Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA ,’i Samið um sölu á niðursuðuvörum til A-Þýzkalands: Kaupa fyrir 70 milj Dagana 8.-14. deseinber s.l. fóru fram samningaviðræður i Keykjavik um viðskiptasamning iniili islands og Þýzka alþýðulýð- veldisins. Samkomulag náðist i viðræðunum um 5 ára viðskipta- samning. Verður samningurinn undirritaður siðari hluta janúar n.k. Samningurinn gerir ráð fyrir mikilli aukningu á viðskiptum landanna, en þau hafa undanfarið verið mjög litil. Samr.ingnum fylgja vörulistar fyir þær vörur, sem rikin leggja mesta áherzlu á að skipzt verði á. Samkvæmt is- Stórslys á Selfossi Mjög alvarlegt umferðarslys varð sl. sunnudagsmorgun um kl. 6 á Selfossi. Bifreið, á leið austur, fór þá Utaf veginum á begjunni áður en ekið er inná OlfusárbrUna. I bifreiðinni, sem er af Landrover-gerð, var 7 manns og kastaðist það allt Ut Ur henni eftir að þakið hafði farið af jeppanum i einni veltunni. Var allt fólkið slasað og þar af 4 piltar það mikið að þeir voru lagðir á sjUkrahUs að lokinni bráða- birgðaaðgerð, en þrennt fékk að fara heim að henni lokinni. Ekki munaði miklu að bifreiðin færi alveg i ána, en að sögn lögreglunnar er hUn ekki lengur i tölu ökutækja og verður senni- lega aldrei. Ekki var um neina ölvun að ræða og ekki var hálka á veginum. -S.dór. Yfirvinnu- bann í Straums- vík Siðastliðinn sunnudag hélt Verkamannfélagið Hlif fund Ut af samningaviðræöum tiu verka- lýðsfélaga við álverksmiðjuna i Straumsvik. Var stjórn félagsins þar veitt heimild til þess að skella á yfir- vinnubanni hjá starfsmönnum verksmiðjunnar á næstunni. Formaður Hlifar, Hermann Guðmundsson, flaug til Norður landa í gær sem framkvæmda- stjóri I.S.l. og i erindagerðum þess og er væntanlegur til lands- ins á fimmtudag. Landhelgis- gæzlan tók bát í fyrrinótt Það bar til tiðinda, að land- helgisgæzlan tók bát i fyrrinótt, en það var Gyllir 1S 568 og ástæðan var sU, að tveim af þrem skipverjum á bátnum datt i hug aö leggja af stað Ur Reykja vikurhöfn en voru þannig á sig komnir eftir glimu við Bakkus að mönnum fannst óvarlegt að hafast ekkert að í málinu. Var þá gripið til þess ráðs, að fá landhelgisgæzluna til. að senda varðskip á eftir Gylli og tókst það með ágætum og kom varðskipið með Gylli til Reykjavikur um morguninn. Ekki var hér um þjófnað að ræða, þvi að mennirnir tveir eru eigendur að bátnum og vildu leggja af stað heim sem fyrst, en þriðji skipverjinn vildi biða þess að af félögum sinum rynni áður en lagt væri af stað. -S.dór. lenzka vörulistanum er gert ráð fyrir að Islendingar selji á næst ári til þýzka alþýðulýðveldisins niðursuðuvörur fyrir 70 milj. isl kr., 5000 tonn af fiskimjöli, 2000 tonn af freðfiski og ótiltekið magn af iðnaðar- og landbUnaðar- vörum. Samkvæmt þýzka listanum er gert ráð fyrir, að kaupa af þýzka alþýðulýðveldinu vélar, og tæki ýmiss konar, rafmagsnvörur, áburð (kali), matvörur, gler- vörur, vefnaðarvörur, pappirs- vörur, leikföng, hljóðfæri o.fl. Samkomulag náðist um það i viðræðnum, að viðskipti landanna skuli framvegis vera á frjálsgjaldeyrisgrundvelli og er samhliða viðskiptasamningnum gerður samningur um fram- kvæmd greiðsluviðskipta milli Seðalbanka islands og Staatsbank í Berlin. Undanfarið hafa viðskiptin verið á jafn- keypisgrundvelli. Formaður islenzku samninga- nefndarinnar var Björgvin Guð mundsson, skrifstofustjóri i við- skiptaráðuneytinu, en aðrir í is- lenzku nefndinni voru þessir: Sigurður örn Einarsson, skrif- stofustjóri, dr. örn Erlendsson, framkvæmdastjóri, Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri, Ingólíur Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri, Karl Þorsteins, forstjóri, Árni Finnbjörnsson, sölustjóri. og Andrés Þorvarðarson, fulltrUi. Formaður samninganefndar Þýzka alþýðulýðveldisins var Christian Meyer, skrifstofustjóri i utanrikisviðskiptaráðuneytinu i Berlin. Geir Kristjánsson Útvarpsleikrit Geirs Kristjánssonar ,SNJÓMOKSTUR’ FLUTTUR BELGUM Útvarpsleikrit Geir Kristjánsson- ar rithöfundar, „Snjómokstur”, var leikið i útvarp i Bclgiu á sunnudaginn var og verður endurtekið um jólin. jólin. „Snjómokstur” var leikið i hinni flæmsku deild Belgiu-Utvarps. Hefur leikritið áður verið flutt i Utvarp i Vestur-Þýzkalandi, bæði