Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 23
 JÓLABIAÐ ÞJÓÐVIL JANS (2J .. i Þegar jökulskjöldur ísaldar var slærstur náði hann alls sfaðar úl á hrún landgrunnsins fyrir sunnan land, en norðanlands stóðu fjöll upp úr og jafnvel hluti landgrunnsins, Þar hjarði birkið af fimbuiveturinn mikla og þegar hlýna tók aftur fyrir 10.000 árum lagði það leið sína suður á bóginn. Það var 1.009 ér á leiðinni fii Reykjavíkur... Hér hefur öskufal! kaeft skó?. Stoín ungs barrtrés, sem nú er orðinn að steini, stendur uppréttur í berginu með rótum. Myndin er tekin í Hengifossgljúfri. Berg þetta er síðtertiert að aldri eða nokkurra milijón ára gamall. (Ljósm.: Þorl. Einarsson). *T> 'íyrir eitthvað um 10.000 árum. Þessi ártöl þurfa flest nánari rann- sóknar, eru ekki eins nókvæm og í m annkynssögunni! '•— Þetta er forsaga, en aðalefni ritgerðarinnar er um loftslag á nú- tíma, síðustu 10.000 árin. BIRKISKÓGAÍi Á GRÍMS- EYJARSUNDI — Hvernig lestu á mýrarnar? — — Saga mýranna ritast með frjó- kornum jurta. Plönturnar dreifa frjóv- um ó ári hverju. Sögu mýranna má lesa með því að taka snið úr mýri og telja öU þau frjó, sem finnast á mismunandi dýpt eða stöðum á snið- lnu. Sagan birtist, þegar reiknað er út hlutfall milli frjóa hinna ýmsu tegunda í sýnishorninu og útkomurnár eru settar upp í línurit. — Er nokkur munur á frjói táp- mikiUar plöntu og kræklu? — — Birkifrjó eru ávallt eir.s, og mér hefur ekki tekizt að greina milli frjóa birkis og fjalldrapa. — — Farið þið eftir magni frjóanna í hverjum sentimetra í mýrinni? — Sýnishornin eru venjulega tek- in með 5—10 sm millibili. — Fyrir laudnám er nær eingöngu hægt að styðjast við birkifrjó. Við landnóm koma margar nýjar jurtir til sögunnar, sem sýna kornu manns- ins; þær veita litla vitneskju um Ioítslag, en gefa eindregið til kynna, hvenær menn ■ setjast hér að. Arfi og annað iilgresi er helzti förunaut- ur mannsins. —»• Maðurinn birtist þá sem ill- gresi í jarðsögunni. — — Það lætúr nærri — arfi og tún- ííflar. En auk þess verður þá fyrst vs.rt ' kornfrjós, líklega byggs. Hér hafa fundizt frjó tveggja bruggjurta. Sigurður Þórarinsson fann fyrstur hér í Þjórsárdal 1939 frjó malurtar og mjaðarlyngs. Síðan fann ég frjó þess- ara sömu jurta í Borgarmýri hér við Reykjavík. Hvorug jurtin lifir hér nú. — Ilvernig kemstu að því, að elztu mýramar muni vera um 15.000 ára gamlar? — Náltvæmar aldurstölur fást með því að mæla magn geislavirks kol- efnis í plöntuleifunum, birkilurkum og mó. Eizt slík kolefnismæling er úr Seltjörn hér við Reykjavík, og reynd- ist mórinn uiti 9000 ára g'amall. Um það leyti nær birkið frá Norðurlandi að festa rætur hér syðra. Hér syðra er birkilaust áður, en birkilausa skeiðið tekur yfir um 1/4 hluta af myndunarskeiði mýranna. Þess vegna tel ég að þær hafi tekið að mynd- ást fyrir um 14.000 árum. — Hefur birki vaxið lengur á Norð- nrlandi? — Birki hjarði á Norðurlandi allan jökultímann. Það hefur'iraxið þar frá því áð tertíértímanum fyrir um 60 miíljónum árá, þegar elztu jarðlög urðu til á íslandi. — Birkið kemur þá úpp úr At- lantshafinu með landinu? 1000 ÁRA FERÐALAG BIRKISINS — Við vitum ekki, hvernig gróður hefur borizt til íslands, hvort það hef- ur verið tengt öðrum löndum eða ekki. Upphleðsla landsins tekur mjög langnn tíma, hefst fyrir 60 milljónum til 70 milljónum ára og þá vaxa hér kulvísir laufskógar. Á tertier kólnar um heim allan, eftir því sem nær dregur jökuttíma. Hér fækkar lauf- trjám, og í lok tímabilsins eru senni- lega nær eingöngu barrskógar ríkj- andi á íslandi. Þá hefst jökultíminn, og við þykjumst vita með vissu, að hér hafi a.m.k. verið þrjár ísaldir, en á milli þeirra eru allmörg skeið, þegar hlýrra er í veðrí, hlýaldir. Einu trjáteg- undirnar, sem lifa af fyrstu ísöldina hér á Íslímdi, eru elrir, birki, víðir og einir. Á þeirri næstu, sem var að líkindum hörðust þeirra allra, þá náðu jöklar suður til miðþýzku fjallanna, — deyr elririnn út, og eftir verður birki og víðir, sem einnig hjara af síðustu ísöld. Á ísöldunum voru, jökl- ar miklum mun þynnri norðan lands en sunnan. Úrkoman á jökultíma hef- ur einkum verið i sunnan átt eins og enn í dag, svo að snjóað hefur aðal- lega á sunnanverðan jökulskjöldinn, en vindamir verið orðnir þurrir, þeg- ar þeir komu norður yfir