Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 11
ír að íokum um-leyfi tll að skrifa uppiýsingar niður mér til mirnsis og var það fúslega veitt. Mikið vildu þau líka heyra frá íslandi, og þótti það mjög merkilegt, er ég sagði þeim að fyrir þúsund árum hefðu verið skrifaðar bækur á ís- lenzka tungu, sem væri svo lítið breytt eftir allar þessar aldir, að ennþá gætu skóla- bömin okkar lesið þær, strax og þau væru læs orðin. >egar við liöfðum dvalizt þarna alllengi og drukkið te og létt pólskt vín, þá kom það til orða, að hinum megin við ganginn byggi verkamanns- fjölskylda. Við létum í ljós að gaman væri að mega sjá það heimili líka, svo húsbóndinn gekk yfir til að spyrja hvort við mættum ekki koma. Það var boðið og velkomið, svo við fórum og hittum fyrir öldr- - yð. hjón.v; sepn tóku okkur mjög alúðlega. Þar voru þau þrjú í heimili en íbúðin var ná- kvæmlega samskonar og hin. Þetta var heimilið sem fyrr var á minnzt að jafnvel bús- áhöldin voru skreytt dýrlinga- myndum, enda sögðu gestgjaf- ar okkar, að þetta væri mjög trúuð fjölskylda. Þriðja beimilið sem ég kom inn í var hjá embættismanni úr einhverju ráðuneytinu. Það var sömuleiðis heimboð þannig til orðið, að Bjami Einarsson lektor í Höfn hafði ofurlítið kynnzt ungum manni sem bauð okkur heim. Fjölskyldan var roskin hjón og tveir synir, 19 og 25 ára, sem báðir stund- uðu nám. Þau sögðu okkur nokkuð úr sinni ævisögu meðan á styrjöld- inni stóð, og var það sannar- lega lærdómsrík frásögn. Fyrir stríðið höfðu þau bú- ið í borginni Gdynia, sem Pól- verjar höfðu milli styrjaldanna byggt norður við Eystrasalt, til þess að eiga hafnarborg við sjóinn. En einmitt sá lands- hluti, Pólska hliðið, var hið fyrsta sem Þjóðverjar hertóku haustið 1939. Tvisvar höfðu þáu alveg misst heimili sitt í þeim átök- um þar norður frá. Síðar fluttu þau til Varsjá, og þar áttu þau heima árið 1944. En einmitt það ár gerðist sá atburður, sem í huga Varsjárbúa virðist einna viðkvæmastur, máski að undanteknu því sem gerðist í fangabúðunum í Auschwits. Þjóðverjar sátu í Varsjá, en undanhaldið var byrjað að austan og sýnilegt til hverra atburða mundi draga. Pólska stjómin í London, sem leyni- sambönd hafði heim, hvatti til uppreisnar gegn Þjóðverjunum, áður en Rauði herinn var svo nærri kominn, að hann gæti veitt stuðning. Uppreisnin var hafin, en of snemma. Hún var kæfð í þvílíku blóðbaði að það yfirgekk langsamlega allt það sem Varsjárbúar höfðu áður fengið að reyna, og mun það þó hafa verið nokkuð. Jafnvel var aðalgata borgarinnar Nova Sviat gerð að opinberum af- tökustað. Þegar þetta gerðist ótti Andrejewski, en svo hét þessi gestgjafi okkar, ásamt fjölskyldu sinni heimili í Var- sjá, en hafði tekizt að koma konunni og drengjunum til frændfólks í smáþorpi úti í sveit. Sjálfur var hann, þegar þetta gerðist, af vissum ástæð- um einnig fjarverandi og taldi fjölskyldan öruggt, að það hefði orðið honum til lífs, því í þessu blóðbaði voru allir karlmenn í nágrenninu skotnir, þeir er voru innan 65 ára aldurs. Að- eins börn og gamalmenni voru látin í friði. En ég held að ég gleymi seint þeirri alvöru, sem skeiu út úr þessari frásogn og ekki síður því sean hann sagði að henni lokinni, því þá bætti hann við: „En guði sé lof, nú erum við öll saman og öll beil- brigð. Við erum liamingjusamt fólk.