Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 18
18 CAAQ AASOCOtMO CAAO MUAZIO >SAAO, mMio ,rtU4 \ ■IWKi O’OfíÍÁNPO /. VUl CANO FERÐASÖGUBROT Hin tignarlega, fagurlokk- aða Kirka talaði svofelldum orðum til Odysseifs, er hún Iiafði lagt ráðin á um það, hvernig hann skyldi komast klakklaust framhjá hinum sætlega syngjandi Sírenum: ,,En er menn þínir eru rón- :r framhjá þei-m, þá eru til tvær leiðir, og mun ég ekki dag í dag nefnast eyjarnar á ítölsku Le Isole Eólie. Þær ganga einnig undir nafninu Liparísku eyjarnar. 1 þessum eyjaklasa eru 7 stærri eyjar og allmargar smáeyjar, sker og drangar, en samanlagt flat- armál eyjanna er aðeins 117 ferkm, um þriðjungi meira en Þingvallavatns, en fjarlægð Fátækrahverfi í Líparí, stœrsta bœnum á samnefndri eyju (6000 íbúar). — Ljósm. Sig. Þór. 'úr því glöggt ákveða, hvora aeiðina þú skalt halda, slcaltu ráða það rneð sjálfum þér, en Sýsa mun ég fyrir þér hvorri iveggja leiðinni. Annars veg- ar eru framslútandi björg, og Irynja þar við ólög hinn- ar dimmleitu Amfitríu. Það Stalla hinir sælu gpiðir Villi- hamra. Þar kemst ekki framhjá fuglinn fljúgandi, og ökki einu sihni þær styggu dúfur, er færa föður Seif ódá- insfæðuna, því hinn eggslétti iiamar þrífur ávallt einhverja iaf þeim burt, en faðir Seifur sendir aðra í skarðið til að fylla töluna. Þar hefur enn ekkert skip klakklaust af kom- ízt, sem þar fer um, því haf- Öldur og hættulegar eldstrok- i'íír sópa með sér jafnt skips- flökum og mannabúkum". Það er hald fróðra manna, að sá, sem lagði Kirku þessi orð í munn, er hann reit Odysseifskviðu á sjöundu eða áttundu öld fyrir Krists burð, íhafi þekkt af afspurn neðan- sjávargos og hafrót það, sem þeim er samfara, og að þau gos hafi orðið nærri þeim eyjaklasa, er liggur í Tyrrh- enska hafinu skammt undan norðurströnd Sikileyjar. Það er forn sögn,' að eyjar þess- a.r hafi fyrstur byggt Eólus, og hafi hann haldið þangað, meðan á Trojustríðinu stóð. ÍMun þar átt við ættföður Eóla. En Virgill segir frá því í Æneasarkviðu, að Eólus, fað- ír vindanna, hafist við á eyj- «m þessum og geymi þar vind- ana í víðum helli. Enn þann milli þeirra eyja, sem eru mest að skildar, er um 80 km. Eyj- arnar eru nær allar hálendar og sumar mjög sæbrattar. Er algeng hæð f jallanna 500—600 m, en hæst er eyjan Salína, 962 m. Allar eru eyjar þessar eldbruimar og liggja á þrem- ur brotalinum í jarðskorpunni, er greinast út frá aðaleynni, Liparí, til norðausturs, vest- urs og suðurs. Eyjaklasinn er eitt af þrem- ur eldfjallasvæðum á ítalíu, sem gosið hafa, síðan sögur hófust. Hin tvö eru Napólí- svæðið og Etnusvæðið. Yzt á norðausturbrotalínunni Strombóli, hinn sílýsandi % Miöjarðarhafsins, og hafa { verið stöðugir eldar uppi s langt aftur í tímann, sem sc ur ná. Virkar eldstöðvar e einnig á eynni Vulcano r< sunnan við Líparí, og auk þ( hafa orðið neðansjávargos þessum slóðum. Fyrsti fræðimaður, sem lai lega nefnir eldgos á eyjunu er gríski sagnfræðingurinn Þucídydes á 5. öld f. Krists- burð, en elztu lýsing á gosi á þessum eyjum, sem raunar er elzta eldgosslýsing, sem til er i vestrænum bókmenntum, er að finna hjá Aristótelesi í bók hans Meteorologica. Hann lýsir gosi á þeirri ey, sem hét Hiera, og segir ösku hafa borizt til borga á ítalíuskag- anum. Um öskuna notar Aristoteles orðið tephra, en af því orði hefi ég gert orðið tephrochronologia sem alþjóð- legt heiti á öskutímatali mínu,. og á jarðeðlisþingi í Róm í seþtember 1954 fékkst það samþykkt, að tephra skyldi héðan í frá notað sem sam- heiti á allri gosmöl, ösku, vikri, bombum o.s.frv., en slíkt samheiti liéfur hingað til vant e að tíl baga í eldfjallafræð-; inni. En frá eynni Hiera er og runnið annað og þýðingar- meira vísindaheiti á eldfjalla- fræðinni, sjálft hið alþjóðlega heiti eldfjalla, Vulcan. Sú var trú til forna, að guð elds og smíða, sem Grikkir nefndu Hefaistos, en