Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 13
13 festingu á þeim grun sírnun, að maður þessi væri ekki með öllum mjalla, veslingurinn. Já, úraníum. Ég vona, að þú hafir heyrt nefnt úraníum, sagði hann. Já, mikil ósköp, já, anzaði þjóðgarðsvörður og brosti við. Eftir örstutta frekari viðdvöl, fann hann ekki löngun til að ræða fleira við þennan óvenju- lega útlending, heldur kvaddi hann kurteislega og gekk burtu hægum og nokkuð reik- ulum skrefum; og setti hend- ur aftur fyrir bak. 2. Næst er frá því að segja, að kvöld hins sama dags átti þjóðgarðsvörður erindi út í Hótel Valhöll; góðkunningi hans var gestur á staðnum. Er þeir höfðu hitzt kom þeim saman um að setjast við borð í veitingasal hótelsins og rabba þar um stund yfir kvöldkaff- inu. En ekki höfðu þeir léngi setið þar inni, þegar sá út- Jenzki birtist og með hönum þrekvaxin kona á líkum aldri. 'Þjóðgarðsvörður fylgdist ann- arshugar með þeim hjúum og sá hvar þau settust við vegg- borð himunégin í salnum. Fy’rst í stað virbust þau ekk- ert taka eftir þjóðgarðsverð- inum, enda margt fólk þar irtni, en þó kom þar, að þ jóðgarðsvörðu r sannfærðist um, að þau gáfu honum horn- auga öðru liverju. Endurtók sig nokkrum sbmum, að þjóð- garðsvorður var kominn á fremsta hlunn með að kinka koili til mannsins er hinn síð- amefndi leit undan, skyndi- lega og með nokkuð ströngum svip; alít látbiagð hins út- lenzka og fyígdarkonu hans bar merki þess, að þau hvísí- uðust á, enda þótt borð þeirra væri fjærri öðmm borðum og þouokkur Idiður í salnum. Þetta kom óneitanlega illa við góðviljaða og prúða sál þjóð- garðsvarðar, því að hvort- var, að hann átti ó- hægt með að skiija svo puk- urslega, næstum dónalega framkomu, og enn síður vildi hann hafa minnsta grun um að hafa orðið til að styggja þennan gest úr fjarlægri heimsálfu, fremur en hann vildi styggja nokkurt af börn- um guðs. Eða gat það verið, að ha.nn hefði komið eitthvað ókurteislega fram við manninn nm morguninn ? Sízt þægilegra varð augna- ráð útlendingsins eftir að konan stóð upp frá borði hans og gekk út. Þá sat hann einn eftir — og hélt upoteknum liætti. Þegar liðið var að lok- unartíma hótelsins, gekk þjóð- garðsvörður ásamt kunningja sínum út á tröppurnar, og þai- kvöddust þeir með handa- bandi. En varla höfðu þeir síitið handabandinu, þegar þjóðgarðsvörðu r fann, að klappað var á öxl honum. Þar stóð sá bandaríski. I kvöld var hann kominn í ljós sum- arföt og hvíta skyrtu við skræpótta þverslaufu — og brosti. Afsakaðu, þú manst eftir mér, er það ekki? spurði hann. Þjóðgarðsvörðurinn dró enga dul á það og var bein- línis feginn því í hjarta sínu, að maðurinn skyldi ekki vera móðgaðri en svo, að hann viidi ávarpa hann. Útlending- urinn gekk sáðan við hlið hans i átt frá hótelinu, en var nú fáorður og átti auðsjáaniega í vandræðum með að tala; greip til þess ráðs að prísa is- lenzka veðráttu. Loks er þeir voru komnir örugglega svo langt frá öðru fólki, að eng- inn gat heyrt til þeirra, nam litlendingurinn staðar og leit alvarlegur í augu þjóðgarðs- verði. Þú skilur, sagði hann. Ég er bara gestur í þessu landi. Þetta er athyglisvert land, en ég er að fara; fer á morgun. E — það er annars mjög lík- legt ég komi seinna. — Gleður mig að heyra, svar- aði þjóðgarðsvörður. E — varðandi þessa sveit — Er hún alls ekki til sölu? Þjóðgarðsvörður brosti, nokkuð vandræðalega: Alls ekki. Þetta er alþjóðar eign, svaraði hann. Það má semsagt enginn kaupa þetta landsvæði? Nei, svaraði þjóðgarðsvörð- ur og brosti enn af rósemi hjartans og þolinmæði hins sannkristna manns gagnvart andlega volúðum. Ekki einusinni stjómin? Ég meina: sú íslenzka — Nei, vinur minn. Þetta er helgistaður þjóðariunar. Hann getur enginn keypt. Útlendingurinn lyfti brún- um, kinkaði lítillega kolli og tautaði: Eg skil. En samt var engu líkara en ihann skildi þetta alls ekki. Um stund var hann alveg