Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 11
Þcssi mynd er eftir Kristján Jónsson ungan myndlistarmann frá Munkaþverá i Eyjafirði. Hann er nýlcga farinn til Varsjár og legg- ur þar stund á höggmyndalist. Viðtal við hann scm hér átti að fylgja vcrður því að bíða betri tíma. Talið berst að áhrifamætti málverksins og hvernig koma megi myndlist á framfæri. Einar segir: „Við höfum talað um að arkitektar og málarar ættu að taka höndum saman og gera málverkið á þann hátt að stærri þætti í daglegu lífi fólks. En ég er þeirrar skoð- unar að ekki megi ganga á þann rétt málverksins að vera á fletinum, að málverkið verði sjálfstæður veruleiki innan á. kveðins ramma." „En hvert finnst þér stefna £ málaralist hér?“ „I dag finnst mér stefna í þá átt, að málverkið f jarlægist raunveruleikan og kannski „Ef ég á að orða þetta há- tíðlega,“ segir Gunnlaugur, „þá er þetta sköpunargleði — mér finnst ég vera knúinn til að tjá mig á léreft eða blað.“ um of. Eg vildi þó ekki kalla þetta hnignun, en menn leita of langt yfir skammt nú orðið að frumleika frumleikans vegna. En uppfinningalist get- ur aldrei orðið góð list, Mál- ari verður að vera sjálfum sér samkvæmur — svo að mál- verkið geti orðið það. Eg leyfi mér að minna t.d. á Cézanne sem góða fyrirmynd í þessu efni.“ „Þú hefur aldrei haldið sýn- ingu Einar?“ „Nei, ekki er ég enn svo frægur, en ég hef verið á tog- urum hvert sumar frá því ég fermdist. Það er erfitt og van- þakklátt verk,“ segir Einar að síðustu. Við höfum setið yfir kaffi og skeggrætt um máiverkið og hlutverk og stöðu lista- mannsins í þjóðfélaginu. „Eg álít,“ segir Gunnlaug- ur, „að hvert samfélag skapi listamenn í samræmi við rikj- andi ástand og að listamenn séu mjög nákvæmt barómet á þjóðfélagsástandið á hverj- um tíma. Og listin því mæli- kvarði á þjóðfélagið. Auðvit- að geta listamenn því haft mikil áhrif á umhverfi sitt og beitt þeim til góðs eða ills.“ „Haft áhrif á þjóðfélags- þróunina?" „Já, þjóðfélagsádeila er gömul hefð í málaralist, og margir snillingar hafa beitt pensli sínum þar. Eg held þó að önnur listform þjóni þess- um tilgangi betur: kvikmynd- in og leikiitið fyrst og fremst í dag, og svo skáldsagan.“ „En hvert er þá hlutverk eða tilgangur myndlistarinnar að þínum dómi?“ „Málverk á að vekja já- kvæðar kenndir með mönnum, hvíla þá frá ljótleikanum og gera þá þannig næmari fyrir ljótleikanum, skerpa fegurð- arskyn þeirra og hafa bæt- andi áhrif á fólk. Það er und- ir hverjum einstökum málara komið hvaða leið hann fer og ég þekki enga algilda for- skrift. Hver stefna hefur átt sína meistara og gildir það jafnt um þjóðfélagsrealismann á öllum tímum sem aðrar stefnur. En málverk er því betra, því fleiri jákvæðar kenndir sem það vekur með mönnum.“ „Hvað hefur þú að segja um myndlist á lslandi?“ „Við erum einangiaðir og verðum að brjótast út úr þess- ari einangrun. 1 einangrun ríkir oft lognmolla. Islenzkir myndlistarmenn þurfa að fara utan og erlendir listamenn að koma hingað. En því miður höfum við ekkert upp á að bjóða. Lista- safnið er ómerkilegt — reynd- ar oftast lokað — og engin vísir að safni annarsstaðar á landinu nema jú á Selfossi. Sýningarsalir fyrirfinnast engir sem boðlegir séu og enginn listaskóli í landinu sið- an Handiða og myndlistarskól- anum var breytl í einhvers- konar auglýsingáteikniskóla og allt miðað við það hag- kvæma — eins og Þjóðverjar skilja það liugtak. Myndlistarskóli á að vera stofnun með vinnustofum, þar sem nemandinn getur unnið, notið kennslu og náð einhverj- um þroska.“ JÓLABLAÐ — H Að vekja jákvæðar kenndir Gunnlaugur Gíslason er 19 ára gamall Hafnfiröingur og nemi f prentmyndagerð. Hann stundaði nám í Handiða- og Myndlistar- skólanum í tvo vclur en hefur málað og tciknað frá 13 ára aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.