Rómverjar Vul- canus, ætti smiðju undir eynni Hiera, sumir töldu hann og eiga smiðju undir Étnu og Strombólí, en nafn hans fest- ist við áðurnefnda ey og virk- ar eldstöðvar hennar, og varð síðan nafn á eldstöðvum yfir- leitt, á sama hátt og sérnafnið Geysir varð alþjóðanafn á gjósandi hverum. Aðalgígurinn á eynni Vul- canó heitir Fossa, og cr iíyrzt Forngrískir sarkófagar við kastalakirkjuna í Líparí. Þeir eru höggnir úr brúnu túffi, ekki ósvipuöu pví sem er í steínkistu Pcds' biskups. — Ljósm. Sig. Þór. ,f! -riþin' ' :ím<- - á eynni, reglulegur sprengi- gþgur um 400 m hár. Þar gaus síðast árin 1888—90 og var það allmikið gos, er olli tölu- verðu tjóni. Norðurundan Vul- canóeyju og áfastur við hana er eldgígur, sem heitir Vulcan- ello, en það myndi þýða litli Vulcanus. Þessi gígur skaut kölli upp úr Miðjarðarhafinu í gosi árið 183 f. Kr., og var hann f'yrstu a’ldimar umflot- inn sæ, en árið 91 e. Kr. gaus hann hrauni, er flæddi allt um kring og tengdi hann Vnlcano- eyju. Þessi gígur er 124 m hár og fagurskapaður. Klukkan 5 á eftirmiðdegi þ. 26. september 1954 losaði lít- ið hvítmálað farþegaskip, Panarea, landfestar í Napólí- höfn og stefndi út flóann tii suðvesturs. Meðal farþega voru '14 af þátttakendunum í al-þjóðaþingi jarðeðlisfræð- inga, sem lokið hafði í Róm daginn áður. Var ég í þeirra hópi. Gamall draumur var að verða að veruleika, Skipið var á lelð til eyja Eóls, en þaðan skyldi haldið til Sikileyjar og Etnu. Ferðalagið var skipulagt af ítölsku ferðaskrifstofiinni Compagna Italiana del Tur- ismo, C.I.T., þeirri stærstu í þvísa landi, og hafði ég skráð mig þátttakar.da löngu fyrir /■ STfíOMBOU OtHOSTAA Ví STAOMaOllCC"/Q ^fT/CO CHAAtBS fJCAAt / PANARZA 0 •f.aAS/cozzo t.f/UCVO/ f>OHTO POUAttA, 1» / SAL/NA A/WtllA MACÁA \s.MAA//1A JfAC. { L/rtGVA /.Al/CUP/ CALDA N/v&ro HPARÍ >/9TO cscso •'C, * L > *'L> CAPO Eólseyjar þingið, til að vera viss um að komast með. En er til Róms kom, frétti ég, að aðeins 6 hefðu skráð sig í þessa ferð; flestir þátttakendur þingsins kusu heldur að skoða Napólí, Caprí og Pompeii. Leit ut fyr- ir, að ekkert yrði af minni lang þráðu reisu, en þá skeði það, að óvænt komu til þingsins 12 áheyrnarfulltrúar frá Ráð- stjórnarríkjunum, sem ekki voru aðilar að alþjóðasam- bandi jarðeðlisfræðinga, og 8 af þessum Rússum skráðu sig í ferðina tii Eólseyja, og var hún þar með tryggð. Meðan Panarea skríður út sundið milli Caprí og Sorrento og Vesúvíus hverfur að baki í blámóðu kvöldsins, æt'la ég að kynna nokkrum orðum ferðafélaga mína. Fyi'st skal nefna John Putnam Marble, aðalritara bandaríska jarðeðl- isfræðingafélagsins, og konu hans, Adelaide, bæði silfur- hærð, enda á áratugrunum sitt hvoru megin sextugs, hvað ekki hindraði, að hún klifi hvert það eldf jall, sem á vegi hehnar varð og væri synd sem selur. Þetta voru alveg sér- staklega elskuleg hjóíi, gædd því frjálslyndi og fordóma- leysi, sem einkennir sumt menntafólk Bandaríkjanna öðru fólki fremur. Önnur hjón voru í förimii, William ogKate Farquahárson, hann haffræð- ingur og Cómmarídor í The Royal Navy, skarpleitur og veðurbitinn, kunni elcki að æðrast. Enn var í hópi vest- ant jaldsmanna norskur veður- fræðingur, Frogner að nafni, maður einhentur og káetufé- lagi minn á Panarea. Sá, sem litið hefði austa.n- tjaldsmennina átta, án þess að vita á þeim nokkur deili, myndi vart hafa gizkað á það í fyrstu lottt, frá hvaða landi þeir væru og raunar ólíklegt, að hann hefði talið þá aila frá sama landi. Aldursforseti þeirra var prófessor Vladimir Vlodavets, lágvaxinn og snyrti legur karl, gráhærður með ihökutopp, broshýr, dálítið við- utan, og kurteis fram úr máta. Hann er forstöðumaður éld- fjalladeildar rússnesku vís- indaakademíunnar og stjórn- ar eldfjallarannsóknum á Kamtchatka, en þar eru mörg virk eldf jöll og sum risavax-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.