Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 4
„LJÓTI AND 1 Einvígishanzkanum var kastað að smáborgaralegri til- veru þessa bæjar. Kjörin vist útilegumannsins tekur við á götum borgarinnar með næt- urskjóli í lítilli herbergis- kytru i austurbænum. Svona er að eignast draum. Ljós púnktur í tilverunni er að hefja sli'ka göngu i sæmilega góðu veðri. Fjárskorur er á næsta götuhorni og erfiðleikar hrannast upp við að greiða kaffihúsum borgarinnar sinn dagiega toll. Rauðar tikalla- skuldir hrekja svona útilegu- menn inn i jómfrúrsund borg- arinnar. Þetta harðbala líferni kynn- ir þó manneskjulega glampa í þessari köldu vist, sem hitar í sálinni og verða sjaldséðari eftir því sem gangan lengist. Lítið bros frá afgreiðslu- stúlku á kaffibar þiðir stund- um klakann með vaxandi fyr- irlitningu umhverfisins á iðju- leysi unga mannsins. Áiekstrunum fjölgar við hugmyndaheim smáborgarans. Hann á leið niður Bankastræti á hallandi degi og mætir sín- um gamla forstjóra í brekk- unni. Rauðir dílar hlaupa fram í kinnar forstjórans og blimskökk tillit hlaupa ein- hvernveginn utan og ofan við gamlan undirsáta og skilning- ur rikir ekki í hásæti á slikum stundum. Hringurinn þrengist smátt og smátt og skörð myndast í stórum kunningjahópi, sem hefur valið sér hina farsælu leið smáborgarans í reykvísku viðskiptalífi og stefnir á ævin- týrið með konu og fallegum börnum og kannski nýjan bil til þess að heimsækja foreldr- ana í á sunnudögum. Gamlar leiksystur afskrifa hann sem mannsefni og kalla hann beibidoll mink. Svona týna fjaðrir orðstirs- ins tölunni og ljóli andarung- inn tekur á sig lögun og mynd i hugarheimi reykvískra sam- ferðamanna. Tuttugu og sex mánuðir hverfa svona út í buskann og hann prédikar fyrir þunnum eyrum samferðaimanna um undur kvikmyndalislar. Hann neitar að eiga annað lifibrauð. 2 Rofaði þá aldrei til sólar á þessari löngu asfaltgöngu um stræti borgarinnar? Tilraunir eru oft dæmdar til þess að misheppnast meðan draum- 4 — JÓLABLAÐ ARUNGINN" arnir færast í jarðnánd og þróast til aðlögunarhæfni í köldum heimi raunveruleik- ans. Það er hinsvegar aðalsmerki hins prúða drengs að viðhalda spennunni til hins langþráða takmarks, þó að spennuföll séu mörg og tíð á þröngum og grýttum vegi. Hann komst yfir gamla rit- vél og skráði á hana löngum slundum hugmyndir sínar og staflinn hækkaði jafnt og þétt. Hann leigði sér pósthólf með lágu númeri og lét prenta bréfsefji með virðulegu nafni tekið úr fei-skum hugarheimi. Þannig varð til fyrirtækið Borgfilm. Bréf tóku að berast út um víða veröld og skrifuð af þeim myndarskap, sem einkennir stórhuga menn. Fjármálaheimur kvikmynd- anna er fullur af svimháum upphæðum og sveiflast oft milli miljónatuga eftir þeim verkefnum, sem krefjast úr- lausnar á líðandi stund. Með tímanum verður það að vana að hugsa í slíkum upp- hæðum og óþarfi að láta slíkt þvælast fyrir, þegar góðar hugmyndir spretta fram í svona vorleysingum. Rauðar tíkallaskuldir hverfa út í buskann í gleði vinnunn- ar og falla á smæð sinni til heimkynna sinna. Eitt kvöldið fékk hann símskeyti frá ítölskum kvik- myndajöfri er kvað sín vera von næsta dag til s'krafs og ráðagerða. Kannski féll spennan það kvöldið. ískaldur raunveruleikinn blasti við sjónum. Það var líka skammur lími til stefnu að slá upp Pótem- kintjöldum í svona litilli borg norður á hjara veraldar. Flugvélin