hájökulinn. Norðanlands hafa staðið upp úr jökl- inum fjallgarðar og einstök íjöil og jafnvel hluti af landgrunninu. í jökl- úíh jökuTtlmáns var bundið svö mikið’ vatn, að sjávarborð hefur a.m.k. stað- ið 100 m neðar en í dag. Mikill hluti af landgrunpi Norðurlands er innan við 100 m ó dýpt, t.d. sundið milli Grimseyjar og lands. Sennilega hef- ur þetta landgrunn verið yfir sjávar- máli á ísöldum, og þar hefur hjarað gróður. Þar hefur verið mjög þurrt í veðri, meginlandsloftslag með hlýj- um sumrum, en köldum vetrum. Veðr- áttan hefur ekki verið umhleypinga- söm, eins og hún er í dag. Þarna óx birki m.a. Strax og jökla leysti, breiddist birki út að f jallgarðinum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og ■allt austur til Austíjarðafjalla. En hlýindin voru ekki nægileg til þess, að það kæmist yfir fjallgarðana á síðjökultíma; það kemst ekki suður og vestur yfir fjöll íyrr en á nútíma, eða fyrir um 10 þús. árum. Eftir það breiðist birki mjög fljótt út um land allt og er komið hingað til Reykja- vikur fyrir um 9000 árum. Ferðalag birkisins frá Eyjafirði til suð-vestur- lands hefur tekið um 1000 ár eða skemmri tíma. Fyrir 9000 árum tek- ur loftslag að hlýna og verður mild- ara en það er í dag eða hefur verið á síðustu öldum. Þá hefur verið þurrt víða, þar sem r.ú eru mýrar; Lurka- lög sýna, að skógur, tápmikill, hefur vaxið i mýrunum. Þetta sést einnig á því, að meira er af birkifrjói í mýr- um fyrir 6000 til 8000 árum en áður. Fyrir tæpum 6000 árum vex úrkoma á iandi hér og reyndar alls staðar urh heim, svo að birki hrekst úr mýrunum, en helzt á þurrlendinu í kring. Fyrir rúmum 4000 árum minnk- ar úrkoma, og birkið klæðir aliar mýrar að rýju, eins og frjógreining- in ber með sér. Svo tekur að kólna í veðri aftur á mörkum bronsaldar og járnaldar, um 500 f. Kr. og því kulda- skeiði lýkur ekki fyrr en í lok sið- ustú aldar. Veðurfar hefur líklega aldrei verið jafnslæmt, hrakviðrasamt, hvað eigum við að segja, síðustu 10.000 árin eins og á 18. og 19. ö’d. Það er versta skeiðið. Veðuríar er að smáversna frá því um 500 f. Kr. og fram á 19. öld, en auðvitað g'erist það í smásveiflum. Hér á íslandi nó jökl- ar lengst fram um 1890 á þessu skeiði. Annars staðar eru þeir mestir um miðja öldina, í Ölpunum og Skandin- av'u, Þar tekur að hlýna litlu íyrr. — Nú verða dálítil hlýviðraskeið, ef svo mætti, segja, hlýrra en á und- an og eftir, á þessu tímabili, t.d. á 8. og 9. öld; er það ekki? — Jarðfræðin fæst lítt við svo skamman tíma; hún bregður upp heild- armyndum. — Frjógreiníngin greinir varla skemmri tima en aldir hér á íslandi enn sem komið er. íslenzka flóran setur henni mörk, og hún er svo fábreytt, að við höfum ekki teg- undir, sem ákvarða veðurfarið ná- kvæmar. — Hvað segir þú um litlu ísöldina? Enskur veðuríræðirgur sagði mér heilmikið um litlu ísöldina fyrir rúm- um 10 árum. Hann taldi hana ná frá því um 1580 til ,1850 á norðurhveli jarðar. — Þetta heiti er amerískt og Hklega til orðið veslur í Alaska. Það er not- að um síðasta hluta kuldatímans, sem ég gat um áðan, en hér lýkur þessari ísöld ekki, ef við eigum að nota það nafn, fyrr en um 1890. - Þetta heiti er tii' orðið við jök'ainæíingar. ránn- sóknii' á stærð jöklaima, táknar það tímabil, þegar þeir voru stærstir s;ð-« ustu 10.000 árin. — — Hver benti fyrstur á. að gróður, birki, hefði lifað af jökultímann á Eyjafj arðarsvæðinu ? — Ég held það hafi verið Steindór Steindórsson í grein í Náttúrufræð- ingnum 1937. — — Hver er upphafsmaöur mýravís- indanna? — — Svíinn Lemtard von Post, jarð- fræðh’gur, birti fyrstu frjógreindu mýrasniðin fyrir um 50 árum; þetta eru sænsk visindi. — Þessi írjógrein- ing hefur síðax: breiðzt út um víða veröld. — Það hefur komið í ljós, að veðurfarssveiílur eru svipaðar um heim allan, — verða um svipað leyti. ELZTU HEKLUGOS — Hvað vitum við um eldgos á íslandi eftir jökultímann, t.d. Heklu- gos? Ég á ekki við þau. sem gerzt hafa síðustu 500 til 600 árin, því af| Framhald á bls. 37. .HjENGIFOSS. Gljúfur er opna í bók jarðsögunnar. Hér á landi eru margar slíkar „fróðleiksopnur“, ein til dæmis við Ilengifoss í Fljótsdal. Á milli blágrýtislaganna, sem runnið hafa sem hraun, er fom jarðvegur. (Ljósm : Þorl. Einarsson).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.