Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 45

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 45
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS (45 Jörð í ólögum ' I Fr.amhald aí bls. 43. á inóti sér. gefa honum merki um að | stanza, en kauði kann enga góða siði og sinnir þvi ekki, labbar áíram í ró- legbeitum. Skaut þá annar lúntamað- j ur viðvörunarskoti við fætur göngu- manns. Ekki sá honum bregða við siíkar glettingar. en hélt áfram : göngu og nálgaðist óðum. Þar sem maðurinn hagaði sér mjög grunsam- Iqga og hafði ekki sézt þarna áður, og dálítið öðruvísi til fara en aðrir Strandaringar, var ekki forsvaranlegt a'ð' sýna meiri linkind, byssan hófst aftur og nú var m'ðað á fætur göngumanns. en þótt færið væri stutt, hafði víst skotið geigað, þrjótur- inn lét sem ekkert væri og gekk beint að þeim vopnumbúnu. áreiðanlega stór- 'hættulegur óyinur, biræfinn njósnari, ! brjálaður strokumaður, nú var ekk- ert undanfæri lengur, báðum byssun- um miðað á brjóst mannsins og hloypt af báðurn samtímis, en hvað? — skotin hittu bx’jóst mannsins og kúlurnar lentu í gi’jótinu fyrir aftan hann, en maðurinn gekk áfram,' byss- urnar enn á lofti, skjálfandi af ótta, 1 höndin á gikknum titraði eins og i asparlauf, oh. mamrna mia, hann var kominn fast að þeim, hann gisnaði ' óðum og nú sást Þyrillinn í gegnum hann — -— — Byssurnar féllu til jarðar og hin- ir hraustu hermenn frá guðs-eigin- landi tóku til fótanna yfir stokka og steina æpandi á Jesú og mömmu sína. Upp frá því þorðu þeir ekki um þvert hús að ganga þegar skyggja ; tók, nema í fylgd annarra. X. Að loknu stríði. Stóru þjóðirnar úti í heimi, sem í krafti auðs og valda þóttust geta öllu ráðið og 1941—1960 gert hvað sem þeim sýnd- ist, þær lágu nú og sleiktu sár sín mörg og ljót eftir nýlokna hríð. í>etta eru sigurvegarar, sem ekki þurfa að berjast lengur við sameigin- legan óvin, geta þó ekki legið kyrrir til lengdar af gömlum vana og mik- ilmennsku, heldur rísa upp annan dintinn og senda hvor öðrum tón- j inn. í eyrum þeirra sem hlusta í fjarska, hljóma kveðjur þeirra helzt á þessa leið: Eg get drepið þ;g, ' helvítið þitt, hvenær sem mér sýnist. Og það stehdúr ekki á svarinu: Eg ! get líka drepið þig, ef þú vogar þér! Einn er þó sá staður undir ís- lenzku fjalli, sem þessir kokhraustu i sigurvegarar urðu að hörfa frá, ger- sigraðir af varnarliði staðarins. Það er koítbærinn Litlisandur á Hval- fjarðarströnd, þar sem orð ekkjunnar rikja enn í fullu gildi og hógværar eilífðarverur halda sínu striki eins og ekkert sé um að vera. Þær kikna ! hvorki hé hörfá 'undán þótt skothríð ! lierdáta 'dynji á þeim, heldur ganga beint á rjúkandi byssuhlaupin, unz vígmönnum falla vopn úr höndum ! og þeir slá hælum við rass á flóttan- 1 um. Enn gjálfrar aldan við túnfótinn og fossar Bláskeggsár kveða léttum rómi, lyrngið blánar á sumar. Andi 1 staðarins er óbugaður. Það hefur þö ekki gerzt án fórna r að reka þessa óvelkomnu gesti af j höndum sér, hrista af sér óværuna. Staðurinn hefur látið ásjá, ásýnd hans breytzt, Þokkafullu bsejarburst- I ii-nar sjö eða átta í röð eru horfnar. í Lági torfbærinn, sem æðsti maður [ . flotastöðv.arin.ij(ar leitaði skjólp hjá ' ■ berlaáfaðuf Um nótt í dauðans angist, [ þegar verst sótti að honum, hefur nú verið afmáður, túnið útvaðið flag og braggabotnar, bílaskrifli og útlent sorp í haugstæðinu, Álagabrekka flak- ir í sárum. Það tapa allir sem taka þátt í stríði, Og þegar stríði lýkur hverfa hetj- Framhald á bls. 47. JÓLIM ERU HÁTÍÐ BARNANNA! Foreldrar! Verum samtaka um að skapa þeim gleðileg jól og hamingjuríkt komandi ár So, vn MEJnnrimirds © nK-ŒÆB Sambandshúsinu — Reykjavík *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.