orðlaus. Þjóðga.rðsvörðurinn, sem var að því kominn að spyrja hann til gamans, hvort hann hefði hug á að kaupa þessa fögru sveit, hætti við það. Samvizku sinnar vegna gat Iiann ekki haft nafn Þingvalla að fífl- skaparmálum. Síðan skildu þeir, því þeir höfðu ekkert fleira að segja. Á leið heim til sín í góðviðri og birtu sum- arnæturinnar fannst þjóð- garðsverði samt, að sér hefði láðst að spyrja manninn ein- hvers, sem hann hafði þó ætl- að sér, en mundi ekki iengur hvað var. Það rif jaðist þó upp fyrir honum, þegar hann var komiim inn í bæ. Hann hafði til gamans ætlað að inna hann eftir því, hvort hann hefði fundið nokkurt úraníum á staðnum! En nú var það of seint, enda fannst honum engism skaði skeður. Segir svo ekki meira af þjóðgarðsverði að sinni. 3. Frá hinum foma höfuðstað landsins, Þingvöllum, vikur sögunni nú til nýja liöfuð- staðarins, Reykjavíkur. Þar varð brátt uppi fótur og fit; reyndar ekki meðal alls al- mennings fremur venju, held- ur á æðstu stöðuni, í heimu- legum fundarherbergjum stjórnarflokka og valdamanna. Almenningur hafði ekki minnsta grun um það tilstand. í stuttu máli hafði þetta gerzt: Dag nokkurn, með fyrra fallinu, barst íslenzku ríkisstjórninni tilkynning frá sendiráði Bandaríkjanna, að sendiherrann þyrfti nauðsyn- lega að koma til fundar við hina innléndu stjóm og sem allra fyrst; á döfina var kom- ið mál, sem þoldi enga bið. Á yfirborðinu var þetta béiðni tun áhej’ni, en iþó í rauninni ekki nein beiðni, heldur til- kynning um væntanlegan leynifund bandarískra ráða- manna og íslenzks fram- kvæmdavalds. Síðan kom sendiherrann í stjóraarráðið við þriðja mann, og gerði tvennt í senn: að segja þá frétt, sem í rauninni var hernaðarleyndarmál, að úr- aníum hefði fundizt hér á þessari norðlægu eyju, og jafnframt að nauðsyn bæri til að hagnýta það þegar í stað, en búa þannig um hnútana, að báðir gætu verið ánægðir, eyjarskeggjar og vemdarar þeirra. — Nú höfum við séð mælti sendiherrann og brosti elskulega, að þið Islendingar eigið gott land og ríkt. Senn líður að því, að þið megið verða hreyknir af þessari eyju ykkar. Undmn þcirri sem greip ráðherrana við þessa fregn verður vart með orðum lýst. Góð stund leið, áður en einum þeirra hugkvæmdist að spyrja hvar á iandinu úraníum heföi fundizt. Við þá spumingu varð sendiherrann aftur á móti nokkuð taugaóstyrkur, en svaraði þó áheyi'ilega, og bar furðu rétt fram: Þingvellir. Þingvellir, hm? rumdi lágt í einum ráðherramia líkt og hann talaði við sjálfan sig eða vildi ógjaman leggja trún- að á orð sendiherrans. Hinir ráðherrarnir litu hver á ann- an; og það fór ekki milli mála, að þeim hafði bmgðið. Sendi- herranum var hinsvegar Ijóst, að nú var það han® að standa sig, enda vissi hann hinn raunverulega styrkleika sín megin, ef tll mótstöðu kæmi. Þetta var án efa mikil úr- slitastund, og þögn á slíku augnabliki verri en nokkuð annað. Þess vegna rétti liann út flatan lófann, mjög kurteis- lega, og mælti: Herrar minir, eins og þið vitið, þá ræð ég engu um þetta; það er allt í ykkar höndum. Þið emð rík- isstjómin — ekki ég. Og vit- anlega tökum við enga ákvörð- un á þessum fundi, hvorki til né frá. Aðeins eitt er nauðsyn- legt, og bráðnauðsynlegt: þetta má alls ekki berast út- fyrir ríkisstjórnina, sízt af öllu .til stjóraarandstöðunnar. Ég býst samt. við, að við þyrftum að bera það undir þingið, leyfði einn í'áðherrann sér að segja. Óh, já, auðvitað. En það er ekkert þing núna. Er ekki allt í lagi með bráðabirgðalög ? spurði sendiherrann. Leyfið okkur að hugsa mál- ið —. Auðvitað, auðvitað, anzaði sendiherrann. Skömmu síðar var hann genginn, ásamt mönnum sínum. Lengi sat ríkisstjórnin þög- ul, eftir að hann var farinn. Ráðherrarnir stundu, einn af öðrum, og voru ókyrrir í sæti þótt þeir segðu eUd neitt. Kannske höfðu þeir aldrei fundið það betur en nú, hve erfitt er að hafa með höndum framkvæmdavald í smáriki á hinum siðustu og vei-stu tim- um, og harla lítið öfundsvert. Þetta er ljóta uppákoman, sagði loks einn. Það er ekkert hægt að gera — fyrr en þá eftir kosningar, sagði annar. Nema náttúrlega að halda öllu leyndu, sagði sá þriðji. Steinþegja um málið fram yf- ir kosningar. Síðan var fundi slitið. 