“ Áherzlan á síðustu setn- ingunni, einkum á þessu lát- lausa litla fomafni „við“, hún gaf meira til kynna en iýsing í löngu máli hefði getað gert. Þótt fjölskyldan hefði þarna í annað eða þriðja sinn séð heimili sitt algjörlega í rúst- ir lagt, og ennþá staðið alls- laus uppi á raunverulegum verðgangi, var það svo mikið aukaatríðí, áð á það Var tæplega minnzt, nema sem uppfylling- aratriði í frásögninhi. Síðar kom ég aftúr á héifnilið. Þá var þar stödd 'systir' frúarinn- ar, kona um sextugsaldur að því er mér virtist. Hennar fjöl- skylda hafði ekki sloppið svo vel. Maður hennar, sem verið hafði lögfræðingur í þjónustu ríkisins hafði misst lífið, ein- mitt í hringiðu þessara at- burða. Ég varð viða var við, að það var eins og að koma við kviku í huga fólks, ef þessa atburði bar á góma í samtölum. Þessi fjölskylda bjó í góðri þriggja herbergja íbúð, í húsi, sem ekki var fullgert að utan, enda í hverfi sem verið var að byggja upp. Fjórða heimilið sem ég kom inn á var sveitaheimili á sam- yrkjubúi 80—100 km. fyrir ut- an borgina. Búið áttu 22 fjöl- skyldur. Mver hafði sitt íbúð- arhús, sem voru mjög lík að formi. Tígulsteins-hús ein hæð með brotnu risi, 3 íbúðarher- bergi á hæðinni og rúm í ris- inu til að bæta fleirum við. Þar var m. a. mikið af heimaunnu innanhússkrauti, bæði ofið og einkum útsaumað, ábreiður yfir rúmum, vegg- tjöld o. fl. Fólkið tók okkur mjög vel, við máttum vaða um allt og skoða hvað sem við vildum en tíminn var því miður held- ur naumur. Allt land búsins var 280 ha. i og voru af þvi 167 ha. með| korni, sem var aðalframleiðsl-J an. Hitt var tún, beitiland og dálítið skóglendi. Okkur mundi ekki þykja þetta mikið land- rými fyrir 22 fjölskyldur, enda höfum við ekki áttað okkur á því ennþá, hversu mikil verð- mæti má fá af landi sem nógu vel er ræktað. Því fólki sem þarna talaði við okkur bar sarnan um það, að lífskjörin væru svo stórum betri en fyr- ir styrjöldina að á engan hátt væri sgman berandi. ★ Hér hefir nú verið lýst í nokkrum dráttum því sem ég annaðhvort sá, eða heyrði af vörum þess fólks, er maður átti tal við um þess eigin reynslu. En eins og ég minnt- ist á fyrr, þá verður að skoða Pólland í dag í ljósi þess á- stands er ríkti í styrjaldarlok- in, einnig í ljósi þess ástands er rikti fyrir stríð. Að ástand- inu fyrir stríð vorum við vitan- lega ekki sjónarvottar. En þær upplýsingar sem okkur voru gefnar um það samkvæmt eig- in ósk, báru svo vel saman við ýmislegt sem maður hefur les- ið um það bæði fyrr og síðar, ekki aðeins um Pólland held- ur mörg önnur lönd sem á svipuðu stigi voru, að engin ástæða er til að rengja þær. Og í sem fæstum orðum er lýsingin þannig: Pólland var mjög aftarlega mikill fjöldi meira og minna örkunrla. Það var ekki langt frá 20 af hverju hundraði. Margar borgir voru stór- skemmdar en mest Varsjá, 85% eins og fyrr er sagt. Járnbrauta- og vegakerfið 40% eyðilagt. Nálega allar stærri verksmiðjur annaðhvort eyði- lagðar eða rúnar vélakosUn- um, sem fluttur hafði verið til Þýzkalands. Yfir 30 þúsund smærri iðnvei'kstæði og verzl- anir eyðilögð. Hundruð sveita- Pólverja, og voru auk þess^ miklu háþróaðri iðnaðarlönd fyrir. Þetta er undraverður árang- ur, sem aldrei hefði tekizt án þeirra þjóðfélagsbreytinga, sem gerðar voru. í landbúnaðinum hefur aftur á móti gengið hægar. Við jarða- skiptinguna var sköpuð fjöl- menn sjálfseignarsmábænda- stétt. En eftir því sem ég gat næst komizt, mundu býlin vera of lítil til þess að geta hvert og Fornar byggingar, sem lagðar voru í rústir í heimstyrjöldinni, eru endurreistai í sínum ga mla stíl. um efnahagslega afkomu miðað við Evrópulönd. Sömuleiðis var rekstur iðnaðarins á mjög lágu stigi. Kringum 80% af fjár- magni því sem í iðnaðinum var bundið, var enskt, franskt eða amerískt. Aðalgreinar iðnaðar- ins voru: Kolanám, járnvinnsla og járnbrautargerð. Atvinnu- leysi stöðugt fyrirbrigði, mis- munandi há tala, einna hæst á árunum 1929—1932 eða um hálf milljón. Pólland hefur alla tíð verið mikið landbúnaðarland. En mestur hluti landsins var í eigu stórjarðeigendanna. Milljónir bænda og landbún- aðarverkamanna áttu ekkert land. Það olli stórkostlegum útflutningi fólks árlega. Sem dæmi um afkomuna mætti nefna að í sjálfu kornræktar- landinu mátti fjöldi bænda- fólks ekki leyfa sér að borða brauð nema á helgidögum. Kar- töflur voru soðnar oftar en einu sinni í sama saltvatninu til þess að spara salt, og eld- spíturnar