Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Blaðsíða 35
JÓLABLíAÐ ÞJÓÐVILJANS (33 Hór sjáið ])ið hoiniili og allar eigur lijónanna Daley seni búa vestur í Kalií'orníu, — og reyndar hjónin sjálf og börnin þeirra. Myndina birti anierískt túnarit f'yrir nokkrum árum, eða um }>að leyti þegar Vance Packard gerði athugun sína. En lítið svo á myndina neðst á síðunni. Þjóðfélag .HnmBREQBU | prangaranna Framhald af blaðsíðu 33. keyptir og hlutum fleygt í jöfnum mæli, í þessu íelst ógurleg sóun, sóun verðmætra hluta, sem kostað haía fyrirhöfn og fé^ og á þessu hagnast í rauninni enginn nema ef vera skyldi framleiðandinn. Framleiðslan á neyzluvörum, sem ætlazt er til að íleygt ,sé og fleygt í vitleysu, vegna þess að þær eru óðar látnar komast úr tízku, er ofboðsleg sóun, en þar við bætist sú sóun sem langt tekur þessu íram, framleiðsla stiiðs- og dráps- tækja, sem eru vita gagnslaus, og úr- eldast ákaflega fljótt; hergögn, her- skip, hernaðarflugvélar, eldflaugar o. s.írv. Hvergi birtist sóunareðli auð- valdsins jafn bert og' nakið sem í þessari hröðu framleiðslu og jafnhröðu eyðileggingu rándýrra hluta. • Afborganaörbirgðin Eitt af því sem þessu skipulagi fylgir, eru lánin, afborganirnar, sá fjötur, sem enginn losnar úr, sem einu sinni heíur fengið hann sér um fót. Er nokkurntíma nefnt hið raunveru- lega kaupverð á hlutum sem ísskáp eða sjónvarpstæki eða rafmagnsrak- vél? Hið eina sem nefnt er í auglýs- ingunni er afborgunarverðið, vikulegt V eða mánaðarlegt. Viðskiptamenn sem borga út í hönd í stórverzlunum, eru ekki jafn kærkomnir sem hinir, sem kaupa gegn aíborgun. Velbúinn smá- borgari, sem ,ekki á fötin, sem utan_ á honum eru, er skoðaður sem dæmi um þá miklu velgengni, sem í landinu sé. Er honum alveg rótt innanbrjósts i nýju fötunum? Líklega ekki. Af slíkum viðskiptum sprettur sú teg'- und af örbirgð, sem kalla mætti af- borganaörbirgðina. Sú örbirgð er á yíirborðinu ólik hinni gömlu, þraut- reyndu örbirgð: sulti og tötrum, en henni fylgir í staðinn það sem varla er betra: ótti og ánetjun. Hugsýki er r einn hinn algengasti af sjúkdómum meðal fátæklinga. Bandarískur verka- maður sem hefur skuldbundið sig til að greiða afborganir á 36 mánuðum, skuldar þriggja ára vinnulaun. Hann hefur ratað í hin sömu vandræði sem hinir réttlitlu ieiguliðar á lénstímabil- inu, sem gert var að skyldu að vinna iandeigandanum dagsverk, en hve mörg sem dagsverkin urðu, grynnkaði aldrei á skuldinni. Þá er því til að svara að banda- riskur verkamaður eigi bæði bifreið og kæliskáp og jafnvel hrærivél. Slíka hluti átti leiguliði lénstímans ekki. En baróninn átti þá ekki heldur. ■n Því það nær engri átt að dæmá lífskjör nútímamanns eftir því sem gerðist fyrir mörgum öldum. Agústín- us keisari átti ekki útvarp, né nokkur maður um hans. daga, Krösus átti ekki armbandsúr. og Salómon konung- ur í aliri vegsemd sinni átti ekki kúlupenna, sem skrifa mátti með jaínt niðri í vatni sem í loíti. Engin veimegun er i því falin að vera skuldum vafinn um ófyrirsjáan- legan tima. Ekki er sá maður frjáls, sem öðrum er háður. Aíborgunarör- birgðinni fylgir ótti við atvinnuleysi, og sá sem flæktur er i slíka hnapp- heldu, er ragur að beita sér við vinnudeilur. 1 ( Hinir ófrjálsu skrifíinnar auðvalds- blaðanna kalla þetta ,.hinn frjálsa heim'1. Auglýsingavísindin, sem laum- ast aftan að fólki og eru búin að gera það háð áróðri sínum áður en það veit af, og stjórna síðan hegðún þess að geðþótta sínum, eru einn þáttur í slíku frelsi. Og sjálfir vísindamennirnir, sem gerli hafa sig að handbendi auglýsendanna og láta hafa sig til ,að afvegaleiða börn og' tæla fullorðna til að kaupa meira en þeir þarínast og jafnvel meira en þeir vilja, eru þeir frjálsir metin? Frelsi áuðvaldsins er frelsi til að arðræna aðra menn. Á þessa bliku, fólk sém ékki er sjálfu sér ráðandi og' laumulegt einræði, mundi engunt litast, ef menn tryðu því að auðvaldið ætti sér langt líf fyrir höndum. En því trúir enginn, ekki heldur auðvaldssinnarnir. Nú, hér er fjölskyldan hans Daley í Kaliforníu komin aftur, og allar hennar eignir. En bíðið ])ið við, — }>að hlýtur að vanta eitthvað. Kétt er það, — á þessari mynd má aðeins sjá það sem lijónin hafa borgað fyrir. Það sem vantar er enn ógreitt, })að er keypt með afborgunarskilmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.