4. En hvað sem öllum þag- mælskuásetningi stjómai’valda leið, urðu útlenzkir aðilar fyrri til að koma vandraxium af stað og gera íslenzkum valds- mönnum iífið brogað. Dag nokkum, um' þaö bil mánuði síðar birtist fregn í bandarísku stórblaði, býggð á viðtali í þarlendu tímariti þess efnis að stórauðug úraníumnáma hefði fundizt in Thingwell , Ice- land. Sagt var, að auðmaður nokkur frá Kansas hefði dval- izt í sumarferðalagi þar norð- urfrá, hlerað eftir úraníum í jörðu og fundið gnægð þess á tilgreindum stað; nú hefði rík isstjóm Islands þegar veitt Bandaríkjunum leyfi til að hagnýta þessa námu gegn smávegis þóknun, en milljóna- mæringurinn myndi sömuleiðia auka álitlégri fúlgu við spari- fé sitt með tilteknum hundr- aðshluta af arði námunnar, samkvæmt bandarískum lög- um. Þar með var sú blaðra sprungin. Blöð stjórnarandstöðunnar á íslandi birtu i'regnina stóru letri, jafnvel myndir af henni eins og hún leit út í blaðinu vestra, ásamt skeleggum á- skorunum til ríkisstjcmar- innar að gefa strax út yfirlýs- ingu um málið og dylja þjéðina einskis. Að vísu var það eng- in ný bóla, að fregnir um við- skipti íslenzkra valdhafa við útlenzka bærust þjóðinni fyrst erlendis frá; slíkt hafði einatt áður skeð. En mönnum fannst meira en ncg komið. Alþjóð þótti hinsvegar ótrúlegt, að ekki væri eitthvert sannleiks- korn að finna í fregn hins bandaríska blaðs. Og ríkisstjomin hélt fund. Það var merkilegur fundur. Sá ráðlierranna, sem ýmsir hefðu sízt vænzt, að taka myndi afstöðu gegn frelcari framgangi þess sem á döfinni var, reis nú úr sæti, nokkuð svifaseinn, og hélt stutta en alvömþrangna i’æðu, lágum hægum rómi. Hann sagði: Eins og nú standa ‘sakir virtist mál það, Sem fýrir liggur, komið í nokkurt óefni. Við hljóíum að géra okkur grein fyrir því, aö við höfum hér lent í miklum vandá. Und- ir kringumstæðum sem þeSsum vilia menn, jaínvel livar í flokki sem þeir standa, fá að vita bið réttal Og riieð hliðsjón af kosningum næsta ár má segja, að fregn eins og þéssi hafi ekki getað komið fram á ólieppilégri tíma. Það lr.r.gt er eftir til kosninga, að alla- vega verðum við að hafa tek- ið opinbera afstöðu þá, að minnsta kosti til bráðabirgða, og sennilega strax er þing kemur saman í haust. Hitt er svo aðalatriðið, hvaða afstöðit við tökuin, jafnvel þótt til bráðabirgða sé. Ég fyrir mitt leyti legg til, að við notur.x EDG AJR IÆE MASTERS: ★ Carl Hamblin Og það var gerður aðsúgur að prentsmiðju Xmðurþeytara Skeiðarár, og hún var joiiuið við jörð. Sjálfur var ég tjargaður og fiðraður fyrir það að hirta þessa grein daginn sem stjórnleysingjamir voru hengdir í Chleago: „Ég hef séð tigna konu með bundið fyrir augu standa á tröpiium fyrir franian inamiararnusteii. Svartir skarar af fólld fóru hjá og litu til hennar ínilli vonar og ótta, 1 vinstri hendi héit liún á sverði og lét það ríða á þeini sem tll náðist. Ýmist hitti það barn eða verkamann, eða óttasleginn kvenmann, viti sínu fjter. 1 hægri hendi Uafði hún vogarskálar; og þeir, sem tólist að forða sér undan sverðinu, fleygðu fimlega gullpeningum í skálarnar. Svartklædður emhaittlsiiiaður var þar staddur að lesa í handriti: „Hún líetur jafut yfir alla ganga, háa og lága“. XJngllug í rauðimv oldi bar þá að; hanu þaut upp til gyðjunnar og svipti af hennl bindinu, og sjá: liárin voru liorfin af grotnuðum augualokunum, augun orðin að viisu, sturlun deyjandi sálar skráð í svipiniL Og þá sáu allir hversvegna hún hafði buitdið fyrir augun“. Slálfríður Einarsdóttir þýddi (úr Kirkjugarðintun í Skeiðarárþorpi). I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.