Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 21
Sendibréf JOLABLAÐ. ÞJOÐVILJANS (2L ekki get ég sagi; að það sé ánægjulegur selskapur. Framhakl af, bls, 19. t>ú hefur kannski lesið um þetta sjálf. Hausar eru græddir á hunda til viðbótar við þann sem þ.eir höfðu frá faeðíngu og' þeir geta étið og gelt með báðum. Heilar óg hjörtu og lúngu eru tekin úr iolki og sett- ar vélar í staðinn. Og fleira í þess- urn dúr. Það var ekki fyrren um miðnætti að ég minntist á samsærið. Við höíum iíklega verið orðnir ansi kenndir þá, að minnstakosti höíðum við ■ kiárað úr flöskunni og vorum lángt komnir með aðra. Mér leið skár í höfðinu vegna áhrifanna. Einsog þú veist þá á ég til að verða dáltið aestur og þegar Jónas hló og henti gaman að öllu saman þá gat ég ekki að því gert að mér sárnaði. Þegar ég svo sagði hor.um skýrt og skorinort að kommúnistarnir sætu um mig og' vildu koma mér fyrir kattarnef, þá brá honum í brún. Fölnaði og stóð upp með fumi. — Hvaða vitleysa sagði hann. Svona vertu rólegur. Svonasvona. Hann lét sem hann tryði ekki einu einasta orði og það var ekki fyrren morguninn eftir að ég skildi að hann var sjálfur einn af samsærismönn- unum. En þá hélt ég að hann væri vinur mii:n og að það mætti treysta hon- um. Þessvegna greip ég í ermi hans þegar hann ætlaði að hraða sér út og' bað hann að doka við. Hann brást hinn versti við, sleit sig iausan og hljóp niður stigann. Ég elti tilþess- að fala um fyrir honum og það er það síðasta sem ég man frá þvi kvöldi. Þegar ég ránkaði við mér var kom- ið hádegi. Ég lá í miðjum stiganum með ægilegar kvalir í höl'ðinu og sárindi um allan skrokkinn. Ég lagðist fyrir og lá leingi án- þessað geta sofnað. Eitthvað var öðruvísi en venjulega. En hvað? Skynclilega tók ég eftir því. Djöful- gángurinn var hættur. Ég ^brölti á fætur og leit útum gluggann. Jú svo sannarlega voru kommúnistarnir farn- ir. Með allt sitt hafurtask. Aðeins skurðurínn var eftir einsog gapandi m unntóbaksk j af tur. í fyrstu létti mér við þessa sýn og það var ekki fyrren ég leit í speg- il að ég komst að raun um hve grátt þorpararnir höfðu leikið mig'. Á hvirfli mínurn voru ógeðslegar skrámur og blóðtaumar niður ennið. ' F.yrst flaug mér í hug að ég hefði særst svona þegar ég datt í stigan- um kvöldið áður. En brátt fór mig að gruna allan sannleikann. Þessi sár voru ekki eftir mar. Þau höfðu verið rist með flugbeittum hníf. Ég íiýtti mér niðrí andyrið og grun- ur minn reyndist réttur. Dyrnar voru öpr.af. Og nú heyrði ég gánghljóðið. Það var tímaspreingja inní höfðinu • á mér. í skjóli næturinnar höíðu sam- særismennirnir laumast inní húsið. Af ósettu ráði hafði Jónas skilið dyrnar eftir opnar svo þeir ættu greiðari aðgáng. Siðan höfðu þeir svæft mig með klóróformi eða ein- hverj þessháttar, rist raufar á höfuð- ieðrið og borað spreingjunni innundir haushúpuna. Hvað hafði Jónas ekki sagt um tækni þeirra í slíkum aðgerð- um. Þeim var allt mögulegt þessum . íöntum. Um stund stóð ég stjarfur af skelf- íngu. Hvert andartak gat orðið mitt siðasta. Ég þaut af stað. Ég mátti eingnn tíma missa ef ég átti að bjarga lífinu. Og kannski var það orðið um seinan. Allstaðar mætti ég fólki sem horfði á mig í forundran. Á einu götu- hominu hljóp ég í fángið á kellíngu sem liklega hefur verið að koma útúr verzlun. Að minnsta kosti var hún klyfjuð pínklum sem þeyttust útum a]It þegar hún skall í götuna. Ég ruddist gegnum biðstofuna hjá iækninum sem áður hafði hjálpað mér um höfuðverkjarpillur. Ég sagði honum alla málavexti móður og más- andi. — Heyrirðu ekki tikkið sagði ég, heyrirðu ekki tikkið? Það kom fát á lækninn. Hann þreif símann en lagði hann svo frá sér gjörsamlega ruglaður. — Látum okkur sjá, látum okkur sjá. . . Setjast hér. Rólegur r.ú, ró- legur . . . Ég settist hinn rólegasti, bærði varla á mér þótt hann ræki hárbeitta nál á kaf i handlegginn á mér. Þegar ég vaknaði var ég kom- inn híngað. Nú er ég orðinn úrkula vonar um að mér verði hjálpað. I>æknirinn er auðvitað kommúnisti, þessvegna sendi hann mig híngað í stað þess að skera mig upp og losa mig við ófögnuðinn. Þeir sem ráða þessum stað eru líka kommúnistar. Þeir á hvítu sloppun- um þykjast að vísu allt vilja fyrir mig gera en ég sé í gegnum þá. Ég veit um allt þeirra baktjaldamakk. Ég er einginn hálfviti. Einusinni tók einn þeirra mig tali. Þetta var brosleitur ángurgapi og hann sagði að þeir væru búnir að taka spreingjuna fyrir laungu. Ég svaraði honum því einu til að það væri argasta lýgi; ég heyrði tikkið enn. Náúnginn fór að malda í mó- inn og þá gaí ég honum á kjaftinn. Ég ætlaði að sýna honum í tvo heimana. En varla hafði ég slegið gleraugun af trýninu þegar mann- fjölda dreif að. Ég var gripinn og mér var haldið. Einn hvítklæddur rak sprautu í handlegg minn og ég sofnaði. Jæja Margrét mín. Nú íer ég að slá botninn í þetta. Þú verður að fyrir- gefa hvað þetta bréf er flausturs- lega skrifað; ég gat nú ekki orðað það betur. Það er heldur ekki von að maður geti skrifað almennilegt sendibréf svona á sig kominn. Ég sit hér í geysistórum skjanna- hvitum sal. Kríngum mig er fjöldi fó]ks, en ekki get ég sagt að það sé ánægjulegur selskapur. Gegnt mér við borðið situr dökkhærður únglingun sem nagar á sér neglurnar í gríð og ergi. Þegar hann hefur nagað negl- urnar uppí kviku tekur hann til við fíngurgómana og' verðúr alblóðugur í framan. Ekki er hann gæfulegri gamli durg- urinn sem situr i hnipri þarna útí horni, og æpir sömu delluna aftur og aftur, allan daginn. — Barna prestinn, barna prestinn, barna prestinn. Og ég er dauðans matur. í höfði mér geingur sigurverk tímaspreingj- unnar jafnt og þétt: tikk takk tikk takk tikk . . . KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA óskar féiagsmöimum sínum og' viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls nýárs. KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA Strandgötu 28 — Vesturgötu 2 Selvogsgötu 7 — Kirkjuvegi 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.