu síð- ar tekur hún sig til og flytur allt aftur á sinn gamla stað. Það þýðir þó ekkert að segja neitt við hana um þetta. Slíkt er beinlínis óráðlegt. III. „Fyrst þá á amrað borð ert á stjái.“ Þegar. fjölskyldan situr öll í sama herbergi, borg- ar sig bezt fyrir barnið að sitja kyrrt á sínum stað eins lengi og mögulegt er. Standi maður upp, heyrir maður í níu af hverjum tíu: „Fyrst þú á ann- að borð ert á stjái, getur þú þá ekki hlaupið inn og sótt gler- augun mín?“ Oft þurfa hinir fullorðnu alls ekki gleraugun sín — eða prjónana eða hvað það nú er og myndu yfirleitt ekki láta sér detta í hug að ná í þau, af maður bara sæti kyrr og læsi eða hlustaði. Fullorðnir tala ákaflega mikið, og ef mað- ur vill losna við að vera send- ur í allar áttir, á maður bara að láta sem maður liafi mikinn áhuga á því sem þeir segja, því að þeim þykir gott að hafa marga hlustendur. IV. Rifritdi: Til eru þeir for- eldrar, sem rífast næstum aldrei, en langflestir foreldrar rífast þó, þegar þeir eru að fara út í boð að kvöldinu. Þeg- ar þeir eru loksins búnir að klæða sig, eru orðnir of sein- ir og hverju um sig virðist það sök hins — þá skeilur óveðrið á. í einu af tveimur er sökin jafnt beggja, en ráðlegast er þó að segja þeim það ekki. Ef maður er í stofunni, með- an slíkt rifrildi fer fram, er skynsamiegast að vera alveg hlutlaus og láta foreldrana rífast eins niikið og þeir vilja. Slíkt rifrildi getur staðið enda- laust og verður þegar á líður fremur leiðinlegt, svo að mælt er með að hafa góða bók við höndina. Á þessu sviði sem mörgum öðrum verða foreldr- arnir því miður ekki betri með aldrinum. V. Tóbakið kvaft: Ef maður einn góðan veðurdag rekst á bók heima um „Þannig hætfir maður að reykja", er um að gera að fara varlega, því að þá er hætta á ferðum. Þegar faðir eða móðir tekur þá ákvörðun að hætta að reykja, verður hann eða hún stirfin og viðskotaill og rýkur upp af engu tilefni. En að sjálf- sögðu sýnír þetta, að fullorðn- ir eru viljasterkir. Þeir eru staoráðnir í að kveðja tóbakið fyrir fullt og allt, þangað til þeir eru að því komnir að veslast upp — en venjulega byrja þeir þá aftur að reykja. Þegar líður að- kvöldi fjTrsta dags eftir að. faðir pða .móðir hætti að reykja, eru þau . ætíð. mjög ‘glöð. Þau halda, að í, þetta sinn muni þeim þó takast það — það er eftir að þau hafa neitað sér um þrjár sígarettur, þar sem þau hófu tóbaksbind- indið siðdegis. Eftir um það bil fjóra daga er veslingurinn að því kominn að gefa upp andann, en er enn- þá staðráðinn i að kveðja tó- bakið. Við lok fyrstu vikunn- ar er hinn „viljasterki11 svo fúll og vansæll, að öll fjölskyldan r r bokstaflega kry-pur a kne og grátbiður hann eða hana að byrja aftur að reykja. Pabbi eða mamma mótmælir linlega og lætur svo með ánægju und- an. VI. Útvarpið: í flestum fjöl- skyldum er sífellt þref um, hvað hlusta eigi á í útvarpinu. Nauðsynlegt er að gera sér Ijóst, að þetta er ekki óvenjulegt. Þetta er reglan nema á þeim heimilum, þar sem aðeins er hægt að hlusta á eina dag- skrá — það er hamingjusamt fólk. Faðirinn vill venjulega hlusta á erindi um fjármál, en móðirin vill helzt hlusta á gamaldags dansmúsík, og börnin vilja helzt hlusta á eitthvað skvn- samlegt t. d. djassmúsik. Það mun þó vera hyggilegast að láta hina fullorðnu fá vilja sin- um framgengt, þar sem þeir geta annars tekið upp á því að fá skyndilega áhuga á eir,- kunnabók okkar, brotnu kjall- ararúðunni eða skónum, sem er gjörsamlega týndur. VII. Ný hárlagning: Mæður láta ekki svp sjaldan leggja hár sitt Fiestar mæður . myndu . . iiff- vera miklu þægilegri p um- gengni, ef börn þeirra og eigin- menn veittu þessu athygli og færu um það viðurkenningar- orðúm, án tillíts til þess, hve oít þetta gerist og hve árang urion er kostulegur. Það getur verið mikil reynsla að eiga að dást að nýrri hárlagningu mömmu sinnar, ,en maður skyldi samt sem áður gera það. Á þessu sviði er pabbinn all- hirðulaus, og enda þótt kona hans reyna þráfaldlega að vekja athygli hans, tekur hann ekki eftir neinni breytingu. Þegar mamma hefur látið breyta hár- liðun sinni, getur þess vegna borgað sig að gefa pabba sín- um bendingu um atburðinn og minna hann á að segja eitt- hvað fallegt við hana. Á þehnan hátt verður miklu betra sam- komulag við móSurina. Það verour meiri friður á heimilinu — og maturinn verður betri. VIII. Eftirmáli: Það borgar sig venjulega ekki að reyna að breyta foreldrum. Margai', at- huganir haía leitt i ljós, að það heppnast- mjög sjaldan. Hins vegar munu allir á heimilinu verða miklu hamingjusamari, ef við gerum okkur ljóst, að hversu undarleg sem okkur kann að virðast framkoma for- eldVanna, er hún þó „eðlileg“ á því aldursstigi sem þeir eru — og að þeir, hvemig sem á stendur, munu halda áfram að hegða sér þannig. Bidstrup teiknaði. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.