Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 27
V
27
Or pollandsferð
Framhald af 11. síðu.
hreinar lúksusvörur eða óþarfi,
mun dýrari og sumar mjög'
dýrar. Dæmið sem ég nefndi
áðan um húsaleiguna er líka i
samræmi við þessár reglur.
Aúk þess eru félagsleg rétt-
indi mjög mikil, t. d. á sviði
tryggingarmála o. fl.
Áður var eðiilega lögð mjög
mikil áherzla á uppbygginguna,
en nú orðin breyting á
því, og meiri áherzla lögð á
að bæta lífsafkomu fólksins.
★
Það væri fróðlegt að minnast
nokkru nánar en rúm er til á
sögu Póllands og þá frelsisbar-
áttu sem þjóðin háði á sínum
tíma. í landafræði þeirri sem
ég lærði fyrir fermingu, stóðu
þessaf setningar um Pólland,
sem ég held að ég muni orð-
rétt ennþá. „Pólland var fyrrurn
voldugt og víðlent riki. En á
siðari hluta 18. aldar skiptu
Rússland, Prússland og Austur-
ríki því á milli sín. Síðan liefur
þjóðin verið undirokuð. En þó
Hfir hún enn og berst ötUllega
fyrir sjálfstæði síuu.“
Ég man erinþá hve mér sem
krakka urðu hugstæð þessi fáu
orð: að stóru ríki var einfald-
lega skipt upp á milli þriggja
annarra. Þessi skipting fór
fram í áföngum, fyrsta gerðíst
1772, aftur 1793, ennþá 1795, og
að lokum var smiðshöggið rek-
ið á með hinum fræga Vínar-
tt'undi 1815. í meira en öld var
þjóðin þannig undirókuð af
þremur mestu stórveldum meg-
inlands Evrópu, en átti þó
ailtaf leiðtoga, sem þörðust sí-
fellt fyrir sameiningu hennar
og frelsi. Auðvitað urðu þeir
fyrir ofsóknum, sátu í fangels-
um og misstu lífið sumir.
Á þjóðminjasafninu í Varsjá,
sem ég skoðaði svo mikið sem
ég gat, einkum málverkasafnið,
sá ég greinilega einn þátt þeirr-
ar baráttu, sem beztu menn
þjóðarinnar háðu fyrir því, að
halda við og örva þjóðernis-
vitund hennar og láta þjóðina
ekki gleyma því að hún hafði
verið sjálfstæð þjóð. Það var
í stórum sal, þar sem eingöngu
voru geymd og höfð til sýnis
málverk eins manns, að nafrii
Jan Matejko.
Þarna er fjöldi málverka,
öll úr sögu Póllands og sýna
flest atburði ér minna á sjálf-
stæði hennar. Stærsta myndin
þar var af hinni frægu orustu
við Griinewald, sem háð var
ldlO, milli pólska hersins og
hinna þýzku riddara, sem sifellt
herjuðu austur á bóginn. f þeim
hildarleik voru Þjóðverjarnir
gersigraðir. Málverkið er milli
11 og 12 metra á lengd og 5—6
m á hæð. Hæðina gat ég ekki
mælt alveg nákvæmlega. Þetta
er svo risamikið verk, segir svo
mikið, og litameðferðin slík
snilld, að við það að horfa
á það gegnum greip sína í hæfi-
legri fjarlægð þá leystist mynd-
in þannig sundur, að manni
fannst maður sjá óralangt út
yfir sléttuna, og geta greint ein-
stök atriði oi-ustunnar, hvert
fyrir sig. En þetta síðasta gilti
raunar um hin' málverkin líka.
Gestgjafinn okkar, sem ég sagði
frá áðan, sagði mér, að þýzku
nazistarnir liefðu mikið reynt
að hafa upp á þessu málverki,
enda var það beint gegn Þjóð-
frægt mjög í listaheiminum.
Þó tókst að fela það, og nú
hangir það þarna, sem eitt
glæstasta dæmið um þátt list-
arinnar í frelsisbaráttu þjóðar-
innar.
Annað málverk einnig geysi-
stórt var þar, er sýndi konung
Póllands taka á móti rússnesk-
um sendimönnum einvaldans í
austri eftir að Pólverjar höfðu
unnið mikinn sigur á hinum
rússneska her. Sáust rússnesku
sendimennirir þar krjúpa fyrir
konungi, og færa honum á bakka
hið sígilda vináttu- og friðar-
tákn slavneskra þjóða, brauð
og salt. Ekki eru þeir upplits-
djarfir, enda mun sendiferðin
ekki hafa verið ánægjuieg. En
málverkið hefur minnt pólsku
þjóðina á það', að hið rússneska
stórveldi hafði hún einnig' sigr-
að á sínum tíma.
En svo voru þarna líka mál-
verk af fleiru. Málverk er
sýndu glöggt auga listamanns-
ins fyrir því, hvaða innri veilur
höfðu átt sinn ríka þátt í því
að þjóðin missti frelsi sitt.