klofnar í 2—4 hluta, til að hægt væri að kveikja á sömu spítunni oftar. Ég skal geta þess, að þetta tvennt síð- asta hafði ég þegar fyrir stríð lesið um í lýsingum manna er kynnt höfðu sér þjóðfélags- ástand þessa lands. Enn frem- ur að 25% af sveitafólkinu kunni hvorki að lesa né skrifa, en í bæjunum mun það ástand hafa verið betra. Þetta voru aðaleinkenni lífs- ins fyrir stríðið, bæði hjá verkamönnum og bændum. En hvernig var svo að stríðinu loknu? Ég hef aðeins lýst nokkuð þeim fáu atriðum sem ég gat sjálfur skoðað, en nokkr- ar tölur úr opinberum skýrsl- um munu þó gera mína fátæk- legu mynd fyllri. 6 milljón manns höfðu fall- ið eða verið drepnir í fanga- búðum, en auk þess var stór- þorpa eyðilögð og kvikfénaðin- um slátrað. Ég skal láta þetta nægja, enda nægir það til að sýna hvaða verk var að vinna. En strax þegar landið hafði verið frelsað og hafizt var handa um endurreisnina, þá voru gerðar tvær grundvallarbreyt- ingar. Hin fyrri var þjóðnýting stóriðnaðarins og bankanna. Stóriðnaðurinn og námurnar voru tekin úr höndum hins er- lenda fjármagns, og innlendra auðmanna, sem aðstöðu höfðu í skjóli þess eða í félagi við það. Þjóðnýtt voru öll fyrirtæki sem höfðu meira en 50 manns í vinnu. Á minni fyrirtækjum var heimilaður einkarekstur, og svo er enn. Hin aðalbreytingin var skipt- ing landsins milli bændanna. Landið var tekið af stórjarð- eigendunum, og' fengið í hendur smábændum og leiguliðum sem erjuðu það. Eru nú samkvæmt opinberum heimildum nærri 88% í eigu einstakra bænda. Ríkisbú eiga 9,6% en hitt í eigu sameignarfélaga. Þessar að- gerðir báðar eru sú kúgun sem hin vestræni áróður sí- fellt hamrar á, og sem einn af okkar stjórnmálamönnum komst svo að orði um i út- varpinu fyrir skömmu, að lifið væri ekki þess vert að lifa því, ef við hana skyldi búa. Áætlanir voru gerðar um uppbyggingu og framleiðslu- aukningu, og nú á þessu ári er að ljúka annarri 6 ára á- ætlunni sem hófst 1949. Nú er svo komið að Pólland er orðið 5. mesta iðnaðarland Evrópu. Heildarframleiðslan er á undan Ítalíu og á hælum Frakklands. En báðar þessar þjóðir eru miklu fjölmennari, og guldu smávægilegt afhroð í styrjöldinni, samanborið við eitt út af fyrir sig tekið upp fuílkomna véltækni án þess að ofbjóða framleiðslumöguleikun- um með of miklum kostnaði, vegna þess að vélakosturinn mundi ekki nýtast. Hins vegar kom það álit greinilega fram, að Iandbúnaðurinn væri svo mikill þáttur í efnahagskerfi þjóðarinnar, að það ylti á mjög miklu fyrir efnahag hennar í framtíðinni, að vel tækist til um að vélvæða hann og auka framleiðsluna þar með. Þróunin hnigur í þá átt, að þessir smá- bændur ganga í félög og stofna sameignarbú, eins og þetta sem ég kom á. Þó virtist mér að ekki væri þetta komið í veru- lega fast form. T. d. var okkur sagt að þrennskonar háttur gæti verði hafður á við mynd- un slíkra félaga. Það yrði of langt mál að fara að lýsa því í einstökum atriðum, en mér kom það þannig fyrir sjónir, að raunverulega væri verið að leita þess forms, ev heppilegast kynni að reynast fyrri framtíð- ina. Það er líka staðreynd, sem ekki þýðir að mótmæla að þrátt fyriT allt sem þurft hefur að leggja í endurreisn og fjár- festingu eru lífskjör alls fjöld- ans miklu betri en fyrir stríð- ið, og fara batnandi ár frá ári. Ég' skal ekki þreyta neinn með tölulestri, um neyzlu- aukninguna á íbúa, þótt það væri dálítið freistandi. Áður er dálítið minnzt á launakjörin. Það sagði heldur lítið, því það eina sem gildir í þeim efnum, er að bera saman tekjur fólks- ins og verðlagið í búðunum. Ég reyndi að gera það eftir því sem ég gat, og' vil segja þetta: Allar þær vörur sem teljast til nauðsynjavara virtust mér í það lágu verði, að auðvelt væri að lifa góðu lífi fyrir þau laun sem algengust eru. Hinsvegar eru svo þær vörur, sem teljast Frainhald á 27. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.