i Utvarpsstöð I Hamborg og e leikritið verið flutt i Finnlandi og JUgóslaviu. Hafa borizt fregnir af þvi, að það sé viðar til athugunar. „Snjómokstur” var leikinn i is- lenzka Utvarpið tvivegis fyrir 2-3 árum. Geir Kristjánsson hefur getið sér góðan orðstir sem sagna- höfundur og ljóðaþýðandi — og er hann ekki hvað sizt þekktur l'yrir þýðingar sinar á verkum rUss- neskra höfunda. Gífurleg sala á gjaldeyri Mikil gjaldeyriskaup áttu scr stað rétt fyrir belgina. Á fiistudaginn voru gjaldeyriskaup allt að þreföld á við það sem venjulega gerist i desember. Davið Ólafsson Seðlabankastjóri sagði blaðinu að sala á erlendum gjaldej'ri hefði verið mjög há siðustu þrjá daga vikunnar. Miðvikudaginn siðasta nam gjaldeyrissalan 142 miljónum, þar af voru fyrir- fram greiddir víxlar 18 miljónir. Á fimmtudaginn varð salan heldur minni eða 118 miljónir og fyrirframgreiddir vixlar voru þar af 16 miljónir. Föstudagssalan varð þó öllu mest, þvi þá seldist erlendur gjaldeyrir fyrir 221 miljón króna og þar af voru fyrirframgreiddir víxlar að upphæð 26 miljónir. Meðaltalssala á gjaldeyrir i desembermánuði er eðlileg um 70-90 miljónir á dag. Sala á ghaldeyri hófst i bönkun um i morgun. en i gær var ekki unnt að fá upp nákvæmar tölur um verð á erlendri mynt. -Uþ Sígildar bækur á hagstæöu verði Romain Rolland: Jóhann Kristófer. Allt verkið, fimm bindi. — Verð ób. kr. 1.650, ib. kr. 2.250, skb. kr. 3.250. Maxim Gorki: Barnæska min, Hjá vanda- lausum, Háskólar minir. — Verð ib. kr. 1.500. Martin Andersen Nexö: Endurminningar. Tvö bindi. — Verð ib. kr. 800. Pástovski: Mannsævi. Fjögur bindi. — Verð ób. kr. 1.200, ib. kr. 1.440. Jónas Hallgrimsson: Kvæði og sögur. Forlátaútgáfa, bundin i alskinn. — Verð kr. 650. Grimur Thomsen: Ljóðmæli. Forlátaútgáfa, bundin i alskinn. — Verð kr. 900. Benedikt Gröndal: Dægradvöl. — Verð ób. kr. 350, ib. kr. 500, skb. kr. 750. Þórbergur Þórðarson: íslenzkur aðall. — Verð ób. kr. 490, ib. kr. 640, skb. kr. 830. Ævisaga Árna Þórarinssonar. Tvö bindi. — ' Verð ób. kr. 1.220, ib. kr. 1.560, skb. kr. 1.800. öll ljóðJónsHelgasonari tveim / bókum,— Heildarverð ób. kr. 550, ib. kr. 750. öll ljóðSnorra Hjartarsonar i tveim bókum. Heildarverð ób. kr. 620, ib. kr. 720, skb. kr. 880. Við sagnabrunninn. Sögur og ævintýri frá ýmsum löndum. Alan Boucher endur- sagði. Helgi Hálfdánarson þýddi, Barbara Arnason gerði myndir. Verð ób. kr. 590, ib. kr. 740. Þúsund og ein nótt. Fyrsta bindi. — Verð ib. kr. 880. Longus: Dafnis og Klói. Verð ób. kr. 250, ib. kr. 400. MÁL OG MENNING, Laugavegi 18, Reykjavík. Bækur Máls- og menningar og Heimskringlu 1972 Þórbergur Þórðarson: Frásagnir. — Hinar styttri frásagnir meistarans feinni bók. — Verð ób. kr. 650, ib. kr. 850, skb. kr. 1050. Magnús Stefánsson (örn Arnarson): Bréf til tveggja vina. — Verð ób. kr. 420, ib. kr. 580. Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn I. (Bi, bi og blaka, Álftirnar kvaka). — Verð ób. kr. 480, ib. kr. 650. Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn II. (Ég læt sem ég sofi, Samt mun ég vaka). — Verð ób. kr. 480, ib. kr. 650. Ólafur Jóhann Sigurðsson: Hreiðrið. (Skáldsaga). — Verð ób kr. 500, ib. kr. 680. Vésteinn Lúðviksson: Gunnar og Kjartan, siðara bindi, (skáldsaga. — Verð ób. kr. 600, ib. kr. 780. Þorsteinn frá Hamri: Veðrahjálmur. (Ljóð). — Verð ób. kr. 440, ib. kr. 580. Hannes Sigfússon: Norræn ljóð 1939-1969. Safn nútimaljóða eftir 40 skáld frá Noregi, Danmörku, Sviþjóð og Finnlandi. — Verð ób. kr. 800, ib. kr. 1000. Lazarus frá Tormes. Sigild spænsk skemmtisaga frá 16. öld. Guðbergur Bergsson þýddi og ritaði eftirmála. — Verð ób. kr. 440, ib. kr. 600. Albert Mathiez: Franska byltingin, fyrra bindi. Loftur Guttormsson þýddi. — Verð ób. kr. 680, ib. kr. 880. Karl Marx og Friðrik Engels: Kominúnista- ávarpið. (Pappirskilja). Þýtt oggefiðút af Sverri Kristjánssyni. — Verð kr. 300. David Horowitz: Kalda striðið. (Pappirs- kilja). Verð kr. 300. Myndlist / Matisse. — Verð ób. kr. 140. Endurprentun: Romain Rolland: Jóhann Kristófer I-III. — Verð ób. kr. 330, ib. kr. 450, skb. kr. 650. í umboðssölu: Grallarastjarnan (Barnabók). — Verð kr. 220. VERÐIÐ ER TILGREINT ÁN SOLUSKATTS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.