Ein myndin var af þeim sögu-
lega atburði þegar hið sterka
Pólland neyddi höfðingja Lit-
hauen til að undirrita skuld-
bindingu um sameiningu Lit-
hauen og PóLlands. Þarna var
Pólland oíbeldisins - að verki
gagnvart smáríkinu í norðri.
Mörg dæmi sýnir sagan af því
hve skammt er oft milli ofbeld-
is gagnvart þéirri minni máttar
og þjónkunar gagnvart þeim
sterkari.
Næsta myndin sýndi liöfð-
ingja Póllands, konung og
helztu aðalsmenn nýbúna að
skrifa undir samning um aísal
ákveðinna landsréttinda, og
þiggjandi mútur i staðinn. Einn
hafði neitað sinni undirskrift.
Hann hafði verið sleginn niður
og í hann sparkað, en mútuféð
lá á gólfinu í digrum sjóðum.
Þá var enn eitt stórkostlegt
málverk, þar sem prestur nokk-
ur hélt þrumandi refsiræðu yfir
konungi og helztu aðalsmönn-
um og boðaði þeim fall pól-
lands, nokkurskonar „Mene
Tekel“ ef þeir bættu ekki sitt
spillta stjómarfar. Sýnir þessi
síðastnefnda greinilega hið
glögga auga listamannsins fyr-
ir þeirri sögulegu staðreynd, að
hið frjálsa Pólland þeirra tíma
var Pólland frjálsrar, spilltrar
yfirstéttar, sem ekki hikaði við
að selja þjóðfrelsið sjálft í eig-
inhagsmunaskyni. Mörg' íleiri
slík verk mætti telja, en þetta
vei'ður að nægja. En sannfærð-
ur er ég um það að þessi verk
hafa haft sín áhrif, ekki smá-
vægileg, til að viðhalda og efla
þjóðernisvitund þjóðarinnar og
hvetja-hana til að berjast ó-
trauð fyrir nýju þjóðfrelsi.
¥
Vel fer á þvi að enda þessa
frásögn með því að minnast á
það, hvert viðhorf fólksins virt-
ist vera til friðarmálanna í
heiminum yfirleitt, því um það
hef ég alloft verið spurður síð-
an ég kom lieim. í sjálfu sér
þarf nú tæplega að spyrja um
slíkt, því hvernig ætti þjóð sem
lifað hefur slíkar höi-mungar,
sem þessi þjóð lifði á styrjald-
artímunum, (og hef ég þó alls
ekki nefnt það ægilegasta sem
ég sá, en það voru fangabúð-
irnar í Ausehwits) og ekki er
menjarnar af landinu, hvað þá
úr hugum fólksins, að óska eft-
ir nokkru öðru en friði.
Hversu margar fjölskyldur
misstu heimili sin? Hversu
margar skyldu þær fjölskyldur
vera, sem ekki eiga um sárt að
binda vegna dauða fleiri eða
færri meðlima? Þær eru áreið-
anlega gjcki margar. Ég fór ekki
að heiman með neina fyrirfram
sannfæringu um glæsileg lífs-
kjör fólksjns í þessu landi held-
ur þvert á móti. Ég bjóst við
að þau væru lakari en ég sann-
færðist um að þau voru. En
ég skal fúslega játa það, að
ég fór með fyrirfram sannfær-
ingu um það að bæði þessi
þjóð og leiðtogar hennar ósk-
uðu ekki eftir öðru frekar
en friði. Ég veit það vel að
fyrirfram sannfæring er stund-
um þung á metum og getur af-
armikið ruglað dómgreind
manns. En svo g'löggt kom
þar fram óskin eftir friði við
næstum hvert tækifæri sem
gafst í þá átt, að þótt ég hefði
efazt um viljann fyrirfram, þá
hefði sá efi áreiðanlega horfið.
Ekki var það aðeins hjá því
fólki sem maður gat talað við,
heldur var t. d. orðið friður
letrað, myndað úr blómum og
á ýmsa fleiri vegu fyrir komið
á ótölulegum fjölda staða víðs-
vegar um borgina. Á einni aðal-
byggingunni voru stórar mynd-
ir af öllum þeim er fengið
höfðu fiiðarverðlaun Nóbels.
í hinni ág'ætu skáldsögu
sinni „Éimm synir“ lætur
bandaríski höfundinn Howard
Fast söguhetju sína, gyðinginn
Símon Makkabeus, tala um þjóð
sína Gyðingana, sem þjóð, „er
bókstaflega tilbiðji frið.“ Ég
er sannfærður um að sama má
segja um pólsku þjóðina. Hún
blátt áfram tilbiður frið, enda
væri allt annað í ósamræmi við
mannlegt eðli. Ég vil ennfrem-
ur minna á það aftur, að and-
stæðingurinn Þýzkaland átti
stærstu sendinefndina á mót-
inu, 3000 manns, nær 10. hluta
allra þátttakenda. Það var ná-
kvæmlega jafnvel tekið á móti
Þjóðverjunum eins og okkur.