átti að koma klukkan hálf fjögur næsta dag. Gat hann fengið SfS lán- að einn dag til þess að leiða þennan andlega bróður um viðeigandi skrifstofubakn Að vísu viðsjál ganga með glerhurðum og fallegum vél- ritunarstúlkum i hverri skrif- stofu. Aðkallandi verkefni i öðru heimshorni töfðu þó þennan heiðursmann og hann varð að fresta för um sinn. Hann mákkaði um skeið við Jack Clayton. Hann var einn af forstjórum enska kvik- myndafélagsins Romulus Film og vann þá að kvikmynd I Indlandshafi. sinni ,,Room at the top“. Jack Clayton fékk áhuga á „Sjötíu og níu af stöðinni" og snaraði vinur vor þessari sögu á ensku á nokkrum kvöldum. Þessi ráðagerð fór út run þúfur, þegar svimháum tilboð- um rigndi yfir Englendinginn eftir að siðasta mynd hans náði heimsfrægð á skömmum táma. Svona sáði hann fyrstu fræ- kornum að geið þessarar myndar, þó að aðrir skituðu þessu verkefni í höfn. 3 Einn dag i öndverðum des- ember árið 1960 þræddi hann krapaelginn eftir götum borg- arinnar með tóma pyugju. Krókloppinn útilegumaður kominn á stjá í skammdegi borgarinnar og blautur í lapp- irnar. Hann brá sér niður í bæ og gekk inn á Hressingarskál- ann með gamalt spakmæli í huga. Borgar ekki guð fyrir hrafninn? Hittir þar fyrir viðkunnan- legan mann og tóku þeir brátt upp tal um möguleika kvik- myndalistar í heiminum. Með hugarstyrk þræddi hann krákustigu hins alþjóð- lega fjármagns í kvikmynda- heiminum og þessi viðkunnan,- legi maður gerði sér sam- stundis grein fyrir þeim gull- fugli, sem hafði rekið svo ó- vænt á fjörur hans. Útsjónarsamur fjármála- maður þurfti aðeins að smíða rammann fyrir svona dýra hæfileika á vergangi. Svona kynntist hann auð- hringnum Bíbábí hér í bæ. íslenzkir fjármálamenn hafa tamið sér hraða í öllum viðbrögðum með gullgæsir í sjónarmáli út um heim. Þrjátíu og sex klukkustund- um síðar ók Reynir Oddsson um götur Miinchenborgar með tvö B sitt til hvorrar handar sér til fulltingis. Baráttan var hafin í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Þeir leigðu svítu fyrir gull- fuglinn á einu dýrasta hóteli meginlandsins og fyrsta kvöldið sat hann þegar uppi á hárri sjónarhæð Viere Jahres Zeiten og horfði yfir marglit neonskilti borgarinnar. Islenzkir meðreiðarsveinar höfðu hinsvegar holað sér niður á hótelherbergi í út- hverfinu. Svona sat hann fyrsta kvöldið með sitt stóra kónga- nef í setustofu sinni við sal- arglugga og arineld. Honum var ætlað að horfa fránum augum næstu daga eftir fengsælum viðskiptasam- böndum álfunnar og smokra þeim félögum á hentugan veiðistað. 1 næstu svítu á sömu hæð sat þýzki kvikmyndaleikarinn Kurt Jiirgens og afganginn af hæðinni hafði egypzk sendi- nefnd í viðræðum við þýzkar fjármálastofnanir út af As- wanstiflunni. Á aðalgangi hótelsins hafði mikið verið um djúpar höfuð- hneigingar frá alþjóðlegum bræðrum í fjánnálakúnst, og höfðu ný andlit ekki farið varhluta af kurteisi heimsins fyrr um daginn. Þýzkir sjónvarpsmenn höfðu verið á hverju strái á hælun- um á hinni egypzku sendi- nefnd og hann opnaði fyrir sjónvarpstækið í svítu sinni um kvöldið. Egypzka sendinefndin þótti stór viðburður í Þýzkalandi og fylgdu þýzkar sjónvarps- stöðvar henni skref fyrir skref. Allt i einu birtust þó á sjón- varpsskerminum þrír brúna. þungir menn á fumlausri göngu eftir hótelgangi og voru þar komnir íslenzkii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.