Ekki vegna þess að sárin væru
gróin, þvi fer fjarri. Þau eiga
einmitt langt í land með að
gróa. Heldur fyrir það, að ein-
mitt í þessum hópi hins þýzka
æskulýðs veit hinn pólski
æskulýður að hann á samherja,
í baráttunni fyrit' friðnum.
Og pólski æskumaðurinn veit
enn fremur það, að þessi stóri
þýzki hópur er ekkert einangr-
að fyrirbrigði heima fyrir.
Hann er einmitt valinn sem
trúnaðarfólk af mörgum sinn-
um stærra hópi, og því betur
sem kynnin takast, því virkari
verður hann í baráttunni
heima. Ég liafði einnig gaman
af því, að ég komst þrisvar
sinnum með sömu Þjóðverjun-
um í kynningarferðir, og kynnt-
ist þeim ofurlítið. Og enga
heyrði ég spyrja eins nákvæm-
lega og vandlega eins og þá.
Þeir ætluðu áreiðaniega ekki að
sleppa tækifæri til þess að
kynnast öllu því sém tími
vannst til. Þess vegna munu
áhrifin frá mótUm Alþjóðasam-
bands lýðræðissinnaðrar æsku
béra ávöxt fram í tímann, því
meiri sem þau verða fleiri, og
hjálpa til að koma í veg fyrir
endurtekningu sögunnar frá
1939 til 1945.
Oft hefur maður heyrt því
haldið fram, að kynningarferðir
eins og þær sem mjög haíá
tíðkazt hin síðari ár til land-
anna fyrir austan „járntjaldið"
séu harla lítils virði. Þetta fólk
sé meðhöndlað eins og fáráðl-
ingar, aðeins leitt á milli nokk-
urra sýningarstaða, sem til þess
séu gerðir, en allt það ljóta
falið, og allt verði því ein regin-
blekking.
Þetta er hægt að segja um fá-
menna hópa, en ekki þó sanna.
En þetta er ekki einu sinni
hægt að segja um 30 þúsund
manna hóp á einum og sama
tíma. Enda veit hver einasti
maður sem þarna var gestur,
að engin minnsta hindrun var
lögð í veginn fyrir að við fær-
um um borgina hvert sem við
vildum og töluðum við hvem
sem við gátum við talað. Meira
að segja fengum við kort sem
gáfu okkur frítt far með spor-
vögnunum, hvert sem þeir
gengu. Og hvað málið snerti,
þá tala allir menntamenn bæði
ensku og þýzku, og ótrúlegur
fjöldi alls almennings talar
meira og minna þýzku.
Ég vil þess vegna fyrirfram
vísa á bug öllum grunsemd-
um um það, að nokkur hindrun
hafi verið lögð i veginn fyrir
það að við mættum kynnast
öllu, svo vel sem við höfðum
vit og getu til.
Að lokum vil ég svo enda
með þeirri ósk að okkar eigin
þjóð geti fengið að sleppa við
atburði sem þvílíka, er nú svíða
sárast í hjörtum pólsku þjóðar-
innar og annarra þeirra, er
urðu bráð styrjaldaræðisins. En
við skulum ekki gleyma þvi,
að hvort svo verður, getur mjög
verið undir okkur sjálfum
komið.
íslendingar!
Árið um kring halda skip vor uppi reglubundnum samgöngum á milli hinna
dreifðu hafna á landinu, og yfir veturinn eru þetta oft einu samgöngutækin, sem
fólk getur treyst til að skila farþegum og fanni heilum og óskemmdum í höfn.
Þess á milli eru fjölþættir möguleikar til flutninga sem fela þó ekki í sér neitt
varanlegt öryggi um samgöngur og er það því hagsmunamál landsbúa sjálfra
að beina sem mest viðskiptum tU vor. Með því styðja þeir og styrkja þjónustu-
starf vort og stuðla að því, að það geti aukizt og batnað.
Taxtar vorir fyrir vöruflutning eru yfirleitt án tillits til vegalengdar, þar eð
þjónusta vor miðar að því að jafna nokkuð aðstöðu landsbúa til samgangna, og
er þess vænzt, að þeir, sem betur eru settir varðandi samgöngur, skilji þetta og
meti.
Skip vor eru traust og vel útbúin og skipshafnimar þaulæfðar, og er þetta
mikils virði fyrir viðskiptamennina, enda viðurkennt af tryggingarfélögunum,
sem reikna þeim, er vátryggja, lægsta iðgjald fyrir vörur sendar með skipum
vorum.
Þetta fyrirtæki er eign stærsta félagsins á landinu, þjóðfélagsins. Sumum
finnst það félag svo stórt, að þeir finna vart til skyldleika eða tengsla við það,
eii sá hugsunarháttur þarf að breytast.
Skipaútgerð ríkisins
vei’jum málað, en auk þess einu siuni nærri búin að almá ............................................................................................................